Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 B 7 BÖRN OG UNGLINGAR Vigfús Dan lauk árinu með meti ÍSLANDSMETIÐ íkúluvarpi innanhúss í flokki 11-12 ára drengja féll í þrígang á síðustu mánuðum nýliðins árs. í bæði skiptin var þar að verki Vigfús Dan Sigurðsson frá Höfn í Hornafirði. Nú síðast bætti hann eigið met í kúluvarpi innanhúss um einn metra og ellefu sentimetra á frjáls- íþróttamóti Ungmennasam- bands Úlfljóts, USÚ, sem haldið var í Heppuskóla á milli jóla og nýárs, kastaði 13,54 m. Nokkuð góður árangur náðist á þessu móti fyrir utan þann sem á undan er getið, en Vigfús Vigfúson sem varð í öðru sæti í kúlu- Aðalsteinsson varpinu, kastaði skrifar 11,87 m, sem er lengra en eldra metið sem Vigfús Dan sló á haust- mánuðum. Er því greinilega að Höfn í Hornafirði státar af efnileg- um klúluvörpurum. Jóhanna E. Ríkharðsdóttir frá Djúpavogi bætti Austurlandsmet í hástökki um einn sentimetra, stökk 1,46 m. Ferill Vigfúsar Dan hefur ekki verið langur, en eigi að síður hefur árangurinn verið góður. Hann byrjaði að æfa kúluvarp í maí síð- astliðinn, hafði kraftinn í lagi en náði ekki að bæta tæknina áður en utanhússmótunum lauk í sum- arlok. Það kom samt ekki í veg fyrir að bætti íslandsmetið um fjóra sentimetra. Þegar kom að innanhússmótunum var kominn skriður á þjálfunina. A Húsavík 18. nóvember bætti hann innan- hússmetið um_83 sentimetra, kast- aði 12,37 m. í Hafnarfirði 9. des- ember kastaði hann 12,43 m og loks 13,54 m á Hornafirði. Þetta verður að teljast framúrskarandi árangur hjá pilti. Nú um áramótin fluttist hann upp um aldursflokk og um leið þyngdist kúlan um eitt kíló. Að- spurður kvaðst Vigfús ætla að fylgja þessum árangri eftir með ströngum æfingum og vera þannig vel í stakk búinn fyrir átök í efri flokkum. Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson VIGFUS er hér í mlðri atrennu í metkastl sínu á dögunum Mel slegin í Firðinum Guðmundur Ó. Unnarsson á mótinu er hún synti 4 x 100 m fjórsund á 4.14,59 mín. í sveit- inni voru þeir Örn Arnarson, Hjalti Guðmundsson, Davíð Freyr Þórunnarson og Gunn- laugur Magnússon. Loks sló sveinasveit UMFN met í 4 x 100 m fjórsundi er hún synti á 5.18,07 mín. Svejtina skipuðu þeir Guðmundur Ó. Unnarsson, Jón Oddur Sigurðsson, Stefán Björnsson og Jóhann Árnason. Guðmundur gerði það ekki endasleppt þennan dag því klukkutíma áður en hann stakk sér til sunds í Hafnarfirði setti hann íslandsmet sveina í 200 m baksundi á móti hjá Ármanni í Sundhöll Reykjavíkur. Synti á 2.36,96 mín. og bætti fyrra met sem var í eigu Arnar Arnarsonar úr SH um tvær sekúndur. Guð- mundur er greinilega í mikilli framför um þessar mundir því fyrr í mánuðinum setti hann ís- landsmet í 100 m baksundi sveina. Fimm íslandsmet voru sett á svokölluðu jólametamóti Sundfélags Hafnarfjarðar sem haldið var í sundlaug Hafnar- fjarðar 29. desember. Auk þess syntu margir sundmenn, einkum þeir yngri, mjög vel og nokkrir voru nálægt sínu besta og var því árangurinn í heildina mjög góður. Örn Arnarson synti 400 m fjórsund á 4.54,8 mín., sem er Islandsmet í drengjaflokki. A- kvennasveit SH setti íslandsmet í 4 x 100 m flugsundi, synti á 4.46,15 mín. Sveitina skipuðu þær Birna Björnsdóttir, Guðrún B. Rúnarsdóttir, Hlín Sigur- björnsdóttir og Elín Sigurðar- dóttir. Telpnasveit SH, en í henni voru Sunna Björg Helgadóttir, Svanhvít H. Olafsdóttir, Klara Sveinsdóttir og Sólveig Sigurð- ardóttir, synti á nýju telpnameti í 4 x 100 m flugsundi, fóru vega- lengdina á 5.25,61 mín. Pilta- sveit SH setti síðan fjórða metið Örn Arnarson UM HELGINA Sund og badminton UNGLINGAMEISTARAMÓT TBR í badminton fer fram í húsum fé- lagsins um helgina. Keppni hefst klukkan þrettán á laugardag og klukkan tíu á sunnudag. Keppt verður í einliða-, tvíliða-, og tvennd- arleik í flokkum pilta, stúlkna, drengja, telpna, sveina, meyja, hnokka og táta. Þá fer hið árlega nýárssundmót fatlaðra fram í Sundöll Reykjavíkur á sunnudaginn og hefst keppni klukkan fjórtán þrjátíu. Leiðrétting Þrjár stúlkur vantaði í upptalningu í grein sem birtist á íþróttasíðunni þann 22. desember þar sem greint var frá vali kvennalandsliðsins í fimleikum vantaði nöfn þriggja stúlkna í upptalningu á nöfnum þeirra sem valdar voru, en það eru þær Tinna Ósk Þórðarsdóttir, Björk, Ásta S. Tryggvadóttir, Fim- leikafélagi Keflavíkur, og Lilja Er- lendsdóttir Gerplu. Þá misritaðist föðurnafn írisar Svavarsdóttur úr Stjörnunni. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar. Drengja- met hjá Ægi DRENGJASVEIT Ægis setti nýtt drengjamet, í 4x100 m fjórsundi á innanfélagsmóti félagsins sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur 27. deseinber. Sveitin synti á 4.37,62 mín., en gamla metið var frá áiúnu 1988, í eigu UMFA, það met var 4.47,87 mín. Sveit Ægis skipuðu þeir Eyþór Örn Jónsson, Jakob Jóliann Sveinsson, Lárus A. Sölvason og Tómas Stur- laugsson. Það voru því alls sett sjö aldursflokkamet í sundi á milli jóla og nýárs á þremur mótum, hjá Ægi, Ármanni og SH. Sund- menn hafa því greinilega farið varlega í jólasteikina þetta árið. Úrslita- leikirnir í kvöldí Höllinni ÚRLSITALEIKIR yngri flokka í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu verða háðir í Laugardalshöll í dag. Keppni hefst með leikjum í 6. flokki karla klukkan sautján og síð- an rekur hver flokkur annan allt þar til úrslitaleikurinn í 2. flokki karla hefst upp úr klukkan átta. Undanúrslitin fóru fram á milli jóla og nýárs og nú mæta fjögur bestu liðin og leika til úrslita um Reykja- víkurmeistaratitilinn. Verð- launaafhending verður að loknum úrslitleik í hverjum aldursflokki. Sigursælir bræður úr Vikingi GUÐMUNDUR Stephensen sigr- aði örugglega í flokki 8.-10. bekkjar í Jóla- forgjafarmóti grunnskóla Reykjavíkur sem fram fór skömmu fyrir jól. Bróðir lians Matthías Steph- ensen sigraði í flokki 7-12 ára. Fjöldi unglinga tók þátt í mótinu þar sem kepp- endur voru með vissa forgjöf eft- ir getu og var leikið upp í 51. Eins og fyrr segir sigraði skóla, annar varð Magnús Árnason, Álftamýrarskóla og Jóhannes G. Jónsson og Krist- inn Bjarnason úr Hlíðaskóla höfn- uðu í þriðja til fjórða sæti. Á eftir Matthíasi í yngri flokknum, en liann lék fyrir hönd Laugarnes- skóla, lentu Þorlákur Hilmars- son, Ártúnsskóla og Andri Þ. Ing- varsson og Vigfús Jósefs- son, báðir úr Hólabrekkuskóla urðu í þriðja til fjórða sæti. Guðmundur Stephensen Matthías Stephensen Guðmundur í eldri flokki, en hann keppti fyrir Laugalækja-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.