Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ A.LL.RA LANDSMANNA fn^tffunSA^^ 1996 Atlarnir aftur til Víkings NAFNARNIR Atli Helgason og Einarsson, sem léku með Fram í fyrra, eru á leið til Víkings. Þeir hafa báðir æft með liðinu að undanförnu og það á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í sambandi við félagaskiptin. „Við gerum okkur vonir um að vera búnir að fá leik- heimild fyrir þá áður en .Reykjavíkurmótið innanhúss hefst um næstu helgi," sagði Ásgrímur Guðmundssou, for- maður knattspyrnudeildar Víkings. Stefán Arnarson, mark- vörður FH, hefur einnig verið I viðræðum við Víkinga um að gerast leikmaður liðsins næsta súmar og fleiri menn eru í myndinni en ekki hefur verið ákveðið með félaga- skipti í því efni. KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR HANDKNATTLEIKUR BLAÐ c McFarland rekinn frá Guðna og samherjum ROY McFarland var látinn fara frá Bolton í gærkvöldi og tók Colin Todd þegar við sljórn- inni en félagarnir voru ráðnir fyrir sex mánuð- um þegar Bruce Rioch fór og gerðist yfirþjálf- ari Arsenal. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem McFarland er látinn taka pokann sinn en hann var rekinn frá Derby í apríl á liðnu ári. Gordon Hargreaves, formaður Bolton, sagði að ákvörðun um að ráða tvo yfirþjálfara hefði ekki gengið og væri við sig og stjórn félagsins að sakast en Bolton er sem fyrr í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Todd hefur ráðið ferðinni og því á ég ekki von á miklum breyting- um en það verður að koma í Ijós," sagði Guðni Bergsson, leikmaður Bolton, við Morgunblaðið aðspurður um málið. Júlíus Jónasson byrjar med TV Suhr í febrúar JÚLÍUS Jónasson, landsliðsmað- ur í handknattleik, gekk frá samningi við svissneska félagið TV Suhr á gamlársdag og byrjar að leika með liðinu í Aarau í febrúar. Félagið yfirtók samning hans við þýska félagið Gummersbach sem átti að renna út í vor og gerði samn- ing við Júlíus sem gildir út tímabil- ið 1997. Þýska félagið Bad Schwar- tau vildi einnig fá Júlíus til liðs við sig en hann valdi að fara frekar til Svjss. „Ég tók ákvörðun á síðasta degi og er mjög ánægður með samning- inn," sagði Júlíus við Morgunblaðið. Hann sagði að tilboð TV Suhr hefði borist fyrir nokkrum dögum en 29. desember hefði Bad Schwartau haft samband. „Það að tvö lið komu til greina og tíminn naumur auðveldaði mér samninga," sagði Július, „því ég vissi að ef ég gerði samning fyr- ir áramót um að fara annað myndi Gummersbach spara mikla peninga. Spurningin var því ekki hvort heldur hvert og þar sem mér leist betur á svissneska liðið og stjórn þess valdi ég þann kostinn. Bad Schwartau er með sex stig í fallbaráttu og margt í stjórninni virðist ómanneskjulegt en þó TV Suhr sé í áttunda sæti af 12 er liðið talið vera á meðal fimm bestu í Sviss. Auk þess vildi ég frek- ar fara í suður en norður. Það er yfirleitt um sex til sjö tíma akstur i útileiki hjá liðum í Norður-Þýska- landi en í Syiss eru þetta ekki nema einn til tveir tímar. Þá á ég bróður í Munchen og það verður styttra á milli okkar." Fyrir skömmu gerði Gummers- bach samning við markakóng HM á íslandi 1995, Yoon Kyung-Shin frá Suður-Kóreu, sem gerði 85 mörk í níu leikjum, og því benti margt til þess að Júlíus yrði ekki áfram hjá félaginu að samningnum loknum. Júlíus Jónasson Hann hefur verið frá undanfarnar vikur vegna meiðsla en sagðist vera orðinn leikhæfur. „Ég má byrja að leika 30 dögum eftir undirritun samningsins og það kemur mér vel því fyrir vikið hef ég lengri undir- búningstíma." Rússneski landsliðs- maðurinn Igor Vasiliev hefur leikið með TV Suhr að undanförnu en Július taldi líklegt að hann væri á förum þar sem félagið væri ekki ánægt með hann. Júlíus verður 32 ára í ágúst. Hann lék með Val en hefur spilað með erlendum liðum síðan 1989, var í þrjú ár í Frakklandi, tvö ár á Spáni og hefur verið í eitt og hálft ár hjá Gummersbach í Þýskalandi. „Eg geri ráð fyrir að flytja til Sviss um miðjan mánuðinn en á næstu dögum fer ég til Aarau og hitti forsvars- menn og leikmenn félagsins í fyrsta sinn en umboðsmaður minn sá alfar- ið um samningana fyrir mína hönd." Ríkharður í raðir KR-inga RIKHARÐUR Daðason, knatt- spyrnumaður úr Fram, hefur gengið til liðs við KR-inga. Hann skrifaði undir tveggja ára samn- iiig við félagið á laugardaginn. „Eg er búinn að vera að velta þessu fyrir mér í tvo mánuði og þetta voru frekar erfið spor að stíga en ég held að f élagaskiptin geri mig að betri knattspyrnu- manni. Eg er búinn að vera sjö ár hjá Fram og ég held að það sé gott að skipta um umhverfí. Ég tel mikilvægt að spila í fyrstu deild ef ég á að eiga möguleika á að komast í landsliðið, sem ég stefni auðvitað að. KR var besti kosturinn í því sem mér stóð til boða. KR er með gott lið og góð- an þjálfara og mér líst vel á allar aðstæður hjá félaginu," sagði Rík- harður. Hann hefur verið í hagfræði- námi í New York í Bandaríkjun- um undanfarin þrjú ár og hyggst ljúka BA-prófi í vor. Hann er staddur hér á íslandi í jólafríi og heldur til Bandaríkjanna eftir viku og kemur til Islands aftur 10. maí, eða rétt fyrir íslands- mót. „Ég reyni að koma mér í góða æfingu áður en ég kem heim því ég veit að það er hörð sam- keppni um hvert sæti í byrjunar- liði KR, sem er annað af tveimur bestu liðum landsins," sagði Rík- harður. Ríkharður, sem er 24 ára og hefur leikið með ölluin yngri landsliðunum og auk þess þrjá A-landsleiki. Hann var að hugsa um að reyna fyrir sér í nýju at- vinnumannadeildinni í Bandaríkj- iiiium og hafði verið boðinn tveggja ára samningur, en sagði hann ekki mjög spennandi og því Morgunblaðið/Þorkell KR-treyjan mátuð á fyrstu æfingunni RÍKHARÐUR Daðason mætti á fyrstu æfinguna hjá KR í gœrkvöldi og mátaöi KR-treyjuna. Hér er hann tll vlnstrl á æfingunni í Reiðhölllnnl í VCðldal ásamt Lúkasi Kostlc, þjálfara KR. ákveðið að koma heima og spila í 1. deildinni með Vesturbæjarlið- inu. KR-ingar hafa misst tvo Ieik- menn frá því í fyrra; Steinar Adolfsson og Mihajlo Bibercic, sem fóru til IA, en fengið í stað- inn; Þorstein Guðjónsson frá Grindavík, Kristórf er Sigurgeirs- son úr Breiðabliki og nú Ríkharð Daðason frá Fram. KNATTSPYRNA: NEWCASTLE SIGRAÐIARSENAL OG ER í GÓÐRISTOÐU / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.