Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Minnkandi hag- vöxtur og aukið að- hald í ríkisrekstri Fjármál á fimmtudegi * Aríð 1996 ætti að öðru jöfnu að verða gott ár, segir Sigurður B. Stefánsson. En hagvöxtur í viðskiptalöndum íslendinga er minni en í fyrra og aukið aðhald í ríkisrekstri í Evrópu og Ameríku og háar skuldir heimilanna gætu dregið úr almennri eftirspum. Ut- og innflutningur á íslandi 1988-1995 Breyting (%) frá sama mánuði árið áður Innflutningur 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Verðlag á útfluttum sjávarafurðum 1990-95 Vísitala 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Hagvöxtur og verðbólga . . . í Bretlandi -3*- 1993 ' 1994 ■ 1995 5% 4 í Þýskalandi Hagvöxtur Verðbólqa- 2 1 0 -1 -2 -3>- 1993 ■ 1994 - 1995 á íslandi Haqvöxtur -3>- 1993 ■ 1994 ■ 1995 IUPPHAFI ársins 1996 ber tvennt hæst í alþjóðlegum efnahagsmálum og hvor þáttur um sig gæti ráðið miklu um framvinduna í þjóðarbú- skap íslendinga á næstu árum. Á síðari hluta ársins 1995 tók að hægja á hagvexti í nokkrum af stærstu iðnríkjunum. Enginn mað- ur gengur svo langt að spá því að á árinu 1996 komi fram samdrátt- ur í framleiðslu eða tekjum í við- skiptalöndunum en efasemdir um áframhaldandi góðæri munu áge- rast þegar líður á útmánuði og vorið ef framleiðsla glæðist ekki aftur von bráðar. Síðara atriðið er umræða í ríkj- um Evrópusambandsins um sam- eiginlegan gjaldmiðil og bein áhrif af undirbúningi þeirra vegna sam- runa peningamálastefnu í ríkjunum sem gæti orðið að veruleika frá og með 1. janúar 1999. íslendingar eiga hvorki beina aðild að umræð- unni og hvað þá heldur að formleg- um undirbúningi samrunans en efnahagslegra áhrifa mun þó gæta hér á landi sem annars staðar engu að síður, bæði með beinum og óbeinum hætti. Víkjum nánar að þessum þáttum eftir örstutt yfírlit um innlend efnahagsmál. Aukning í framleiðslu og eftirspurn náði jafnvægi árið 1995 Glögglega hefur komið fram í fréttum á Islandi um áramótin að árið 1995 var hagstætt í efnahags- legum skilningi. Hagvöxtur var um 3,2% eftir 1,1% hagvöxt árið 1993 og 2,8% árið 1994. Á árinu 1996 er reiknað með að fram- leiðsluaukning geti legið á bilinu 3,2% til 4,2% eftir því hvort stuðst er við nýjustu spá Þjóðhagsstofn- unar eða nýbirta spá í Gjaldeyris- málum, fréttabréfí Ráðgjafar og efnahagsspáa, undir ritstjórn Yngva Harðarsonar hagfræðings. Efsta myndin hér á síðunni sýn- ir þróun vöruinnflutnings og -út- flutnings á síðustu árum og allt til ársins 1996. Reiknað er eftir ársfjórðungslegum tölum en hver punktur sýnir prósentubreytingu í vöruútflutningi eða almennum vöruinnflutningi síðustu fjóra árs- fjórðunga í samanburði við sömu stærð einu ári áður miðað við fast gengi krónunnar. Á þennan mæli- kvarða tók útflutningur að aukast síðla árs 1993 eftir langvarandi stöðnun og lægð sem hófst árið 1988. Aukningin var kröftug árið 1994 og fram eftir árinu 1995 en á síðari hluta þess árs tók að hægja á aukningunni. Enn er þó reiknað með liðlega 3% aukningu útflutnjngs vöru og þjónustu árið 1995. Árið 1996 reiknar Þjóðhags- stofnun með aðeins 0,7% aukningu útflutnings en í Gjaldeyrismálum er reiknað með 5,5% aukningu. Á efstu myndinni sést einnig að innflutningur jókst mikið á ár- inu 1994 og var enn að aukast langt fram eftir árinu 1995. Síðla sumars var jafnvel útlit fyrir að eftirspurnarbylgjan risi bæði hærra og stæði lengur en fram- leiðsluaukningin en þá tók að hægja á aukningu innflutnings aftur. Sem dæmi mætti taka að innflutningur í maí 1995 var 13% meiri en í maí 1994 samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum í Hagvís- um Þjóðhagsstofnunar (desember 1995) en í septem- ber og október 1995 var innflutningur aðeins um 3,6 til 3,7% meiri en í sömu mánuðum árið 1994. Óvissa á árinu 1996 í ytri stærðum þjóðarbúsins fremur en innri Þjóðhagsstofnun reiknar nú með um 5,5% aukningu innflutn- ings árið 1995 en 2,8% aukningu á árinu 1996. Samningurinn um stækkun álversins í Straumsvík og framkvæmdir við fyrirhuguð göng undir Hvalfjörð munu verða til þess að styrkja stoðirnar í ís- lensku efnahagslífl og almennt verður að telja horf- ur hér innanlands prýðilegar. Nokkur óvissa ríkir i kjara- málum vegna upp- sagnar á samning- um fáeinna verka- lýðsfélaga en líklega er meiri ástæða til að vera á varðbergi vegna óvissra þátta í ytri stærðum þjóðarbúsins heldur en í innlendum þáttum. Myndin til vinstri í þriðju röð- inni sýnir útflutningsverð sjávar- afurða árin 1990 til 1995. Þar sést vel hvernig samdráttur í fram- leiðslu og eftirspurn í viðskipta- Iöndunum hafði áhrif á.útflutn- ingsverð á mikilvægustu afurðum íslendinga á árunum 1991 til 1994. Frá miðju árinu 1994 hefur útflutningsverðið farið hækkandi. Ef fram kemur veikleiki í efna- hagslífí nágrannaþjóðanna mun draga úr eftirspurn almennt og einnig eftir físki en lakara fiskverð hefur jafnan umtalsverð áhrif á þjóðarbúskap íslendinga. Minnk- andi eftirspurn í ríkjum Evrópu- sambandsins á árinu 1996 gæti stafað af auknu aðhaldi í ríkis- rekstri vegna skilmála í Ma- astrichtsáttmálanum (sjá hér á eftir) og undirbúnings fyrir sam- eiginlegan gjaldmiðil ríkjanna frá og með árinu 1999, af háum vöxt- um sem ekki hafa lækkað nægi- lega hratt og halda aftur af fjár- festingu eða af háu gengi þýska marksins sem dregur úr eftirspum eftir þýskum vörum í útlöndum. í nýbirtri skýrslu OECDum árið 1996 (OECD Economic Outlook, desember 1995) eru spár um hagvöxt í stærstu ríkjum lækkaðar lítillega frá fyrri áætlunum. í Evr- ópu vegur þyngst að nýjustu tölur frá Þýskalandi og Frakklandi sýna minni aukningu framleiðslu en áður var talið. Hagvöxtur í Þýska- landi gæti orðið rétt um 2,5% árið 1995 og í Bretlandi (sjá neðstu mynd til vinstri) og Frakklandi 2,6 til 2,7%. Þannig er hagvöxtur í Evrópusambandinu í heild aðeins um 2,3 til 2,4%% árið 1995 en í ríkjum OECD samtals um 2,4%. OECD reiknar enn með að árið 1996 verði hagvöxtur í aðildarríkj- unum 26 ívið meiri en í fyrra eða 2,6% en sú spá er háð því að hag- vöxtur í Japan aukist úr 0,3% í 2,0% milli áranna 1995 og 1996. Það er í Bandaríkjunum sem þjóðarbúskapur stendur í mestum blóma um þessar mundir. Þar lækkaði seðlabankinn forvexti um 0,25% fyrir tveimur vikum í 5,5% og var það önnur 0,25% lækkunin síðan í haust. Hagvöxtur varð hátt í 3,5% árið 1995 og OECD reiknar með um 2,5% hagvexti hvort áranna 1996 og 1997. Þetta góða árferði hefur vissulega glatt hluthafa í bandarískum fyrirtækj- um en árið 1995 var eitt hið besta á Wall Street í manna minnum. Hlutabréfaverð á Wall Street hækkaði hvorki meira né minna en um 35% að jafnaði á árinu og bar uppi hækkun hlutabréfaverðs á alþjóðlegum markaði. í Japan var verð á hlutabréfum heldur lægra í lok ársins en í upphafi þess og í nýju löndunum („Emerg- ing Markets") kom fram um 11% lækkun á árinu. Hlutabréfaverð í Evrópu utan Bretlands hækkaði aðeins um 8% á árinu 1995 og heimsvísitala hlutabréfaverðs utan Bandaríkjanna hækkaði aðeins um 5% á árinu. En verðhækkunin á Wall Street lagaði meðaltalið þannig að hlutabréf hækkuðu samtals um 16 til 17% á árinu 1995 þegar mælt er í dollurum. Árið 1995 lækkuðu vextir víða á alþjóðlegum markaði um 2% Eins og fyrri daginn voru hag- stæð skilyrði á skuldabréfamark- aði lykillinn að góðum árangri á hlutabréfamarkaði. Eftir umtals- verða vaxtahækkun sem banda- ríski seðlabankinn knúði fram á árinu 1994 til að draga út hættu á aukinni verðbólgu og þenslu voru langtímavextir orðnir 7,9% í upphafi ársins 1995. Fyrir mitt ár höfði þeir lækkað um nærri 2% í um 6% og núna eru vextir af 10 ára ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum aðeins um 5,7%. Forvextir seðlabankans eru eins og fyrr sagði 5,5% og til eru þeir sem telja að um mitt þetta ár muni þeir jafnvel verða komnir niður í 4,5%. Það ríkir því áfram bjartsýni í efnahagsmálum í Bandaríkjun- um. Hagnaður fyrirtækja hefur aukist umtalsvert og nærri því nóg til að standa undir meira en þriðjungs hækkun hlutabréfa- verðs árið 1995. Hlutfallið á milli verðmætis hlutabréfa og hagnað- ar (V/H hlutfallið) er að vísu orðið 17 til 18 að jafnaði en í ljósi þess að verðbólga er aðeins 2,6 til 2,9% og heldur minnkandi er það ekki talið hættulega hátt svo fremi sem hagnaður fyrir- tækja helst áfram góður. Þess má geta til gamans að V/H hlut- fall hlutabréfanna í Coca-Cola á markaði í New York var orðið 27 þegar í upphafi ársins 1995. Eftir mikla hækkun á verði hluta- bréfanna og góðan hagnað fyrir- tækisins var hlutfallið komið í 35 nú undir lok ársins. „Og hér eru þó ekki á ferðinni hlutabréf í hátæknifyrirtæki,“ eins og einn fj ármálaráðgj afinn komst að orði, „heldur í fyrirtæki sem á allt sitt und- ir 109 ára gamalli formúlu fyrir gos- drykk!“ Evrópuþjóðir keppast við að fullnægja skilyrðum Maastrichtsáttmálans Bjartsýni ríkir m.ö.o. almennt í Bandaríkjunum þrátt fyrir þrálát- an fjárlagahalla og sívaxandi skuldir hins opinbera. En Banda- ríkin skera sig úr í hópi stærstu iðnríkja eins og fyrr sagði (sjá Peningakerfið hið smæsta í ver- öldinni Prýðilegar horfur innan- lands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.