Morgunblaðið - 07.01.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 07.01.1996, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bildt-áhrifin og hinn alþýðlegi Persson Formannsskipti eru framundan hjá sænska Jafnaðarmannaflokknum, eftir nokkrar sviptingar. En uppsveifla Hægriflokksins er ótvíræð, þó flokksformaðurinn sé fjar- verandi. Sigrún Davíðsdóttir svipast um á vettvangi sænskra stjómmála. CARL Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, hafði ekki ástæðu til að brosa er úrslit síðustu kosninga lágu fyrir í sept- ember 1994. Niðurstöður skoðanakannana ættu þó að vera honum fagnaðarefni þessa stundina. PAPPÍRSSKAMMTUR á mann á flokksþingi sænskra jafnaðar- manna í mars er um hálfur metri á þykkt og slær öll met á þeim bæ. Fylgi flokksins hrannast hins vegar ekki eins hratt upp. Ef marka má skoðana- kannanir hefur flokkurinn sjaldan eða aldrei átt jafnlitlu fylgi að fagna. Hins vegar rakar Hægri- flokkurinn að sér fylgi, þó flokks- formaðurinn Carl Bildt hafí vart sést á heimavelli undanfarið, sök- um anna við friðarstarfið í Bosn- íu. En fylgishrun jafnaðarmanna skaðar þá ekki að marki, því þeir hafa stuðning Miðflokksins. Og uppsveifla Hægriflokksins dugir þeim skammt, því á borgaralega vængnum ríkir upplausn og ráð- villa. Flokksformaður í fjarlægð Það vakti nokkurn kvíða í Hægriflokknum þegar Carl Bildt var beðinn um að gerast sátta- semjari Evrópusambandsins í Bosníudeilunni síðastliðið vor. Reyndar voru flokksmenn stoltir af formanninum, en um leið kvíðn- ir yfír fjarveru hans. Það hefur þó sýnt sig að kvíðinn hefur verið ástæpulaus, að minnsta kosti í bili. í þingkosningunum í septem- ber 1994 fékk flokkurinn 22,4 prósent atkvæða. í skoðanakönn- unum undanfarið hefur flokkurinn fengið um 28 prósent. Það var því heldur auðveldara að kyngja því að Bildt héldi áfram starfinu í Bosníu, eftir að friðarsamningar voru undirritaðir. Reyndar brosa ýmsir yfir því að flokknum skuli ganga svo vel, þegar formaðurinn er fjarverandi. Sjálfur hefur hann spaugað með að kannski þyrfti að hugsa nánar út í það. Flestir álíta þó að Bildt- áhrifín, áhrif þess að honum skuli falin ábyrgðarstörf á alþjóðavett- vangi, hafi valdið uppsveiflunni. Fjarvera hans hefur einnig gefið öðrum flokksmönnum tækifæri til að láta ljós sitt skína. Því hefur ásjóna flokksins breyst svolítið og orðið fjölbreyttari. Nú er ljóst að Bildt verður alla vega fjarri sænskum stjórnmálum fram á næsta ár og því spurning hvernig flokknum reiðir af á þeim tíma. Það er einnig spurning hver áhrif það hefur að í bandarískum fjölmiðlum hefur Bildt verið ákaft gagnrýndur fýrir störf sín í Bosn- íu. Meðal annars hefur það orðið til gagnrýni að hann skuli enn vera formaður Hægriflokksins og látið svo um mælt að hann noti Bosníustörfín fyrst og fremst til að styrkja stöðu sína heima fyrir. Einnig er hann gagnrýndur fyrir að vera ögrandi og ekki nógu vel að sér. Sjálfur segir Bildt að stór verkefni dragi líka að sér mikla gagnrýni. I Svíþjóð er gagnrýnin þó skilin sem svo að hún beri fremur vott um togstreitu milli aðila í friða- rumleitununum, heldur en gagn- rýnisverð atriði í störfum Bildts. Ef gagnrýnin kemur hins vegar i raun frá bandarískum frammá- mönnum gæti Bildt bæst í hóp þeirra, sem hafa orðið að hverfa frá Bosníudeilunni og það gæti skaðað álit hans heima fyrir og komið flokknum illa. Dauf sljórnarandstaða En uppsveifla Hægriflokksins stafar kannski ekki eingöngu af Bildt-áhrifunum eða vasklegri framgöngu hægrimanna. Hún stafar vísast einnig af vaxandi óvinsældum Jafnaðarmanna- flokksins og óklárri stöðu Folk- partiet, Þjóðarflokksins, sem er fijálslyndur flokkur og Miðflokks- ins. Þjóðarflokkurinn kaus sér nýjan formann fyrir tæpu ári. I stað Bengt Westerbergs, sem hafði getið sér gott orð fyrir starf á sviði jafnréttismála og fyrir að sinna vel hag smáatvinnurekenda, valdist Maria Leissner. Henni hef- ur á engan hátt tekist að skapa sér traust sem flokksformaður eða getað látið til sín taka, ekki einu sinni þó að ijarvera Bildts hefði átt að auka olnbogarými hennar og flokksins. Flokkurinn fékk að- eins 7,2 prósent fylgi 1994 og hefur enn rýrnað samkvæmt skoðanakönnunum. Miðflokkur Olof Johanssons hefur stutt niðurskurðaráætlanir jafnaðarmannastjórnarinnar und- anfama mánuði og komist inn í hlýjuna hjá henni. En bæði í hægri stjórninni 1991-1994 og nú í stjómarandstöðu hefur flokks- stefnan fyrst og fremst einkennst af reikulli stefnu. í Evrópumálun- um var flokkurinn hikandi og klof- inn og í efnahagsmálum hefur stefnan heldur ekki verið skýr. Þó Hægriflokkurinn, Þjóðar- flokkurinn, Miðflokkurinn og Kristilegi flokkurinn hafi setið saman í hægristjóminni undir for- ystu Bildts, hefur einingin þar splundrast. Kristilegi flokkurinn er í andarslitrunum, ef marka má skoðanakannanir og þessir fyrr- um stjórnarflokkar sýna ekki lengur neina samstöðu. Þó fylgis- hlutföllin héldust er óvíst að sam- staða næðist meðal borgaraflokk- anna um samvinnu, þar sem Mið- flokkurinn leitar helst til jafnaðar- manna, meðan hinir flokkarnir eru rýrir. Tvískiptur Jafnaðarmannaflokkur Eftir stríð hefur Jafnaðar- mannaflokkurinn verið óumdeild þungamiðja í sænskum stjórnmál- um og undirtök flokksins verið ótvíræð, þrátt fyrir stutt stjórnar- tímabil borgaralegu flokkanna. Óvinsældir flokksins stafa fyrst og fremst af því að hann hefur tekist á við það óvinsæla hlutverk að skera í velferðarkerfið, sem flokkurinn hefur mótað undan- farna áratugi. En flokksforyst- unni hefur heldur ekki tekist að sannfæra kjósendur sína í Evr- ópumálunum. Báðir þessir þættir hafa orðið til þess að kjósendur hans hafa leitað annað. Hinir vinstrisinnuðu hafa leitað yfir til Vinstriflokksins, sem eflist og stækkar. Vinstriflokkurinn hlaut 6,2 prósent í þingkosningunum, en nýtur nú stuðnings um sautján prósenta kjósenda samkvæmt skoðanakönnunum. Þá mætti halda að Jafnaðar- mannaflokkurinn ætti auðvelt með að finna sér styrk hjá Vinstri- flokknum og það gerðist líka fyrst eftir kosningarnar 1994. En Vinstriflokkurinn er ekki á niður- skurðarlínununni, svo þar með var samdráttur flokkanna úr sögunni. Sem stendur hafa Evrópu- og markaðssinnar undirtökin í Jafn- aðarmannaflokknum og því hefur þeim hugnast betur samstarf við Miðflokkinn. Flokksþing jafnaðarmanna í mars verður vísast átakasam- koma. Ingvar Carlsson, flokks- formaður og forsætisráðherra, lætur þá af störfum og væntan- lega verður Göran Persson fj'ár- málaráðherra kosinn eftirmaður hans. Þessi víðfeðmi flokkur á hins vegar æ erfiðara með að láta alla flokksmenn finnast þeir eiga heima þar. Það er einfaldlega of langt bil á milli Evrópu- og mark- aðssinnanna annars vegar og gamaldags jafnaðarmanna sem trúa á meiri forsjá hins vegar. Vandinn þar er sá sami og Tony Blair á við að glíma í Bretlandi. Hálfs metra skjalabunki, sem liggur fyrir þingfulltrúum, er að mestu verk hinna síðarnefndu, en ályktanirnar verða flestar ábend- ingar, en negla stjórnina ekki nið- ur. Göran Persson á því ekki auð- velt verkefni fyrir höndum, ef svo fer sem horfir að hann taki við stjórnartaumum í flokknum. En Svíar mega líka vænta skemmti- legra átaka, þegar Bildt mætir aftur til leiks, því báðir þessir leið- togar eru harðir í horn að taka. Bildt stefnir óhikað á að ná aftur forsætisráðherrastólnum í næstu þingkosningum, sem eiga að verða 1998. Uppsveifla Hægri- flokksins dugir honum þó ekki til þess, ef upplausnin ríkir allt í kringum hann. Og ef Svíar verða samir við sig, þá mun þess enn að bíða að borgaralegu flokkunum verði aftur falin forystan á sænska þjóðarheimilinu. Hinn feitlagni og matglaði Persson minnir kannski í útliti á fyrrum leiðtoga þeirra í þá gömlu góðu dagana, þegar flokkurinn var Flokkur hinna góðu gjafa. En hugsunarhátturinn er annar ... Reuter Bosnía-Herzegóvína Vaxandi úlfúð í Mostar Mostar, Belgrad, Sarajevo. Reuter. Arafat sýnir Hamas samúð YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, sést hér faðma að sér dr. Mahamoud A1 Zahar, einn af leiðtogum íslömsku heittrú- arsamtakanna Hamas. Helsti sprengjusérfræðingur Hamas, Yahya Ayyash, fórst í spreng- ingu á föstudag á Gazaströnd- inni og er talið líklegt að ísra- elska leyniþjónustan hafi verið að verki. Lítilli sprengju hafði verið komið fyrir í farsíma Ayyash er gekk undir nafninu Verkfræðingurinn. Var hann efstur á lista yfir hættulega menn sem ísraelsk stjórnvöld vilja handsama og hafði staðið fyrir fjölda tilræða gegn ísra- elskum borgurum. Stirt hefur verið milli Arafats og Hamas en samtökin saka Arafat um að hafa svikið málstað Palest- ínumanna með friðarsamning- unum við ísraela. Stjórnvöld í Jerúsalem hafa ekki vísað á bug fullyrðingum um að þau hafi verið á bak við morðið á föstudag og Hamas hótaði í gær ísraelum hefndum. MIKIL spenna ríkir milli Króata og múslima í borginni Mostar í Bosníu eftir að skotið var á tvo múslimska lögregluþjóna á fímmtudagskvöld en aðfaranótt laugardags var þó róleg. Hefur fulltrúi Evrópusambandsins, ESB, skorað á þjóðarbrotin að sýna stillingu og leggur áherslu á, að deil- urnar verði leystar með viðræðum en ekki beinum afskiptum NATO- liðsins. Spænskar varðsveitir í brynvörð- um bílum héldu uppi eftirliti á götum í Mostar í gær lögregla frá löndum ESB jók einnig viðbúnað sinn. Múslimsku lögreglumennirnir voru á eftirlitsferð í bíl sínum þegar skotið var á þá og særðust þeir mik- ið en eru þó ekki taldir í lífshættu. Eru Króatar grunaðir um árásina. Hans Koschnick, fulltrúi ESB í Most- ar, skoraði á föstudag á íbúa borgar- innar að halda friðinn en hún var næstum lögð í rúst í miklum átökum milli múslima og Króata. ESB fer nú með stjórn borgarinnar. Hermenn NATO gripu til vopna í Bosníu í fyrsta sinn þegar þeir skutu að leyniskyttu, sem hafði skotið á og sært ítalskan NATO-Iiða. Er ekki vitað hvort þeir hæfðu árásarmann- inn. Fréttaskýrendur segja, að NATO hafi sloppið með skrekkinn þegar Serbar slepptu 16 múslimum, sem þeir höfðu tekið í gislingu, og því enn eftir að sýna hvað það meinti með yfirlýsingum um, að engum yrði látið líðast að brjóta gegn friðarsam- komulaginu. Fulltrúar fylkinganna í Bosníu hafa komist að mikilvægu samkomu- lagi um að opna hermálaskrifstofur í Sarajevo innan 10 daga í samræmi við ákvæði Dayton-samningsins. Eiga þær að hafa samráð hver við aðra og reyna að draga úr þeirri tortryggni, sem er á milli þjóðarbrot- anna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.