Morgunblaðið - 07.01.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.01.1996, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 M0RGUNBLAÐI5 Morgunblaðið/Sigurgeir Siguijónsson PÁLL er fæddur í Vest- mannaeyjum þar sem hann stofnaði og rak myndlistarskóla í mörg ár áður en hann hóf kvikmyndanám. Hann nam ýmislegt áður en til kvik- myndagerðar kom, lauk námi við KI 1951, nam bókmenntir, líffræði og myndlist í Danmörku árin 1962-63, en árin 1972-73 lærði hann kvikmyndagerð við kvikmyndadeild háskólans í New York. Að því loknu kom hann heim og stofnaði Kvik sf. og vann næstu árin við kvikmynda- gerð. Mest lagði hann fyrir sig heim- ildamyndir, en einnig komu úr smiðj- unni nokkrar leiknar myndir, sér- staklega fyrstu árin. Árið 1985 lagði Kvik sf. upp laup- ana, en Páll vann þó eftir sem áður við ýmsar myndir og tilfallandi verk- efni. 1993 stofnaði hann síðan Kvik hf. ásamt myndlistamanninum Rúrí. Síðasta myndin, „Nábúar, æður og maður“ er nýjasta afurðin og Páll segir að tökur fyrir myndina hafi staðið yfir í alls átta mánuði á síð- asta ári, víða á Vesturlandi, auk þess sem almenn gagnasöfnun, ýmiss konar forvinnsla, handrits- gerð og öflun efnis í einstaka þætti myndarinnar hafi staðið yfir í fimm ár, en vinnsla og allur aðdragandi eru eigi að síður ósköp dæmigerð fyrir gerð vandaðra heimildamynda. „Gerð náttúrulífsmynda er mikið þolinmæðisverk. Lítil áhrif er hægt að hafa á „leikarana". Athafnir dýranna stýrast að hluta af eðlis- hvöt og til þess að geta séð þær fyrir þarf tökumaðurinn að þekkja dýrin og hegðun þeirra mjög vel. Tímaskyn dýra er einnig annað en kvikmyndagerðarmannsins. At- burðarásin virðist löturhæg fyrir tökumanninn þar sem hann bíður, en hann má þó aldrei víkja frá eða slaka á einbeitingunni, því einmitt þá er viðbúið að það gerist sem beðið var eftir. Ánnað tækifæri gefst sjaldnast og þá aldrei ná- kvæmlega eins,“ segir Páll, en er þetta ekki einmanaleg og erfið vinna? „Hún getur verið það. Langar setur í felubyrginu geta verið kal- samar og tómt mál að tala um svefn og þá er maður mikið einn með sjálf- um sér. íslenskt veðurfar er einnig kvikmyndatökumanninum oft erfitt. í yfirlegu á tökustað hef ég stundum lent í hrakningum, stöku sinnum svo að við ekkert hefur verið ráðið, felu- tjaldið fokið út í buskann og dijúgur spölur að komast með viðkvæm tæki í skjól. Hvötinni sem heldur kvikmyndamanninum við efnið má líkja við veiðieðli, sá sem ekki er tendraður henni á ekkert erindi í leikinn," svarar Páll. Þrekraun ... Hver er nú erfiðasta raunin sem þú hefur ratað í í þessum yfirlegum? „Erfiðustu kvikmyndaferðir sem ég hef farið eru í Eyjabakkana norð- an Vatnajökuls. Þangað fór ég með aðstoðarmönnum þrjú sumur í röð, þegar ég var að gera myndina „Oddaflug“ sem sýnd var í Rík- issjónvarpinu á síðasta ári. Eg var að freista þess að mynda heiðagæs- Hvötinni má líkja við veiðieðli Kvik hf., kvikmyndagerð, frumsýndi nýveríð heimildamyndina „Nábúar, æður og maður“ sem fjallar, eins og nafnið bendir til, um sambýli æðarfuglsins og mannsins sem á stundum er kostulegt og jafnvel einstakt. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður ber hitann og þungann af afurðum fyrirtæk- isins og hefur verið afkastamikill síðustu árin. Guðmundur Guðjónsson hitti Pál í stúdíói hans á dögunum og fræddist um heim heimildamyndagerðar á Islandi. inn, en einnig einni sem er ólokið enn, en hún fjallar um manninn og lundann. Páll segir að athuganir sínar við tökur hafi leitt hitt og þetta í ljós sem ekki var vitað áður. „Það hefur til dæmis verið talið að æðarfuglinn reytti dún úr sér í hreiðurgerð. Eg tók eftir því að um eðlilegan fjaðra- felli er að ræða og kollan tekur aðeins það sem losnar hvort eð er. Það er líka óborganlegt að sjá hvernig sumar kollurnar sanka að sér mörgum ungum annarra kolla, en gera þó aldrei upp á milli þeirra. Það er einnig skemmtilegt að sjá hvernig ungalausar kollur haga sér eins og fóstrur. Þær slást í hópinn og hjálpa til við að annast ungana. Það er að sama skapi sárt að sjá þegar illa fer. Sjáifur hef ég séð 128 dauða æðarunga í minkagreni og viljað grípa í taumana þegar ég hef myndað máva sem voru að hremma undanvillingsunga. Það væri hægt að nefna margt annað, en við tökur á lundamyndinni kom einnig margt á daginn. Það að ég sé margt nýtt og skemmtilegt þegar ég er að mynda skapast trúlega af þeirri áráttu minni að vera alltaf að ferðast og skoða og kynnast nýjum stöðum. I Mánáreyjum á Skjálfanda er t.d. geysilega mikil lundabyggð. Þar er enginn vargfugl, þannig að ritan, sem hefur til þessa verið hvítþvegin og álítin vera eini mávurinn sem rænir ekki eggjum og ungum, er hér aðgangshörð við lundann. Þarna sá ég einnig sérkennilega hegðun lunda þar sem þeir virðast ekki hafa eirð í sér ef einhver að- EINN þeirra sem kemur við sögu í æðarmyndinni er Hrefnu Konni í Þernuvík við Mjóafjörð, en hann hefur sjálfur fóstrað hundruð æðarunga. Hér er hann ásamt nokkrum af „börnum“ sínum. ir í sárum. Svæðið er mjög ógreið- fært, eiginlega freðmýri, og svíkur jarðvegurinn við hvert fótmál, svo að maður sekkur þar til komið er niður á klaka. Þá stendur maður í mjóalegg í leðjunni og þarf að taka á öllu til að draga bífumar upp úr elgnum. Við þessar aðstæður er nokkurra klukkutíma ganga með 20 kílóa byrði á bakinu mikil þrek- raun. Fyrstu tvö árin var afrakstur ferðanna auk þess rýr. Eg vissi sem var að á sáratíma eru gæsirnar styggar, en hinu hafði ég ekki búist við, að þær hlypu hraðar en hestar! Ég var því reynslunni ríkari og auk þess heppnari þriðja árið. Felubyrg- in voru þá rétt staðsett og myndirn- ar sem við náðum óborganlegar. Svo mjög, að BBC hefur falast eftir þeim í náttúrulífsþátt sem verið er að framleiða á þeirra vegum.“ Ýmsar furður ... Talið berst nú aftur að myndun- um sjálfum og þá einkum þeirri nýjustu, um æðarfuglinn og mann- skotahlutur er nálægur, t.d. dauð pysja. Þeir ráðast á hlutinn og fjar- lægja hann með miklu brölti. Ég hef séð marga lunda hjálpast að við að koma hræi burt af svæðinu. Þarna sá ég líka lunda sem nenntu ekki að grafa sér holur, verptu þess í stað á gólfi í almyrkvuðum helli.“ Erfið staða Páll er á því að starfíð sé heill- andi þegar allt kemur til alls, en er hægt að lifa af þessu? „Nei, eiginlega ekki, en maður reynir þó að skrimta. Það er mikil synd, því heimildamyndir eru snar þáttur kvikmyndagerðar í ná- grannalöndum okkar. Þar skipa myndir sem byggja á þekkingu á viðfangsefninu og virðingu og heið- arleika gagnvart því verðugan sess. Bretar hafa til dæmis lagt mikla rækt við þessa grein og þar ekkert til sparað. Að baki hverrar myndar eru ómældar vinnustundir, tæknilið sem varla á sér jafningja og síðast en ekki síst allt það fé sem til þarf til að gera myndirnar svo vandaðar sem kostur er, enda njóta myndir þeirra virðingar um allan heim. Þróunin erlendis er sú að sjón- varpsáhorfendur eru upp til hópa að fá sig fullsadda af innihaldslitlum framhaldsmyndum, sápuóperum og skyldu léttmeti, en á sama tíma hefur áhugi á vönduðum heimilda- myndum aukist jafnt og þétt. Vegna þessarar þróunar hafa síðastliðin þijú ár verið haldnar fjölþjóðlegar heimildamyndastefnur í Evrópu, þar sem fulltrúar sjónvarpsstöðva hitta heimildamyndagerðarmenn til að skoða hvað þeir hafa fram að færa og tryggja sér sýningarrétt á gerð- um og ógerðum myndum þeirra. Því miður hafa íslendingar ekki fylgst með þessum málum. Illa er stutt við leiknar myndir og enn verr við heimildamyndir. Heimilda- myndagerðarmenn verða því að leita eftir framleiðslufé út fyrir landstein- ana, eða mjatla út fyrir þeim af mjólkurpeningunum og er það oft þungur róður. En þér er farið að ganga bæri- lega; ekki satt? „Eg veit ekki hvað skal segja, en ég hef unnið þrotlaust undanfarin ár og er nú loks farinn að geta selt sýningarrétt fyrirfram. Ég er til dæmis kominn með kaupendur að lundamyndinni og er loks búinn að selja rétt á mynd sem ég gerði 1988 um sögu hvalveiða hér við land. Hún verður sýnd í spænska ríkissjón- varpinu í vetur ásamt tveimur öðr- um af myndunum mínum, gæsa- myndinni og 30 ára afmælismynd- inni um Surtsey. Burtséð frá því að ljúka við lunda- myndina, hvað er þá næst á dag- skrá? „Það er verkefni sem heillar mig mjög. Það er heimildamynd um tón- list á Norðurlöndum frá ísöld til siða- skipta. Mér hefur gengið vel að fá aðila á Norðurlöndum til samstarfs, er kominn með valinn mann í hvert rúm og get vonandi byijað á þessu ári þótt það sé ekki ljóst enn hvort tekst. Myndin mun byija á ýmsum náttúruhljóðum, m.a. skruðningum í Síðujökli. Fyrstu hljóðfæri mannanna voru ýmiss konar blístrur og þeytispjöld og einn af samstarfsmönnunum er Caisa Lund, sænskur tónlistarforn- leifafræðingur ef þannig mætti að orði komast. Hún hefur safnað miklu af ævafornum hljóðfærum úr uppgröftum og vinur hennar einn hefur endursmíðað gripina og þau hafa meira að segja gefíð út geisla- disk með tónlist sem leikin er með slíkum hljóðfærum. Þetta er mikið og flókið verkefni, en að sama skapi heillandi,“ segir Páll Steingrímsson. 1 * I I i i í « i I II R f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.