Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 C 3 DAGLEGT LÍF 50% í hádeginu og 25% fyrir eða í kvöldmat." Hrafn hefur útbúið kennslugögn sín sjálfur. Meðal þeirra eru allmargar lit- skyggnur af matvælum ásamt mismun- andi mörgum 10 gramma smjörstykkjum til að sýna fituinnihaldið. Ása segir að sér hafi brugðið í brún þegar hún sá hversu mikil fita væri jafnvel í einu mjólkurglasi. „Ómeðvitað mæli ég núna allt sem ég innbyrði í smjörstykkjum og oft hryllir mig við. Annars hefur Hrafn kennt mér að reikna nákvæmlega út hversu hátt hlutfall hitaeininga úr fitu er í matvælum. Ég má helst ekki kaupa neitt sem inniheldur meira en 20% hitaeiningar úr fitu. Reiknings- formúlan er einföld, því fítan er alltaf gefin upp í grömmum og þá er bara að margfalda með Æ 9, enda níu hitaein- ingar í hverju grammi, og deila heildarhitaein- ingum, sem gefnar eru upp á pakkningunni. Þá er margfaldað með 100 til að fá út hversu hátt hlutfall af hitaeiningum vörunnar er fita.“ Reikningsdæmið gæti litið svona út: 8g fita x 9he./g = 72he., 120he. (hitaeiningar samkvæmt innihaldslýsingu) : 72he. x 100 = 60%. Ásu og Hrafni ber saman um að fitusnauður matur sé jafnan dýrastur, en sá fituríki oft á tilboðsverði. Þau skírskota m.a. til lambaskrokkanna sem landinn birgir sig upp af á hveiju hausti. Ása segir að ýmislegt hafi komið sér á óvart í inn- kaupaferðum sínum með Hrafni. „Mér finnst ég vera í hávísindalegum rannsóknarleiðangri því ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og framandi. Eftir viðamikla úttekt á kleinum komst ég, mér til ómældrar ánægju að því að hér fást fitusnauðar kleinur með einungis 5-6% hitaeiningar úr fítu.“ Hrafn veitir Ásu tilsögn í matargerð, en hann segir að í allmörgum matar- og kökuuppskriftum sé smjör notað ótæpi- lega, en því megi oft að ósekju sleppa eða nota eplamauk í staðinn. 70 kílóíágúst Hrafn segist hafa mikinn skilning á vanlíðan þeirra sem beijast við auka- kílóin. Sjálfur var hann fremur þybb inn krakki og unglingur, enda hug- aði hann lítt að heilsusamlegu fæði í þá daga. „Margir leggja ofurkapp á að vera grannir og svelta sig nánast til þess að líkjast ungum og grönnum fyrirmyndum, sem tískuiðnaðurinn hampar. Til þess að koma sér í gott líkamlegt ástand ætti fólk frem- ur að temja sér breytt viðhorf og holla lífshætti. Með breyttum venjum hættir líkaminn smám saman að þarfnast fitu og sykurs í eins ríkum mæli og áður. Ása er enn ung og hraust og með þessu áframhaldi verður hún áreiðanlega komin niður í 70 kíló í ágúst.“ Hrafn getur vel hugsað sér að reyna frekar fyrir sér sem einkaþjálfari. Þótt mörgum þyki fyrirbærið efalítið framandi telur hann að með persónulegri og nákvæmri leiðsögn náist varanlegur árangur í barátt- unni við aukakílóin. ■ vþj Snuddubörnum hættara við að fá í eyrun Oí SAMKVÆMT finnskri rannsókn, sem nýlega var 2J sagt frá í tímaritinu Pediatrics, er börnum, sem nota snuð innan við tíu mánaða aldur, hættara ■S við að fá bakteríusýkingu í eyrun en börnum, sem ekki nota snuð. 5Q Vísindamenn við Háskólann í Oulu í Finnlandi gg skoðuðu 845 leikskólabörn og stóð rannsóknin 25 yfir í 15 mán- uði. Niður- OC staða þeirra er að 30% barna undir tveggja ára aldri, sem nota snuð, fá að minnsta kosti þrisvar í eyrun á ári en 21% barna, sem ekki nota snuð fá jafnmargar sýk- ingar. Tæplega 31% bama á aldrin- um tveggja til þriggja ára, sem nota snuð, fá bakteríusýkingu þrisv- ar á ári en 13% þeirra, sem ekki nota snuð fá jafn- margar sýkingar. Vísindamennirnir telja ástæðuna vera þá að börn sem nota snuð mynda meira munnvatn en önnur börn en bakteríur berast einmitt milli manna um munnvatn. Samkvæmt þessu virðist því vera full ástæða fyrir foreldra að gæta þess að ungviðið noti snuðið ekki í óhófi. ■ Eilíf æska Er Q-10 lykillinn að eilífri æsku rumur líkamans þurfa á Kóensími Q-10 að halda til að umbreyta í orku þeirri næringu sem að þeim berst. Þær þurfa Q-10 til að geta skilað sínu hlut- verki. Eitt hæsta hlutfall Q-10 í frumum líkamans er í hjartanu. Upp úr miðjum aidri minnkar framleiðsla þess, sem getur leitt til minni mótstöðukrafts, skerts starfsþreks og ótíma- bærrar öldrunar. Q-10 fyllir líkamann nýrri orku, starfsemi frumanna eflist og þær sjá fyrir auknu þreki til frekari dáða. Éh< lEÍlsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆDIN! Með breyttum venjum hættir líkaminn smóm saman að þarf nast f itu og sykurs í eins ríkum mæli og óður. - kjarni málsins! b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.