Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 4
KORFUBOLTI SKIÐI / HEIMSBIKARINN Ertl ósigrandi í stórsvigi Martina Ertl frá Þýskalandi sigraði í þriðja stórsvigi heimsbikarsins á þessu keppnis- tímabili í Maribor í Slóveníu í gær. Hún tók þar með forystu í stigakeppninni. Italski ólympíumeistarinn De- borah Compagnoni varð í öðru sæti, en þetta var fyrsta mótið hennar frá því hún meiddist í mars í fyrra. Hún var með besta tímann í fyrri umferð en náði ekki að fylgja því eftir enda átti Ertl frábæra síðari umferð. Katja Seiz- inger frá Þýskalandi hafnaði í þriðja sæti. Ertl hefur unnið öll stórsvigs- mótin á þessu tímabili og er því með örugga forystu í stigakeppni stórsvigsins. Hún tók einnig við forystuhlutverkinu af Anitu Wac- hter, sem varð fímmta í gær, í heildarstigakeppninni. Seizinger er þar í fjórða sæti. Stórsvigið í gær átti að vera í Lake Louise í Kanada í nóvember, en var þá frestað vegna veðurs. Stúlkumar keppa aftur í stórsvigi í Maribor í dag og síðan í svigi á morgun, sunnudag. Karlarnir keppa í stórsvigi í Val d’Isere í dag. MARTINA Ertl frá Þýskalandi sigraði í gær í þriðja stórsvigi heimsbikarsins é þessu keppniS' tímabili. Hér er hún á fullri ferð í keppninni sem fram fór í Maribor í Slóveníu. Enn eru eftir um 30 milljónir í pottinum hjá skíðamönnunum Kjus bestur en Von Grunigen tekjuhæstur Ólafur Sigurðsson skrifar frá Austurriki Svissneski skíðakappinn Micha- el Von Grúnigen hefur þénað 5,4 milljónir króna í verðlaunafé það sem af er heimsbikarkeppn- inni í alpagreinum. Peningaverðlaun eru í boði fyrir efstu sætin í hveiju heimsbikarmóti og enn eru eftir um 30 milljónir í pottinum. Hans Knaus frá Austurríki er í öðru sæti með 5,3 milljónir og síðan Norðmaðurinn Lasse Kjus, sem er efstur í stigakeppni heimsbikarsins, með 4,4 milljónir króna. Von Grúnigen er frá bænum Schönried í Sviss þar sem hann býr með unnustu sinni og níu mánaða syni. Svissneski skíðakappinn, sem eyðir öllum sínum frístundum með fjölskyldunni, segist aldrei hafa verið eins hamingjusamur og nú. Hann hefur fulla ástæðu til því líf- ið hefur ekki alltaf leikið við hann. Hann var sjö ára þegar móðir hans lést og var rétt búinn að jafna sig á því áfalli þegar faðir hans lést í bílslysi tveimur árum síðar. Og ógæfan átti ekki eftir að yfirgefa hann. Því síðustu fjögur ár hefur hann sífellt átt við meiðsli að stríða og því ekki náð sér á strik í skíða- brekkunum. Það var ekki fyrr en sl. sumar, eftir að hann lagðist á skurðarborðið að hlutirnir fóru að ganga betur. Unnustunni aö þakka Það er reyndar kraftaverki líkast að hann skuli hafa unnið fyrstu þijú stórsvigsmótin í vetur eftir aðeins þriggja mánaða uppbygg- ingartímabil eftir uppskurð. „Eg þakka þennan góða árangur unn- ustu minni,“ sagði Von Grúnigen. „Hún stendur á bak við mig í gegn- um súrt og sætt. Þegar ég var að rembast við þetta einn, eyddi ég öllum mínum frítíma í „pælingar“. Núna hef ég um nóg annað að hugsa og kem miklu afslappaðri til keppni en áður.“ Fyrir fjórum árum hóf Von Grúnigen byggingu á íbúðarhúsi í heimabæ sínum ásamt systur sinni. Hann sagði sl. sumar að hann væri hreinlega að gefast upp á húsbyggingunni enda álagið mikið. Það má því segja að þessi góði árangur hans komi á besta tíma fyrir hann því peningarnir til hús- byggingarinnar voru á þrotum. Fimm milljónirnar koma sér því vel og eins fær hann meiri tekjur af auglýsingum eftir því sem betur gengur í skíðabrekkunum. Þó svo að Alberto Tomba frá Ítalíu hafí ekki fengið „nema“ 3,2 milljónir í verðlaunafé það sem af er keppni í vetur er hann ekki á flæðiskeri staddur peningalega. Hann fékk 16 milljónir í verðlaunfé síðasta vetur og er talið að auglýs- ingatekjur hans í ár nemi um 360 milljónum króna. Helstu fyrirtækin sem hann er samningsbundinn eru ítalski bifreiðaframleiðandinn FLAT, sportvörufyrirtækið FILA, Rossingol-skíði og síðan pastaverk- smiðjan Barilla. Þessi Ferrari-eig- andi ætti ekki að vera í vandræðum með húsbyggingu. MICHAEL Von Griinigen hef- ur fengíð 5,4 miiljónir króna í verðlaunafé það sem af er heimsbikarkeppninni í alpa- greinum. Tekjuhæstir Hér á eftir fer listi yfir efstu karla og konur á peningalistanum í heimsbikarnum. Upphæðir í íslenskum krónum. Karlar: 5,4 millj 5,3 millj 4,4 millj Lasse Kjus, Noregi 3,2 millj 2,8 millj Konur 2,5 millj Martina Ertl, Þýskalandi 1,8 millj 1,5 millj 1,1 millj 1,0 millj Jordan með27 stig í 27. sigrinum MICHAEL Jordan fór fyrir sín- um mönnum og gerði 27 stig ítuttugusta og sjöunda sigur- leik liðsins í vetur er það heim- sótti Charlotte Hornets í fyrra- kvöld. Lokatölur 117:93 og ekk- ert lát virðist vera á velgengni Bulls á keppnistímabilinu og iiðið hefur aðeins tapað þrem- ur viðureignum. Þeir byrjuðu leikinn með hvelli og komust snemma í 19:4 og leikmenn Hornets sáu aldrei tii sólar. Scottie Pippen gerði fjórtán stig og Dennis Rodman skoraði 12 stig og tók 11 fráköst. Glen Rice var stigahæstur heimamanna með 26 stig og Rafel Addison kom næst- ur honum með 13 stig. Það var öllu meiri spenna í Atl- anta er þeir tóku á móti nýliðum Toronto. Þar þurfti framlengingu áður en leikmönnum Atlanta tókst að knýja fram sigur, 104:101. Tor- onto var nálægt því að ná sigri í venjulegum leiktíma. Þeir voru þremur stigum yfir, 90:87, þegar 33 sekúndur voru eftir en Steve Smith, stigahæsti leikmaður Atl- anta, jafnaði leikinn og tryggði framlengingu. Steve Smit gerði 27 stig fyrir Atlanta og Mookie Bla- ylock fylgdi honum fast eftir með 26 stig, Grant Long 18 stig og Stac- ey Augmon 14 stig. Alvin Robertson gerði 21 stig fyrir gestina og Dam- on Stoudamire 19. New York sigraði New Jersey 105:93 og virtist ekki koma að sök þótt Patrick Ewing léki ekki með en hann á við meiðsli að stríð í ökkla og hefur ekki leikið með í síðustu tveimur leikjum. Hubert Davis skor- aði 16 stig, Charles Smith 13 og John Starks einnig. P.J. Brown gerði 23 stig og tók 11 fráköst fyr- ir Nets og Armon Gilliam 19 stig. Shawn Kemp var stigahæstur leikmanna Seattle í 84:81 sigri þeirra á Miami og átti hann öðrum fremur þátt í sigrinum með mikil- vægum stigum á lokakaflanum. Miami hefur nú aðeins sigrað í fjór- um af síðustu fimmtán leikjum eink- um vegna þess að meiðsli hijá marga leikmenn liðsins. Kevin Will- is var stighæstur hjá Miami með 25 stig og Billy Owens og Kurt Thomas gerðu 16 stig hvor. Juwan Howward skoraði 27 stig og Robert Pack 23 í 112:100 sigri Washington á Dallas. Pack átti einn- , ig sjö stoðsendingar og tók sjö frá- köst í þessum fjórða sigurleik Bul- lets í síðustu fímm leikjum. Dallas er hins vegar í verri málum og hef- ur nú tapað niu af síðustu tíu viður- eignum. Jim Jackson var atkvæða- mestur þeirra með 33 stig. Eftir að hafa tapað síðustu 25 viðureignum gegn Phoenix fundu leikmenn Minnesota loks leiðina til sigurs í fyrrakvöld. Lokatölur 98:93. Christian Laettner var stigahæstur í liði Minnesota með 21 stig og Tom Gugliotta kom næstur með 19 stig. Rookie Michael Finley var stighæst- ur heimamanna með 18 stig en Charles Barkley hafði sig ekki mik- ið í frammi og lét 17 stig nægja. Mitch Richmond átti stórleik og skoraði 41 stig er Sacramento burst- aði Denver 126:96. Walt Willams gerði 19 stig. Tyus Edney kom næstur með 16 stig og tíu stoðsend- ingar. Mahmoud Abdul-Rauf var stigahæstur Denverdrengja með 26 stig og Bryant Stith skoraði 19 stig í 8. tapleik Denver í 11 leikjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.