Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 D 3 þar fjölmarga karlmenn sem prjón- uðu mjög fallega." Oft er spurt um muninn á milli myndlistar, hönnunar og handíða. Hvort ert þú myndlistarmaður eða hönnuður? „Eg er myndlistarmaður sem byrjaði að pijóna. Ég legg hjarta mitt og sálu í það sem ég geri og ég vona að fólki líki. Skemmtileg- asta tilhugsunin er þó sú að verkið er kannski bara venjuleg peysa þótt þú borgir kannski jafnmikið fyrir hana og Rembrandt-málverk,“ segir „ „ Morgunblaðið/Rax „I TEXTILNUM braust fram ástríða mín á notkun fjölbreyttra lita því miðillinn hentaði mér mun betur en málverkið og litirnir komu lifandi fram í efninu,“ segir Kaffe Fasset. Fasset og hlær, „það sem mér líkar einna helst við það sem ég geri er að skrifa bækurnar og sýna fólki hvernig á að gera þetta, ég læt frá mér leyndarmálin.“ Skissar í garnið Þegar þú ert að vinna ný mynst- ur og nýjar myndir teiknarðu þá fyrst eða byijarðu strax að pijóna? „Ég byija beint að pijóna. Þegar ég hef lokið við mynstur þá gef ég það í hendurnar á t.d. garnfyrirtæk- inu sem pijónar flík eða annað eftir minni tilsögn. Ég skissa í rauninni beint í garnið.“ Fasset sagði að þegar hann byij- aði að þreifa fyrir sér sem hönnuður hafi verið nær ómögulegt að gera það að lifibrauði. Fjöldaframleiddar peysur voru ódýrar í búðunum en hann þurfti að fá 100 pund fyrir fyrsta vestið sem hann reyndi að selja. „Fyrsti maðurinn sem keypti af mér sagðist vilja kaupa en ég sagði að verðið væri sennilega of hátt en hann sagði mér að nefna tölu. Ég sagði 100 pund og hann keypti það með það sama. Þá áttaði ég mig á því að fólk var tilbúið að borga fyrir þessar flíkur og því hækkaði ég verðið smám saman og lét reyna á hvað fólk var tilbúið að borga. Þegar ég fór að skrifa bæk- urnar fór ég fyrst að hagnast eitt- hvað að ráði auk þess sem ég seldi hönnun mína til garnframleiðenda,“ sagði Fasset. Fasset hefur gert margs konar mynstur í gegnum tíðina. Hann hefur gert myndir af dýrum, fólki, blómum og grænmeti og geometrísk mynstur. Hver hefur þrónunin verið á ferli þínum? „Þróunin hefur helst verið í þá átt að verk mín verða sífellt litskrúð- ugri og flóknari í byggingu. Þegar ég byijaði var ég með einfaldari form því ég hélt að fólk réði ekki við mjög flókin mynstur en auðvitað eru margir góðir pijónarar til sem finnst gaman að glíma við flókin verkefni. Það er fullt af fólki um allan heim sem bíður eftir hverri nýrri bók frá mér og hefur pijónað allt það sem ég hef gefið út.“ Aðspurður um tengsl nútíma- myndlistar við pijónahönnun, sagði hann að pijónahönnunin liggi mitt á milli myndlistarheimsins og tísku- heimsins. „Pijónahönnunarheimur- inn er miklu óbundnari í tíma. Hönn- unin er byggð á þjóðlegum arfi og fer ekki úr tísku.“ Sýningin opnar í dag kl. 12 og stendur til 19. febrúar. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Þór Elís Pálsson sýnir. Gerðuberg Sýn. VerGangur til 8. jan. Gallerí Birgir Gunnar M. Andréss. sýnir til 15. jan. Gallerí Geysir Ásdís Sif og Sara María sýna til 7. jan. Gallerí Fold Jólasýning og í kynningarhomi Shen Ji til 7. jan. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eft- ir Sigurjón Ólafsson. Listhús 39 Fríða S. Kristinsd. sýnir til 22. jan. Listasafn Kópavogs Ingiberg Magnússon sýnir til 21. jan. Mokka Komar og Melamid sýna Eftirsóttasta málverk bandarísku þjóðarinnar til 11. febr. Ráðhús Reykjavíkur Orn Þorsteinsson sýnir höggmyndir til 21. jan. Myndás Sýning á 18 bestu ljósmyndum úr íslandskeppni Agfa og Myndáss. Hafnarborg Kaffe Fassett sýnir._______ LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 6. jan., fös. Kardemommubærinn lau 6. jan., sun. Don Juan mið. 10. jan., lau. Glerbrot fím. 11. jan. Kirkjugarðsklúbburinn sun. 7. jan., fim., lau. Borgarieikhúsið Islenska mafían lau 6. jan., fim., lau. Lína Langsokkur sun. 7. jan. BarPar sun. 7. jan. Hvað dreymdi þig, Valentína? lau. 6. jan., fös., lau. Við borgum ekki, við borgum ekki fös. 12. jan. Leikfélag Akureyrar Sporvagninn Gimd lau. 13. jan. íslenska óperan Carmina Burana lau. 6. jan. Styrktarfélagstónleikar þri. 9. jan; Am- aldur Amarson gítarieikari. Madama Butterfly fös. 19. jan. Hans og Gréta frums. laug. 13. jan. Lundúna-leikhópurinn Margrét mikla lau. 6. jan., sun.___ LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarinn Hinar ýmsu hliðar harmónikkunnar; Reynir Jónsson og félagar mán. 8. jan. kl. 20.30. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-5691181. ibogar o g víravirki Lyndanna hluti verksins, sem vel mætti kalla eftirmála, er einkar fallegur og má segja að þar sér að finna eins konar sátt, sem síðan leiðir yfir í inngangs- stefið. Þetta er vel unnið verk og var það ieikið af öryggi og voru margar fínlegar tónhugmyndir sérlega f allega útfærðar af Sigrúnu. Næsta verk var einsleiksverk eftir Báru Grínisdóttur, sem hún nefnir Danssvíta fyrir Matta. Verkið er fjög- urra þátta, stuttur götudans, þjóð- dans, dans einsemdarinnar og dansað við skugga. Megin vinnuaðferðin í mótun tónhugmyndanna byggir á þrástefjun þar sem leitast er við að vinna sig frá hugmyndum sem hefj- ast á sama punkti en sífellt er leitað nýrri leiða, eins og um sé að ræða leit út úr völundarhúsi. Besti kafli verksins var sá þriðji, þar sem Bára nær að túlka einsemdina, sem um- breytist í sársauka en hverfur svo aftur til hinnar kyrrlátu einsemdar. Sigrún lék verkið á sannfærandi máta og sérstaklega vel síðasta þáttinn, sem er viðamesti hluti verksins. Þriðja viðfangsefnið var sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Áskel Más- son. í þessu verki er að finna mjög skýrt afturhvarf, hvað snertir hljóm- skipan og stefgerðir. Upphafsstef verksins er einkar glæsilegt og eins og oft áður, tekst Áskeli að magna upp dramatísk átök. í heild var fysti kafli verksins hugsaður í stórum tón- bogum, andstætt smágerðu víravirki hugmyndanna, sem einkennidi önnur verk á þessum tónleikum. Það eina sem finna má að var formskipanin, þar sem of oft var farið frá einni hugmynd til annarrar án stefrænna tengsla. Miðþátturinn er í A-B-A formi, fallega unnin og síðasti þáttur- inn, þrátt fyrir að vera nokkuð laus í formi, er rismikill. Niðurlagið er undarlegur eftirmáli eða kadensa, er minnir á íslenskan tvísöng. Þrátt fyr- ir að heildarform verksins sé nokkuð laust í sér, er þar að heyra snjallar tónhugmyndir og oft tekst Áskeli að magna upp sérlega dramtísk átök, sem flytjendum tókst mjög vel að útfæra. Tónleikunum lauk með einleiks- verki eftir Guðmund Hafsteinsson, Verkið er í fjórum þáttum, sem hver fyrir sig er í mjög heilsteyptu formi og tónhugmyndirnar þrautunnar, jafnvel um of. Kaflarnir heita Deciso, Ritmico, Presto leggero e brillante og Passivo og gefa nöfnin nokkra hugmynd um innri mótun tónmálsins í hveijum kafla fyrir sig. Sigrún Eð- valdsdóttir lék verkið í heild mjög vel, þó hátónarnir í síðasta kaflanum hefðu verið nokkuð „hásir“, sem trú- lega var gert með vilja. Sigrún lék margt mjög vel á þess- um tónleikum og sýndi að henni fer ekki síður vel úr hendi að leika nú- tímatónlist en léttari tegundina af klassískum verkum og vinsæl söng- lög. í verki Snorra og Áskels var samleikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur og Snorra Sigfúsar Birgissonar með ágætum. Jón Ásgeirsson KVIKMYNDIR Bíóborgin, BíóhöIIin, Sagabíó ACEVENTURA- NÁTTÚRAN KALLAR (ACE WENTURA - WHEN NAT- URE CALLS) ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur Steve Oedekerk. Kvikmyndatökustjóri Don- ald E. Thorin. Tónlist Robert Folk. Aðalleikendur Jim Carrey, Ian McNeisce, Bob Gunton. Bandarísk. Morgan Creek 1995. SPRELLIKARLINN Jim Carrey fær borgað meira en dæmi eru til fyrir að skemmta fólki. Er ennþá feykivinsæll og tekst stundum vel upp. En aðferðirnar sem hann notar orka tvímælis þegar til lengdar læt- ur. Því Carrey er, einsog allir vita sem séð hafa þennan dæmalausa tísku- trúð, fulltrúi aulafyndninnar í kvik- myndaborginni. Byggir sviðsfram- komu sína á ótrúlegustu fettum og brettum, óhljóðum, búkhljóðum, og nú er þessi súperstjarna tíunda ára- tugarins dottin niður á nýtt trix og tekinn að skyrpa í allar áttir. Þetta er glæfralegur línudans því framkoma af þessu tæi jaðrar einatt við hálfvita- hátt og þegar setningarnár bregðast þá er maðurinn einsog hvert annað berskjaldað fífl á breiðtjaldinu og það er hvimleitt til lengdar. Carrey er þó engu að síður nauð- synlegur í heldur húmorslausum heimi, það sem hann vanhagar hins- vegar illilega er betri handrit og matarmeiri hlutverk ef hann á að halda ótrúlegum vinsældum sínum. Náttúran kallar hugnast þeim best sem aldrei hafa séð Carrey-fyrirbrigð- ið áður, þannig að fáir skipast í þann flokk. Þá er hann kjörinn gleðigjafi þeim sem helst vilja fylgjast með myndmálinu einu saman og þá drundu hlátursrokurnar úr börkum smáfólks og óvita. Sagan er afskaplega óburð- ug, enda aðeins hugsuð sem rammi utanum sprelligosann. Carrey leikur hér í annað skipti gæludýraspæjarann Ace Ventura og í upphafsatriðinu er hann hátt uppi í Himalæjafjöllum - að því er virðist í þeim tilgangi einum að gera grin að Stallone, kollega sín- um í 20 milljón dala klúbbnum undar- lega (og líður ekki síður en Carrey fyrir skort á vitrænum hlutverkum). Síðan berst vinur vor til svörtustu Afríku þar sem dárast er óspart með frumbyggjana og fær spæjarinn verð- uga samkeppni í geiflukeppninni frá „orgínölunum" í trjánum. Semsagt góð skemmtun ef menn gera ekki miklar kröfur og langar til að lífga örlítið uppá skammdegisgrámann um stund, en þessi, að eðlisfari óstöðv- andi og hamslausi spaugari, má til með að vanda betur handritavalið í framtíðinni ef hann á ekki að falla fljótlega í gleymsku og dá. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.