Morgunblaðið - 07.01.1996, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.01.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ vegna tveggja slysa 1994 sem að hluta voru rakin til gáleysis flug- manna. Miklar bætur Að jafnaði takmarkast slysabæt- ur í alþjóðlegu farþegaflugi að há- marki við 75.000 dollara á farþega, jafnvirði 4,9 milljóna króna. Undan- tekningin er þegar um „vísvitandi vanrækslu" er að ræða og er þá átt við að gáleysi hafi leitt til óhapps. Flugfélagið hefur þegar játað að mannleg mistök kunni að hafa átt sinn þátt í slysinu. Þegar Boeing-707 þota Avianca-flugfé- lagsins brotlenti árið 1990 og 73 fórust var vítaverðri vanrækslu flugmannanna kennt um. Sannað var að þotan hefði orðið eldsneytis- laus á flugi. Háar bótakröfur voru settar fram og kostuðu þær Avianca á endanum rúmlega 250 milljónir dollara, eða sem svarar 16,3 millj- örðum króna. American stendur einnig frammi fyrir háum kröfum. í vikunni voru lagðar fram bótakröfur vegna þriggja farþega. Hljóðuðu þær upp á einn milljarð doilara, 65 milljarða króna. Önnur krafan, að upphæð 500 milljónir dollara, er vegna láts hjónanna Benjamins og Mercedes Ramirez frá Kansas City. Hin hljóð- ar upp á sömu upphæð og er vegna 21 árs dóttur þeirra, Liliana Ram- irez. Fjölskyldan var, eins og flestir aðrir farþegar þotunnar, á leið til Kólumbíu til að dveljast þar um jólin með vinum og ættingjum. Ræðst það væntanlega af niður- stöðum rannsóknarinnar á orsökum slyssins að hve miklu leyti kröfur af þessu tagi verða teknar til greina og hvaða bætur American-félagið verður að inna af hendi. Einn af milljón Samkvæmt upplýsingum Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) ferðaðist rúmlega milljarður manna í áætlunarflugi á vegum flugfélaga í samtökum áætlunar- flugfélaga (IATA) í fyrra. Að sögn flugmálaritsins Flight International urðu 47 slys í farþegaflugi af því tagi 1994 og banaslys í sjö þeirra, þar sem 1.385 manns létu lífið. Jafngildir það því að milljónasti hver flugfarþegi eigi á hættu að slasast til ólífis. ópíumviðskipti í héraðinu. Khun Sa er 61 árs, hann þykir afar slægur og hefur oft sloppið úr erfiðri klípu á síðustu stundu. Hann var handtekinn í Burma 1969 en sleppt 1974 er liðsmenn upp- reisnarliðs hans tóku tvo sovéska lækna í gíslingu. Er veldi Khun Sa var mest hafði hann um 10.000 manns undir vopnum, langöflug- asta andstöðuhópinn er barist hefur gegn herforingjastjórninni. Herinn nefnir sig Mong Tai. Nokkur þúsund manna hópur klofnaði frá Mong Tai í júní sl. og í nóvember sagði Khun Sa af sér leiðtogaembættinu, ætlaði að hafa það náðugt og rækta kjúklinga, að eigin sögn. Hann virðist þó hafa haft áfram töglin og hagldirnar. Sunnan við héraðið, milli tæ- lensku landamæranna og árinnar Salween, eru einnig svonefndir Karenni-skæruliðar er misstu ný- , lega mikilvæga bækistöð í stórsókn stjórnarhermanna. Karenni-skæru- liðar eru þjóðarbrot og skyldir grannþjóðinni Karenum er einnig berst fyrir sjálfstæði frá Burma. Karenni-liðar hafa fjármagnað baráttu sína með því að selja tekk til útlanda en Khun Sa hefur að margra áliti notað frelsisbaráttu sína sem yfirvarp til að stunda fíkni- efnaviðskipti. Ottast Bandaríkja- menn að stjórnvöld í Rangoon reyni ekkert til að draga úr ópíumfram- leiðslunni enda um mikla tekjulind að ræða fyrir Burma sem er blá- snautt. Alþjóðlegar stofnanir er beijast gegn fíkniefnum telja að framleiðsla Shan-héraðs sé um tvö tonn af ópíumi á ári og selji Khun Sa helminginn af því magni. Helsta heimild: The Daily Te- legraph. VERSLUNARHÚSKNU MIÐBÆR HÁALEITISBRAUT 58-60 S. 553-8050 105 RVK. JAnncut Utsalan \ J3 hefst á morgun 1 <----:--------N ÚTSALAN HEFST Á ÞRIÐJUDAG Polarn&Pyref KRINGLUNNI 8-12 - SÍMI 568 18 22 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 13 assleikskólinn fvrir 3ia-5 ára: Markviss undirbúningur fyrir allan dans Barnadansar fyrir 4-6 ára: Byrjendur og framhald. Við vitum hvað er bestfyrir bömin. Kennslustaðir: Engjateigur 1, Frostaskjól, Fjörgyn, Gerðuberg og Stjömuheimilið Garðabæ. Innritun í síma 568 9797 - 568 7580 Danssiíiiðja Hermanns Ragnars / Engjateig 1, 105 Reykjavík 5 6 8 - 9 7 9 7 oy 5 6 8 - 7 5 8 0 \ ATAKIFITUBRENNSLU 8 vikna námskeið fyrir þær sem vilja losna við aukakíló. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Einfaldar og árangursríkar æfingar. Athugið!!! Námskeiðin hefjast 10. janúar. Skráning og nánari upplýsingar í síma 565 2212 HRESS IÍKAMSRÆKT OG LJÓS BÆJARHRAUNI 4A/ID KEFLAVÍKURVEGINN/SÍMI 565 2212

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.