Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 1
1 BRAIUDARAR Ij [LEiKlRJ IþrautirI Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR3. JANUAR 1996 ARIÐ 1996 /uœzr. Myndasögur Moggans óska lesendum sín- um nær og fjær, stórum og smáum - og auðvitað öllum öðrum gleðilegs nýs árs. Vinur Ég á hest sem heítir Vinur. Ég lána ekki hestinn minn, hesturinn minn og ég erum góðir vinir. Vini þykir moli góður. fg gef honum mola. Ég á annan mola, ég læt hann í vasann. Vinur lyktar af vasanum og nær hinum molanum. Ég fer á Vini út í móa, Ég geysi um móana á Vini. Ég stíg af baki og Vinur fer að bíta. Vinur minn bítur í grænt grasið. % passa vel upp á Vin minn. Höfundurþessa vinalega Jjjóðs er Karen Anna Guðmunds- dóttir, Fiskakvísl 1, UOReykjavúc. _.-_ 1 ¦ —— --------1 .' <z*-~—1------;------¦ —-i— 4J mmmmwm Hvað heitir hún? ÉG HEITI Steinunn María Sveinsdóttir og er Siglufjörður. Ég ruglaði nafni stelpunnar og 10 ára. Ég á heima á Hvanneyrarbraut 23, 580 teiknaði mynd af henni. EINU sinni var ungur strák- ur sem hét Nökkvi. Hann var 6 ára. Það voru þrír dagar til jóla. Nökkvi átti gamalt grenitré úti í garði. Hann spurði mömmu sína oft hvort það gæti verið jólatréð þeirra. Hún sagði alltaf að það væri of lítið. Nú voru komin jól og Nökkvi fór í kirkju og borð- aði hangikjöt. En á meðan allir voru að borða læddist Utijól hann að pökkunum, tók sina, hljóp með þá út í garð og setti þá undir grenitréð sitt. ¦ Svo hljóp hann inn, tók alla hina pakkana og gerði það sama við þá og tók jólaskraut af jólatrénu og lét það á grenitréð. Síðan ætluðu allir inn í stofu að opna pakkana - en það voru ekki neinir pakkar þar! Nökkvi sagði þeim alla söguna og mamma hló bara og sagði: Þetta verða útijól! Jens Fjalar Skaptason, 10 ára, Laufengi 156, 112 Reykjavík, samdi þetta ljóm- andi skemmtilega jólaævin- týri. Hjartans þakícir fyrir, vinur sæll. KÆRU Myndasögur Moggans. Við erum hérna tvær stelpur sem langar að eignast pennavini á aldr- inum 8-12 ára, bæði stráka og stelpur. Við erum sjálfar 9 og 10 ára. Áhugamál: Hestar, íþróttir, diskótek, öll dýr, skíði og skautar. Við heitum: Halla Dögg Másdóttir Næfurási 17 110 Reykjavík Andrea Stefánsdóttir Næfurási 15 110 Reykjavik Kæru Myndasögur. Ég er 9 ára stelpa og ég óska eftir pennavinum á hvaða aldri sem er, stelpum og strákum (helst stelp- um). Ég á heima í Noregi en ég kem auðvitað frá íslandi. (40 kr. frímerki.) Áhugamál: Körfubolti, íshokkí og dýr, helst hundar. (Reyni Pennavinir að svara öllum bréfum, sendi mynd með fyrstu fimm.) ES. Bið að heilsa bekkjarsystkinum mínum í ísaksskóla 94-95 í 8 ára X, helst Guðrúnu Maríu Þ. og Hönnu Maríu K. i Valgerður Á. Guðmundsdóttír Jonas Lies gate 4 3717 Skien Noregur Kæru Myndasögur! Ég óska eftir pennavinum á aldrin- um 9-12 ára, ég er sjálf 10 ára. Áhugamál margvísleg. Mynd má fylgja með fyrsta bréfi, ef hægt er. Björg Pálsdóttir Hlíðarbraut 15 540 Blönduós Hæ! Ég er 9 ára stelpa og mig langar í pennavini, stelpur á aldrinum 9-10 ára. Áhugamál mín eru hestar, barnapössun og hjólaskautar. Sunna Borgarsiðu 31 603 Akureyri Allter öfugsnúið Ef ég væri lítil myndi ég vilja vera stór. Ef ég væri feit myndi ég vilja vera mjó. Allt er öfugsnúið, ég verð að halla mér, fram á biíðan morgun sef ég. Svo vakna ég með stírur i augunum, þurrka þær í burtu, tannbursta mig, greiði mér og verð fín og fer í skólann minn fram að hádegi, svo fer ég heim. Leik mér fram á kvöld. Svo kemur mamma og eldar mat, hann er góður. Ég borða á mig gat. Svo tannbursta ég mig, fer að sofa mjúka rúminu í. Morguninn eftir lít ég út, allt er þakið snjó. Hæ, hó, bráðum koma jól. Þetta bráðsjkemmtilegtt ijóö sendi okkur 11 ára stúika aðnafniíris Dögg Guðjónsdóttir, Holtsbúð 77, 210 Garða- bær. Myndasögur Moggans þakka fyrir og við erum þess fullviss að engu breytir þótt nú sé langt liðið á jóiin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.