Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 C 3 Tilboð Kelco í Þörungaverksmiðjuna Svar raðu- neytisins sent fyrir áramót FJARMALARAÐUNEYTIÐ hefur þegar svarað tilboði bandaríska fyr- irtækisins Nutrasweet Kelco í 66% hlut ríkisins í Þörungaverksmiðj- unni á Reykhólum. Skarphéðinn Steinarsson, deildarstjóri i fjár- málaráðuneytinu, segir að ráðu- neytið hafi sent Kelco formlegt svar við tilboði þeirra, bæði bréflega og með símbréfi, á milli jóla og nýárs og því sé það ekki rétt sem kom fram í Morgunblaðinu í gær að til- boðinu hefði ekki verið svarað enn. Skarphéðinn vill ekki gefa upp hvert kaupverðið sé en segir að til- boð Kelco hafi verið gott. Hvað framtíðaráætlanir bandarísku aðil- anna varðar segir Skarphéðinn að hagsmuna byggðarlagsins hafi ver- ið gætt í samningaviðræðum ráðu- neytisins við Kelco og gengið hafi verið úr skugga um að fyrirtækið yrði áfram staðsett á Reykhólum. „Við gerðum þeim grein fyrir því að við hefðum skyldur gagnvart byggðarlaginu og framtíð fyrirtæk- isins og sögðum þeim að áður en við seldum þá þyrftu að liggja fyrir upplýsingar um hvaða áform þeir hefðu uppi um framtíð þess.“ Skarphéðinn segir að svör banda- ríska fyrirtækisins hafi verið full- nægjandi hvað þetta varði. Ljóst sé að ráðast þurfi í endurnýjun á tækjabúnaði verksmiðjunnar og Kelco hyggist gera það jafnframt því sem það ætli sér að auka fram- leiðslugetu verksmiðjunnar. Þörungaverksmiðjan framleiddi á síðasta ári um 2.800 tonn af þang- mjöli og um 400 tonn af þaramjöli. Verksmiðjan hefur velt um 100 milljónum króna á undanförnum árum og hafa starfsmenn hennar verið að um 20 að jafnaði. Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Þörungaverksmiðjunnar, seg- ir að enn sé of snemmt að segja til um rekstrarafkomu fyrirtækisins á nýliðnu ári en reksturinn hafi farið batnandi. Á síðasta ári hafi verið hagnaður af reglulegri starf- semi, en afskriftir á mjög háum viðskiptakröfum hafí valdið því að árið hafi komið út í tapi. Uppgangur að nýju í loðdýrarækt í Grýtubakkahreppi Tvö ný bú að hefja starfsemi Grýtubakkahreppur. Morgunblaðið. FYRIR skömmu var sett á stofn á Grenivík hlutafélagið Rándýr ehf. um rekstur loðdýrabús. Uppgangur virðist að nýju hafinn í loðdýrarækt í Grýtubakkahreppi en á árinu 1990 voru rekin allt að 9 loðdýrabú í hreppnum og sum nokkuð stór. Þá starfaði einnig fóðurstöð með loð- dýrafóður á Grenivík um nokkurra ára skeið. Refir og minkar Seinni árin hafa starfað tvö bú í sveitarfélaginu, annað rekið af Tómasi Jóhannessyni og fjölskyldu sem leigt hefur af Stofnlánadeild landbúnaðarins hús og búnað sem áður hýsti Grávöru hf. Tómas hefur nú stofnað hlutafé- lag í samvinnu við Frímann Krist- jánsson, en þeir búa báðir á Greni- vík og hafa þeir félagar keypt allar eignir sem áður voru í eigu Grá- vöru hf. í loðdýrabúinu eru um 270 refalæður auk högna en með vorinu eru væntanlegar um 200 minka- læður og er hugmyndin sú að þeim verði fjölgað á komandi árum. Annað loðdýrabú er að hefja starfsemi, Félagsbúið á Lóma- tjörn, en á Lómatjörn var eitt af þremur fyrstu býlunum í Grýtu- bakkahreppi sem tóku þátt í til- raun með ræktun blárefs á árinu 1979. Eftir að verðfall varð á loð- feldum var loðdýrarækt hætt á Lómatjörn eins og víða annars staðar um land. Ráðgjafanefnd um uplýsinga- og tölvumál (RUT) vekur athygli á hádegisfúndi Skýrslutæknifélags íslands og Fagráðs í upplýsingatækni um FS 130, forstaðal um íslenskar þarfir í upplýsingatækni á Grand Hótel Reykjavík fostudaginn 5. janúar kl. 12:00-13:45. í staðlinum er m.a. ijallað um eftirtalin atriði: - Röðun tölustafa og bókstafa - Ritun talna - Ritun fjárhæða - Ritun dagsetninga og tíma - Stafróf og stafatöflur - Mannanöfn og röðun þeirra - Greinamerki og sérstafi - Kóta fyrir land og tungu - Símanúmer - Utanáskriftir - Auðkenni einstaklinga og stofhana - Umritun Umsagnarfrestur um staðaltillöguna rennur út 15. janúar. Þátttaka tilkynnist Skýrslutæknifélagi Islands, sími 551 8820, bréfsími 562 7767, netfáng sky@skima.is VIÐSKIPTI Hlutabréfavísitölur Hækkunin mestá Verð- bréfaþingi HLUTABRÉF hækkuðu mik- ið í verði á síðasta ári og er hækkunin sem orðið hefur á hlutabréfavísit-ölu Verðbréfa- þings íslands meiri en orðið hefur á helstu hlutabréfa- mörkuðum heims. Þá hefur velta á Verðbréfaþingi rúm- lega tvöfaldast á milli ára. 33% hækkun Dow Jones Dow Jones hlutabréfavísi- talan komst einna næst hlutabréfavístölu VÞÍ en hún hækkaði um 33% á síð- asta ári. Annars staðar varð hækkunin talsvert minni. í Lundúnum hækkaði FT-SE vísitalan um 20,34%, næst á eftir kemur OMX-vísitalan í Stokkhólmi, en hún hækkaði um 17,10%. KFX-vísitalan í Kaupmannahöfn hækkaði um 10,48%, DAX-vísitalan í Frankfurt um 8,63% og Nik- kei-vísitalan í Tókýó um 0,94%. Velta á Verðbréfaþingi meira en tvöfaldaðist á síð- asta ári miðað við árið 1994. Velta síðasta árs nam 2.885 milljónum króna en árið 1994 var heildarveltan 1.335 millj- ónir króna. Það ár hafði hún aukist um tæp 40% og er því um mun meiri hlutfallslega aukningu nú. Nýjar methækk- anir í evrópskum kauphöllum London. Reuter. NÝ MET voru slegin í evrópskum kauphöllum í gær, þar sem bjartsýni fjárfesta hefur aukizt við hækkanir vestanhafs á nýbyijuðu ári og meiri líkur á því að vextir verði lækkaðir í Bandaríkjunum. í London hækkaði FT-SE 100 vísi- talan í 3719,8 úr 3696,5 og þar með var slegið sólarhrings gamalt met. Methækkanir urðu einnig í Frank- furt, Zúrich, Amsterdam, Brússel og Ösló. Vísitalan í London lækkaði síðan nokkuð í 3715,6, en hafði hækkað um 0,75% við lokun. Þar með var fyrra met frá 29. dsember slegið, en þá var vísitalan 3689,3 við lokun. „Vextir eru á niðurleið, Wall Stre- et á uppleið og ástandið lítur vel út,“ sagði sérfræðingur Crédit Ly- onnais Laing. Hækkanirnar í London og annars staðar í Evrópu stöfuðu af upp- sveiflu í Wall Street, bættum horfum á lausn deilunnar um halla á banda- rískum ríkisfjárlögum og vonum um bandarískar vaxtalækkanir. Þrátt fyrir bjartsýnina voru við- skipti aðeins í meðallagi í London, ef til vill vegna uggs um skjótar kosningar eftir úrsögn þingmanns úr íhaldsflokknum. Góð staða eftir opnun New York styrkti hækkunina í Evrópu, sem átti rætur að rekja til 60 punkta hækkunar Dow Jones vísitölunnar í Wall Street í 5177,45. Það var mesta hækkun hennar síðan hún hækkaði um 86 punkta 31. maí, Staða hlutabréfa styrktist einkum þegar fjarskiptarisinn AT&T skýrði frá fyrirætlunum um að fækka störf- unm um 40.000 og veija verulegum fjármunum til endurskipulagningar. 9% meiri sala Ford-Werke AG1995 Köln. Reuter. VELTA og sala Ford-Werke AG, hins þýzka dótturfyrirtækis Ford Motor Co, jókst um 9% 1995 að þess sögns. Veltan jókst í 25.5 milljarða marka úr 23.4 milljörðum árið áður og salan jókst í 1.049 milljónir bíla úr 962.000. Aðeins tvisvar sinnum áður hefur salan farið yfir eina milljón bíla. Framleiðsla jókst um 5,4% í 991.000 bíla og markaðshlutdeild í Þýzkalandi jókst í 11,4% úr 10,2% 1994. Starfsmönnum fjölgaði lítil- lega í 44.282. Söluaukningin er þökkuð nýjum Escort og Scorpio bílum Ford-Werke og litlum Galaxy og Windstar sendi- bílum. Sala Escort jókst um 33,5% frá 1994, Mondeo um 5,8%, Scorpio um 81% og Explorer um 25,5%. Sala Transit sendibíla jókst um 5.6%, en sala Fiesta stóð í stað og 116.000 slíkir bílar seldust. 94. Albert Caspers stjórnarformaður býst við að staðan á þýzkum bíla- markaði batni nokkuð 1996. RÖt> OC RECLA í GÓÐU EGLU BOKHALDI... HACKVÆMNI TÍMASPARNAÐUR ÖRYCCI ÍSLENSKT OC VANDAÐ ...STEMMIR STÆRDIN LIKA! Egla bréfabindin fást í 5 mismunandi stærðum. Þau stærstu taka 20% meira en áður, en verðið er það sama. Og litaúrvalið eykur enn á fjölbreytnina! Með því að hringja í sölumenn okkar getur þú pantað þær möppur sem henta fyrirtæki þínu. Hringdu í Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 síma 562 8501 eða 562 8502 og þú færð möppurnar sendar um hæl. Múlalundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.