Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 C 7 Ég get ekki tekið undir þá stað- hæfingu að of margir fari í háskóla- nám. Að mörgu leyti er nám í há- skóla aðeins nauðsynlegur undirbún- ingur undir líf og störf í hátækni- samfélagi. Ég held að fyrirtæki verði að vera opnari fyrir að nýta fjöl- breytta þekkingu og námsfólk með ólíkan bakgrunn," segir Þorsteinn. Ríkið of stórt á fjármagnsmarkaði Áður var nefnt hversu miklu máli grunnrannsóknir og þekkingaröflun skiptir fyrir nýsköpun. En hvað þarf að gerast á sviði fjármála til þess að hraða henni? Ómar segir að ríkið hafi allt of mikil afskipti af fjárfestingu al- mennings og fyrirtækja. Eitt af því sem dragi úr framboði á áhættufé sé að aðeins sé veittur skattafsláttur þegar fjárfest er í almenningshluta- félögum. Þannig komi ríkið í veg fyrir að almenningur leggi fjármagn í áhættumeiri verkefni. Þá sé ríkis- sjóður of frekur á fjármagn þegar á heildina er litið. Lífeyrissjóðirnir, sem ráða mestu af fjármagni á markaðnum, séu einnig skuldbundir til að kaupa ákveðið magn af ríkis- um áhættufjármagn í Bandaríkjun- um. Við lögðum mikla vinnu í að afla okkur þessarar þekkingar. Það tók okkur líklega 7-8 mánuði að læra að gera viðskiptaáætlanir. Þar nutum við mjög góðs af aðstoð sam- starfsaðila okkar erlendis. Þetta var þannig mikill skóli og eflaust mikil- vægasta plagg sem við höfum unnið að. Það má nefna sem dæmi að við fengum fyrirspurn frá stórum fjár- festingalánasjóði á síðasta ári, sem var að kanna hvort við hefðum áhuga á að sækjast eftir fjármagni. Við sögðumst ekki vera tilbúnir með viðskiptaáætlun og værum því ekki reiðubúnir að sækjast eftir meira fé. í þessum skilningi þurfum við að mennta okkur í að leita eftir fjár- magni og í þeirri öguðu hugsun sem krafist er erlendis,“ segir Guðjón. Traust í stað steinsteypu Ómar tekur undir þessi orð. Hann segir að þegar íslandsflug hóf rekst- ur hafi forráðamenn banka ekki ver- ið trúaðir á að rekstraráætlanir fengu staðist. Vandað hefði verið til áætlana og reynslan hefði verið sú að þær stóðust ár frá ári. „Niður- skuldabréfum og húsbréfum, sem leiði til þess að of lítið fjármagn verði eftir til annarra verkefna. „Málið er að ríkið er sífellt að miðstýra í smáatriðum því hvemig fólk ver eigin fé. Ríkið ætti auðvitað að láta sér nægja að smíða ramman utan um atvinnulífið, í stað þess að vera að draga einstakar línur í mál- verkinu. Því miður er það eðli margra embættis- og stjórnmála- manna að þeir vilja draga að sér meira vald,“ segir Ómar. Þorsteinn segir að efla verði markaðshugsun í hagnýtum rann- sóknum. „Hvað fjármögnun varðar þurfum við að tryggja það að rann- sóknarverkefni hafi ávallt annan fótinn í markaðnum. Ef markaðsað- ilar eru hafðir með í ráðum frá upp- hafi, er líklegra að rannsóknarsjóðir og fjármálafyrirtæki séu reiðubúin til aðstoðar. Þannig er einnig séð fyrir því að unnt verði að brúa gjána sem stundum er milli þróunarvinn- unnar og markaðshæfrar vöru. Við verðum að skilja að það er liðinn sá tími að menn geti setið út í horni með einhveija „stórkostlega uppfinningn" og ætlast til að fjár- magn og markaður verði fyrir hendi. Það hefur borið á því að slíkir frum- kvöðlar skjóti yfir markaðinn og lendi því í erfiðleikum. Staðreyndin er að stjórnendur fjárfestingasjóðanna segja núna að það sé til nóg af peningum, en það séu góðar og markaðshæfar hug- myndir sem skorti. Það eru hundrað sinnum fleiri hugmyndir sem verða til heldur en unnt er að fjármagna. Vandinn fyrir athafnamenn er að velja rétt og kunna að klára verkið. Það er galdurinn" segir Þorsteinn. Kunna ekki að leita eftir fé Guðjón segist hafa lært það í sín- um rekstri að forráðamenn íslenskra fyrirtækja skorti þekkingu á því hvernig leita ber eftir fjármagni. Þeir kunni ekki að gera viðskiptaá- ætlanir sem gjaldgengar eru erlend- is. „í flestum tilvikum gætu íslensk fyrirtæki til dæmis ekki staðist þær kröfur sem gerðar eru til umsókna staðan hefur verið sú að við höfum áunnið okkur traust, á grundvelli þess hversu vel hefur verið staðið að áætlunum um reksturinn. Engu að síður skortir á að bankar og fjár- festingasjóðir dragi úr þeirri áherslu sem þeir leggja á veð í steinsteypu. Það eru ekki eignir sem borga lánin, heldur þau verðmæti sem bundin eru í rekstri fyrirtækisins og starfs- fólki,“ segir Ómar. Opinberir styrkir óhollir Viðmælendur eru sammála um að draga verði úr afskiptum hins opinbera af atvinnulífínu. „Að mínu mati hefur hið opinbera gert allt of mikið af því að veita fé til fyrirtækj- anna, þegar það fé hefði nýst mun betur ef efldur hefði verið mannauð- ur og menntun í landinu," segir Guðjón. „Það er að mínu mati óhollt fyrir fyrirtækin að fá opinbera styrki. Þetta fé á að fara til Háskólans, til Útflutningsráðs og þeirra aðila sem þjálfa fólk til starfa í þágu fyrirtækj- anna. Féð ætti einnig að fara til að kaupa dýra erlenda ráðgjöf sem okkur vantar sárlega. Við eigum enn mjög mikið ólært af stórþjóðunum og sú þekking er fjárfesting sem gefur mikinn arð. Á þessu sviði hefur vantað skipu- lag og hugsun. Ríkið er að létta undir með fyrirtækjum að kaupa vélar frá útlöndum þegar hlutverk þess ætti að vera að efla frekar rann- sóknir og þróunarvinnu í landi. Ég held að það hefði verið mjög slæmt fyrir okkar fyrirtæki ef því hefðu boðist opinberir styrkir. Við þurfum að fara að hafa fyrir hlutunum," segir Guðjón. Viðmælendur eru sammála um það að hér á landi hafi ekki mynd- ast nægilega frjótt og skapandi umhverfi fyrir frumkvöðla. „Við þurfum að mynda hér á landi menn- ingu í nýsköpun,“ segir Guðjón og þeir Þorsteinn og Ómar taka undir það. Með þau orð á vörunum hverfa þrír athafnamenn út í heiðskýran vetrardaginn, inn í framtíðina og nýtt ár. Hvevnig er hægt að tryggja gæði þjónustu? í nútíma samkeppnisþjóðfélagi eru kröfur til fyrirtækja sífellt að aukast og breytast, segir Elín Agnarsdóttir, og bendir á að ljóst sé að ef eitt fyrirtæki uppfyllir ekki þarfír viðskiptavinarins muni eitthvert annað gera það. greiddan bónus, ef farið er fram úr markmiðum verður upphæðin hærri. Eftir að þetta var tekið upp hefur útkoman sífellt batnað. Með- altals útkoma fór úr 81% í 88% og nú hafa markmið verið hækkuð af starfsfólki í 90%. Þessi reynsla hefur kennt okkur að það er árang- ursríkt að tengja laun við árangur í gæðastarfi. Starfsfólk og hvatning UM 65% þjóðar- innar vinnur við þjónustustörf. Störf sem með einum eða öðrum hætti ganga út á það að þjóna við- skiptavinum. En hversu vel er hugað að gæðum þeirrar þjón- ustu sem veitt er? Öll höfum við ein- hvem tímann orðið fyr- ir slæmri upplifun sem viðskiptavinir. Hver þekkir það ekki að koma inn í verslun þar sem starfsfólk virðist uppteknara við að gera eitthvað allt annað en að sinna viðskiptavinum. Það er e.t.v. að rabba við kunningja, tala í síma eða raða vörum. Hvað gerum við? Við röltum um, lítum í kringum okkur og bíðum eftir að okkur verði sinnt. Oft gefumst við upp á bið- inni og göngum út. Ég kom inn í litla sérverslun um daginn sem angaði af tóbaksreyk sem barst út úr kaffistofu inn af versluninni. Allt í einu er kallað í starfsmanninn sem er að afgreiða mig: Ætlarðu ekki að fá þér kaffi meðan það er heitt? Orðalaust yfirgaf starfsmað- urinn mig og sá sem kallað hafði kom út úr kaffistofunni og tók við afgreiðslunni. Ég hætti við kaupin ogjgekk út. Osköp er það líka þreytandi að vera sendur á milli starfsfólks eða deilda og enginn virðist geta tekið ákvörðun um eða geta borið ábyrgð á að uppfylla ósk þína. Svo eru það oft „blessuð kerfin" sem standa í vegi fyrir þjónustu. Tölvukerfið er oft tiltekið sem ástæða þess að ekki er hægt að veita umbeðna þjónustu. í nútíma samkeppnisþjóðfélagi eru kröfur til fyrirtækja sífellt að aukast og breytast. Ljóst er að ef eitt fyrirtæki uppfyllir ekki þarfir viðskiptavinarins mun eitthvert annað gera það. Áður fyrr var t.d. bakarí bara bakarí, í dag eru til bakarí sem veita góða þjónustu og hin sem veita slæma þjónustu. Það er ekki síst það hvernig viðskipta- vinurinn upplifir þjónustuna sem skiptir máli. Oft er það tilfinningin sem viðskiptavinurinn tekur með sér að loknum viðskiptunum sem ræður hvort hann kemur aftur. Að hafa stjórn á gæðum þjónustunnar í vaxandi mæli hafa stjórnendur fyrirtækja gert sér betur grein fyr- ir mikilvægi góðrar þjónustu. En hvernig er hægt að tryggja góða þjónustu? Er þjónusta ekki eitt- hvert óáþreifanlegt fyrirbæri sem verður til um leið og viðskiptin fara fram? Mörg fyrirtæki hafa tekið upp svokallaða gæðastjórnun til þess að stýra gæðum þjónustunn- ar. í gæðastjórnun eru gæðin ákveðin fyrirfram, þau þróuð og höfð stjóm á þeim. Þessi fyrirtæki setja sér ákveðná stefnu um gæðin t.d. „að bjóða gæðavörur og þjón- ustu sem uppfylla ávallt væntingar og þarfir viðskiptavina". En hvern- ig virkar þetta í raunveruleikanum? í upphafi gæðastarfs hjá Hans Petersen hf. var öll þjónustan skoð- uð. Leitað var til við- skiptavina og þeir spurðir álits á þjón- ustunni og hvað betur mætti fara. Þjón- ustunni var síðan breytt í samræmi við þarfir viðskiptavina. í framhaldi var hún skjalfest og er nú í sífelldri endurskoðun því gerðar eru þjón- ustukannanir reglu- lega og er þjónustunni breytt í samræmi við niðurstöður, þ.e. þær óskir og kröfur sem viðskiptavinir gera til fyrirtækisins. Um mikilvægustu þætti þjónustunnar að mati viðskiptavina og fyrirtæk- isins eru settir þjónustu/gæðastaðl- ar, sem gerðar eru reglulegar mælingar á. Árið 1992 voru settir staðlar um þjónustu í verslunum fyrirtækisins. Þessir staðlar eru í 28 liðum og taka m.a. til móttöku viðskiptavina, viðmóts meðan á viðskiptum stend- ur, kveðja, þjónustu og söluhvata, starfs- mannaklæðnaðar og fyrirkomulags í versl- un. Staðlarnir voru unnir í samráði við ráð- gjafarfyrirtæki og starfsfólk verslananna. Þjónustumælingar Það er nauðsynlegt að fylgjast með því á skipulegan hátt hvort þjónustan er með rétt- um gæðum svo að hægt sé að bæta það sem betur má fara. Til þess höfum við kann- anir og mælingar af ýmsu tagi. Við erum að keppa á markaðinum af hveiju ekki að mæla árangur á svipaðan hátt og gert er í íþróttum? Við viljum vera betri en keppinaut- arnir, við viljum sigra í samkeppn- inni. Flestir vilja hafa eitthvert markmið að stefna að. íþróttafólk vill sigra keppinauta í kappleik; sölufólk vill ná sölumarkmiðum og þjónustufólk gæðamarkmiðum þjónustu. Gæðin eru samkeppnis- vopn og þegar upp er staðið eru gæði þjónustunnar það sem áþreif- anlegast skilur að keppinauta. Þannig mælum við í hveijum mánuði gæði þjónustunnar í versl- unum Hans Petersens. Óháður þriðji aðili kemur sem viðskiptavin- ur og metur þá þjónustu sem hon- um er veitt. í samráði við starfs- fólk hafa verið sett ákveðin mark- mið og allir starfsmenn verslunar- innar keppa saman að því að ná þeim. Okkar reynsla er að mæling- ar geta gefíð starfsfólki tilfínningu fyrir því að hafa staðið sig vel og náð árangri í starfi, sem skilar sér oft í afburða þjónustu við viðskipta- vini. Mælingar geta einnig verið grunnur að umbunarkerfí sem byggist á hlutlausum og mælanleg- um staðreyndum. Árið 1994 fórum við að greiða starfsfólki í þjónustu bónus fyrir góða útkomu úr þjónustumæling- um. Ef verslun nær þjónustu- markmiðum fá allir starfsmenn Það er vissulega ekki nóg að brosa og bjóða góðan dag, við verð- um að geta leyst úr öllum erindum viðskiptavinarins af fagmennsku. Til þess þarf fagfólk. Sagt er að gæði þjónustu velti á fólki. Mjög mikilvægt er að til þjónustustarfa sé ráðið fólk sem hefur ánægju af mannlegum samskiptum, er opið og á auðvelt með tjáskipti. Starfs- fólkið þarf að fá góða þjálfun og völd og ábyrgð til þess að geta sinnt starfi sínu vel. Gæta þarf að því að að hin staðlaða þjónusta hefti ekki frumkvæði starfsfólks. Ef þjónustan verður of stöðluð og vél- ræn hættir henni til að vera frá- hrindandi. Þetta vill stundum brenna við með símaþjónustu fyrir- tækja sem verður ópersónuleg þeg- ar rödd fer að hljóma eins og úr tölvu. Starfsfólk þarf vald og ábyrgð til þess að leysa úr öllum óskum viðskiptavina, einnig kvörtunum. Það á ekki að þurfa að fara til yfirmanns með úrlausn kvartana, starfmaðurinn á að fá vald til þess að leysa þær á staðnum. Ef hvatn- ing og umbun starfsfólks er rétt hættir það yfirleitt ekki fyrr en öllum markmiðum fyrirtækisins er náð og jafnvel gott betur. Að veita starfsfólki frelsi til athafna, til þess að þróa sín eigin störf og sjá árang- ur er sú hvatning sem skilar bestum árangri. Við þökkum viðskiptavin- um fyrir viðskiptin; gleymum ekki að þakka starfsfólki fyrir vel unnin störf. Sífellt auknar kröfur Áhersla á ánægju viðskipta- vinarins er ekki nóg til þess að tryggja velgengni þjónustufyrir- tækis, er haft eftir einum af upp- hafsmönnum gæðastjórnunar. „Það er ekki nóg að gera viðskipta- vininn ánægðan," segir hann. „Það er ekki nándar nærri nóg. Það verð- ur að ganga miklu lengra og hrífa viðskiptavininn.“ Það er ljóst að eftir því sem þjón- usta batnar þeim mun meiri kröfur gera viðskiptavinir til fyrirtækja. Ef til vill er samlíking á leikhúsi og verslun ekki svo galin. Við-, skiptavinurinn borgar til þess að komast í leikhús, en þegar hann fer inn í verslun greiðir hann við útganginn ef hann hefur hrifist af einhveiju og er ánægður með það sem honum var boðið upp á. Höfundur starfar þjá Hans Petersen hf. og er félagi í Gæðastjómunarfé- lagi íslands. Elín Agnarsdóttir. ET \W uppbllnni ckki þarfir \iiVskipla\inaHns__ iiuin cinhvcr annar gcra þad.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.