Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Hundar algeng sjón á Ægisíöunnl ,Jafjörður garðinum og umferð eftir honum hafi truflandi áhrif á kyrrðina þar. Öðrum finnst gott að skynja iðandi lífið handan kirkjugarðs- ins. Ef til vill taka gangandi veg- farendur að íhuga gildi lífsins andspænis dauðanum. Allt í einu fyllist brúin af fólki. Gönguhópur Utivistar er að vígja brúna fyrir sitt leyti. „Við erum að halda upp á restina á 20 ára afmæli Útivistar,“ segir kona til skýringar. Hópurinn kom niður Heiðmörk, Elliðaárdal og Foss- vogsdal að brúnni og heldur það- an áfram. Ætlunin er að fá sér svo heitt súkkulaði og kökusneið af afreki loknu. Friður og kyrrð í Elliðaárdal til að leysa lífsgátuna í gegnum undirgöng Breiðholts- brautarinnar inn í Elliðaárdalinn liggur stígurinn og má sjá fólk víða í dalnum, fjölskyldur á ferð í lækkandi hitastigi, sólin hnígur enn á himni og tunglið verður æ skýrara. Tvær konur koma gangandi á brú yfir ánna, ekki í fyrsta skipti. Þær hafa búið í Árbænum í mörg ár og fara ört í göngutúra. Krist- ín Jónsdóttir og Kristín Einars- dóttir: „Við ætlum „stífluhring- inn“ í dag, en næst ætlum við yfir nýju göngubrúna.“ Þær segja að Elliðaárdalinn yndislegt útivistarsvæði en stíg- arnir kvíslast um hann. „Ungl- ingar ganga hérna mikið, og hjón með börnin sín. Hér er líka friður og kyrrð, friður frá öllu áreiti." Nöfnurnar taka svo stíg milli tijánna í 'dalnum og halda áfram að leysa lífsgátuna á hressandi íslenskri göngu. Hópgöngur áberandi og fleiri konur í göngutúrum Á Rafstöðvarvegi skokkar Ól- afur Ragnarsson sem býr í Sel- ási: „Ég hleyp 10 kílómetra tvisv- ar í viku. Ég hef ekki farið göngubrúna ennþá en ég hleyp stíginn mikið.“ Olafur hefur tví- vegis hlaupið heilt Reykjavik- urmaraþon, á 3 klukkutímum og 21 mínútu, og á 3,27. „Fyrir fimm árum sá ég varla Gamall maður með staf heiis- ar, mæðgur bruna framhjá með innkaupapoka í barnakerru, fínnsk hjón virðast hagvön á stígnum og maður með hund í ól í grasinu milli sjávar og stígs: Davíð Egilsson og hundurinn hans Skuggi. „Ég nota stíginn á hverjum degi, viðra Skugga klukkutíma í senn,“ segir Davíð sem býr á Álagranda. „Stígurinn er líka góður til hjólreiða, fjölskyldan mín hjólar hann oft saman.“ í bjartviðri er margt um manninn á stígnum, og eftir kvöldmat í myrkrinu má koma auga á einn og einn á stangli. Mest er hann farinn á sumrin en suma getur ekkert stöðvað, skokkað skal, hvernig sem á stendur veðrið. Mikil umferð á brú yfir Kringlumýrarbraut Göngu- og hjólreiðastígurinn hefst við bæjarmörk Seltjarnarness og Reykjavíkur. Þaðan liggur hann með Ægissíðunni, sjávarmegin við Reykjavíkurflugvöll, umkring Nauthólsvík að Fossvogskirkjugarði, yfir Kringlumýrarbraut á nýrri brú, eftir Fossvogsdalnum, inn fyrir Bústaðaholtið, um undirgöng á Reykjanesbraut og tengist þar stígum í Elliðaárdal. Þaðan liggur leiðin fram hjá Árbæjarhverfi, Fella- og Hólahverfi og síðan Seláshverfi og ef vill má halda áfram um Víðidal og Rauðhóla í Heiðmörk. I Ð - Ö R K með eld við sjóndeildarhring Morgunblaðið/Ásdís KRISTÍN Jónsdóttir og Kristín Einarsdóttir í Elliðaárdaln- um, ætluðu „stífluhringinn". HEIÐSKIR himinn, sól lágt á lofti, en tunglið hærra, 3 gráða frost í Reykjavík. Laugardagur og fólk á ferli eftir göngu- og hjólreiðastíg sem liggur frá Sel- tjarnarnesi gegnum Elliðardal og áfram upp í Heiðmörk. Fólk á reiðhjólum, skokki, gangi og með hundana sína í ólum. Fyllir lung- un fersku lofti og hugsar um heilsuna, það dýrmætasta sem það á. Stígurinn er malbikaður og yfír Kringlumýrarbrautina neðst í Fossvogi er bogalaga timburbrú sem var opnuð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur 17. desem- ber síðastliðinn. Skokk eftir sjávarsíðunni og f ramhjá flugvelll Ægisíða og smábátar í flæðar- málinu en engin gráðlúða eða rauðspretta á hjöllum. Hér ægir saman ólíku fólki; faðir með bamavagn, gömul hjón á gangi, unglingar og íþróttamenn. Júlíus Vífill Ingvarsson tyllir sér á bekk með Irisi dóttur sína í fanginu. Þau eiga heima á Hagamel og eru í göngutúr. „Það er eins og að komast á mannamót að fara þennan stíg, ganga og stoppa og spjalla um daginn og veginn," segir Júlíus. „Hér var áður troðningur en stíg- urinn breytir lífsmynstri fólks. Hann kallar á fólk og býður því að hreyfa sig.“ Júlíus segir að fjölskyldan noti stíginn líka til að hjóla á sumrin, en íris og tvíburabróðir hennar fengu ný hjól í jólagöf. Stundum fara þau hjá flugvellinum en þar eru rólur og leiktæki og skemmti- legt að sjá vélarnar lenda. „Ég er mjög feginn að ekki er hundabann héma, börnin hafa svo gaman af því að hitta og klappa hundum," segir Júlíus og feðginin rísa á fætur og halda göngunni sinni áfram. brautina og nú geta Árbæingar gengið eða hjólað í öruggu skjóli fyrir æðandi bflum og heimsótt vini sína í Vesturbænum. Brúin er sett saman úr einingum, með há handrið, lýsingu og trégólf, og meira að segja auðvelt að taka hana niður ef með þarf. Brúin nýtur mikilla vinsælda enda án hliðstæðu í borginni og gaman að sjá bifreiðarnar þjóta undir fótum manns. Par stendur á miðri brúnni og spjallar um landsins gagn og nauðsynjar. Hjón búsett í Þorragötunni koma arkandi að brúnni. Þau eru að fara yfir hana í fyrsta skipti. Guðmundur Vilhjálmsson og Erna Jónasdóttir segjast iðulega fara í gönguferðir eftir stígnum en viðurkenna að veðrið setji stundum strik í reikninginn. Hingað til hafa þau verið vestan megin í bænum en ganga nú greiðlega yfir í austurbæinn og virðast ánægð með það. Hjólreiðamaður stansar andar- tak á brúnni og lítur til beggja átta. „Brúin er mikil samgöngu- bót,“ segir hann, Þórir Ólafsson, „bæði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Hérna var erfitt að fara yfir áður og hættulegt.“ Svo heldur hann áfram vestur eftir. Hann hjólar meðfram kirkju- garðinum, en sumum finnst stíg- urinn liggja óþægilega nærri ÞÓRIR Ólafsson hjólreiðamaður sem brunar stíginn við hvert tækifæri. SKUGGI nýtur útiveru með húsbónda sínum, Dav- íð Egilssyni, klukkutíma á dag. JÚLÍUS Vífill og íris tylla sér á göngu á Ægisíðunni. nokkurn skokka hérna, en nú er fjöldi manns og fleiri konur en karlar,“ segir hann. „Hópgöngur eru líka áberandi. Stígar örva fólk til útivistar, þeir eru besta framtak Reykjavíkurborgar. Svona á að efla heilbrigði borg- arbúa.“ Góður stígur á fallegri leið kallar á fólk til áð vera saman úti. Ólafur segir Tólk tiltölulega óþvingað á stígnum og að róman- tíkin hafí aukist: Hjón og önnur pör leiðast, hönd í hönd, eftir honum og ræða saman í fersku lofti undir heiðum himni með eld við sjóndeildarhring. ■ Gunnar Hersveinn Göngustígur undir heiðum himni Bogadregin göngubrú reis á 102 dögum yfir Kringlumýrar- GUÐMUNDUR Vilhjálmsson og Erna Jónasdóttir lögðu í göngu- brúna í fyrsta sinn. ÓLAFUR Ragnarsson skokkari. Hann segist hafa orðið var við rómantík á stígnum. DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 C 5 PEST eða flensa hefur heqað á all- marga undanfarnar vikur. í kjölfar- ið hafa sumir fengið lungnabólgu og lungnapípur hafa stíflast í öðrum. Síðarnefndi kvillinn getur leitt til lungnabólgu sé ekkert að gert. Vegna vaxandi ónæmis fyrir sýkla- lyfjum reyna læknar stundum önnur ráð; drekka mikið vatn segja þeir og benda á að gott sé að grúfa höfuðið yfír fati með sjóðandi vatni til að losa um stíflumar. g«g> Mörgum kann að finnast vatn harla klént læknisráð. Sam- ad kvæmt grein í The European \ Magazine nýverið er vatn þó [ talið hinn vænsti kostur við ýmiskonar óáran. Þar segir af dr. José Rivera, sem í tólf ár þjáðist af astma og fékk ekki bót meina sinna fyrr en hann, að ráði kollega síns, hóf að drekka um átta glös af vatni á hveijum degi. Hann telur að tveir lítrar af vatni á dag með smá salti út í hafí komið í veg fyrir að hann hafi fengið astmakast um allangt skeið. Þrír fjórðu hlutar líkamans eru vatn Tveir lítrar af vatni á dag taldir koma í veg fyrir ýmsa kvilla I tímaritinu segir að þótt læknar standi ráðþrota frammi fyrir orsök- um astma, fínnist þeim ólíklegt að lausnin sé svona einföld. Læknir dr. Rivera er þó ekkert undrandi á bata kollega síns. „Þrír fjórðu hlutar lík- amans eru vatn. Það gegnir mikil- vægu hlutverki í líkamsstarfsem- inni, þar á meðal önduninni. Ef vatnsforði líkam- ans er ekki nægj- anlegur mynd- ast histamín og hindrar vökvatap. Hjá astmasjúklingum veld- ur histamín hins vegar því að lungnapípuvefirn- ir dragast saman þannig að vatn kemst ekki frá lungunum,“ segir dr. Fe- reydoon Batmagnhelidj, ír- anskur læknir sem starfar í Bandaríkjunum. Samkvæmt dr. Batmagnhelidj, sem í fimmtán ár hefur rannsak- að þráláta vessaþurrð, veldur of mikið histamín í líkamanum fjölda algengra sjúkdóma og því séu and- histamínlyf notuð gegn hinum ýmsu kvillum. Áuk þess segir hann að fái líkaminn ekki nægjanlegt vatn eigi mikilvæg ensím og næringarefni ekki greiða leið um líkamann. Vatnsdrykkja er einföld lækning- araðferð, sem dr. Rivera og sífellt fleiri læknar reyna sem fyrsta með- ferðarúrræði. Könnun hans leiddi í ljós að sjúklingar hans drukku yfír- leitt minna en eitt glas af vatni á dag. I The European Magazin segir að yfirleitt fari um hálfur lítri af vatni á dag úr líkamanum með svita, einn lítri við öndun og einn og hálf- ur lítri við þvaglát. Vatn í fæðunni vegi á móti hluta af magninu, en þó er talið að drekka þurfi tvo lítra af vatni á dag til að viðhalda eðli- legu vatnsmagni í líkamanum. Til þess að vera enn nákvæmara segir blaðið að menn ættu að drekka sam- kvæmt þyngd sinni, eða 30 ml af vatni fyrir hvert kíló, og bæta ör- litlu salti út í til að binda vatnið í líkamanum. Verksmiðjuframleiddir drykklr koma ekkl í stað vatns Erfitt er að mæla vökvaneyslu fólks nákvæmlega, en ljóst þykir að verksmiðjuframleiddra drykkja er neytt í ríkara mæli en áður. Bretar eru þar í fararbroddi, en hver Breti drekkur um 126 lítra af gosdrykkjum á ári, Þjóðveijar hafa aukið neysluna um hálfa millj- ón lítra frá því fyrir sjö árum, á sama tíma og Frakkar, ít- alir og Spánveijar drekka tvöfalt meira af ávaxta- safa en áður. Te- og kaffidrykkja hefur líka auk- ist; Grikkir drekka 160% meira te og írar 30% meira kaffí en á árinu 1988. Þrátt fyrir aukna neyslu þessara drykkja segir dr. Bat- manghelidj að þeir komi ekki í stað vatns, sem líkaminn þarfn- ist. Kóladrykkir, kaffi og te örvi þvaglát og því fari meira vatn úr líkamanum en innbyrt sé. Hann segir ennfremur að appelsínusafí auki histamínfram- leiðsluna og astmi sé ekki eina af- leiðing vatnsskorts. Eftirtaldar þjáningar telur hann af sömu rótum runnar: ►Verkir í liðamótum vegna lang- tíma þornunar líkamsvefja í bijósk- ' inu. ►Höfuðverkur vegna blóðrásar- truflana þegar háræðar heilans opn- ast til að hleypa meira vatni inn. ►Bijóstsviði og meltingartruflanir þegar ekki er drukkið nægilega mikið af vatni til að melta fæðuna. ►Hár blóðþrýstingur þegar æðarn- ar herpast saman til að vega á móti blóðskorti. ►Bakverkur vegna streitu, en þá hlaðast sýruagnir upp í frumum vöðvanna. „Læknar telja framangreind ein- . kenni oft einangruð fyrirbæri, sem meðhöndla beri með mismunandi lyfjagjöfum. Salt er sterkasta nátt- úrulega andhistamínið, sem end- umýjar vökvaforða líkamans og spomar við of háum blóðþrýstingi frekar en að vera orsök hans eins og hingað til hefur verið talið. Því em sjúklingum oft gefin þvagörvandi lyf, sem eyða vatnsforðanum og stofna blóðþrýstingnum í enn frekari hættu,“ segir Batmanghelidj. Á tímum hátækni og þróaðra lyf- lækninga virðist kenningin um lækningamátt vatnsins allróttæk. Nýlegar rannsóknir renna þó stoð- um undir hana, t.d. kom í ljós í rannsóknum við John Hopkins há- » skólann í Bandaríkjunum að þráláta þreytu má oft rekja til mjög lágs blóðþrýstings. Til þess að koma honum í eðlilegt horf var sjúklingum gefín lyf, sem innihéldu vatn og venjulegt salt. Einkennin eru sögð hafa horfíð á svipstundu. Venjuleg þreyta orsakast oft s* eðlislægri viðleitni líkamans til að halda líkamsstarfseminni í jafnvægi þrátt fyrir takmarkaðar vatnsbirgð- ir. Slíkt ástand getur þó valdið þverrandi einbeitingarhæfíleikam, _ enda er heilinn 85% vatn. Ef menn em þreyttir bregðast þeir oft við með því að fá sér eitthvað að borða, þótt betra ráð sé að fá sér vatn að drekka. „Heilinn notar vatn til að fram- leiða ATP, sem er orkugeymsla í öllum frumum. Þegar heilinn skráir lág mörk ATP sendir hann um leið boð sem menn túlka sem hungur,“ Villandi boð verða til þess að menn borða til að halda sér gangandi. Þegar þeim skilst að þeir þurfa fremur að drekka en borða léttast þeir oft heilmikið,“ segir Batmang- helidj. Rökin fyrir að drekka vatn í aukn- um mæli til að fá bót ýmissa meina virðast sannfærandi, þótt þau koll- ' varpi ýmsum kenningum nútíma læknavísinda. Ekki ætti að reynast erfitt að kanna áhrifin því byijunin er einfaldlega að skrúfa frá kranan- um. ■ vþj Erfðaþáttur grunaður um tengsl við ættlægt krabbamein VÍSINDAMENN í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, hafa birt niðurstöður sínar um að erfðaþáttur í ákveðnu afbrigði af bijóstaæxlum gæti spáð fyrir um hvaða konur eru líklegar til að fá bijóstakrabbamein síðar. Þessar uppgötv- anir gætu orðið til þess að hægt verði að finna út hvaða konur eiga á hættu að fá illkynjað krabbamein í bijóst en þær gætu einnig orðið til þess að í framtíðinni verði hægt að veita þessum sömu konum fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir myndun krabbameinsins. „Þetta eru nýjar og spennandi vísbendingar en rannsóknirnar eru enn á frumstigi,“ segir Patricia Steeg, sameindalíffræðingur við Nat- ional Cancer Institute í Bandaríkjunum, í sam- tali við blaðamann International Herald Tribune. Hún er einn margra höfunda að grein um rann- sóknirnar, sem birtist í tímaritinu Nature Medic- ine fyrir skömmu. Patricia og samstarfsmenn hennar rannsök- uðu vefjasýni úr tæplega 100 konum. Þau fundu tengsl milli ákveðins afbrigðis af æxlum og mikillar virkni erfðavísis, sem kallast cyclin D, en hann hefur hlutverki að gegna í sambandi við frumuskiptingu. Vísindamennirnir notuðu flókin erfðafræðileg próf, sem ekki er hægt að nota í stórum klínísk- um rannsóknum. Að sögn meðhöfundar Patriciu, Dr. Davids Page, meinafræðings, vita vísinda- menn nú þegar töluvert um cyclin D og ætti því að vera mögulegt að þróa ódýrar og auðveld- ar rannsóknaaðferðir, sem byggjast á mótefnum, til að greina erfðaþáttinn í bijóstaæxlum. Tengsl erfAa og brjóstakrabbameins víðaí rannsókn Jafnvel þótt æxli séu fjarlægð með öllu eru konur, sem hafa mjög virkan cyclin D, líklegri til að fá bijóstakrabbamein síðar á ævinni nálægt þeim stað þar sem æxlið var en aðrar konur, samkvæmt þessum nýju vísbendingum. Tengsl erfða og bijóstakrabbameins eru nú víða til rannsóknar, þar á meðal hér á íslandi, svo sem hjá Krabbameinsfélaginu. Þá var sagt frá því nýlega hér í Morgunblaðinu að rannsókn- arhópur frá frumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði á Landspítalanum hafi tekið þátt í einangrun erfðaþáttar sem talinn er eiga stóran þát.t í myndun ættlægs bijósta- krabbameins. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.