Morgunblaðið - 05.01.1996, Side 1

Morgunblaðið - 05.01.1996, Side 1
i ' plll» 1 1996 ■ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR BLAÐ D Jón Arnar Magnússon Iþróttamaður ársins Gerist alls ekki betra Vorið 1993 hvarflaði að honum að hætta í íþrótt- um í kjölfar fótbrots. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði hann við Morgunblaðið eftir að hafa verið dæmdur úr leik í tugþraut á Heimsmeistara- mótinu í Gautaborg í Svíþjóð á liðnu sumri. „Jólin gerast alls ekki ánægjulegri en núna,“ sagði Jón Arnar Magnússon við Morgunblaðið í gærkvöldi rétt eftir að hafa verið útnefndur íþróttamað- ur ársins 1995 af Samtökum íþróttafréttamanna í hófi að Scandic hótel Loftleiðum. „Fyrst var það sonurinn og svo þetta.“ Jón Amar úr Tindastóli varð fyrstur Islendinga til að komast yfir 8.000 stig í tug- þraut og á móti í Götzis i Austurríki í maí í fyrra bætti hann eigið met um 341 stig, fór í 8.237 stig, sem er 166 stigum frá Norðurlandamet- inu. Hann fór aftur yfir 8.000 stig í Evrópubikarkeppninni og hefur sett stefnuna á Norðurlandamet og 10. sætið á Ólympíuleikunum í Atlanta á þessu ári. En hvernig leið honum þegar verðlaun höfðu verið afhent fyrir 3. og 2. sætið í kjörinu og hvernig var honum innanbijósts þeg- ar nafnbótin var í höfn? Hjartslátturinn fór vaxandi „Ég átta mig ekki alveg á þessu, en þetta er frábær byijun á árinu og vona að hún verði góð kjölfesta fyrir áframhaldið,“ sagði Jón Arn- ar, sem var kjörinn íþrótta- maður ársins hjá lesendum DV, en tilkynnt var um úr- slitin í því 2. janúar. Aður en greint var frá niðurstöðum í kjöri íþróttafréttamanna fékk hann verðlaun frá íþróttasambandi íslands, þar sem Fijálsíþróttasambandið útnefndi hann sem fijáls- íþróttamann ársins og eins og aðrir beið hann í ofvæni eftir að heyra síðasta nafn kvöldsins. „Ég vissi að allir ættu jafna möguleika en þvi er ekki að neita að ég fann fyr- ir smá hjartslætti og hann fór verulega upp þegar ég heyrði nafnið.“ Gat ekki hætt Það er stórt stökk frá því að liggja fótbrotinn á skauta- svellinu í Laugardal í það að vera besti íþróttamaður landsins. Áttirðu von á þess- ari breytingu, árangrinum, þessum viðurkenningum? „Nei. Þetta var ekki gott brot og ég hélt að það yrði erfitt að byija aftur. Ég hélt að ég gæti kannski aðeins haltrað um og mér datt í hug að hætta. Ég vorkenndi sjálf- um mér en þar sem það var svo gaman í íþróttinni gat ég ekki sagt skilið við hana og þegar ég byijaði aftur fann ég að þetta var ekki alveg búið. Þegar gekk vel eftir bikarinn - met í Iang- stökki og grind - ákvað ég að reyna að halda áfram og sjá hvað gerðist en það var fjarri því að ég hugsaði um að þetta gæti gerst.“ Jón Arnar, sem er uppal- inn í Þjórsárdalnum og íþróttakennari að mennt, sagðist vona að nafnbótin sem honum hlotnaðist gæfí sér byr undir báða vængi með framhaldið í huga, en hann bætti við að fjárstuðn- ingur á liðnu ári hefði gert gæfumuninn. „Það verkefni sem nokkur fyrirtæki fyrir Sa besti norðan, Afreksmannasjóður, Ólympíunefndin og Frjáls- íþróttasambandið, tóku sig saman um gerir mér kleift að snúa mér að íþróttinni. Það var tímamótasamningur sem var gerður við mig og þjálfara minn. Þessi samn- ingur gerði gæfumuninn og verður vonandi fordæmi fyr- ir fleiri afreksmenn.“ Hvað ertu ánægðastur með á vellinum á liðnu ári? „Síðasta þrautin í Frakk- landi bjargaði andlitinu eftir Heimsmeistaramótið. Það var lyftistöng og gott að enda sumarstarfið á þann hátt sem ég gerði.“ Markmiðið á árinu? v „í desemberblaði banda- ríska ritsins Track and Field er ég settur í 10. sæti og ef allt gengur upp er það ekki fjarlægur draumur að ná 10. sætinu á Ólympíuleikunum í Atlanta. Það er ekki mjög ( langt í burtu, ekki mjög fjar- lægt, frekar en Norðurlanda- metið.“ JON Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr Tindastóli á Sauðár- króki, með verðlaunin eftir að hafa verið kjör- inn íþróttamaður ársins 1995 í gærkvöldi. Hann er trúlofaður Huldu Ingi- björgu Skúladóttur og eignuðust þau soninn Krister Blæ 1. desember sl. Jón Arnar sagðist vera í skýjunum með strákinn og viðurkenn- ingarnar að undanförnu héldu sér þar áfram. mmmmmmm KORFUKNATTLEIKUR: HAUKAR AFTURIEFSTA SÆTIA-RIÐILS / B8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.