Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 1
ftott&avMábib Læt frá mérleyndarmálin/2 Með glæsilegri sveiflu/2 Ævintýri eru fyrirþá sem óttast/4 MENNING LISTIR D PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 6. JANUAR 1996 BLAÐ Rómantískur andi yf ir öðrum tónleikumSinf óníuhljómsveitar Norðurlands „Frányja heiminum" til Akureyrar AÐRIR tón- leikar Sinfó- níuhljóm- sveitar Norðurlands á þessum vetri verða á morgun, 7. janúar í Akureyrar- kirkju og ' hefjast klukkan 17. Á efnis- skrá eru þrjú verk: 9. sinfónía Dvoráks „Úr nýja heiminum", selló- konsert Schumanns, og Elegia - Harmljóð eftir Szymon Kuran. Einleikari í konsertin- um er Gunnar Kvaran og stjórnandi er Guð- mundur Óli Gunnarsson. „Það er andi rómantíska tíma- bilsins sem svífur yfir vötnum á þessum tónleikum. Sellókonsert Schumanns, saminn 1850, er Gunnar Kvaran glæsilegur fulltrúi þessa tímabils. Tján- ingarfullt og grípandi verk sem gerir miklar kröfur til einleikarans bæði hvað varðar túlkun og færni. Um Gunnar Kvaran þarf vart að fjölyrða, enda landsmönnum að góðu kunnur bæði sem ein- leikari og einn af með- limum Tríós Reykja- víkur. Er skemmst að minnast heimsóknar tríósins á listasumri síðastliðið sumar. Leik- ur Gunnars á sellókon- sert eftir Schumann er því mikill fengur menningarlífi á Norðurlandi. Sinfónía nr. 9 eftir Antonin Dvorak er stundum talin ein af þrem þekktustu sinfóníum tónlist- SINFONIUHUOMSVEIT Norðurlands. arsögunnar ásamt 5. sinfóníu Be- ethovens og 40. sinfóníu Mozarts. Þeir sem ekki þekkja verkið í heild sinni þekkja einstök stef þess um leið og þeir heyra þau, svo oft sem bútar úr verkinu hafa verið leiknir við allrahanda tækifæri. Dvorak hafði næmt eyra fyrir alþýðutón- list og nýtti sér hana í verkum sínum. Má þar nefna slavneska dansa og dumka sem eru úkraínsk þjóðlög og Dvorak notaði í frægt tríó, Dumky tríóið. Þess hæfileika Dvoraks að vera fljótur að greina kjarnann í alþýðutónlist hverrar þjóðar sér stað í ríkum mæli í 9. sinfóníu hans. Verkið er að mestu samið í New York þar sem Dvorak bjó um tíma og má glöggt greina áhrif amerískra þjóðlaga í verkinu. Verkið var frumflutt þar í borg 1893 og hefur síðan farið sigurför um víða veröld," segir í kynningu frá hljómsveitinni. Uppreisn á safn ÞEIR áttu eitt sinn vart til hnífs og skeiðar, voru kallaðir klessu- málarar, uppreisnarseggir og jafnvel taldir geðsjúkir. En tímarnir breytast, verk þeirra öðl- uðust virðingu, hækkuðu í verði og nú, tæpri hálfri öld síðar, hefur verið byggt safn sem hýsir verk þeirra og er tileinkað þeim. Málur- unum í Cobra-hópnum, sem stofn- aður var árið 1948 og lognaðist út af þremur árum síðar. Cobra voru alþjóðleg lista- mannasamtök og stóð nafnið fyrir COpenhagen (Kaupmannahöfn), BRussel og Amsterdam. Á meðal stofnfélaga voru Daninn Asger Jorn, Hollendingurinn Karel App- el og Belginn C. Dotremont. Þá aðhylltist Svavar Guðnason sjónar- mið hópsins en tók ekki þátt í sýn- ' ingum hans. Listamennirnir í Co- bra lögðu áherslu á litauðgi, sjálf- sprottna abstrakt-expressjóníska tjáningu og að rækta tengsl við norðurevrópska alþýðulist, frum- stæða list og myndsköpun barna. Cobra-safnið, „Cobra Museum voor Moderne Kunst" var opnað í desember og stendur opnunarsýn- ingin fram í miðjan janúar. Safnið MÁLVERK eftir Mogens Balle; Under orange clouds (Undir appelsínugulum skýjiim). er í Amstelveen, útborg Amster- dam. Það var einmitt í Amsterdam sem samtökin voru fyrst kynnt til sögunnar, nánar tUtekið í Sted- elHk-museum árið 1949. Verkin rugluðu menn í ríminu og hneyksl- uðu marga sem töldu ekki um list að ræða. En einn af þeim sem heUIuðust var Hollendingurinn Karel van Stirijvenberg sem heill- aðist af verkum listamannanna. Hann komst í kynni við þá flesta og hóf að safna verkum þeirra. Honum tókst á fáum árum að byggja upp myndarlegt safn verka eftir Cobra-málarana sem eru uppistaða safnsins í Amstelveen. Stunvenberg er nú 64 ára kaupsýslumaður sem hefur efnast mjög og er búsettur í Venesúela. Verk í hans eigu eru í langtímaláni tU safnsins sem á eða hefur til umráða um 500 verk. Það á hins vegar án efa eftir að standa því fyrir þrifum að það hefur aðeins um 10 mill jónir í slenskra króna tU listaverka- kaupa á ári. ARKITEKT Cobra-safnsins er Win Quist, en það er afar einfalt að allri byggingu. í kaffistofu safnsins eru að sjálfsögðu stólar sem einn Cobra- félaganna, Asger Jorn, hannaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.