Morgunblaðið - 07.01.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.01.1996, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina Forseti * Bandaríkjanna, The American President. I aðalhlutverkum eru Michael Douglas og Annette Benning en meðal annarra leikara má nefna Richard Dreyfuss, Martin Sheen, Michael J. Fox og David Paymer. Leikstjóri er Rob Reiner. Forsetinn er ástfanginn OFTAR en ekki fjalla kvik- myndir um það hvemig venjulegt fólk bregst við óvenju- legum aðstæðum. Myndin um bandaríska forsetann, The Amer- ican President, fjallar hins vegar um eftirsókn óvenjulegs manns í einstakri aðstöðu eftir hvers- dagslegum hlutum sem flestir aðrir gætu auðveldlega veitt sér. Vandinn er þessi: hvemig getur ekkjumaður í valdamesta emb- ætti heimsins orðið hrifinn af konu og gert hosur sínar grænar fyrir henni án þess að vanrækja þær miklu skyldur sem embættið leggur honum á herðar. Andrew Shepard forseti (Mich- ael Douglas) verður allt í einu ástfanginn af Sydney Wade (An- nette Benning), talsmanni um- hverfisvemdarsamtaka í Wash- ington. Þetta óvenjulega ást- arævintýri krefst þess að valda- mesti maður jarðar sigrist á ýmsum hindrunum sem ekki standa í vegi venjulegs fólks því það er ekki einfalt mál fyrir manni í þessari stöðu að eiga einkalíf og standa í sambandi og jafnframt að standa klár á vin- sældakönnunum, ágengum fjöl- miðlum, skeinuhættum pólitísk- um andstæðingi (Richard Dreyf- uss), að ekki sé minnst á öll stóra vandamálin heima fyrir og er- lendis sem bíða skjótrar og snjallrar úrlausnar. Það er forsetanum til hugar- hægðar að hann stendur ekki einn. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, (Martin Sheen), ráðgjafí hans í innanlandsmálum (Michael J. Fox), vinsældaráðgjafinn (David Paymer), blaðafulltrúinn (Anna Deavere Smith) og ritarinn (Samantha Mathis) leggjast á eitt um að koma daglegum verkefnum heim og saman, rífast við fulltrúa- deild og öldungadeild og lægja ófriðaröldur í heiminum sem allar steðja að á þessu kosningaári. En þótt pólitískar krísur séu erfiðar viðureignar fyrir þann sem situr í Hvíta húsinu era per- sónulegar krísur síst betri. Á það reynir hvort fjölmiðlar, almenn- ingur og allur sá ráðgjafaher sem umkringir forsetann geta umbor- ið það að í embætti forseta sitji ógiftur og ástfanginn maður og hvort forsetinn geti bæði axlað þá ábyrgð sem embættinu fylgir og uppfyllt þarfir konunnar sem hann elskar. Hugmyndina að umfjöllunar- efni myndarinnar átti leikstjórinn Rob Reiner en handrit skrifaði Aaron Sorkin. Þeir unnu áður saman við gerð A Few Good Men. „Við Aaron höfðum talað um að búa til mynd sem fjallaði um pólitíska lífið í Washington og mig langaði að búa til ástarsögu um forsetann. Forsetinn er stöð- ugt í óvenjulegum aðstæðum, þess vegna vildi ég setja hann í aðstæður sem væra hversdags- legar fyrir venjulegt fólk. Það er eins og embættið geti oft ekki þolað þeim sem í því situr að vera mannlegur. Almenningur vill ekki að forsetinn sé venjuleg- ur maður, fólk vill að hann sé nokkurs konar kóngur, almáttug föðurímynd. En auðvitað hefur forsetinn sömu þarfir og aliir aðrir. Hvernig fer hann þá að?“ segir Reiner. Reiner og Sorkin era ekki ópólitiskir menn og voru ákveðn- ir í að koma tveimur málefnum sem þeim eru sérstaklega hug- leikin á framfæri í myndinni. Umhverfísmál era hjartans mál leikstjórans en handritshöfund- urinn er með hugann við það vandamál sem hlýst af almennri og óheftri byssueign í landinu. „Eg hef alltaf átt erfitt með að koma auga á að það séu tvær hliðar á spurningunni um al- menna byssueign. Okkur vinnst aldrei neitt í baráttunni við glæpi ANNETTE Benning í hlutverki konunnar sem ekkjumaðurinn á forsetastóli fellur kylliflatur fyrir. MICHAEL Douglas í hlutverki Andrew Shepard, Bandaríkjaforseta. MARTIN Sheen og Michael J. Fox leika tvo nánustu samstarfsmenn forsetans. nema við tökum byssur úr um- ferð,“ segir Sorkin. Starfslið Hvíta hússins sýndi kvikmyndagerðarfólkinu mikinn velvilja og leyfði því að athafna sig í hvíta húsinu við að kynna sér og teikna upp staðhætti, auk þess sem Michael Douglas og Rob Reiner fengu að eyða tals- verðum tíma í félagsskap Clinton forseta til að fylgjast með forseta að störfum. Douglas hreifst af því sem hann sá. „Eftir að hafa kynnt mér ástandið frá fyrstu hendi í heilan dag er ég fullur virðingar og auðmýktar gagnvart forsetaembættinu,“ segir stjarn- an. „Vinnuálagið og sú ótrúlega pressa sem er á forsetanum hvern einasta dag, hveija einustu helgi í fjögur ár er með ólíkind- um. Ég fylgdist með því hvernig forsetinn fer frá einum sam- starfsmanninum til annars á stöðugum fundumj úr einu mál- efninu að öðru. Ábyrgðin sem hann axlar krefst endalauss út- halds og gífurlegs hæfileika til að setja sig inn í hvert mál. Eftir þetta kann ég enn betur en áður að meta mitt eigið líf sem leikara. Ég held að ég eigi aldrei eftir að kvarta yfir mínum langa vinnutíma,“ segir Michael Douglas. Hann segir að auðveld- ast hafi verið að leika forsetann við opinber skyldustörf og í að- stæðum þar sem tekið var á pólitískum málum en erfiðast þar sem hann var utan sviðs- ljóssins og bara hann sjálfur, t.d. með ungri dóttur sinni eða ástkonunni. Auk Douglas og Benning era 1 hlutverkum valinkunnir stórleik- arar á borð við Martin Sheen, sem hér leikur í mynd ásamt Michael Douglas í þriðja skipti, Richard Dreyfuss og Michael J. Fox. Rob Reiner framleiðir myndina sjálfur eins og jafnan og fékk til samstarfs vant fólk jafnt á sviði sviðsmyndahönnunar, kvik- myndatöku og klippingar. Loks voru galdramennirnir í ILM, sem klipptu saman Forrest Gump og forsetana þijá, fengnir til að fremja sinn galdur, m.a. til að geta fellt saman myndjr teknar í stúdíói og myndir teknar af komu forseta Bandaríkjanna í Bandaríkjaþing. Einvalalið AÐ er óhætt að fullyrða að það er einvalalið bandarískra kvik- myndaleikara fer með hlutverk i mynd- inni Forseti Bandarílyanna undir leik- stjórn Rob Reiners. Rob Reiner er í fremstu röð leik- stjóra í Hollywood og hefur gert kvik- myndir sem almenningi jafnt og gagn- rýnendum hafa fallið vel í geð, síðast A Few Good Men, sem hlaut fjórar til- nefningar til óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta kvikmynd ársins 1994. Reiner hóf feril sinn sem leikari og öðlaðist miklar vinsældir fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum um Archie Bunker og fjölskyldu hans, All in the Family, en því gengi tilheyrði Reiner um árabil. Fyrsta myndin sem hann leikstýrði var This is Spinal Tap, gam- anmynd um velgengni rokkhljómsveit- ar, sem naut talsverðra vinsælda og stendur vel fyrir sínu í dag. Aðrar helstu myndir Reiners eru Stand By Me, When Harry Met Sally, A Princess Bride, A Few Good Men, Misery, en einnig myndin Norh sem kolféll vestan- hafs í hitteðfyrra. Reiner er vinmargur og áhrifamikill maður í bandarískum skemmtanaiðnaði. Hann framleiðir jafnan myndir sínar sjálfur enda einn stofnenda og eigenda framleiðslufyrir- tækisins Castel Rock. •RÚMLEGA fimmtugur er Michael Douglas í hópi skærustu kvikmynda- sljarna Bandaríkjanna seinni ár og ferill hans er um margt óveiy'ulegur. Eins og margir vita er hann sonur kvikmyndaleikarans gamla Kirk Dou- glas, drakk i sig andrúmsloft kvik- myndaheimsins með móðurmjólkinni og heillaðist ungur af. Hann lauk há- skólanámi, og fluttist til New York að læra og reyna fyrir sér á leiksviði þar sem hann þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrsta hlutverkinu, sem var í sjón- varpsmynd. Ferillinn var jafn ogþéttur í aukahlutverkum í vinsælum sjón- varpsþáttum og aðalhlutverkum í kvik- myndum sem ekki fóru víða allt þar til að hann hlaut annað tveggja aðal- hlutverka í lögguþáttunum vinsælu The Streets of San Francisco. En hugur Douglas stefndi hátt. Hann keypti kvikmyndarétt að skáldsögunni Gaukshreiðrinu og var sem framleið- andi maðurinn á bak við gerð þeirrar vinsælu óskarsverðlaunakvikmyndar. Næsta verkefni hans sem framleiðanda var að taka saman höndum við Jane Fonda um gerð myndarinnar China MICHAEL Douglas og Rob Reiner bera saman bækur sínar á skrifstofu Andrew Shepard bandaríkjaforseta. Syndrome sem þau framleiddu í sam- einingu ásamt því að leika aðalhlutverk ásamt Jack Lemmon. Næstu ár á eftir voru Douglas farsæl við leik í myndum á borð við Coma, The Star Chamber og Chorus Line en 1984 braut blað í sögu hans þegar hann, lék í ævintýra- myndinni Romancing the Stone þar sem hann var jafnframt framleiðandi. 1987 lék Douglas í tveimur vinsæl- ustu myndum ársins, Fatal Attraction og Wall Street eftir Oliver Stone en sú færði honum óskarsverðlaun fyrir leik. Undanfarin ár hefur Douglas m.a. leikið í Basic Instinct, Falling Down, Made in America og síðast Disclosure á móti Demi Moore. •ÞÓTT margir þekki Annette Benning fyrst og fremst sem eiginkonu stjörn- unnar Warrens Beatty hefur hún löngu sannað eigið ágæti sem leikkona og hlotið tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir leik í myndinni Grifters. Rob Reiner segir að hún hafi verið sú eina sem kom til greina sem ástkona forset- ans. „Hlutverkið krafðist leikkonu sem gat með trúverðugum hætti staðið uppi í hárinu á forsetanum; einhverrar sem væri aðlaðandi, kynþokkafull, með góða kímnigáfu og greind. í sannleika sagt var Annette Benning eina leikkon- an sem mér datt í hug að hefði þessa kosti.“ í fyrra lék Benning í myndinni Love Affair, á móti eiginmanni sínum, en þar áður léku þau ma. saman í Bugsy. Hún lék í Guilty By Suspicion á móti Robert De Niro og í Regarding Henry á móti Harrison Ford. Þar var Mike Nichols við stjórnvölinn og með honum vann hún einnig í Postcards from the Edge. Síðast lék Annette Benning á móti Ian McKellen í kvikmyndagerð eft> ir leikriti Shakespeares um Ríkharð 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.