Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ -P MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 B 5 IÞROTTAMAÐUR ARSINS IÞROTTAMAÐUR ARSINS IÞROTTIR Skapti Hallgrímsson formaður Samtaka íþróttafréttamanna við 40. kjör íþróttamanns ársins á Scandic hótel Loftleiðum Handrítið oft líkt og áður en nýir leikarar koma í hlutverkin JÓN Arnar Magnússon, tug- þrautarmaður úr Tindastóli, er íþróttamaður ársins á íslandi 1995, kosinn af Samtökum íþróttafréttamanna. Kjöri hans var lýst í hóf i i' þingsölum Scandic hótels Loftleiða í gær- kvöldi. Samtökin voru stofnuð 1956 og þetta er í fertugasta skipti sem þau kjósa íþrótta- mann ársins. Vilhjálmur Ein- arsson varð fyrstur fyrir valinu, eftir að hann hlaut silfurverð- laun á ólympíuleikunum í Melbourne 1956 og hefur oft- ast allra verið kjörinn, fimm sinnum. Félagar í Samtökum íþrótta- fréttamanna eru nú 20, frá Morgunblaðinu, DV, Ríkisútvarpi og -sjónvarpi, Stöð 2/Bylgjunni, Iþróttablaðinu og Degi á Akureyri. Allir greiddu atkvæði sem fyrr og hlaut Jón Arnar afgerandi kosn- ingu. Skapti Hallgrímsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, sagði m.a. í ávarpi sínu í hófinu i gær- kvöldi íþróttir_ hefðu skipað mikinn sess í huga íslendinga um langa hríð, og fjarri því væri að sá sess hefði orðið minni hin síðari ár. „íþróttaumfjöllun fjölmiðla skiptir því miklu máli, bæði fyrir íþrótta- mennina og hreyfingu þeirra svo o g áhugamenn um þá miklu skemmtun sem íþróttir eru,“ sagði hann. „Arið sem við gerum nú upp var að sumu leyti gott hvað varðar ís- lenska íþróttamenn, að öðru leyti síðra. Og það verður að segjast eins og er að oft virðist breiddin hafa verið meiri, sem dregur þó alls ekki úr afrekum þeirra tíu sem við heiðr- um hér í kvöld og þeirra sem voru nálægt því að komast inn á listann yfir þá 10 bestu. Hetjur Allir eru þessir afreksmenn hetj- úr í augum áhugamannsins og mik- ilvægur hluti íþróttalífsins. Keppn- isíþróttir í hinum stóru utlöndum eru í dag að miklu leyti farnar að snúast um viðskipti — þótt skemmt- unin skipti vitaskuld enn miklu máli, sem betur fer. Hér heima er állt minna í sniðum en þó af svipuð- um meiði; stjarnan laðar frekar að en meðalmaðurinn og uppsker eftir því. Skemmtikraftarnir stíga á svið- ið með reglulegu millibili, meðan leikárið stendur, og fólk flykkist á sýningarnar." Skapti sagði almenningsíþróttir blómstra hérlendis sem aldrei fyrr, þær væru orðnar nauðsynlegur þáttur í daglegu lífi margra enda þekktist varla betri heilsubót eða leið til vellíðunar en íþróttaiðkun. „Fólkið stundar sínar íþróttir fyrir sjálft sig en það eru afreksmennirn- ir sem eru í sviðsljósinu. Við höfum átt og eigum okkar hetjur hér heima. Þær skipta ekki síður máli en úti í hinum stóra heimi, ekki síst til að hvetja ungviðið til að spreyta sig. íþróttir eru hollar fyrir sál og líkama, því viljum við að minnsta kosti trúa og vonandi er svo í flestum tilvikum. Fyrirmyndir Það er ekki svo langt síðan krakkar víða um land voru sagðir helteknir af spjótkastsbakteríunni. Sprenging varð í iðkun júdós og sundíþróttin komst einnig almenni- lega á kortið á ný. Skýringar eru nærtækar: Einar Vilhjálmsson, Bjarni Friðriksson, Eðvarð Þór og Ragnheiður Runólfsdóttir svo ein- hveijir séu nefndir en þetta fólk hefur einmitt allt verið kjörið íþróttamenn ársins. Fyrirmyndirnar eru svo mikilvægar. Handboltahetj- urnar okkar allar og knattspyrnu- kapparnir stunda ekki bara íþrótt sína af eljusemi heldur sá fræjum fynr framtíðina í leiðinni. Iþróttaáhugi er mönnum víða í blóð borinn. Knattspyrnan er alltaf nærtæk enda víða vinsælust og trú- arbrögðum líkast hvernig rætt er um íþróttina og hetjum- ar meðhöndlaðar. Ovíða er áhuginn og hefðin meiri en á Englandi og sem dæmi um mátt fjöl- miðla hér á landi sögðu margir, í gríni sennilega, að um árabil hefði enska knattspyrnan verið ein vinsælasta íslenska íþróttin." Formaður Samtaka íþróttafréttamanna líkti íþróttum við leiksýning- ar, þar sem finna mætti bæði harm- og gleðileiki eins og gengur. „Og með nokkrum sanni má segja að sýningin sé oft og víða sú sama, og hafi gengið í langan tíma; handritið að minnsta kosti keimlíkt þótt leikararnir séu nýir, bæði í aðal- og aukahlut- verkum; ný andlit komin á sviðið og í áhörfenda- salinn. Sumir þeir sem litlu í salnum á árum áður jafnvel komnir í eitt aðalhlutverkanna. Það dreymir alla um, sumir draumamir rætast, aðrir ekki. Hraðar, hærra, lengra Það sýnir sig í íþróttunum að sé handritið gott, leikararnir góðir og aðstæður boðlegar getur sýningin gengið endalaust. Á nýbyijuðu ári verður einmitt frumsýnd nýjasta leikgerð ólympíuverksins Hraðar, hærra lengra eftir franska baróninn Coubertain í uppfærslu Spánveijans Samaranch á sviðinu í Atlanta í Bandaríkjunum. Ljóst er að ein- hveijir Islendingar taka þátt í þeirri uppsetningu en tíminn leiðir í Ijós hvort einhver þeirra kemst í eitt aðalhlutverkanna. Leikarar frá smáþjóð eins og okkar gera sér ekki oft vonir um slíkt, en hver veit? Dæmin sanna að allt er hægt. Bjartsýni virðist hafa fylgt þessari þjóð um langa tíð, ekki síst íþrótta- mönnum og vissulega er sjálfs- traust nauðsynlegt en allt er þó best í hófi. Menn verða að vera jarðbundnir og taka því sem að höndum ber. Sumir vinna og aðrir Iúta í lægra haldi — og eitt það sem sannur íþróttamaður verður að kunna er að taka ósigri. íslendingar gera miklar kröfur til sjálfra sín og það er gott en þegar íþróttirnar eru annars vegar finnst sumum nóg um á stundum. Minna á hve litlir við erum. Oft hafa útlendingar furðað sig á því hve góða íþróttamenn Islendingar eiga, svo fámenn þjóð, á sama tíma og landinn sjálfur lætur sér fátt um finnast — ef hans menn eru ekki alveg við toppinn. Svona meta menn hlutina misjafnt." Skapti sagði ennfremur að viður- kenningar sem þessi mættu ekki verða til að menn ofmetnist: „...hætti að geta. Þær eru vand- meðfarnar en ég held ég geti full- yrt að þeir sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að hampa stytt- unni okkar hafa fyllilega staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir og efast ekki um að svo verður áfram.“ Iþróttamennirnir tíu Hann kynnti síðan íþróttamenn- ina tíu, í stafrófsröð: •„ARNAR GUNNLAUGSSON knattspyrnumaður vann það ótrú- lega afrek að skora fimmtán mörk í sjö leikjum með liði Akurnesinga á íslandsmótinu. Varð þar með markakóngur og setti met sem lík- lega aldrei verður slegið. Arnar er Morgunblaðið/Árni Sæberg Til hamingju ÍÞRÓTTAMAÐUR ársins 1994, Magn- ús Schevlng t.h., óskar hér eftir- manni sínum Jóni Arnari Magnússyni til hamingju með útnefninguna, en Magnús varð 8. að þessu sinni. því miður í vinnunni þessa stund- ina, í æfingabúðum á suðurströnd Frakklands með liði sínu, Sochaux, að búa sig undir átök frönsku deild- arkeppninnar sem er að hefjast á ný en Bjarki tvíburabróðir hans er hér kominn til að veita viðurkenn- ingu hans viðtöku. •BIRKIR KRISTINSSON hefur verið besti knattspyrnumarkvörður íslands síðustu ár. Hann lék í sum- ar alla leiki Fram í 1. deildinni og var þetta ellefta árið í röð sem hann afrekar það. Hann á nú að baki 198 leiki samfleytt í deildinni sem er meira en nokkur hefur náð hérlend- is. Birkir lék oft frábærlega með Fram í sumar en nú hefur hann samið við norska félagið Brann í Bergen. Hann er einnig fastamaður í landsliðinu og hefur staðið sig sérlega vel á þeim vettvangi. •EYDÍS KONRÁÐSDOTTIR, sundkona úr Keflavík, er sú efnileg- asta á þeim vettvangi hérlendis. Árið var glæsilegt hjá henni; Eydís setti m.a. sjö íslandsmet og var í 14. sæti á heimslistanum í 50 m flugsundi í 25 metra laug nú í des- ember. Þá er ótalinn árangur henn- ar á Smáþjóðaleikunum í Lúxem- borg en þá stakk hún sér sjö sinnum í laugina og hlaut sjö gull. Eydís er því miður ekki stödd hér í kvöld — er erlendis við æfingar, en móðir hennar, Ragnheiður Asta Magnús- dóttir, er komin til að taka við viður- kenningu dóttur sinnar. •GEIR SVEINSSON hefur lengi verið í fremstu röð. Hann var fyrir- liði íslandsmeistaraliðs Vals síðasta vetur og leiddi landsliðið síðan á heimsmeistaramótinu. Þar gekk lið- inu því miður ekki sem skyldi, en einn maður stóð sannarlega fyrir sínu — Geir sjálfur, sem lék nánast óaðfinnanlega, fór á kostum í hvetj- um leiknum á fætur öðrum og var valinn í heimsliðið að keppni lok- inni. Geir leikur nú með Montpellier og fann fyrir því, eins og Árnar, að Frakkar eru ekki mikið fyrir að gefa íþróttamönnum sínum langl jólafrí. En Sveinn bróðir hans er hingað kominn fyrir hönd Geirs. •JON ARNAR MAGNÚSSON úr Tindastóli á Sauðárkróki varð á árinu fyrstur íslendinga til að kom- ast yfir 8.000 stig [ tugþraut, sem er merkur áfangi. Á móti í Götzis í Austurríki í lok maí bætti hann eigið tugþrautarmet um 341 stig — fór í 8.237, sem-er aðeins 166 stig- um frá Norðurlandameti, og þá bætti hann líka eigið met í 110 m grindahlaupi. Jón Arnar fór aftur yfir 8.000 stig í Evrópubikarkeppn- inni en á heimsmeistaramótinu í Gautaborg gengu hlutirnir ekki al- • veg upp. Jón hóf keppni reyndar mjög vel en heiliadísirnar voru ekki með honum og hann var dæmdur úr leik fyrir að stíga örlítið á línu í 400 m hlaupi. En þrátt fyrir mót- byr um tíma hélt hann sínu striki og bætti íslandsmetið enn í septem- ber er hann fékk 8.248 stig á ár- legu stórmóti í Talence í Frakklandi. •KRISTINN BJÖRNSSON úr Leiftri á Ólafsfirði er besti skíða- maður sem íslendingar hafa eign- ast. Hann hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt á árinu í öllum grein- um; svigi, stórsvigi og þó sérstak- lega í risasvigi. Hann sigraði á sterkum mótum *á erlendri grundu auk þess að verða íslandsmeistari í stórsvigi og stefnir ótrauður á keppni meðal þeirra bestu — í heimsbikarkeppninni. Kristinn er íþróttamaður á hraðri uppleið og spennandi verður að fylgjast með honum í næstu framtíð. •MAGNÚS SCHEVING, þolfimi- maður úr Ármanni og íþróttamaður ársins 1994, hélt sínu striki á síð- asta ári. Hann varð íslandsmeistari í þolfimi í lok janúar með glæsibrag og síðan Evrópumeistari í Búlgaríu seint í febrúar með fáheyrðum yfir- burðum. Magnús keppti síðan aftur síðla árs, sigraði á úrtökumóti hér heima og varð í fimmta sæti á heimsmeistaramóti alþjóða fim- leikasambandsins sem fram fór í París nú í desember. •PATREKUR JÓHANNESSON úr KA er ejnn albesti handknatt- leiksmaður íslands í dag og hefur aldrei leikið betur. Hann var einn aðalmaðurinn í eftirminnilegum bikarúrslitaleik gegn Val þar sem KA hafði betur, besti leikmaður íslandsmótsins og markakóngur. Patrekur var í mótvindi meðan á HM stóð eins og flestir leikmenn íslenska landsliðsins en hefur heldur betur náð sér á strik í vetur — hefur verið besti maður íslands- mótsins það sem af er að flestra mati, var valinn í úrvalslið Evrópu fyrir skömmu, og er augljóslega enn á uppleið. •SIGURÐUR JÓNSSON knatt- spyrnumaður af Akranesi er einn besti leikmaður landsins og hefur verið lengi. Það er ekki síst honum að þakka að Skagamenn hafa orðið íslandsmeistarar fjögur síðustu ár og gengið býsna vel í Evrópu- keppni. Menn hafa haft á orði að langt sé síðan Sigurður hafi mætt ofjarli sínum á velli — hvort sem er í leik með ÍA hér heima eða í Evr- ópukeppni, eða landsleik, og það eru orð að sönnu. •TEITUR ÖRLYGSSON er besti körfuknattleiksmaður landsins að mati fréttamanna. Hann var burðarás í íslandsmeistaraliði Njarðvíkinga eins og síðustu ár og lék einnig vel með landsliðinu. Allir sem til þekkja vita hvað býr í Teiti — þar er á ferðinni afburða körfu- knattleiksmaður, sem verið hefur einn sá besti hér á landi um árabil og einn lykilmanna í sigursæli liði sínu.“ KNATTSPYRNA Sigurður fer tilÖrebro „ÞAÐ var erfitt að taka ákvörðun og það hefur dregist leiðinlega lengi en ég hef loks ákeðið að taka tilboði Örebro og fer til Sví- þjóðar,“ sagði Sigurður Jónsson, landsliðsmaður i knattspyrnu, við Morgunblaðið í gærkvöidi. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu 9. desember sl. höfðu Skagamenn og ÍA náð samkomu- lagi um félagaskipti Sigurðar og haft var eftir Guðjóni Þórðar- syni, þjálfara og framkvæmda- stjóra ÍA-liðsins, að félagaskiptin væru frágengin af hálfu félags- ins. „Félagaskiptin eru klár. Stjórn félagsins hefur tekið til- boðinu frá Örebro og málinu er lokið af okkar hendi.“ Skömmu síðar gerði ÍA Sigurði tilboð um nýjan samning til þriggja ára og hefur hann verið að velta hlutunum fyrir sér en komst að fyrrnefndri niðurstöðu og ætlar að skrifa undir samning til tveggja ára. Þau urðu í efstu sætunum TÍU íþróttamenn voru heiðraðir af Samtökum íþróttafréttamanna í hófi að Scandic hótel Loft- leiðum í gærkvöldi. Mál og menning gaf þeim bókaverðlaun og Flugleiðir gáfu þremur efstu bikara auk farseðla að eigin vali á flugieiðum félagsins. Arnar Gunnlaugsson, knattspyrnumað- ur, er við æfingar í Frakklandi og Magnús Scheving, þolfimimaður, var farinn þegar myndin var tekin en í fremri röð frá vinstri eru Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, móðir Eydísar Konráðs- dóttur, sundkonu, sem er erlendis við æfingar, Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður og íþróttamaður ársins 1995, Patrekur Jóhannesson, handknattleiksmaður, og Kristinn Björns- son, skíðamaður. í aftari röð frá vinstri eru Sveinn Sveinsson, bróðir Geirs Sveinssonar, handknattleiksmanns, sem er við æfingar í Frakklandi, Teitur Örlygsson, körfuknattleiksmað- ur, Birkir Kristinsson, knattspyrnumaður, og Sigurður Jónsson, knattspyrnumaður. íþrótta- samband íslands og Fróði veittu 26 íþróttamönnum, einum frá hverju sérsambandi, viðurkenn- ingu í hófinu í gær. Nánar verður fjallað um það kjör í Morgunblaðinu á morgun. Þau hlutu atkvæði í kjöri íþróttafréttamanna stig 1. Jón Arnar Magnússon, fijálsíþróttamaður - Tindastóli...........370 2. Geir Sveinsson, handknattleiksmaður - Val/Montpellier..........271 3. Sigurður Jónsson, knattspyrnumaður - IA........................129 4. Kristinn Björnsson, skíðamaður - Leiftri.......................106 5. Eydís Konráðsdóttir, sundkona - Keflavík........................84 6. Patrekur Jóhannesson, handknattleiksmaður - KA..................83 7. Arnar Gunnlaugsson, knattspyrnumaður - Numberg/ÍA/Sochaux.......57 8. Magnús Scheving, þolfimimaður - Ármanni......................,....56 9. Birkir Kristinsson, knattspyrnumaður - Fram.....................39 10. Teitur Örlygsson, körfuknattleiksmaður - Njarðvík...............34 11. Ólafur Þórðarson, knattspyrnumaður - ÍA............... 12. Broddi Kristjánsson, badmintonmaður - TBR............. 13. Björgvin Sigurbergsson, kylfingur - Keili........... 14. VernharðÞorleifsson, júdómaður- KA.................. 15. Karen Sævarsdóttir, kylfingur - Golfklúbbi Suðurnesja. 16. Geir Sverrisson, fijálsíþróttamaður - Ármanni/ÍFR... 17. Guðmundur E. Stephensen, borðtennismaður - Víkingi.. 18. Sigurður V. Matthíasson, hestaíþróttamaður - Fáki..... Guðrún Arnardóttir, fijálsíþróttakpna - Ármanni..... 20. Ásta S. Halldórsdóttir, skíðakona - ísafirði......... 21. SigurðurV. Gylfason, akstursíþróttamaður............. 22. Margrét Ólafsdóttir, knattspyrnukona - Breiðabliki .. 23. Herbert Arnarson, körfuknattleiksmaður - ÍR.......... 24. Siguijón Arnarsson, kylfingur - GR................... 25. Vala Flosadóttir, fijálsíþróttakona - ÍR............. Bjarni Friðriksson.júdómaður- Ármanni............... 27. Kristín Rós Hákonardóttir, sundkona - ÍFR............ ...........28 ............27 ...........26 ............23 ...........20 ............19 ............15 ............13 ............13 ...........10 .............8 ...........7 ...........6 ...........5 ...........4 ...........4 ...........3 Gjafir frá Máli og menningu og Hótel Lofleiðum ÍÞRÓTTAMENNIRNIR tíu, sem Samtök íþróttafrétta- manna heiðruðu í gær, fengu bókargjöf frá Máli og menn- ingu og var það Sigurður Svavarsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins sem af- henti bókina. Um var að ræða Ströndin / náttúru íslands eft- ir Guðmund P. Ólafsson. Auk Máls og menningar var Scandic hótel Loftleiðir helsti styi-ktaraðili Samtaka íþróttafréttamanna vegna kjörsins; hótelið gaf m.a. eign- arbikara sem þrír efstu í kjör- inu fengu og að auki íþrótta- manni ársins flugmiða að eig- in vali á leiðum Flugleiða. Það var Magnea Hjálmarsdóttir sem afhenti þeim Sigurði Jónssyni, Geir Sveinssyni og Jóni Árnari Magnússyni þess- ar gjafir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Ámi Sæberg BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, Ellert B. Schram, forseti iþróttasambands íslands, og Ágústa Jóhannsdóttir, elglnkona hans, voru á meðal fjölmargra gesta I hóflnu. Stoð og stytta Morgunblaðið/Árni Sæberg HULDA Ingibjörg Skúladóttir, eiginkona Jóns Arnars Magnússonar, sem hér styður hönd sinni á öxl bónda síns var hans stoð og stytta við hliðarlínuna í gegnum marga þrautina á síðast- liðnu sumri og nokkrum sinnum sást hann fara til hennar og fá uppörvun og einn koss á milli greina. Jón Arnar hafði mikla yfirburðl í kjörinu og fékk 370 stlg af 400 mögulegum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.