Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ t OLLI Mustonen gefur sig allan í flutninginn. Með glæsi- legri sveiflu Finnski píanóleikarinn, Olli Mustonen, velkist ekki í vafa um eigið ágæti þó að mörgum þyki sem líkaminn allur dansi til og frá er hann flytur tónverk Ég læt frá mér leyndarmálin ______Kaffe Fassett er einn þekktasti__ prjónahönnuður heims um þessar mundir. * I dag verður opnuð sýning á verkum hans í Hafnarborg en hún hefur þegar verið sett upp í Danmörku, Hollandi, Ástralíu og fleiri löndum. Þóroddur Bjamason hitti Fassett að máli og ræddi við hann um veröld pqónanna og útsaumsins. MENN eru ekki á eitt sáttir um ágæti finnska ein- leikarans Olli Mustonen. Hann er einn þeirra píanóleikara sem flytja tónlistina með líkamanum öllum, hendurnar lyftast hátt frá nótnaborðinu, fæt- urnir slengjast til og frá, líkaminn allur virðist dansa til og frá. Þessi mikla hreyfing truflar marga, svo og óreglulegur takturinn. En þessi 27 ára gamli Finni er að mörgu leyti einstakur, bæði sem einleikari og tónskáld. Er hann var tólf ára, var hann sagður hinn finnski Mozart, þegar hann var nýskriðinn á þrítugsaldurinn var hann farinn að stjórna og skipuleggja tónlistar- hátíðir. Hann er snöggur upp á lag- ið og virðist taugaveiklaður, þegar hann talar hreyfir hann fölar hend- urnar í sífellu og virðist reiðubúinn í átök. Svo lýsir blaðamaður The Independent Mustonen er hann átti viðtal við hann. Finninn .hefur mál sitt á því að veija það hversu mikið hann ber sig að við spilamennskuna, áður en sjjurning þessa efnis er borin upp. Astæðan er rússneski píanósnilling- urinn Emil Gilels, sem lést fyrir nokkrum árum. „Bara það að sjá hendur hans, líkastar bjarnarhrömm- um, veitti mér innblástur. Ef ég á í erfiðleikum með eitthvert verk, velti ég því fyrir mér hvemig hann hefði leikið það og hvernig það hefði litið út. Horfí ég á píanóleikara í sjónvarp- inu get ég lýst því hvemig leikur hans hljómar þótt hljóðið sé ekki á. Þegar Gilels átti í hlut sást greinilega hversu yndislegur leikur hans var.“ Mustonen segir píanóleikarann verða að vera töframann, hann verði að skapa þá ímynd að hljómi ljúki ekki, þegar raunveruleikinn sé sá að hann leiki i raun aðeins byijun hverr- ar nótu, ólíkt blásturs- og strengja- hljóðfærum. „En það má hins vegar aldrei hljóma þannig og tónlistar- mönnum á borð við Gilels tekst að láta píanóleikinn hljóma eins eðlilega og söng.“ Mustonen líkir píanóleik við tenn- is, segir að góðir tennisleikarar spili með stórum eðlilegum hreyfingum og taki mið af þyngdarafli og sveiflu. Það sama eigi við um píanóleikara. „Þegar þú hreyfir höndina héðan og þangað, fer hún svona,“ segir hann með glæsilegri sveiflu. „Maður kynni að ætla að einfaldast væri að skjóta hendinni lárétt yfir hljómborðið en það er það ekki. Maður heldur ekki ró sinni. Maður verður að nota þyngdaraflið. Það kann að hljóma einkennilega en píanóleikur snýst miklu síður um að slá á nóturnar en að lyfta fingrunum af þeim. Mað- ur leikur á milli þeirra augnablika þegar maður slær á nóturnar." Sagt hefur verið um tónverk Mus- tonens að þau einkennist af tærleika og beri þess glöggt merki að hann viti nákvæmlega hvað hann ætli sér. Hann er alinn upp á tónlistarheimili, þar sem fullt var af gömlum og nýj- um slaghörpum. Hann hóf snemma að leika á hljóðfæri og minnist þess enn þegar leyndardómar nótnalest- ursins lukust upp fyrir honum, þá fimm ára. Hann þróaði leik ástamt eldri syst- ur sinni, sem kallaður var tónsmíða- skrifstofari. „Leikurinn snerist um það að fólk kom inn á skrifstofuna og pantaði tónverk, af ákveðinni lengd, fyrir ákveðin hljóðfæri, sónöt- ur og sinfóníur. Tónverkin afhentum við svo, undirrituð af forstjóranum." Mustonen er lítt hrifinn af tón- leikaferðum, telur þær ekki hollar heilsunni, og takmarkar þær við vetrarmánuðina. Á sumrin dvelur hann í sumarhúsi fjölskyldunnar ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er píanóleikari, og dundar sér við tónsmíðar. OIli Mustonen er ákveðinn maður sem skiptir ekki svo glatt um skoð- un. Hann segir að eitt sinn hafi hann átt að leika Kreutzer-sónötu Beetho- vens ásamt bandaríska sellóleikaran- um Joshua Bell. Þegar þeir hófu að æfa sónötuna kom upp ósætti um hraðann í hæga kaflanum. Tónlistar- mönnunum þótti ljóst að ekki næðist samkomulag um þetta atriði, svo að þeir hættu við að flytja sónötuna. En hvernig bregst svo ósveigjan- legur maður við gagnrýni? „Ég les hana ekki. Fólk hefur rétt á því að segja hvað því fínnst. Ég á rétt á hugarró. Það kann að hljóma oflát- ungslega - en ég hef trú á því sem ég er að gera.“ SÝNINGIN er heimur fullur af litlum „innsetningum“ sem skapa sérstök og fram- andi andartök oft á tíðum. Utsaums- og pijónastykkjum er stillt upp ásamt skyldum hlutum sem hafa samsvarandi litatóna eða mynstur hvort sem verkin eru unnin beint frá viðkomandi hlut eða hann er sýndur með vegna skyldleika í lit, formi eða öðru. Á neðri hæð listamiðstöðvarinnar hefur verið sett upp verslun sem selur bækur og hönnun Fassetts og ýmislegt fleira. „Ég byijaði að læra listmálun. Ég fór í mjög góðan skóla en stund- aði það nám ekki nema í fáeina mánuði. Ég málaði mikið af kyrra- lífsmyndum og slíku en textíllinn heillaði mig alltaf mest svo ég flutti til Englands árið 1964 og byijaði að vinna í textíl; veflist, útsaum og pijóni. í textílnum braust fram ástríða mín á notkun fjölbreyttra lita því miðillinn hentaði mér mun betur en málverkið og litimir komu lifandi fram í efninu," sagði Kaffe Fasset. „Ég ætlaði að vera í þriggja mánaða fríi í Englandi en það hefur teygst upp í 30 ár. Textíliðnaðurinn í Ameríku var ekki mjög spennandi ÍSLENSKA óperan frumsýnir laugardaginn 13.janúar ævintýra- leikinn Hans og Gréta eftir Adeil- heid Wette við tónlist Engilberts Humperdinck. Leikgerð og út- setningu annaðist Björn Monberg en íslenska þýðingu gerði Þor- steinn GyJfason. Leikstjórn er í höndum Halldórs E. Laxness, dansstjóri er David Greenall og hljómsveitarstjóri er Garðar Cort- es. Bergþór Hauksson syngur Pét- og sérstaklega ekki pijónið. Úrvalið af garni var mjög fátæklegt og mjög erfitt að finna fallega lands- lagsliti. Á Englandi var úrvalið aft- ur á móti allt annað og meira enda er hefðin fyrir pijónaskap þar í landi mun eldri,“ sagði Fasset. Reyndar var pijón og þróun þess svo að segja steindauð, að hans sögn, í Englandi þegar hann koma þar fyrst. Fólk pijónaði mest einlit stykki eða hafði einn lítinn bekk yfir peysubijóst. „Þegar ég kom og fór að pijóna flókin og litrík mynst- ur fylgdu aðrir pijónahönnuðir í landinu í kjölfarið og úr varð heil- mikið stökk fram á við í pijónahönn- un og þetta varð allt mjög spenn- andi. Gömul mynstur lifnuðu öll við á ný. Þetta var stórkostleg endur- fæðing þessa iðnaðar. Þróunin hefur haldið áfram, hönnuðum fjölgar og menn eru famir að gera mjög flókna hluti. Allir geta prjónað Hann sagði að tilhugsunin um að gera nytjahluti hafi alltaf heillað sig en þó gerir hann ekki eingöngu slíka hluti heldur einnig veggteppi, púða og hannar mynstur á efni fyr- ir framleiðendur vefnaðarstranga. Einnig hannar hann mynstur á ur kústagerðarmann, föður barn- anna, Signý Sæmundsdóttir er í hlutverki Geirþrúðar, móður barnanna, Rannveig Fríða Braga- dóttir syngur Hans, Hrafnhildur Björnsdóttir fer með hlutverk Grétu, Þorgeir J. Andrésson bregður sér í gervi nornarinnar og Emilíana Torrini syngur hlut- verk Óla Lokbrá. Meðfylgjandi mynd var tekin af hluta hópsins, sem kemur að sýningunni, á æfingu á dögunum. veggfóður auk þess sem hann hefur hannað búninga fyrir ballettsýn- ingu. Fasset segir alla geta lært að pijóna. Hann hefur gefið út nokkrar bækur með pijónauppskriftum og leiðbeiningum. „Fólk segir alltaf; þetta get ég ekki o.s.frv., en ég sagði bara; ég skal skrifa bók fyrir ykkur og sýna hvernig á að gera þetta, þetta er ofureinfalt, allir geta gert þetta en ég játa að þetta lítur út fyrir að vera mjög flókið,“ sagði hann. „Ég vinn mjög hratt og hef mik- ið yndi af því að pijóna og er því alltaf að og prjóna alstaðar sem ég kem því við. Á flugvöllum og í flug- vélum m.a. Ég pijónaði t.d. alla leið- ina hingað til Islands. Ef þú notar allan tímann sem annars væri dauð- ur þá kemur þú miklu í verk.“ Áðspurður hvernig fólk bregðist við að sjá hann sitja og pijóna t.d. á bekk í flughöfn segir hann að flestir skipti sér lítið af því þótt auðvitað fjúki stundum athuga- semdir. „Oftast langar fólk að læra þetta sjálft. Stórir og breiðir karl- menn sýna þessu meira að segja mjög oft áhuga. Við sem pijónum erum undrandi á fólki sem getur setið með hendur í skauti og gert ekki neitt tímunum saman. Á meðan ég pijóna fæ ég gjarnan hugmyndir að því sem ég ætla að gera næst því hugurinn er mjög virkur á með- an ég vinn.“ Á áhugi þinn á pijónaskap rætur í fjölskyldu þinni. Var mamma þín mikil pijónakona? „Móðir mín pijónaði dálítið en systir mín aftur á móti er orðin frá- bær pijónari. Reyndar voru það tveir karlmenn í ættinni sem pijón- uðu listavel og höfðu kannski mest áhrif á mig. Þegar ég fór til Ástralíu var mér sagt að þar pijónaði ekki einn karl- maður en ég komst að öðru og hitti Stórir tór smágert tónhugm TONLIST Norræna húsið EINLEIKSTÓNLEIKAR Sigrún Eðvaldsdóttir fíðluleikari og Snorri Sigfús Birgisson pianóleikari fluttu verk eftir Snorra Sigfús Birgis- son, Báru Grímsdóttur, Áskel Másson og Guðmund Hafsteinsson. Fimmtu- dagurinn 4. janúar, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á Nov- ellette, fyrir fiðlu og píanó, eftir Snorra Sigfús Birgisson. Þetta verk ber ýmis merki afturhvarfs bæði hvað varðar „tematík" og formskipan. Þar hefst á inngangi, sem einnig er niður- lag verksins en innri skipan verksins ræðst nokkuð af samspili hljóðfær- anna, er hefst með hægferðugum tónlínum í fiðlunni á móti mjög skrúðmiklum undirleik píanósins. Smám saman færist þessi samskipan til, og undirleikur píanósins verður einfaldari en átökin færast yfir í fiðl- una, sem minnir nokkuð á breytingar er eiga sér oft stað í tilbrigðaformi. Þessi átök enda í einskonar ein- leikskadensu fyrir fiðluna en síðasti Morgunblaðið/Þorkell ^ Hans og Gréta í Islensku óperunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.