Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 C 5 VIÐSKIPTI Snjóbrettin ljósi punkt- urinn í skíðaiðnaðinum einnig myndina í annarri röð til vinstri). Japanir berjast enn við að ná jafnvægi á nýjan leik í þjóð- arbúskap sínum eftir mikla erfíð- leika sem er að rekja allt aftur til níunda áratugarins og leiddi enn til stöðnunar í framleiðslu á árinu 1995. Þau umskipti sem mestum áhyggjum valda eru þó í Evrópu en þar er dvínandi framleiðslu- aukning í öllum helstu ríkjum, t.d. í Þýskalandi, Bretlandi, Frakk- landi og Ítalíu, en í þessum löndum er einhver mikilvægasti markaður- inn fyrir sjávarafurðir íslendinga. Mið-Evrópubúar eru þjóða varkárastir í efnahagsmálum. Til að fullnægja skilyrðum Maastric- htsáttmálans um sameiginlegan gjaldmiðil í ríkjum Evrópusam- bandsins þurfa aðildarþjóðirnar að fullnægja fjórum skilyrðum. Halli á fjárlögum hins opinbera verður að vera innan við 3% af vergri landsframleiðslu, opinberar skuld- ir innan við 60% af VLF, verð- bólga þarf að vera innan við 3% og vextir af ríkisskuldabréfum til langs tíma innan við 8,9% (ath. síðastnefndu tvær tölurnar eru miðaðar við þær þrjár þjóðir sem bestan árangur sýna á þessu sviði). í svipinn eru horfur á því að aðeins ijórar þjóðir, Bretar, Þjóðveijar, Frakkar og Lúxem- borgarar, fullnægi skilyrðunum fjórum þegar kemur að því að taka afstöðu til hveijir verða með frá upphafí en það verður líklega gert í marsmánuði 1998. Evrómyntin sér dagsins ljós í janúar 1999? Viðleitni stjórnvalda í fjölmörg- um ríkjum, bæði vestan hafs og austan, til að ná tökum á ríkisfjár- málum er talin geta haft áhrif til þess að draga úr fram- leiðslu og eftirspurn á • alþjóðlegum markaði á næstu misserum. Eftir mikla þenslu í ríkisbúskapnum mestallan níunda áratuginn jukust skuldir hins opinbera mikið í flest- um ríkjum heimsins og vaxtabyrði flestra þjóða vegna opinberra skulda hefur aukist verulega. Bar- átta við þennan vanda setur ríkis- rekstrinum skorður þessi misserin og undirbúningur að sameiginlegu Evrómyntinni hefur orðið til þess að skerpa vitund manna á þessu sviði. Halli í ríkisbúskapnum er nú talinn bera vott um slakan árangur við hagstjóm og pólitísk- an veikleika. Þessar vikurnar er barátta Frakka við að ná jafnvægi í fjármálum sínum efst á baugi en fleiri þjóðir munu koma í kjöl- farið ef að líkum lætur. Á fundi sínum í Madríd um miðjan desember sí. voru leiðtogar Evrópusambandsins að miklu leyti sammála um að halda áfram eftir markaðri áætlun um sameiginleg- an gjaldmiðil og þar var honum valið nafnið „Euro“ eða hugsan- lega Evró á íslensku. Tímaáætlun er nú þannig að stofnaðildarríki verða valin í mars 1998. Þann 1. janúar 1999 verður myntsamstarf- ið að veruleika. Gengi milli fyrrum gjaldmiðla aðildarríkjanna verður fest til ævarandi frambúðar og þau afsala sér að fullu yfírráðum í vaxtamálum og gjaldeyrismálum til Seðlabanka Evrópu. Þá þegar munu ríkissjóðir viðkomandi landa taka að gefa út skuldabréf í Evró- myntinni. í síðasta lagi í janúar 2002 verður myntin sjálf gefín út til nota í almennum viðskiptum. Sex mánuðum síðar verða gömlu seðlarnir og myntin (t.d. þýsk mörk og franskir frankar) teknir úr umferð. Litlum tíma er varið til úrlausnarefna framtíðar á Islandi í Madríd féllust leiðtogar Evr- ópuríkjanna á skilyrði Þjóðveija um að þátttakendur verði fyrir- fram að beygja sig undir ákveðnar reglur um jafnvægi í efnahagsmál- um sem leiða til markvissrar stýr- ingar á fjárlagahalla. Hvergi verð- ur hvikað frá Maastrichtskilyrðun- um eins og þau hafa þegar verið sett fram. Flest ríkin munu jafn- framt ásátt um að þau sem ekki geta eða vilja vera með sem full- gildir stofnaðilar tengi gjaldmiðla sína við Evrómyntina með fyrir- komulagi sem svipar til núverandi myntbandalags. Bretar og Danir hafa áskilið sér rétt til að íhuga frekar formið á aðild þeirra. Það er ljóst af því sem hér hef- ur verið lýst að framundan eru breyttir tímar við hagstjórn í Evr- ópu. Af þessari framvindu verða íslendingar að taka mið eins og aðrar þjóðir. Þannig gæti farið skömmu eftir aldamót að Evró- myntin verði ríkjandi gjaldmiðill í viðskiptum í Evrópu og fáeinir aðrir gjaldmiðlar (t.d. Suðurlanda- myntir) fasttengdir henni með fyr- irkomulagi eins og nú er notast við í Myntbandalagi Evrópu. Nú er ekki svo að skilja að einhver vandræði séu í fjármálum íslend- inga. En litlum tíma er varið til úrlausnarefna framtíðarinnar. íslenska krónan er hvergi notuð nema í viðskiptum 260 þúsund manna þjóðar og hún hefur verið einhver óstöðugasti gjaldmiðill álf- unnar í áratugi. Afleiðingin er sú að erlendir fjárfestar eru ófúsir til að taka þátt í viðskiptum á íslensk- um fjármálamarkaði jafnvel þótt þau séu nú öllum frjáls og háir vextir í boði. Verðtrygging er enn meginregla í viðskiptum með skuldabréf til fáeinna ára eða lengri tíma en hún er ekki trúverðug í augum erlendra fjárfesta. Enginn vafí er á því að vextir á íslandi eru nokkru hærri en í flestum viðskipta- löndunum, ef til vill 1,5 til 2,5% hærri. Líklega er þessi munur, a.m.k. að hluta til, bein afleið- ing af peningakerfí þjóðarinnar sem er hið smæsta í veröldinni. Aðstæður árið 1996 kalla á meiri varkárni í fjármálum en 1994 og 1995 Fjárlagahalli ársins 1996 er um fjórir ma.kr. eða um 0,8% af lands- framleiðslu (í Maastrichtskil- yrðunum er miðað við að halli sé innan við 3% af VLF). En hafa verður í huga að árið 1996 er þriðja ár eftir að uppsveifla hófst og reiknað er með 3;2 til 4,2% framleiðsiuaukningu. I slíku ár- ferði ætti að vera talsverður af- gangur í rekstri hins opinbera. Enn lakara er að vinna er skammt á veg komin við endurskipulagn- ingu á velferðarkerfi þjóðarinnar en því fylgja að óbreyttu sívax- andi útgjöld hins opinbera eftir því sem árin líða og meðalaldur þjóðarinnar hækkar. Árviss aukn- ing útgjalda vegna heilbrigðis- mála, fræðslumála og trygginga- mála mun verða torleystari eftir því sem árin líða á sama tíma og kröfur um nákvæmni í fjármálum hins opinbera munu fara vaxandi. Árið 1996 verður að öllum lík- indum gott ár í þjóðarbúskap ís- lendinga en aðstæður kalla þó á meiri varkárni í fjármálum þjóðar- innar en sýnd hefur verið árin 1994 og 1995. Mikilvægt er að fínna Ieiðir til þess að vextir á íslandi geti farið lækkandi og bilið á milli vaxta hér og í nágranna- löndunum minnki. I svipinn eru merki um þenslu á árinu 1996 ekki helsta áhyggjuefnið. Mikil- vægara er að finna lausnir á pen- ingamálum og fjármálum þjóðar- innar þegar til lengri tíma er litið. Til þess þarf skipulega þjóðfélags- lega umræðu og fáein ár. Núna er rétti tíminn til að ráðast að þeim úrlausnarefnum. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB - Verðbréfamarkaðs íslands- banka hf. SKÍÐAIÐNAÐURINN hefur átt í verulegum vandræðum upp á síðkastið og svo bættust þær spár við nú fyrir áramótin, að vegna gróðurhúsaáhrifa myndu Alpafjöllin verða orðin snjólaus að stórum hluta eftir hálfa öld. Fram- leiðendur skíða og skíðabúnaðar hafa þó minnstar áhyggjur af því, sem verða kann í framtíðinni, það er ástandið nú, sem brennur á þeim. Kemur þetta fram í grein, sem birt- ist í breska dagblaðinu Financial Ti- mes. Mikill uppgangur var í skíða- mennskunni á síðasta áratug en nú í nokkur ár hefur samdrátturinn ver- ið allsráðandi. Það sést best á því, að frá 1991 hefur skíðaframleiðslan hrapað úr 12 milljónum para á ári í fimm milljónir. Ýmsar ástæður eru fyrir þessari þróun. Skíðastaðimir eru miklu dýr- ari en þeir vom áður; skíðaáhuga- mennimir á síðasta áratug hafa elst án þess, að endumýjunin hafi orðið sem skyldi og loks má nefna, að á síðustu ámm hefur veðurfar í Evrópu verið heldur óstöðugt. Stundum hef- ur snjórinn verið nægur, stundum enginn og yfirleitt hefur aldrei verið á vísan á róa. Samdráttur í efnahagslífi iðnríkj- anna hefur einnig haft mikil áhrif og langmest í Japan þar sem skíða- markaðurinn hefur verið stærstur. Framleiðendum fækkar Það em litlu framleiðendurnir, sem hafa orðið verst úti, og segja má, að nú séu aðeins eftir þijú alvöm fyrirtæki í framleiðslu skíða og bún- aðar. Þau em Groupe Salomón og Skis Rossignol í Frakklandi og Be- netton á Ítalíu en það á til dæmis Nordica-skíðaskóna og Kastle-skíðin. Fort verst Granada með áætlun London. Reuter. BREZKA hótelfyrirtækið Forte Plc hefur lagt fram áætlun til að veijast ásælni Granada Plc., sem reynir að komast yfir það. Meðal ann- ars er gert ráð fyrir að keypt verði aftur hlutabréf fyrir 800 milljónir punda og að Savoy- hótelið verði skilið frá fyrir- tækinu. Samkvæmt reglum kaup- hallarinnar í London hafði Forte frest til 2. janúar til að veijast 3.3 milljarða punda tilboði sjónvarpsfyrirtækisins Granada Group Plc frá 22. nóvember. I sérstöku varnarskjali, „Forte’s Defence", segir Sir Rocco Forte stjórnarformað- ur að tillögur Forte séu tals- vert meira virði en tilboð Granada. í tilboði Granada sé ekki tekið tillit til þess að framtíðarhorfur Forte séu góðar. Áður hafði Granada sagt að ef tilboðinu yrði tekið yrði reynt að auka hagnað Forte með því að leggja niður sum hótel, endurnýja sum veit- ingahús, draga úr kostnaði aðalskrifstofu og einfalda inn- kaup. Forte hefur þegar ráðgert að selja ölgerðinni Whitbread Plc. svokölluð Travelodge hót- el og veitingahús fyrir 1.05 milljarða punda. Hlutabréf í Forte hækkuðu um 11,5 pens í 342 pens eftir birtingu varnarskjalsins. Bréf í Granada lækkuðu um 8 pens í 637. Framleiðsla skíða og skíðabúnaðar hefur dregist saman um meira en helming á nokkrum árum en ýmsar nýjungar eru að koma fram Önnur fyrirtæki, meðal þeirra kunn nöfn eins og Head, Atomic og Raichle, hafa verið tekin yfir af öðr- um, orðið gjaldþrota eða skrimta sem smáfyrirtæki. Hefur þessi staða komið sér vel fyrir stóru fyrirtækin, sem þurfa nú ekki lengur að taka þátt í verðsamkeppni við alls konar nýliða, sem eru að reyna að hasla sér völl á markaðnum. Annar ljós punktur í tilverunni hjá skíðaframleiðendum er vaxandi vin- sældir skíðabrettisins, sem er eins konar bastarður á milli hjólabrettis og brimbrettis. Þó eru ekki nema fá ár síðan flestir framleiðendur höfðu mestu skömm á brettinu og töldu það fyrir neðan virðingu sína að líta á það, hvað'þá meir. Snjóbrettaíþróttin er hins vegar búin að vinna sér örugg- an sess víða um lönd og búnaðurinn verður sífellt fullkomnari. Mkíl fjölgun í Bandarikjunum í Bandaríkjunum, föðurlandi íþrótt- arinnar, voru snjóbrettungamir ekki nema nokkur þúsund talsins seint á síðasta áratug en nú em þeir komnir á þriðju milljón. Virðist þróunin vera sú sama í Evrópu og Japan. Ekki er nema hálft annað síðan stóru fyrirtækin tóku við sér í fram- leiðslu snjóbretta en Rossignol, sem varð fyrst til þess, seldi 40.000 bretti á síðasta vetri og býst við að tvö- falda söluna á þessum vetri. Þýðing snjóbrettanna fyrir fram- leiðendur felst ekki aðeins í sölunni, heldur ekki síður í því, að þau koma með nýtt fólk í brekkurnar. 80% Bandaríkjamanna, sem eru að koma inn í vetraríþróttir af þessu tagi, byija á snjóbrettum en ekki á skíð- um. Því er líka spáð, að eftir fímm ár verði salan í snjóbrettum orðin jafn mikil og í skíðunum og vegna þeirra er líklegt, að salan í þessum iðnaði muni aukast um 5% í vetur þrátt fyrir áframhaldandi samdrátt í skíðunum. Nýjungar í skíðaframleiðslu Lillian Dufroid, markaðsrýnir hjá franska bankanum Société Générale, segir, að nýjungar séu lykillinn að því að hressa uppá skíðaiðnaðinn, og þá er ekki aðeins átt við nýja liti og glæsilegri búninga, heldur einnig tæknilegar nýjungar. Þá er til dæm- is verið að tala um „stundaglasskíð- in“ en þau eru breið fremst en miklu mjórri í miðjunni en venjuleg skíði. Á þessum skíðum er unnt að taka miklu betri beygjur í snjónum. Önnur nýjung er K2-4, skíði, sem fyrirtækið K2 er að setja á markað, en það er með búnað, sem dregur úr titringi í skíðunum og breytir honum í raforku. Hvort það breytir einhveiju um ánægju skíðamannsins er ekki fullljóst enn en K2-4 er þó til marks um, að framleiðendur eru tilbúnir til að reyna hvað sem er til að lífga upp á þessa fomu og göfugu íþrótt. Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna i öllum greinum. o LÁNASJÓÐUR VESTUR-NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Þörf á meiri varkárni í fjár- málum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.