Morgunblaðið - 07.01.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 07.01.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 9 FRÉTTIR SAMNINGURINN undirritaður á föstudaginn. Morgunblaðið/Svemr Fimm þúsund far- þegasæti til launþega Á ÞRIÐJUDAGINN hefst sala á um 5.000 farþegasætum til 12 áfanga- staða Flugleiða samkvæmt samningi sem ferðaskrifstofan Samvinnuferð- ir-Landsýn og fulltrúar allra stærstu launþegafélaga landsins undirrituðu á föstudag. Fargjöldin hækka einungis um rúmlega tvö prósent að meðaltali miðað við í fyrra og segir Helgi Jó- hannsson, forstjóri Samvinnuferða- Landsýnar, það afar ánægjulegt þar sem hækkunin sé innan verðbólgu- marka. Tveir áfangastaðir Flugleiða standa launþegunum nú til boða í fyrsta skipti, til Halifax og Boston. Áuk þess eru Kaupmannahöfn, Ósló, Glasgow, Stokkhólmur, Lundúnir, Lúxemborg, Amsterdam, París, Baltimore og Hamborg innan samn- ingsins. Samningurinn skiptist í tvö sölutímabil, hið fyrra frá þriðjudeg- inum næstkomandi til 8. mars og hið síðara frá og með 9. mars til 10. maí. Ferðirnar sem í boði eru verða farnar á tímabilinu 8. maí til 15. september. Þetta er í sjötta sinn sem Sam- vinnuferðir-Landsýn og Flugleiðir gera _með sér samning af þessu tagi. í fyrra var tekin upp sú ný- breytni að samið var við launþega- samtökin sameiginlega og er það einnig gert nú. Er þar með komið í veg fyrir að biðraðir myndist fyr- ir utan ferðaskrifstofuna svo sem áður var. Pjöldi launþegasamtaka Launþegasamtökin sem eiga að- ild að samningnum eru öll félög innan Alþýðusambands íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna, Sambands íslenskra bankamanna, Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, Landssambands aldraðra og Farmanna-' og fiskimannasam- bands íslands auk Kennarasam- bands íslands, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Blaðamannafé- lags íslands, Vélstjórafélags Is- lands, Stéttarfélags verkfræðinga, Stéttarfélags tæknifræðinga og Félags bókagerðarmanna. Byrjendanámskeið fyrir börn og fullorðna hefjast miðv. 10 jan. Framhaldstímar kl. 19:00 Staður: Steinabær, Laugardalsvelli Allir eru velkomnir! Skráningarsími: 551 24 55 AIKI0OKLÚBBUR REYKJAVÍKUR ^Lsala iV - . - GLASGOW 3 nætur frá föstudegi til mánudags allar helgar í janúar, febrúar og mars. Valið stendur um Úrvalshótelin Hospitality Inn og Central Hotel sem bjóða farþega Úrvals Útsýnar vetkomna á árinu 1996. Verð frá 740, Innifalið flug. gisting í 3 nætur og skattar. MÚRVAL-ÚTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: stmi 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: stmi 482 1666, Akureyri: st'rni 462 5000 - og bjá umboðsmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.