Morgunblaðið - 06.01.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.01.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KORFUKNATTLEIKUR 1996 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR BLAD Morgunblaðið/Sverrir TEITUR Örlygsson gerði 25 stig þegar Njarðvík vann ÍR 80:68 í úrvalsdeildlnni í körfuknattleik í gærkvöldl. Hér reynir IR-lngurinn Guðni Einarsson að stöðva Teit í leiknum. lan Rush stefnir á met aldarinnar IAN Rush, miðherji Liverpool, sem var heiðrað- ur af Bretadrottningu um áramótin, á möguleika á að setja met í dag. Rush hefur gert 41 mark i Ensku bikarkeppninni eins og Denis Law og eru þeir markakóngar keppninnar á öldinni en Henry Cursham hjá Notts County gerði 48 mörk í sömu keppni á síðustu öld. Rush leikur með Liverpool á Anfield í dag þegar Liverpool tekur á móti 3. deildarliði Roch- dale i 3. umferð Ensku bikarkeppninnar. „Ég gæti ekki hugsað mér betri mann til að ná met- inu en Rush,“ sagði Law. „Hann hefur verið frábær sem atvinnumaður í knattspyrnu og er vingjarnlegur náungi. Hann veit um hvað málið snýst fyrir framan markið og ég vona að hann eigi eftir að gera mörg mörk í bikarkeppninni. í raun yrði ég- ekki hissa þótt hami setti met sem aldrei yrði slegið.“ Lárus Orri í beinni útsendingu á Stöð 3 LÁRUS Orri Sigurðsson leikur með Stoke gegn Nottingham Forest í 3. umferð Ensku bikar- keppninnar í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu hjá Stöð 3. Lárus Orri hefur staðið sig vel með Stoke að undanförnu en hann verð- ur án sterkra samheija í dag. Varnarmennirnir Ian Cransou og Vince Overson verða ekki með og ekki er víst að framherjarnir Paul Peschi- solido og Mike Sheron geti leikið vegna meiðsla. Mark Messier skráir enn nafnið í söguna MARK Messier, fyrirliði New York Rangers, heldur áfram að setja mark sitt á NHL-deildina í íshokkí. Fyrr á tímabilinu rauf hann 500 marka múrinn og í vikunni fór hann upp fyrir Bryan Trottier, fyrrum leikmann New York Islanders, á markalistanum þegar hann gerði tvö mörk og átti eina stoðsendingu í 7:4 sigri New York Rangers gegn Montreal. Þetta var 18 heimasig- ur Rangers í röð en Messier kom liði sínu á bragðið og átti síðan lokaorðið. „Það er ávallt viss heiður að skrá naf n sitt í metabækurnar,“ sagði Messier sem hefur gert 519 mörk á ferlinum í NHL-deildinni ogátt 908 stoðsendingar eða 1.427 stig samtals. „Ég hugs- aði mikið um líkamsásigkomulag mitt í fríinu fyrir iíðandi keppnistímabil og mér finnst ég vera á mig kominn eins og ég hef best verið.“ SKIÐI Systkinin Vilhelm og Hildur hætt í skíðalandsliðinu Er búinn aðfá nóg Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson SYSTKINiN Vilhelm og Hildur Þorsteinsbörn frá Akureyrl Vilhelm Þorsteinsson, skíðamað- ur frá Akureyri, hefur dregið sig út úr skíðalandsliðinu og hann sagðist í samtali við Morgunblaðið vera að mestu hættur keppni á skíð- um. Hann hefur verið í fremstu röð undanfarin ár og nokkrum sinnum orðið íslandsmeistari. „Það er margt sem spilar inn í þessa ákvörðun, það er og hefur reyndar alltaf verið of erfitt að standa í þessu og ég er hreinlega búinn að fá nóg. Landslið- ið fær alit of lítinn stuðning og það kostar einfaldlega of mikla peninga að vera í landsliðinu," segir Vilhelm. Hildur Þorsteinsdóttir, systir Vil- helms, hefur einnig dregið sig út úr landsliðinu, af sömu ástæðum en hún varð líka fyrir meiðslum í haust. Systir þeirra, Brynja, er enn með landsliðinu. Hún er við nám í Noregi og stundar sína íþrótt þar af fullum krafti. Þær systur voru valdar í landsliðshópinn í alpagreinum á síð- asta ári en Vilhelm hefur verið í landsliðshópnum til fjölda ára. Hann fagnaði 25 ára afmæli sínu á nýárs- dag. „Það fylgir því gífurlegt álag að vera svona mikið erlendis við æfingar og keppni og auk þess kost- ar það okkur landsliðsmennina mikla peninga. Það vantar mikið fjármagn inn í íþróttina og það var t.d. erfítt fyrir okkur að hafa ekki aðstoðar- mann með landsliðsþjálfaranum. Við þurftum sjálfír að setja upp æfinga- brautimar, bera stangirnar og bora fyrir þeim, keyra á milli keppnistaða, útvega fæði og gistingu á hverjum stað og þar fram eftir götunum." Á sjó á sumrin Vilhelm hefur stundað sjómennsku á sumrin og þeir peningar sem hann hefur aflað yfir þann tíma hafa að mestu farið í skíðaíþróttina. „Maður hefur verið að þumbast við að vera á sjónum sem lengst á sumrin og það hefur kannski bitnað á sumaræf- ingunum. Á móti hef ég getað lagt meiri rækt við vetraræfingarnar og kannski meiri en margir aðrir.“ Auk Vilhelms voru þeir Haukur Arnórsson, Kristinn Björnsson og Arnór Gunnarsson valdir í karla- landsliðið á síðasta ári og hafa þeir þremenningar verið við æfingar og keppni erlendis frá því í haust. Vil- helm fór hins vegar ekki með lands- liðinu út í haust. Vilhelm segir að Skíðasamband Islands hafi borgað kostnað við þjálf- ara og þá íbúð sem landsliðið hefur haft til afnota í Schladming.í Austur- ríki en annar kostnaður hafi að mestu fallið á landsliðsmennina sjálfa. „Við tókum þátt í 45 mótum erlendis í fyrra og það þýðir hótel í jafnmarga daga, sem við þurftum að borga sjálf- ir. Einnig bensín á bílinn milli keppni- staða og margt fleira.“ Ekki hlúð nægilega vel að yngra fólkinu Hann segir að Skíðasambandið hafí ekki hlúð nægilega vel að yngra landsliðsfólkinu og of mikið hafi ver- ið einblínt á þau Kristin Björnsson og Ástu S. Halldorsdóttur. „Skíða- sambandið er nú að vakna upp við vondan draum og ekki síst nú þegar Ásta er einnig hætt í landsliðinu. Þar á bæ er ekki hugsað nema hálft ár fram í tímann, á meðan nauðsynlegt væri að setja upp prógramm til 4-5 ára. Það er vafalaust vanþakklátt starf að vera í stjórn Skíðasambands- ins en þeir sem hafa tekið að sér að stýra því verða þá líka að gera það eftir bestu getu,“ segir Vilhelm. „Það er í raun ótrúlegt að ekki skuli vera komnir meiri peningar inn í skíðaíþróttina, miðað við að við erum að ná þetta góðum árangri. Við strákarnir í landsliðinu vorum að gæla við að hlutirnir færu að lag- ast þegar við værum komnir niður í 20 FlS-punkta [aiþjóðleg styrkstig]. Nú erum við komnir í kringum þessa 20 punkta en það hefur lítið breyst og Skíðasambandið hefur ekkert bætt við sig á sama tíma.“ Sest á skólabekk á ný Eftir fjögurra ára hlé frá námi, vegna skíðaíþróttarinnar, hyggst Vilhelm taka þráðinn upp að nýju og hann er nú á leið í iðnrekstrarfræði í Tækniskólanum í Reykjavík. „Ég tek skíðin með mér suður og mæti örugg- lega á Skíðalandsmótið í Reykjavík og kannski einhver bikarmót, þótt ég sé hættur að æfa og keppa af alvöru,“ sagði Vilhelm. HAIMDKNATTLEIKUR: FH SIGRAÐIÍBV í VESTMANNAEYJUM /B2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.