Morgunblaðið - 07.01.1996, Side 11

Morgunblaðið - 07.01.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 11 Fj ármálin eru margslungin í raun séu það forréttindi að fá að læra tannlæknisfræði. Sex nem- endur komast að á ári og nám hvers þeirra kostar árlega eina milljón króna, sem er í raun sex milljón króna gjöf á mann þau ár sem námið tekur. Þeir sem njóta þessara forréttinda ættu kannski að borga fyrir þau.“ í Bretlandi og Bandaríkjunum greiða nemendur yfirleitt ekki sjálfir fyrir námið heldur sveitarfé- lögin, sem veita styrki í ákveðinn ijölda námssæta. Menn hafa bent á að vel mætti hugsa sér að Lána- sjóðurinn kæmi þarna inn í á sama hátt. Eða eins og víða er gert er- lendis að á fyrstu árum er nemend- um veitt lán sem breytist í styrk þegar ljóst er að um góðan náms- mann er að ræða. Of margir í háskóla? Umræðan hefur einnig snúist um hvort of margir fari í háskóla án þess að vita hvert þeir stefni og flakki á milli deilda. Reyndar hefur komið í ljós að þegar Island er borið saman við önnur lönd, t.d. Noreg, að ekki fara mikið fleiri í háskólanám hér en þar. Brottfall nemenda virðist einnig svipað. Hins vegar kveðst Sveinbjörn Björnsson hafa velt því fyrir sér að undanförnu hvort ekki væri hægt að nýta betur menntun á milli deilda. „Inn í háskólann koma 2.100 manns árlega. Að meðaltali útskrifast 800 nemendur, 600 hætta námi en 700 endurritast í deildir. Þetta þætti ekki góð nýting á hráefni í verksmiðju," sagði hann. Þrátt fyrir að töluvert hafi verið rætt um mikilvægi starfsmenntun- ar á undanförnum árum hefur ís- lendingum ekki tekist að gera þá menntun jafneftirsóknarverða og æskilegt væri. Flestir ljúka því stúdentsprófi og fara síðan í há- skólanám. „Millivegurinn er kannski sá að bjóða upp á fjöl- breyttari starfsmenntun í fram- haldskóla en einnig á háskóla- stigi,“ sagði Sveinbjörn. „Ég tel að besta leiðin til þess að vekja upp þessa tiltrú væri að viðurkenna að slíkt nám mætti einnig leiða til náms á háskólastigi. Vel mætti hugsa sér að bæta við þeim bókn- ámsþáttum í háskólanum sem menn sneiddu framhjá í framhalds- skóla.“ Kröftum ekki dreift um of Menn hafa einnig leitt hugann að því hvort verið sé að dreifa kröftum of víða með stofnun há- skóla á Akureyri og hinum ýmsu sérskólum á háskólastigi. Háskóla- menn telja að svo sé ekki og segir Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri (HA), að skól- inn sé meðal annars að bæta úr mjög brýnni menntunarþörf á landsbyggðinni. Hann segir að reynsla norðanmanna sé sú að nemendur sem stundi nám í HA skili sér strax út í störf á lands- byggðinni. Hann segir ennfremur að meginmunur á námi í HA og HÍ sé sá, að á Akureyri sé námið í tengslum við þá atvinnu sem fólk er að mennta sig til, en í HÍ sé lögð meiri áhersla á almenna rann- sóknarmenntun. Háskólinn á Akureyri býður sér- hæft nám í sjávarútvegsfræðum og rekstrardeildin leggur áherslu á gæðastjómun sem hvorugt er boðið upp á annars staðar. Þor- steinn telur hins vegar ekki grund- völl fyrir því að aðrir skólar taki upp sambærilegt nám. „Ef verið er að tala um gæðastjórnun, sem er þröngt svið, tel ég ekki að pláss sé fyrir fleiri þar og aðsóknin að sjávarútvegsfræðinni hefur ekki verið það mikil að hún sé til skipt- anna.“ Sveinbjörn Björnsson kveðst ekki vera sammála þeirri gagnrýni sem hafi heyrst um að fé hafi ver- ið eytt í eitthvað innan HA, sem betur hefði verið gert í háskólanum fyrir sunnan. Hann segist ekki vera á móti þeim minni háskólum sem hér eru að myndast, svo fram- FJÁRMÁLUM HÍ er nú þannig háttað að % hlutar rekstarins koma úr ríkissjóði og er sá hluti notaður til kennslu og almennrar stjórnunar. Va kemur frá Happ- drætti HI og rannsóknarverkefn- um. Er það fjármagn notað til bygginga og viðhalds húsnæðis auk reksturs rannsóknarverk- efna. Furðu margra vekur að há- skólinn skuli í senn kvarta yfir því að hann hafi ekki nægt fé til sómasamlegrar kennslu um leið og hann stendur í byggingafram- kvæmdum. „Já, þetta kann að hljóma sem þversögn, en við höf- um algjörlega neitað að nota fé frá happdrættinu í rekstur. Við óttumst að verði byrjað á því yrðu fjárveitingar minnkaðar í kjölfarið. Þess má geta að pen- ingarnir eru notaðir til nýbygg- inga og tækjakaupa og stendur happdrættið algjörlega undir því, en áður fékk skólinn sérstakt fé til viðhalds húsa, sem nú er hætt,“ sagði Sveinbjörn Björns- son rektor HI. Við undirbúning fjárlagafrum- varpsins var HI með stórar óskir um aukningu til kennslumáia sem fjárveitingavaldið sá sér ekki fært að verða við. „I heild- ina má segja að fjárlagafrum- varpið bæti okkur kjarasamn- inga og á síðustu dögum þingsins fengum við 15 milljónir krónatil nýrra verkefna og fjölgunar nemenda," sagði hann. „í ódýrasta náminu er meðal- kostnaður á nemenda 100 þús. kr. á ári, sem þýðir að fjölgi þeim um 200-300 á ári kostar það okkur 20-30 milljónir króna. Eg býst ekki við að menn treysti sér til að fara út i ný verkefni arlega sem þeir séu ekki með sama námsframboð. „Það getur ekki verið hagkvæmt, en sé til dæmis hægt að bjóða upp á starfsnám, sem byggir ekki á jafnmiklum fræðilegum undirbúningi og gert er innan HÍ, er það af hinu góða. Kannski þyrftum við að styrkja þá skóla meira en gert er,“ sagði hann. Á ráðstefnu í lok nóvember um hvort stofna ætti sérstakan Tækni- háskóla varpaði Guðbrandur Stein- þórsson, rektor TÍ, þeirri hugmynd fram að Tækniskólinn gæti tekið yfir nám að fyrstu prófgráðu. „Það væri hægt að gera með litlum fyrir- Búvfsindadeild Bændaskólans á Hvanneyri Nemendafjöldi: 10-12 áári F 1 tekstrar- 1994 1995 1996 cnstnaðiir Fjár- Fjárl.- msinauur. |S frumv Aillj. kr. Skólinn íheild: 147,6 137,6 148,3 Búvís.- deild: 35,3 33,0 36,0 fyrir þessa aukningu heldur verði henni jafnað niður á þær deildir sem verða fyrir hvað mestri fjölgun. Við erum ennþá að glíma við 30 m.kr. hallarekst- ur undanfarinna tveggja ára. Við verðum því að skipa sparnaðar- nefnd sem gerir tillögur um hvar hægj; er að skera niður.“ Háskólinn á Akureyri Háskólanemum á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt á þeim átta árum frá því HA var form- lega stofnaður. Þorsteinn Gunn- arsson rektor segir að skólinn hafi yfirleitt fengið fjárhagsleg- ar leiðréttingar vegna fjölgunar nemenda ári síðar en hún átti sér stað. „Leiðréttingin hefur raunar aldrei verið í samræmi við aukn- ingu. Þetta er ung og ómótuð stofnun og það er ekki komin full reynsla á hvernig hún starfar undir þessum formerkjum fjár- laga ríkisins. Svo gæti farið síðar meir að við lentum í sömu vand- vara og litlu umstangi," sagði hann. Hins vegar segir hann að hugmyndinni hafi verið fálega tek- ið af mönnum sem þar voru stadd- ir á vegum HÍ. Þess má þó geta að starfandi er sérstök nefnd sem er að skoða verk- og tæknifræði- menntun „með aukna hagkvæmni og skilvirkni í huga“ eins og segir í erindisbréfi. Árs starfsmenntun eftir stúdentspróf Sveinbjörn Björnsson sagði að- spurður að auðvelt ætti að vera að finna leið til að samnýta verk- fræði- og tækninámið betur, en ræðum og HÍ en við höfum ekki velt fyrir okkur þeim möguleika að gerast sjálfseignarstofnun." Hann bendir einnig á að eðlilegt sé að nýr skóli fái hærri fjárveit- ingu meðan verið sé að koma undir hann styrkum stoðum. Bændaskólinn á Hvanneyri Hjá Bændaskólanum á Hvann- eyri fara svipuð útgjöld í endur- menntun, búvísindanám og starfsmenntanám. Það síðastt- alda er á framhaldsskólastigi en endurmenntun e'r bæði fyrir starfandi bændur og leiðbeinend- ur og búvísindanám er á háskóla- stigi. „Tekjur eru nokkuð frá- brugðnar vegna þess að endur- menntunin er sjálfbærari en ann- að, þannig að í raun er erfitt að aðskilja þessar tölur,“ sagði Magnús B. Jónsson skólastjóri Bændaskólans. Geta má þess að nemendur eru teknir inn annað hvert ár þannig að annað árið eru árgangarnir tveir en hitt árið aðeins einn. „Sé miðað við að 5,5 nemendur út- skrifist á ári er kostnaður á hvern nemanda 700-970 þús. kr. Þetta er heldur dýrara nám held- ur en er við HI í sambærilegum fögum. Þar kemur tvennt til, annars vegar smæð stofnunar- innar og hins vegar er hér í sjálfu sér um starfsmenntun að ræða.“ Magnús segir að HÍ haldi því fram að hann mennti sitt fólk á hálfvirði miðað við það sem ger- ist erlendis. „Við erum í miklu sambandi við landbúnaðarhá- skólana á Norðurlöndum og í ljós hefur komið að kostnaður við danskan búfræðikandidat er í kringum tvær milljónir ísl. kr. árlega.“ einnig væri annars konar samvinna hugsanleg og þá líka milli annarra skóla. „Eg hef talað fyrir því að bestu framhaldsskólum yrði leyft að kenna styttri starfsmenntun eitt ár umfram stúdentsprófið. Til dæmis má nefna Menntaskólann í Kópavogi, sem verður með mat- sveina- og framreiðslunám, ferða- nám og fleira. Aftur á móti hefur Háskólinn á Akureyri sett markið hærra sem byggist á fjögurra ára námi með fræðilegum grunni í byijun og fagnám þar ofan á.“ Þá er ljóst að innan tíðar má gera ráð fyrir frekari samvinnu með tilkomu aukinna möguleika í fjarskiptum. Hefur Póstur og sími ásamt starfsmönnum HÍ sótt um styrk í því skyni að gera tilraun til að nota tvívirkt sjónvarp á milli HA og HÍ gegnum ljósleiðara. Þannig gætu nemendur fyrir norð- an verið í kennslustund hjá kenn- ara fyrir sunnan og öfugt. Ekki eru uppi áform hjá HA að stofna fleiri deildir að sinni heldur að gera námið fjölbreyttara sem fyrir er. „Við höfum gert okkur grein fyrir því að við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það má segja að sérhæfing sé ómeðvit- uð innan Háskólans á Akureyri. Við förum ekki af stað með nám nema verulegur skortur sé á fólki á því sviði og erum því í raun að uppfylla þörf markaðarins í hvert sinn. Nú höfum við til dæmis í huga nám fyrir leikskólakennara í kennaradeild og í matvælafram- leiðslu í sjávarútvegsdeild," sagði Þorsteinn Gunnarsson. Fækkun deilda engin lausn í umræðum um sérhæfingu skóla og hagræðingu hafa þær hugmyndir komið fram að fækka beri deildum innan HÍ og gera þær sem fyrir eru fullkomnari. Sitt sýn- ist hverjum og bendir Sigmundur Guðbjarnarson, formaður Holl- vinasamtaka HÍ og fyrrverandi rektor, á að HÍ hafi verið að þró- ast á löngum tíma, sem sé eðlilegt og í takt við það sem gerist um- hverfis okkur. „Ég tel ekki að það leysi vandann að leggja niður greinar eða deildir," sagði hann. Nemendur HÍ hafa fram til þessa þótt standa erlendum stúd- entum fyllilega á sporði þegar að framhaldsnámi kemur erlendis, en skyldi svo vera enn? Sveinbjörn bendir á að nú sé svo komið að íslenskum nemendum sé látin í té 20-30% minni þjónusta en í sam- bærilegum skólum erlendis. „Þetta þýðir færri fyrirlestra og æfingar. Ennþá eru hér margir góðir kenn- arar og ég tel ekki að skólinn sé farinn að slá af prófkröfum. Þetta kemur hins vegar helst fram i því að nemendum er veittur minni stuðningur þannig að námið sækist seinna, sem veldur aftur auknum kostnaði. Önnur áhrif eru þau, að þegar menn spara gera þeir námið fræðilegra en veita minni verk- þjálfun. Þeir sem útskrifast héðan eru því góðir í teoríunni en hálf- gerðir klaufar í höndunum," sagði hann. Hugað að framtíðinni Guðbrandur Steinþórsson, rekt- or TÍ, segir um gæði menntunar pg sparnað í menntakerfinu að íslendingar verði að huga að því hvort þeir ætli sér að verða áfram í hópi ríkustu þjóða eða ekki. „Ætli þeir sér það tel ég að endi- mörkum sparnaðarins sé náð. Ég efast ekki um að einhvers staðar er hægt að gera hlutina á hag- kvæmari hátt bæði í Tækniskólan- um og Háskólanum. Séu menn að tala um flatan sparnað yfir heilu stofnanirnar þá hefur nú þegar verið gengið það langt að farið er að nálgast hættumörk." Sigmundur Guðbjarnason pró- fessor telur að í flestum greinum sé háskólanámið enn fyllilega sam- bærilegt við það sem gerist annars staðar. Hann telur hins vegar að með því viðhorfi sem ríkt hafi um nokkurra ára skeið sé allri upp- byggingu og þróun háskólans hætta búin. „Á allra síðustu árum hefur dregið úr framboði á ýmsum nám- skeiðum sem hafa þótt æskileg. Þannig er verið að rífa niður það sem byggt hefur verið upp jafnvel undanfarin 10-15 ár,“ sagði hann og benti á að í umræðunni yrðu menn að horfa til framtíðar, þar sem kröfur um menntun og fæmi muni aukast á velflestum sviðum. „Þetta eru þau vopn sem við leggj- um ungu fólki í hendur í lífsbarátt- unni. Ekki bara þeirra eigin bar- áttu lieldur lífsbaráttu þjóðarinnar, þannig að mikið er í húfi,“ sagði hann. Nemendafjöldi í skólum á háskólastigi (Innritaðir nemendur að hausti) 1990-91 1991-92 1992-93 1993-94 1994-95 1995-96 Háskóli íslands 5.101 5.478 5.034 5.364 5.692 5.700 Háskólinn á Akureyri 123 161 186 226 385 396 Kennaraháskóli íslands* 945 780 608 690 642 677 * Heildarfjöldi skráðra nemenda. Þar með taldir þeir nemendur sem eru í hlutanámi, fjarnámi o. fl. Tækniskóli ísiands** 457(335) 468 (346) 504(396) 452(380) 441 (333) 483 (131) Samvinnuskólinn** 93 (75) 93 (74) 92 (74) 92 (74) 95 (78) 99 (82) * * Nemendur Tækniskóla og Samvinnuskóla eru bæði á háskólstigi og framhaldsskólastigi. Fyrri talan er heildarfjöldi nemenda en í sviga er fjöldi nemenda á háskólastigi. Myndlista -oq handíðaskólinn 211 190 187 218 201 199 Leiklistarskóli íslands 23 20 20 21 21 24 Tónlístarskólinn í Reykjavík Almennur rekstur skv. fjárlögum án stofnkostnaðar og viðhalds (á verðlagi fjárlaga 1996 í millj. kr. skv. vísitölu vergrar landsframleiðslu) 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Háskóli íslands 1.595,4 1.663.2 1.577.,2 1.680,4 1.644,5 1.630,2 1.751,3 Háskólinn á Akureyri 89.8 112,6 124,2 154,5 157,8 172,4 200,3 Kennaraháskóli íslands 247,5 261,5 265,5 281,9 280,4 283,6 304.1 Tækniskóli íslands 178,3 182,1 177,9 186,6 178,0 174,5 186,0 Samvinnuskólinn 37,1 36,9 36,6 38,5 38,0 40,5 42,6 Myndlista -og handíðaskðlinn * 57,7 66,9 67,0 68,9 67,1 68,9 78,7 Leiklistarskóli Islands 30,4 33,8 33,7 33,8 32,2 31,9 34,6 Tónlistarskólinn í Reykjavík ** 10,5 11,1 10,6 11,3 9,5 9,3 10,7 Athugasemdir: Hér ber að taka tillit til þess að um er að ræða tramlög rlkisirts, ert auk þess alla skólarnir s/álfir tekna, t.d. með skólagjöldum.rannsóknavinnu o. fl„ sem eru misháar. " Myndlista- og handiðarskólinn er rekinn af riki en Reykjavíkurborg leggur fram 35-40% at rekstarkostnaði. Taflan hérað ofan sýnir einungis ríkisframlagið, þannig endurspegla tölurnar einungis um 60-65% af rekstarumfangi skólans. • ‘ Tónlistarskólinn í Reykjavik er rekinn af Reykjavikurborg. Tölurnar að ofan eru framlag rikisins, sem jafngildir kostnaði við kennaradeild skólans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.