Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ( FERÐALÖG Jólahald í Tékklandi Á VALDATÍMA kommúnista fór lítið fyrir jólahaldi í Tékklandi. Verslanir máttu vera lengur opnar á aðventunni, en þó mátti ekki nefna hana því nafni. Fyrsta helgin í aðventu var því nefnd helgi A, sú næsta var helgi B og svo fram- vegis. Eftir innreið kapítalismans og innrás vestrænna ferðamanna er jólahaldið orðið opinbert. Mark- aður var á tímum kommúnista haldinn í desember í miðborg Prag en nú hefur hann aukist mjög að umfangi og vöruúrvalið er allt ann- að og mun meira. Margir borg- arbúa sjá sér leik á,borði að hagn- ast á stjórnlausri innkaupagleði Bandaríkjamanna, Þjóðveija, Itala og annarra vestrænna ferðamanna sem streyma til Prag í desember. Verðlag hefur farið hækkandi í Prag á síðustu árum en ennþá má þó gera góð kaup á ýmsum vam- ingi sem framleiddur er innan- lands. Hefðbundnar handgerðar brúður fást í miklu úrvali á hveiju götuhomi í miðborginni. Á markað- inum fást einnig handmáluð egg sem tengjast fremur páskum en jólum en sóma sér einnig vel á jóla- tré. Handsmíðuð leikföng eru góð til jólagjafa en fyrir þeim er mikil hefð í Tékklandi. Sama er að segja um keramikmuni af ýmsu tagi. Djöflar og hellaglr menn Fæstir Tékkar hafa jafnmikil fjárráð til jólagjafakaupa og út- lensku gestirnir. Ýmsa siði hafa þeir þó endurvakið eða fært aftur í dagsljósið eftir fall kommúnism- ans. Á degi heilags Nikulásar streyma tékkneskir unglingar út á göturnar í gervi djöfla, engla og heilags Nikulásar sjálfs. Þeir banka uppá hjá barnafjölskyldum og yfír- heyra krakkana um hegðun þeirra, einkunnir og annað sem þeim dett- ur í hug. Ef heilögum Nikulási lík- ar ekki svörin, svo sem oftast er, fá börnin rotnaða kartöflu eða kola- mola. Samkvæmt hefðinni eiga góðu bömin að fá ávexti eða sæl- gæti, en það er mjög fátítt nú á dögum. Eldri unglingarnir í hópn- um nota gjarnan tækifærið til að fá sér neðan í því þennan dag og fylla krárnar að yfírheyrslunum loknum. Frosti hlnn rússneskl Að minnsta kosti einn jólasiður varð til á valdatíma kommúnista og er ættaður frá sjálfum stóra- bróður Austur-Evrópuríkjanna, Rússlandi. í lok desember á hveiju ári setjast flestir Tékkar fyrir fram- HANDGERÐAR brúður á jólamarkaði í Prag. Morgunblaðið/HÞ einnig með og nú sitja börn og foreldrar saman og fylgjast með þessu vinsælasta sjónvarpsefni Tékklands ár eftir ár. Teiknimynd- unum frá Walt Disney hefur enn ekki tekist að hrófla við Frosta gamla. Söguþráðurinn er í anda annarra ævintýra, með vondri stjúpmóður og ljótri stjúpsystur sem níðast á Nastenku hinni fögru. Með hjálp Frosta, sem er eins kon- ar jólasveinn austur í Rússlandi, fer þó allt vel og Nastenka og prins- inn Ivan lifa hamingjusöm til ævi- loka. Það sem heillar þó helst við myndina eru skrautlegar persónur og samtöl og undarleg fyrirbrigði; tré sem breytast í drauga, kofi sem hvílir á kjúklingafótum og svín sem breytir sér í sleða. ■ Helgi Þorsteinsson Efftir innreið kapítal- ismnns og innrós vestrænnn ferðamanna er jólahaldið orðið opinbert. FROSTI hinn rússneski. an skjáinn, til að horfa á rússneska var hluti af menningarsamskiptum ævintýrið um Frosta (Mrazik). sósíalísku bræðraþjóðanna. Börnin Frosti var fyrst sýndur í tékknesku tóku fljótlega miklu ástfóstri við sjónvarpi á sjöunda áratugnum og myndina. Næsta kynslóð hreifst Múmínólfar í fimmtíu ór Múmíndnlur dregur nð ferðnmenn MÚMÍNGARÐURINN hefur aðdráttarafl fyrir alla fjölskylduna. Hann er í litlum krúttlegum bæ, Nádendal, á vesturströnd Finnlands, skammt frá Ábo. í Múmíngarðinum búa fígúrur Tove Janssons, sem böm á öllum aldri þekkja af lestri bókanna um Múmínsnáðinn, fjölskyldu hans og vini eða úr sjónvarpsþáttunum samnefndu, teiknimyndunum eða teiknimyndasögum. Múmíngarðurinn var opnaður í júní 1993. Frá þeim tíma hafa um 600 þúsund gestir sótt garðinn heim og næsta sumar er búist við yfir 200 þúsund gestum. Enda er Nádend- al að verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður Finnlands. í fyrrasumar voru fiestir ferðamennimir frá Svíþjóð, en margir komu líka frá Noregi og Japan. Eflaust hafa einhveijir íslendingar kom- ið í garðinn frá því að hann var opnaður sumar- ið 1993, en engum sögum fer þó enn af fjölda íslenskra ferðamanna í Nádendal. Á göngubrú útí eyju Múmíngarðurinn liggur úti á eyjunni Kailo í útjaðri Nádendal, en þangað Iiggur göngubrú. Garð- rSJ/ ur- inn fellur vel inn í gömlu timbur- húsa- bygginguna á eyjunni. Þetta er ekki skemmti- garður eins og margir þekkja þá, þar er ekki mikið um tæki og hluti til að stytta gestum stundir. Það er hins vegar alltaf nóg í gangi og dagskránni breytt nógu oft til þess að gest- ir sem koma oftar en einu sinni yfír sumar sjái eitthvað nýtt. Lífsstíll Múmínálfa einkennist af athafna- þrá. Samheldni fjölskyldunnar er í fyrirrúmi, tryggð, virðing fyrir náttúmnni, vinskapur og ævintýraþrá. Gestir, hvort sem um er að ræða fullorðna eða böm, smitast af lífsgleði Múmín- álfanna. Þá er tilganginum náð. Yfír dimmasta tíma ársins leggjast Múmín- álfar I dvala. Þegar vorar vakna þeir aftur, tilbúnir að taka á móti gestum frá öllum heims- hornum. Næsta sumar verða dyrnar að Múmín- garði opnaðar 8. júní og í rétt er að benda á að í garðinum er töluð sænska. Fimmtíu ár eru liðin frá því að Tove Jans- son lét frá sér fyrstu bókina um Múmínálfana. Síðan hafa fjöldi bóka um Múmínálfana, sjón- MÚMÍNÁLFARNIR eru hugarfóstur Tove Jansson sem skrifaði fyrstu bókina af mörgum fyrir fimmtíu árum. varpsþættir, leikrit og teiknimyndir borið hróð- ur þessarar skrítnu og skemmtilegu fjölskyldu víða. Bækurnar hafa til dæmis verið þýddar á yfír þijátíu tungumál. Múmíntröll nútímans eru þekkt sem elsku- legar fígúrur, þægilegar í umgengni. En þegar þau voru fyrst kynnt til sögunnar árið 1945 var Múmín geðvont, lítið tröll sem Tove Jans- son páraði neðst í hornið á skopteikningum sínum. „Þetta hefur verið löng leið. Ég hefði kannski ekki átt að taka öll þau hliðarspor sem ég tók en ég get fullyrt að án Múmínálfanna hefði líf mitt ekki orðið jafn litríkt," segir höfundurinn ■ Sérstakt Múmínálfaríki NÆSTA sumar verður Múmíngarðurinn sérstakt „ríki“ og því fylgir útgáfa sér- staks vegabréfs. Vegabréfið inniheldur viðamiklar upplýsingar um Múmíngarð- inn og hægt verður að safna í það frí- merkjum ólíkra staða. Þetta er meðal nýjunga sem unnið er að til að gleðja verðandi gesti Múmínsn- áðans og félaga næsta sumar. Meðal annarra nýjunga má nefna sjóræninga- slag, óvænta heimsókn gamalla kunn- ingja og margt fleira. Sjón er sögu ríkari og því rétt að láta fylgja hér með símanúmerið hjá Ferðamannaráði Nádendal: 358 (9)21 435 0850. Faxnúmerið er 358 (9)21 435 0852. Að lokum má geta þess að Múmín- dalurinn er kynntur erlendum ferða- mönnum í nánu samráði við finnska ferðamálaráðið sem hefur því tiltækar allar upplýsingar handa þeim sem hafa áhuga á að kynna sér ferðir til staðar- ins og verð. ■ MÚMÍNGARÐURINN er á eyjunni Kailo í úljaðri Nádendal, en þangað er hægt að komast yfir göngubrú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.