Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 17 Morgunblaðið/Sigrún MYNDARLEG höfn var vígð í Hanstholm 1967. Bærinn átti að verða mikill útgerðarbær á vesturströnd Jótlands í anda danskrar byggðastefnu. aldrei keyrt á nokkurn mann,“ sagði einn íslendingurinn, „því til þess þyrfti helst að keyra inn í stofu til manns.“ En skipulags- hyggjan mótar einnig bæjarlífið. Ibúðahverfin eru með einsleitum blæ, enginn kaupmaður á horninu, því verslunarmiðstöðin hýsir allt verslunarlífið, auk banka og grill- staðar. Á næstu grösum eru svo krár, sem eru sóttar af bæjarbú- um, einkum af yngri kynslóðinni. íslensku nýbúarnir lyftistöng fyrir Hanstholm Bæjar- og atvinnulífið var frem- ur staðnað fyrir nokkrum árum, hús til sölu og erfitt að fá gott fólk í vinnu. Þessu hafa íslensku innflytjendurnir gjörbreytt og að- flutningur þeirra því á ýmsan hátt verið lyftistöng fyrir bæinn. Það skiptir nokkuð í tvö horn, hvort íslendingunum fellur bær- inn. Sumir hafa komið sér fyrir í nágrenninu og halda vinnunni í Hanstholm. Þegar íslendingarnir tóku að flytja til Hanstholm voru um hundrað hús til sölu. Að sögn danskra bæjarbúa keyptu íslend- ingarnir þau á því verði sem upp var sett, enda ekki hátt á íslensk- an mælikvarða, þó það kæmi hin- um innfæddu á óvart að nýju kaupendurnir skyldu ekki reyna að prútta. Fasteignaverð í Hanst- holm er lægra heldur en víða ann- ars staðar. Engin spurning er að betra er að kaupa en leigja, eins og dönskum aðstæðum er háttað og líka erfítt að fá leigt í Hanst- holm. Nú er hins vegar orðið lítið af húsnæði til sölu í bænum. Þetta er umhverfíð, sem íslend- ingarnir flytja inn í. Flestir kunna þá sögu að þeir hafi komið tjl Hanstholm fyrir eða um helgi, verið búnir að fá vinnu á mánu- degi, barnapössun á þriðjudegi og húsnæði á miðvikudegi. Sagan gengur þó ekki alltaf svona fyrir sig, því að á haustin er lítið um vinnu og núna er lítið um hús- næði, þó yfirleitt finnist það á endanum. Pössun fyrir litla krakka getur verið erfitt að fá. íslending- arnir hafa fyllt dagvist bæjarins, en dagmömmur fást. Svo er þarna elliheimili, en vistin þar er enn sem komið er ótímabært athugunarefni fyrir íslendinga, sem þangað vilja flytja. Að lifa upp á íslensku í Hanstholm Enginn vafí er á að vinnutíminn skiptir miklu máli, kannski meira en kaupið, þegar fólk vegur og metur brottflutninginn. I ljósi þessa ættu bæði íslenskir atvinnurekend- ur og verkalýðshreyfingin að spyija þeirrar spurningar hvort íslenskt atvinnulif verði ekki rekið með öðr- um hætti en tíu - tólf tíma vinnu- degi fimm eða sex daga vikunnar, þar sem eftirvinnulaunin vega þyngst. Velferðarþróunin t Dan- mörku hefur skilað ófaglærðu vinnuafli og fólki með litla menntun ágætum lífskjörum fyrir skaplegan vinnudag og sumarfríi í þokkabót. Það sama virðist ekki hafa gerst á íslandi þó þjóðartekjur á mann og lífskjör þar séu með því besta í heimi. íslensk harka og lífsgæðakapphlaup Ævintýraþrá, kaup, kjör og ; vinnutími eru yfirleitt það fyrsta, sem hinir brottfluttu nefna til sem ástæður fyrir að þeir tóku sig upp. Við nánari eftirgrennslan koma aðrar og óræðari ástæður upp á yfirborðið. íslendingamir kunna vel að meta afslappaða lifnaðarhætti Dana. Lífsgæðakapphlaupið á ís- landi birtist þeim sem þrýstingur frá samfélaginu um að það þurfi að uppfylla ákveðinn eignakvóta til að vera maður með mönnum. Og ef aðeins væri hægt að uppfylla kvótann með skuldasöfnun og gengdarlausri yfirvinnu, þá yrði bara svo að vera. „ísland er bara fyrir þá ríku“, sagði ungur maður bitrum rómi, þegar einn Daninn spurði af hverju hann væri að flytj- ast á brott með fjölskyldu sína. Samtöl við íslendingana í Hanst- holm gefa ekki aðeins mynd af líf- inu í íslendinganýlendunni þar, heldur gefa þau einkar fróðlega mynd af lífínu á íslandi eins og það birtist þessum hóp, sem ekki kýs að búa þar. í upphafi nýjustu bókar reyfarahöfundarins Michael Crichtons, þess sem skrifaði Júra- garðinn, heldur stærðfræðingur nokkur tölu og tekur dýrategund- ina manninn til athugunar. Með- limum tegundarinnar megi helst lýsa með því að segja að þeir endur- taki einfaldlega það, sem þeim hafi verið sagt og reiðist, ef öðrum skoðunum sé haldið að þeim. „Við erum þijóskir, sjálfs-tortímandi og leitumst við að gera eins og allir hinir. Það væri sjálfumglöð blekk- ing að reyna að halda einhveiju öðru fram.“ Lýsing Chrichtons á ekki fremur við um Islendinga en aðra, en hóp- þrýstingur er oft mikill í litlum byggðarlögum. Þess vegna er áhugavert að hafa þessi orð í huga, þegar spurt er hvað fólksstreymið til Hanstholm segi okkur um ver- stöðina ísland. Einblína þá ekki aðeins á kaup og kjör, heldur á sem flestar hliðar af íslensku samfélagi. Stjórnmálamenn leggja kannski rammann að þjóðfélagsbygging- unni, en andrúmloftið er mótað af öllum þeim, sem búa þar. KJARNINN í ísiensku nýlend- unni í Hanstholm er fjölskyld- ur þar sem börnin eru á ýms- um aldri og foreldrarnir um eða yfír fertugt. Stálpuð börn yfír tví- tugt verða ýmist eftir heima, eða fylgja með. Fara þá ýmist í vinnu eða nám. Danir koma þægilega fyrir, þó misvel gangi að kynnst þeim, meðal annars sökum þessa annarlega máls sem þeir tala. Vinnan metin Ef einhver gengur með þær grillur að á íslandi séu jöfnuður manna á meðal meiri en annars staðar, þá þarf ekki annað en að hlusta á lýsingar íslendinganna til að draga það í efa. Það kemur þeim á óvart að dönsku verkstjór- arnir vinna með starfsfólkinu. Og í litlum fiskvinnsluhúsum fara eig- endurnir í vinnugallann og sinna þeim verkum sem þarf. Eftir kynni sín af dönskum vinnustöðum í Hanstholm hafa íslendingarnir einnig á orði að mun meira sé gert af því þar en heima að láta starfsfólkið fylgjast með afkomu fyrirtækisins. 0g það fær líka að heyra að framlag þess skipti málið. „Þetta er í fyrsta skiptið sem mér finnst að vinna mín sé metin,“ segja fleiri en einn af Islendingunum. Nálægð yfír- manna og góð samvinna þjappar starfsfólkinu saman og fær það til að finna til ábyrgðar á rekstrin- um. Einn atvinnurekandi segir að með því að búa vel að starfsfólk- inu, fáist miklu betri starfskraft- ur. Þó þetta gildi almennt í rekstri, sé það sérlega áríðandi í fisk- vinnslu. Vinnan sé erfið og erfítt að fá gott starfsfólk. „Danir eru gott fólk og harð- duglegir til vinnu. í.fyrstu hélt ég að það væri af þrælsótta," segir einn íslendingurinn, „en svo sá ég að þeir vinna svona vel af áhuga. Það virðist heldur ekki vera ein- hver hirð utan fyrirtækisins sem hefur af því tekjur, heldur fyrst og fremst þeir sem vinna þar og þá bæði starfsfólk og eigandinn.“ Meðal íslendinganna í Hanstholm ríkir sú skoðun að yfírbygging sé meiri á íslandi en í Hanstholm. „Það er eins og það séu færri sem lifa á fyrirtækjunum án þess að vinna þar, en ég þekki að heim- an,“ segir einn þeirra. Og svo ber minna á öllu því nýjasta, heldur er notað það sem til er. „Fyrst afí gat haft þetta svona, þá hlýt ég að geta það líka,“ heyrast Danirn- ir oft hafa á orði í fyrirtækja- rekstrinum.„„Og samt gengur þetta vel,“ bæta íslendingamir við. Fiskvinnsla er vanmetin í Dan- mörku og Danir ganga fremur atvinnulausir en að flytja í útgerð- arbæina. Atvinnurekendurnir í Hanstholm eru því ánægðir með íslendingana, sem bæði kunna vel til verka og vilja vinna. Danskan erfið og enskukunnátta Dana bágborin „Það erfiðasta við að flytja hingað er málið,“ stynur íslensk kona og mælir fyrir munn margra þeirra eldri. í íslenskum eyrum tala Danir hratt, auk þess sem að í Hanstholm er töluð mállýska sem er Dönum jafnvel illskiljanleg. Enskan dugir ekki, því ensku- kunnátta er ekki útbreidd. Það flýtir ekki fyrir þegar íslendingar vinna saman í hópum, en þeir sem vinna með Dönum eru fljótari. Krakkarnir eru hins vegar aðeins tvo til þijá mánuði að ná málinu. Verkalýðsfélögin á staðnum hafa efnt til dönskukennslu fyrir Islend- ingana. Og áhugasöm starfskona hjá verkalýðsfélagi kvenna hefur komið upp hóp, þar sem íslensku konunum er hjálpað við innkaup. Kunningsskapur við Dani á vinnustöðunum er upp og ofan, en margir hafa eignast kunningja í hópi nágranna, enda mikið um nágrannatengsl meðal Dana. Á sumrin eru haldnar götuhátíðir og nágrannar grilla og borða saman og kynnin eflast enn frekar í gegn- um börnin. íslendingarnir kunna sögur af einstakri hjálpsemi hinna inn- fæddu. Danir eru hagsýnir og sparsamir og fræða íslensku nýbú- ana iðulega um hvar best sé að kaupa inn. Annar sagði frá því þegar bíllinn bilaði á sunnudegi. Strax var danskur nágranni kom- inn á stjá og bauðst til að keyra íslenska bíleigandann eftir vara- hlutum í næsta bæ. Og annar nágranni sagði honum að koma bara í bílskúrinn sinn og ná í vara- hluti eftir þörfum. „Og mér varð svo mikið um,“ bætti Islendingur- inn við, „að ég fór nú bara inn til að jafna mig.“ Hann var efins um að útlendingur á íslandi mætti öðru eins viðmóti. En vinir vaxa ekki á tijánum og það kemur ekk- ert í staðinn fyrir fjölskyldu og vini heima, enda er fólkið heima helsta söknunarefni íslending- anna. Saltkjöt og skötustappa íslendingarnir hafa veitt matar- áhuga Dana athygli. Þeir bæði tali mikið um mat og geri sér dagamun með góðum mat. Danskt mataræði fellur íslendingunum þó misvel í geð. Þeir kunna ekki al- veg að meta þetta stöðuga svína- kjötsát. Fjárbændur í nágrenni Hanstholm hljóta að eiga góða daga, því margir íslendinganna hafa haft upp á nálægum sauðfjár- bændum og kaupa skrokka beint frá þeim, rétt eins og þeir voru vanir heima fyrir. „Og danskt lambakjöt er ekkert síðra en það íslenska,“ hafði ein konan á orði. „Kannski bara betra, því það er ekki eins feitt.“ En danskir fjárbændur kunna ekki að fara með hausana, svo þeim er hent. Það vakti óskipta athygli danskra nágranna, þegar einn Islendingurinn stóð úti á bletti og sveið lambahausa. Ein íslensk húsmóðirin sagðist sakna haust- verkanna. Blóð hafði hún ekki náð í, en saltaði lambakjöt. Og svo stóð til að ná í mör, því vandlifað væri án hamsatólgar út á saltfisk- inn, sem er fenginn að heiman. Fiskurinn er innan seilingar. Reyndar er engin fiskbúð, en hægt að kaupa físk niðri á höfn á morgn- ana, þegar bátarnir koma að. Mest ber á þorski og ufsa, sem þykir ekki aðlaðandi matur fyrir SJÁ NÆSTU SÍÐU NYTT - BRAGÐBÆTT er væntanlegt í apótek og verslanir 16. janúar. Eini læknisfræðilega viðurkenndi megrunarkúrinn. Upplýsingar og dreifing: Lyf ehf. - Forði ehf. Síðumúla 32. Sími: 5886511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.