Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 FRÉTTIR 33 þúsund fjölskyld- ur eiga hlutabréf RÚMLEGA 33 þúsund manns áttu hlutabréf í árslok 1994, samtals að Qárhæð rúmlega 20 milljarða kr. að nafnverði, samkvæmt skatt- framtölum. Samsvarar þetta liðlega 600 þúsund kr. á mann eða hjón. Raunverulegir eigendur hlutabréfa eru þó töluvert fleiri því á skatt- framtölum eru eignir hjóna færðar saman, á það hjóna sem hærri hef- ur tekjurnar. Kaup almennings á hlutabréfum hafa aukist mjög á síðustu árum, meðal annars vegna skattaafslátt- ar. Ekki liggja fyrir tölur um hluta- bréfaeign um þessi áramót en sam- kvæmt upplýsingum Ríkisskatt- stjóra úr framtölum síðustu ára hefur hlutabréfaeign vaxið stöðugt. Taka ber fram að hlutabréf eru skráð á nafnverði í skattframtali en ekki markaðsverði. í árslok 1987 nam hlutabréfaeignin 5,5 milljörð- um á verðlagi þess árs en var kom- in í rúma 20 milljarða í lok ársins 1994. Á þessum tíma hefur íjöldi hlutabréfaeigenda vaxið um liðlega 50%, úr 21.253 í 33.210. 40% af þeim sem eiga fasteign Til samanburðar má geta þess að í árslok 1995 áttu 79.260 fram- teljendur fasteign. Hafa ber í huga að fasteignir hjóna eru skráðar á annað nafnið, eins og hlutabréfin. íbúðareign virðist því liðlega helm- ingi algengari en eign hlutabréfa. ----------♦ ♦ ♦----- Tekinná 160 kmhraða MAÐUR á tvítugsaldri var stöðvað- ur á bíl sínum á Reykjanesbrautinni aðfaranótt laugardagsins á 161 km hraða á klst. Þrír menn hafa verið teknir fyrír að aka á meira en 160 km hraða á Reykjanesbrautinni á þessu ári. Vegurinn var mjög blautur og þarf vart að fjölyrða um þá hættu sem ökumaðurinn hefur sett sjálfan sig og aðra í með slíkum hrað- akstri. Hann var sviptur ökuréttind- um á staðnum. Milljónatjón á Akureyrinni TJÓN á Akureyrinni EA-110 gæti numið nokkrum milljón- um króna samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Akur- eyrin fékk á sig brot á svoköll- uðu Hampiðjutorgi, um 100 sjómílur vestur af Vestfjörð- um, á ellefta tímanum á föstu- dagsmorgun. Brotsjórinn reið yfir allt framskipið, sveigði inn fram- hliðina og skekkti dekkið lít- ilsháttar. Gluggi í brúnni brotnaði og sjór flæddi niður á neðri þilför. Árni Bjarnason skipstjóri var niðri þegar brot- ið reið yfir. Hann segir að svakalegt högg hafi komið á skipið, eins og við mikinn árekstur, og hann hafi flýtt sér upp í brúna. í stiganum fékk hann yfir sig „sturtu" af köldum sjó. Stýrimaðurinn var einn í brúnni og varð hann ekki fyrir brotrnu. Árni sagði að illa hefði getað farið ef einhver hefði orðið fyrir því. Rafeindatæki skemmdust Eftir að brotið reið yfir var haldið af miðunum og komið til hafnar í Reykjavík eftir 20 tíma siglingu. Skemmdir höfðu ekki verið fullkannaðar í gærmorgun. Engu að síður var ljóst að gírókompás, sigl- ingatölva og fleiri rafeinda- tæki í brúnni höfðu skemmst. Árni sagðist vona að hægt yrði að halda á miðin á nýjan leik eftir 2 til 3 daga. Skipið var nýkomið á miðin og hafði fengið 8 til 9 tonn af grálúðu í einu holi þegar brotið reið yfir. Átta til tíu vindstig voru á miðunum. Bjarni Sæmundsson á Vestfjarðamið Leitað með bergmáls- mælingum HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Bjarni Sæmundsson átti að halda í leiðang- ur á Vestfjarðamið kl. 20 í gær- kvöldi, laugardag, en ferðinni var ekki frestað fram yfir helgi eins og sagði í Morgunblaðinu í gær. Til- gangur ferðarinnar er að rannsaka þorskgengd á miðunum. Fregnir hafa borist um mikinn þorsk á Vestfjarðamiðum að undan- förnu. „Við munum taka fleiri sýni til aldursgreiningar til að átta okk- ur betur á hvort þarna sé eitthvað óvanalegt á ferðinni,“ sagði Sigfús Schopka fískifræðingur og einn leiðangursmanna. „Hugmyndin er sú að reyna að slá á magnið þama með bergmáls- aðferðinni. Það er ekki mikil reynsla af þeirri aðferð hér við land en Norðmenn hafa notað hana meðal annars í Barentshafi með mjög góðum árangri," sagði Sigfús. , # # Morgunblaðið/Kristinn ARNI Bjarnason við gírókompásinn í brúnni. Neglt hafði verið fyrir gluggann þar sem sjórinn fór inn. Tuttugu þús. kr. símreikningur fyrir tímabil þegar enginn var heima Braust inn á símalínuna og hringdi á símatorg KVÖRTUN símnotanda vegna óeðlilega hás símreiknings hefur leitt til þess að i ljós er komið að „brotist hafði verið inn“ á símalínu hans og síðan hringt á hans kostnað í símatorg oft og talað lengi. Póstur og sími hefur kannað málið og að sögn Bergþórs Hall- dórssonar yfírverkfræðings er niðurstaðan sú að reikningur notandans verður lækkaður. Málinu verður hins vegar ekki vísað til lögreglurannsóknar þar sem ekki eru taldar líkur á að sannað verði hver var að verki. Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, er símnotandinn sem kvartaði við Póst og síma þegar honum barst á dögunum 20 þús- und króna símreikningur en hann og fjölskylda hans höfðu verið að heiman stærstan hluta tímabilsins sem reikningurinn náði til. Jónas sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa talið sím- reikninga sína óeðlilega háa und- anfarin tvö ár og sagðist hafa talið að sitt heimafólk notaði símann óhóflega en um þverbak hefði keyrt þegar síðasti reikn- ingur barst. „Þá hafði ég ekki verið heima og þetta gat alls ekki staðist," sagði hann. Hann sneri sér til Pósts og síma þar sem málið var tekið til athugun- ar. Erling Sörensen, umdæmis- stjóri Pósts og síma á Isafirði, sagði í samtali við Morgunlaðið að ljóst virtist að um misnotkun á símkerfínu væri að ræða og að reikningur Jónasar yrði lækk- aður þannig að hann biði ekki tjón af. Bergþór Halldórsson, yfir- verkfræðingur hjá Pósti og síma, sagði að ekki væri um einsdæmi að ræða hér á landi en mál af þessu tagi væru þó afar fátíð. Varla til lögreglurannsókn Bergþór sagði að Póstur og sími teldi nánast víst að sá sem misnotað hefði símann í þessu tilviki væri annar notandi á Þing- eyri. Ekki væri vitað hver það væri og ólíklegt væri að það fengist upplýst. Því yrði málinu tæplega vísað til lögreglurann- sóknar. Bergþór sagði að „innbrotið“ á símalínuna væri þannig fram- kvæmt að farið væri í tengibox utan við heimili notandans og því teldist sú óeðlilega notkun sem af leiddi á ábyrgð Pósts og síma. „í sumum tilfellum hafa tengibpx ekki verið nógu vel varin. í þessu tilfelli sýnist okkar mönnum að málið sé þess eðlis,“ sagði Bergþór. Hann vildi að öðru leyti lítið ræða um hvemig að verkinu hefði verið staðið eða hvaða tækniþekkingu þyrfti til að fram- kvæma verknað eins og þennan. Hann sagði að misnotkun af þessu tagi væri mun sjaldgæfari hérlendis en í flestum öðrum lönd- um þar sem víða hefði orðið umtalsvert tjón af þessum sökum. Póstur og sími hefði nýlega óskað heimildar til að skrá öll símtöl m.a. til þess að eiga auðveldara með J)ví að vinna gegn misnotk- un. Aður hefur komið upp dæmi þess að farsímanotandi hafi látið aðra greiða fyrir eigin notkun og sagði Bergþór að í framhaldi af því hefði stofnunin sett í gang reglubundna vinnu til að standa betur að vígi varðandi það að koma í veg fyrir svindl. „Við vilj- um helst geta komið upp um svona mál áður en við fáum kvartanir frá notendum,“ sagði Bergþór Halldórsson. MORGUNBLAÐIÐ ► 1-56 Stefnumörkun er tímabær ►Háskólamenn teljatímabært að rætt verði um framtíðarskipan náms4 háskólastigi hér á landi. /10 Röð af mistökum ►Röð mistaka flugmanna virðist hafa leitt til flugslyssins við Cali í Kólumbíu fyrir jól. /12 Launinj Hanstholm Lífið á íslandi ►Rætt er við íslendinga sem flutt hafa til Hanstholm í Danmörku. Fólkið lýsir muninum á lífinu og vinnunni í Danmörku og heima á íslandi. /16-18 Hvötinni má líkja viö veiðieðli ► Páll Steingn'msson í Kvik hf. hefur helgað sig gerð heimildar- kvikmynda. Nýlega frumsýndi hann mynd um sambúð manns og æður. /22 Stærstir á möppumarkaðinum ►Margir öryrkjar starfa hjá Múia- lundi, helsta framleiðanda bréfa- binda í landinu. /24 B ► l-36 Hver rödd verður að heyrast ►Séra Bernharður Guðmundsson er yfirmaður ráðgjafarþjónustu Lúterska heimssambandsins á sviði boðmiðlunar. /1-4 Átján barna faðir í djassheimum ►Paul Weeden, djassgítaristi kemur hér reglulega til að kenna galdur djassins. /6 í draumi sérhvers manns er kona hans falin . . . ►Bubbi Morthens tónlistarmaður er mikill bókaormur og hefur skoð- anir á lífínu og listinni, ekki síst bókmenntum. /16 Heimshornaflakkari og hugsjónamaður ►Pétur Valgeirsson hefur meira og minna verið á ferðalögum um heiminn undanfarin níu ár. /18 BÍLAR_____________ ► 1-4 Alþjóðlega bíla- sýningin í Detroit ►Margar gerðir hugmyndabíla bar fyrir augu sýningargesta í Detroit. Ford sýndi m.a. götubíl með afl á við kappakstursbíl. /1-2 Reynsluakstur ►Afimiklum fimm manna Izusu pallbíl með fjórhjóladrifi var reynsluekið. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Uiðari 28 Helgispjall 28 Reylqavikurbréf 28 Minningar 33 Myndasögur 40 Bréf til blaðsins 40 ídag 42 Brids 42 Stjömuspá Skák Fólk i fréttum Bíó/dans Útvarp/sjónvarp Dagbók/veður Gámr Kvikmyndir Dægurtónlist INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-6 42 42 44 46 52 55 4b 12b 14b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.