Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UIMGLINGAR Ungmennalandsliðið í handknattleik í 3. sæti í Þýskalandi Hefur verið boðin Ivar Benediktsson skrifar „BÆÐI ég og strákarnir eru ánægðir með árangur ferðar- innar. Við lékum sex leiki og sigruðum ífjórum þeirra og náðum þriðja sæti á mótinu eftir æsispennandi úrslitaleik við Sviss," sagði Heimir Rík- harðsson, þjálfari 17 ára lands- liðsins í handknattleik, nýkom- inn heim með lið sitt frá sterku móti í Þýslakandi. „Þrátt fyrir að sumir leikmanna íslenska liðsins væru allt að tveimur árum yngri en andstæðingarnir báru þeir enga virðingu fyrir þeim." Strákamir léku af miklum krafti allt mótið og leikgleði hópsins var svo mikil að tekið var sérstak- lega eftir því af umsjónarmönnum mótsins. Þeir fögn- uðu hverju marki og náðu þannig upp góðri stemmningu í húsinu sem keppt var í, enda náðum að vinna áhorfendur á okkar band,“ bætti Heimir við. Leiknir voru tveir æfingaleikir áður en mótið hófst. Fyrri leikurinn var gegn Saarlandi, úrvalsliði frá héraðinu sem leikið var í. Auðveldur sigur vannst í þeim leik, 26:20. Sama var upp á teningnum í viður- eigninni gegn Sviss. Islenska liðið náði strax forystu og leiddi með þremur mörkum í leikhléi 13:10. í síðari hálfleik jókst munurinn enn á milli liðanna og mestur var hann sex mörk, 20:14 og lokatölur 24:19. Létt gegn Austurríkismönnum og Pólverjum „Austurríkismenn voru fyrstu andstæðingar okkar og hófu strák- arnir þátttöku sína í mótinu af mikl- um krafti, skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins og héldu þeim mun til hálfleiks en þá var staðan tólf mörk gegn átta. í síðari hálfleik juku þeir enn forskot sitt og sigr- uðu að lokum með tíu marka mun, tuttugu og þijú þrettán,“ sagði Heimir. „Það sama var upp á ten- ingnum gegn Pólveijum í næsta leik. Strákarnir náðu strax öruggri forystu sem bætt var við smátt og smátt allt til leiksloka. Lokatölur þær sömu og gegn Austurríki." Erfitt gegn Dönum Úrslitaleikur riðilsins var gegn Dönum en þeir sigruðu í mótinu í fyrra og voru staðráðnir í að endur- taka leikinn að þessu sinni. „Það var komin mikil þreyta í leikmenn- ina enda var þetta þriðji leikurinn á einum degi, þrír orðnir meiddir og tveir komnir með flensu.“ Þrátt fyrir það náði íslenska liðið að leiða í hálfleik 11:8. Danir bitu frá sér liða úrslitum og það varbýsna erfið- ur leikur því við þurftum bæði að etja kappi við leikmenn þýska liðs- ins og heimadómara," sagði Heimir og var óánægður með tap, 20:24 gegn Þjóðverjum. „Við héldum í við þá framan af en þegar staðan var jöfn, sjö gegn sjö, þá var dæmt hvert sóknarbrotið á okkur á fætur öðru og við misstum þá fimm mörk- um framúr okkur.“ Staðan í hálf- leik 8:13. „Það sama gerðist þegar MIKIL gleöl var í búnlngsklefa íslenska liösins að loknum lelknum gegn Svlss. F.v.: Helgi Jónsson, Sigurgelr Höskuldsson, Hörður Flókl Ólafsson, Sverrir Þórðarson, Bjarki Hvannberg og Danfel Ragnarsson. strax í upphafi síðari hálfleiks og um hann miðjan jöfnuðu þeir og komust yfir í framhaldinu. „Strák- arnir náðu því miður ekki að sýna sitt rétta andlit í þessum leik, hvorki í vörn né sókn og markvarslan var slök, aðeiris átta skot voru varin,“ sagði Heimir. Heimadómgæsla Þjóðverja „Tapið gegn Dönum þýddi að við lékum gegn Þjóðveijum í fjögurra okkur hafði tekist að minnka for- skot Þjóðveija niður í eitt mark um miðjan síðari hálfleik, sautján - átján. Þá hrökk allt í sama farið og við réðum ekki við neitt og urð- um að leikslokum að bíta í það súra epli að játa okkur sigraða." Æsispenna gegn Sviss Það féll því skaut íslendinga og Svisslendinga að leika um þriðja sætið og bronsið í mótinu en Danir og Þjóðveijar léku um gullið. í þeim leik sigruðu Danir með fjögurra marka mun, 24:20. Sigur þeirra í mótinu var sanngjarn og þeir voru eina liðið sem ekki tapaði leik. Heimir kvað leikmenn Sviss hafa bætt sig jafnt og þétt allt mótið og meðal annars sigrað Þjóðveija í riðlakeppninni. „Leikurinn var bráðskemmtilegur og vel leikinn fyrir fullu húsi af áhorfendum, átta hundruðum manns. Fyrri hálfleik- VILHELM Slgurðsson, Heim- ir Ríkharðsson, þjálfarl og Einar Jónsson með verð- launagripinn fyrir 3. sætið. urinn var í járnum og við höfðum forystu með einu í hálfleik, tólf mörkum gegn ellefu. í síðari hálf- leik voru íslensku strákarnir skref- inu á undan og leiddu allt þar til á lokasekúndunum að Svisslendingar jöfnuðu 7 tuttugu og tvö, tuttugu og tvö. Á lokaandartökum leiksins var brotið á Kristjáni Geir Þor- steinssyni og vítakast dæmt. Úr því skoraði fyririiðinn, Halldór Sigfús- son, af öryggi. „Halldór hafði meiðst fyrr í keppninni en varð að láta að sér kveða að nýju í leiknum gegn Sviss því Ragnar Óskarsson sem leyst hafði hann af hólmi meiddist snemma leiks. „Ég tel þátttöku í svona móti vera nauðsyn- lega og veita leikmönnum framtíð- arinnar mikilvæga reynslu. Því mun ég hiklaust mæla með því við HSÍ að senda lið árlega til keppni í þessu móti enda hefur sérstaklega verið óskað eftir því af mótshöldurum,“ sagði Heimir Ríkharðsson og lét þess jafnframt getið að íslensku leikmennirnir hefðu verið sjálfum sér og landi til sóma utan vallar jafnt sem innan allan tímann. þátttaka að ári Ragnar skoraði flest mörk RAGNAJR Óskarsson úr ÍR skoraði flest mörk íslensku piltanna I leikjunum sjö sem liðið lék í Þýskalandsferðinni, 38 talsins, þar af lék hann lít- ið með í síðasta leiknum gegn Sviss vegna meiðsla. Athyglis- vert er að allir leikmenn liðs- ins skoruðu mörk i leikjum liðsins og að sögn Heimis Rík- s harðssonar þjálfara sýnir það öðru fremur mikla breidd sem í liðnu er og ávallt komi mað- ur í manns stað. Sigurgeir Höskuldsson, markvörður úr Val, lék lengst af í marki ís- lenska liðsins og stóð sig vel ef undan er skilin fyrsti leikur- inn, æfingaleikur gegn Sar- landi, héraðinu sem keppt var í, en þá náðu engin markvarð- anna þriggja sér á strik. En síðan hrökk Sigurgeir í form og varði vel það sem eftir var. Markaskorun skiptist þannig: Ragnar Óskarsson, ÍR.........38 Hjalti Gylfason, Víkingi.....19 Vilhelm Sigurðsson, Fram.....15 Kristján G. Þorsteinsson, KR ....14 Einar Jónsson, Fram..........13 Bjarki Hvannberg, Fram.......11 Helgi H. Jónsson, Stjömunni ....11 Daníel Ragnarsson, Val.......10 Guðjón V. Sigurðsson, Gróttu ..'...8 SverrirÞórðarson, FH..........7 Halldór Sigfússon, KA........:6 Jónas Hvannberg, Val..........6 Amar Bjarnason, Haukum........3 Varin skot: Sigurgeir Höskuldsson, Val...81 Hörður Flóki Ólafsson, KA....18 Gísli Guðmundsson, Selfossi..13 Þess skal getið að Gísli veiktist á meðan á mótinu stóð og gat því aðeins verið með í tveimur leikj- um. Islenska bronsliðið ÍSLENSKA llðið sem tók þátt í mótinu, efri röð f.v.: Guðmundur Árni Sigfússon, aðst.þjálfari, Helmlr Ríkharðsson, þjálfari, Halldór Slgfússon, Arnar Bjarnason, Jónas Hvannberg, Bjarkl Hvannberg, Guðjón V. Sigurðsson, Helgi H. Jónsson, Daníel Ragnarsson, Hjaltl Gylfason. Fremri röð f.v.: Einar Jónsson, Kristján G. Þorsteinsson, Sverrir Þórðarson, Sfgurgefr Höskuldsson, Ragnar Óskarsson, Hörður Flóki Olafsson, Vilhelm Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.