Morgunblaðið - 07.01.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.01.1996, Qupperneq 29
28 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ENDURSKOÐUN VINNULÖGGJAFAR Igær var frá því skýrt hér í blaðinu, að svonefnt vinnu- réttarráð í Noregi, sem er ráðgef- andi aðili fyrir félags- og vinnu- málaráðuneytið þar í landi, mundi innan skamms leggja til, að verkfallsréttur einstakra hópa, sem ekki eigi aðild að heild- arsamtökum, verði skertur veru- lega. Jafnframt kom fram, að samstaða væri um þetta á milli samtaka vinnuveitenda og verka- lýðshreyfingar í Noregi. Þessar tillögur tengjast endurskoðun vinnulöggjafar, sem staðið hefur yfir í Noregi síðustu árin. Þær beinast m.a. að starfshópum á borð við starfsmenn á olíubor- pöllum, flugvirkja, lögreglu- menn, kennara og blaðamenn. í áramótagrein Davíðs Odds- sonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, sem birtist í Morgun- blaðinu á gamlársdag, kom fram, að endurskoðun vinnulöggjafar hér væri hafin. Hins vegar hefur ekki farið mikið fyrir opinberum umræðum um það í hverju hún ætti helzt að felast. Endurskoðun vinnulöggjafar er löngu tímabær. Núverandi lög- gjöf á-þessu sviði endurspeglar ekki lengur ríkjandi viðhorf og tíðaranda. Það er auðvitað alltaf álitamál hvað á heima í löggjöf og hvað í samningum á milli að- ila. Sumt af því, sem gerðar hafa verið athugasemdir við undan- farin ár, tengist ekki vinnulög- gjöfinni sem slíkri heldiíí samn- ingum á milli vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að það geti ekki samrýmzt hugmyndum um fé- lagafrelsi að skylda menn til að- ildar að verkalýðsfélögum. Það á að vera hveijum launþega í sjálfs vald sett, hvort hann telur hags- munum sínum bezt borgið innan eða utan launþegafélags. Með sama hætti getur það ekki sam- ræmzt nútíma hugmyndum að skylda launþega til aðildar að ákveðnum lífeyrissjóðum. Það á að vera mál hvers einstaklings að ákveða í hvaða lífeyrissjóði hann vill vera um leið og lífeyris- sjóðir eiga að hafa ákvörðunar- vald um hvort þeir vilji taka við viðkomandi einstaklingi. Það á heldur ekki að vera hlutverk vinnuveitenda að innheimta fé- lagsgjöld hjá félagsmönnum verkalýðsfélaga. Það hlýtur að vera verkefni þessara félaga sjálfra að innheimta félagsgjöld hjá félagsmönnum sínum. Allir þessir þættir og vafalaust ein- hverjir fleiri snúa að samskiptum launþega við verkalýðsfélög. Á þessu sviði sem öðrum á að ríkja frelsi, en það frelsi er nánast ekki til í dag. í tengslum við stjórnarkjör, sem fram mun fara á næstunni í verkalýðsfélaginu Dagsbrún í Reykjavík, hefur Morgunblaðið vakið athygli á því ólýðræðislega fyrirkomulagi, sem ríkir við stjórnarkjör í því félagi og vafa- laust á það við um fleiri verka- lýðsfélög. í raun og veru er nauð- synlegt, að vinnulöggjöf tryggi rétt almennra félagsmanna í verkalýðsfélögum að þessu leyti til þess að koma í veg fyrir, að stjórnendur í slíku félagi búi svo um hnútana, að það sé nánast ómögulegt að koma fram breyt- ingum á skipan stjórnar í and- stöðu við þá. Það er víðar en í Noregi, sem menn hafa áhyggjur af því, að fámennir hópar misnoti aðstöðu sína til að knýja fram launa- hækkanir. Mörg og ljót dæmi um þetta eru til í verkfallsbaráttunni hér á landi. En jafnframt er bæði hér og annars staðar meiri vilji til að takast á við þessa hópa en áður var. Þannig er alveg ljóst, að sú ákvörðun Halldórs Blöndals, samgönguráðherra, að taka við uppsögnum flugumferð- arstjóra og gera ráðstafanir til þess að leysa flugumferðarstjórn með öðrum hætti, átti mestan þátt í að knýja þennan fámenna starfshóp að samningaborðinu. Það er svo aftur annað mál, að það er ekki endilega víst, að þær hugmyndir, sem uppi eru í Noregi til þess að ráða bót á þessum vanda, eigi við hér. Er eitthvert vit í því að skylda verka- lýðs- eða launþegafélög til að eiga aðild að heildarsamtökum? Er eitthvert vit í því að binda verkfallsrétt við aðild að heildar- samtökum? Er eitthvert vit í því að lögbinda skyldu um að samn- ingar heildarsamtaka eigi að vera viðmiðun fyrir aðra, eins og norska alþýðusambandið krefst? Öll þessi atriði ganga þvert á þær hugmyndir um frelsi á þessu sviði, sem vikið var að hér að framan. Hins vegar er það sjálf- sögð krafa, að verkfall sé ekki boðað nema að undangenginni allsherjaratkvæðagreiðslu í við- komandi verkalýðsfélagi. í tengslum við þá endurskoðun vinnulöggjafar, sem Davíð Odds- son vék að í áramótagrein sinni hér í blaðinu, er nauðsynlegt og æskilegt, að umræður fari fram á opinberum vettvangi um nauð- synlegar umbætur á þessu sviði. í slíkum umræðum eru viðraðar hugmyndir og skoðanir, sem að gagni koma í nýrri löggjöf. Það er líka mikilvægt að þessum málum verði ekki ráðið einungis á milli fulltrúa vinnuveitenda, verkalýðsfélaga og stjórnvalda. Reynslan hefur sýnt að vinnu- veitendur eru tilbúnir að ganga of langt í samningum við verka- lýðsfélögin um ýmsa þætti, sem skerðá frelsi einstakra launþega í því skyni að ná fram öðrum markmiðum, sem þeim eru mikil- væg. 106.: ÞEGAR »við erum ung er hugurinn bundinn við framtíð- ina. Okkur hungrar í hana. En fullsödd hverfum við inní haustið, fullsödd og hikandi. En það er ekkert hik á gleði haustsins í Árstíðum Haydens. Hvílík veizla(I) Enginn hefur kennt okkur að hlakka til haustins einsog hann. Það kemur sér vel. 107 ÞAÐ ER MEIRIFÖGN’ Iv I »uður í Haustinu en öðr- um köflum verksins. Heit og eftir- minnileg gleði í hveijum tón, Was durch seine Bliite ... Þegar maður er kominn yfir sextugt fá Árstíð- imar nýja merkingu. Og með þetta verk í huga er auðveldara en ella að hverfa inní haustið. Það minnir ekkert á Haustið í ljóðabók Snorra Hjartarsonar, Hauströkkrið yfír mér. Það haust getur komið hvenærsem er á ævinni. Við erum ekki eldri en okkur finnst, hefur verið sagt. Og fuglinn í ljóði Snorra getur hvenær sem er minnt okkur á viðblasandi örlög, jafnvel um hásumar: Rökkvar að rauðri nótt, ráðvillt og þreytt hjarta hniprar sig hrakinn fugl við hamra svarta. Mér er til efs að Hayden hafí í raun kynnzt þessu hausti Snorra, HELGI spjall a.m.k. ekki ef marka má þá dýrðlegu fléttu gleði og eftirvænting- ar sem Árstíðirnar eru. Það hlýtur að vera þessi eftirvænting, þetta fyrirheit margra óvæntra híbýla sem Kristur talar um. Hann er sjálfur slíkar vistarverur. Rúm- gott athvarf í þeirri háskalegu gleði sem við köllum líf. Og í því tvísýna fýrirheiti sem við köllum líf eftir dauðann. -J AO PÁLL ÍSÓLFSSON AUO*sagði við mig að merki- legasta setningin í allri Bíblíunni væri í húsi föður míns eru margar vistarverur. Fyrirheit þessara orða nægði okkur inní eilífðina. 011 erum við hús. Og í þessum húsum eru margar vistarverur. Umfram allt erum við hús minn- inganna. Rúmgóðar vistarverur áleitinna minninga sem vaxa inní okkur eins og jurtir í gamlar rúst- ir og verða óaðskiljanlegur þáttur af lífi okkar og hugsun. Og það er úr þessum vistarverum sem ljóð- ið vex. Það kemur til okkar með áminningu fjölærra minninga ein- sog grösin sem teygja sig upp úr gijóti hruninna og gamalla húsa. Þetta á líklega eitthvað skylt við fyrrnefnd orð Krists, en þau eru þó yfirskilvitlegri veruleiki en minningin. Eða Ijóðið. Hús er altjént hús, segir í Blind- húsum. Húsið bíður, klukkan geng- ur, segir Kristján Karlsson í ljóði. Mikilvægasta setningin í eftir- minnilegri sögu Toni Morrisons, Söng Salómons, fjallar einmitt um það hvernig annað fólk vex inní okkur; verður hluti af okkur; ekki einungis þeir sem við fyrirlítum, vorkennum, hötum, heldur einnig - og miklu fremur - þeir sem við elskum og kalla fram í okkur kær- leika, Hann er hús mitt í þessum heimi... Og ég er hans hús, sagði Rut. Brecht talar um hús sem standa tóm þótt það sé búið í þeim. Og Shakespeare, auðvitað. Rosa- lind talar í Sem yður þóknast um snigil sem fer sér hægt, að sjálf- sögðu, en hann kemur, „með húsið sitt á bakinu; og það er betri glaðn- ingur en ég býst við að þú getir boðið konu, og auk þess flytur hann örlög sín með sér“. 1 AQ ÞAÐ ER í þessi híbýli l.Uí/«sem við sækjum ljóðið á sama hátt og marglit blómin teygja sig úr grjótinu og minna á hlédræg grös sem geymast í rústunum. Þegar hallar að hausti sjáum við umhverfið einsog Forum Romanum upplifði umhverfi sitt, ef það hefði augu til að skynja þá gesti sem tíminn stefndi á þetta mikla torg. IMORGUNBLAÐINU í DAG, laugardag, birtist viðtal við Sturlu Böðvarsson, varafor- mann fjárlaganefndar Alþingis, þar sem hann lýsir m.a. viðhorf- um meirihluta nefndarinnar til afgreiðslu fjárlaga í desember sl. og þá ekki sízt til málefna sjúkrahúsanna og Háskóla íslands. Eins og menn muna kom fram alvarleg gagn- rýni frá forsvarsmönnum þessara stofnana á afstöðu fjárveitingavaldsins til þeirra og í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins var m.a. lýst þeirri skoðun, að lengra yrði ekki komizt í þeirri tegund niðurskurðar, sem fylgt hefði verið gagnvart þessum stofnunum á undanfömum árum. Sturla Böðvarsson, sem hefur langa reynslu af starfi í fjárlaganefnd Alþingis, hefur hins vegar sitt að segja um rekstur þessara stofnana og segir m.a. um sjúkra- húsin: „Ég held, að því miður hafi verið og séu enn tiltekin lausatök í heilbrigðis- málunum að því leyti, að sjúkrastofnanir, einkum þær stærstu, hafa farið sínu fram lítt skipulagðar og án samráðs eða faglegr- ar og pólitískrar forystu. Heilbrigðisráðu- neytið hefur ekki haft afl til að fylgjast nægilega með því hvað þar hefur verið að gerast. Þannig hafa stofnanir litið svo á, að þær væru eins konar ríki í ríkinu, sem þyrftu ekki að fara eftir fjárlögum. Slíkt gengur ekki.“ Og um rekstur Háskóla íslands segir varaformaður íjárlaganefndar: „Það kann að vera mjög viðkvæmt, þegar þingmenn segja það, en mér er sagt af mönnum, sem starfa innan Háskólans, að margt megi bæta í starfseminni, m.a. í kjölfar þess að Þjóðarbókhlaðan hefur tekið til starfa og það þurfi að endurskipuleggja, spara og hagræða. Háskólamenn gefa okkur stjórnmálamönnum oft góð ráð, ekki sízt prófessorar Hagfræðistofnunar. Þeir þurfa líka að líta í eigin barm og nýta takmark- aða fjármuni sem bezt.“ Um það sem framundan er í rekstri sjúkrahúsanna segir Sturla Böðvarsson m.a.: „Og það er einnig mikið umhugsun- arefni fyrir okkur, sem erum að vinna við gerð fjárlaga og koma á úrbótum í ríkis- rekstrinum að sjá, að þrátt fyrir vaxandi útgjöld til heilbrigðismála, stöðugt meiri tækniframfarir á sviði læknavísinda sam- fara' færri legudögum sjúklinga inni á sjúkrastofnunum sjáum við fram á það, að biðlistar lengjast. Eftir sem áður koma forsvarsmenn stóru sjúkrahúsanna eins og Ríkisspítalanna og biðja um að meira sé byggt þótt fjármunir séu ekki til rekstrar- ins og deildir lokaðar. Ég held, að við þessar aðstæður og ekki sízt, þegar bent hefur verið á mikil- vægi þess að skoða forgangsröðun í út- gjöldum ríkisins, einkum innan heilbrigðis- kerfisins, að það hafi verið alveg óhjá- kvæmilegt að stoppa við núna, láta stóru sjúkrahúsin gera betur grein fyrir fyrirætl- unum sínum, láta fjárlagafrumvarpstöluna standa að mestu en sjá hver árangur verð- ur af sameiningu Borgarspítala og Landa- kots í Sjúkrahús Reykjavíkur, hver árang- ur verður af auknu samstarfi stóru sjúkra- húsanna innbyrðis og hver árangur verður af auknu samstarfi Ríkisspítalanna við litlu sjúkrahúsin. Þegar við sjáum árangur af þessu öllu verðum við auðvitað að stokka spilin að nýju. Við gætum þurft að velja á milli aukinna greiðslna til lækna og ann- arra heilbrigðisstétta og einhverra mennta- og menningarstofnana. Við verð- um að muna að tekjurnar eru takmarkað- ar.“ Þótt þingmaðurinn noti ekki stór orð felst í ummælum hans þung gagnrýni á stjómendur sjúkrahúsa og háskólans, gagnrýni, sem forsvarsmenn þessara stofnana hljóta að svara. Hitt fer ekki á milli mála, að þeir þingmenn, sem starfa árum saman í fjárlaganefnd þingsins, öðl- ast smátt og smátt mikla þekkingu á hin- um ýmsu þáttum í ríkisrekstrinum og fá áreiðanlega nokkuð skýra mynd af því hvernig til tekst í stjómun einstakra stofn- ana á vegum hins opinbera. í þessu tilviki eru þingmenn að gæta almannahagsmuna, þ.e. hagsmuna skattgreiðenda og viðhorf þeirra og sjónarmið skipta að sjálfsögðu miklu máli í þessum umræðum. Niður- skurður- uppskurður ÞAÐ ER SVO annað mál, eins og Morgunblaðið lýsti í ritstjórnargrein- um í desember, hversu langt er hægt að komast í sparnaði, sem byggist fyrst og fremst á niðurskurði útgjalda. Hvort sem litið er til málefna sjúkrahús- anna eða Háskóla íslands er ljóst, að á undanförnum samdráttarárum í þjóðarbú- skapnum hefur megináherzlan verið lögð á niðurskurð útgjalda en minni á uppskurð í kerfinu, sem þó er vissulega fyrir hendi í heilbrigðisgeiranum. Hvort sem um er að ræða ríkisrekstur eða einkarekstur er hægt að ná fram sparnaði með tvennum hætti. Það er hægt að spara með niðurskurði útgjalda en það er líka hægt að ná fram sparnaði með uppskurði á þeim kerfum, sem við er feng- izt hveiju sinni. Niðurskurði fjárframlaga til stóru sjúkrahúsanna hefur verið mætt með fækkun sjúkrarúma, lokun deilda, fækkun starfsfólks o.s.frv. Þessar lokanir hafa mætt vaxandi gagnrýni á undanförn- um mánuðum og þá m.a. sl. sumar, þegar læknar á geðdeildum töldu að komið væri yfir þau mörk, sem veijanleg væru og að lokanir á geðdeildum leiddu beinlínis til þess, að sjúklingar væru sendir of snemma heim, næðu þess vegna ekki nauðsynlegum bata og kæmu fyrr en síðar inn á geðdeild- irnar aftur. Dæmi um uppskurð í heilbrigðiskerfínu er hins vegar sameining Borgarspítala og Landakotsspítala í Sjúkrahús Reykjavíkur. Menn eru hins vegar ekki á einu máli um, hvort sú sameining hafí verið skynsamleg. Sú spurning verður stöðugt áleitnari, hvort hugmyndir erlendra sérfræðinga fyrir nokkrum árum um, að svo lítið þjóðfélag hefði einfaldlega ekki efni á að reka tvö hátæknisjúkrahús, eigi kannski við rök að styðjast. Framfarir í læknavísindum eru mjög örar en sá tækjabúnaður, sem leiðir af þeim framförum, er dýr. Ér einhver þörf á því í ekki stærra þjóðfélagi að reka tvö sjúkrahús, sem uppfylla ýtrustu kröfur á þessu sviði? Þegar kemur að spurningum sem þessum koma margvíslegir hagsmun- ir til sögunnar. Það er ekkert neikvætt við það, að starfsfólk sjúkrahúsanna tveggja hafi metnað fyrir hönd sinna stofnana, en sá metnaður getur orðið kostnaðarsamur fyrir skattgreiðendur. Miðað við þær um- ræður, sem fram hafa farið undanfamar vikur verður að draga stórlega í efa, að það takist með hagræðingu og endurskipu- lagningu í almennum rekstri að spara nægilegar fjárhæðir í rekstri sjúkrahús- anna til þess að mæta kröfum fjárlaga- nefndar Álþingis. Erum við ekki komin að þeim krossgötum í þessum efnum að taka afstöðu til þeirrar hugmyndar að hér verði eitt hátæknisjúkrahús en ekki tvö? Svipuð sjónarmið eru uppi á háskólastig- inu, þótt með nokkuð öðrum hætti sé. Hér voru þijú stór sjúkrahús en með samein- ingu hefur þeim verið fækkað í tvö. Hins vegar var hér einungis einn skóli á háskóla- stigi, þ.e. Háskóli Islands, en undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að því að fjölga þeim. Höfum við efni á því? Höfum við efni á því að byggja upp marga há- skóla, sem uppfylla þær kröfur, sem gerð- ar eru til háskóla í öðrum löndum? Alkunna er, að háskólar eru mjög mis- munandi að gæðum. Ungt fólk getur lent í því að setjast á skólabekk í háskóla, hvort sem er í Bandaríkjunum eða Evr- ópu, sem standa tæpast undir nafni. Höf- um við einhvern áhuga á því að koma upp slíkum háskólum hér? Eitt af því, sem ræður úrslitum um gæði háskóla, er hvers konar kennarar ráðast að þeim stofnunum. Og eitt af því, sem ræður úrslitum um, hvort háskólum tekst að laða til sín hæfa kennara, eru launakjör sem í boði eru. Það hefur verið alvarlegt áhyggjuefni árum REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 6. janúar samanj hvað launakjör kennara við Há- skóla íslands eru léleg enda byggja þeir flestir afkomu sína á því að sinna mörgum störfum. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, lét í ljósi þá skoðun fyrir nokkrum mánuð- um, að svo gæti farið að lengra yrði ekki komizt í niðurskurði útgjalda í menntakerf- inu, heldur yrði að grípa til þess ráðs að hætta alveg ákveðinni starfsemi. í þessu felst munurinn á því að spara með niður- skurði eða uppskurði. Með sama hætti og þeirri spumingu verður að svara, hvort hægt sé að ná fram meiri sparnaði í rekstri sjúkrahúsa með því að leggja áherzlu á uppbyggingu og starfrækslu á einu hátæknisjúkrahúsi, er tímabært að taka afstöðu til þess, hvort halda á áfram þeirri þróun, sem hér hefur staðið í nokkur ár að byggja upp marga háskóla. Erfítt er að sjá rökin fyrir því, þegar augljós hætta er á, að Háskóli ís- lands eða einstakar deildir hans drabbist niður vegna fjárskorts. Hin leiðin er auðvit- að sú að taka upp umtalsverð skólagjöld við skólann en í því felst einnig grundvall- arstefnubreyting, sem kannski er óhjá- kvæmileg. Slík stefnubreyting mundi hins vegar kalla á víðtækari breytingar á há- skólastiginu. Skólagjöld eru við nánast alla háskóla í Bandaríkjunum, þótt þau séu mismunandi og í sumum tilvikum mjög há. En við þá skóla er líka víðtækt styrkja- kerfi, sem nánast tryggir efnalitlum en efnilegum nemendum möguleika á há- skólanámi. Við getum ekki tekið upp skóla- gjöld við Háskóla íslands án þess að huga að þeirri hlið málsins. Þótt hér hafí fyrst og fremst verið vikið að rekstri sjúkrahúsa og háskóla í tilefni af fyrrnefndu viðtali Morgunblaðsins við Sturlu Böðvarsson, varaformann fjárlaga- nefndar Alþingis, eiga spurningar um nið- urskurð eða uppskurð við á fjölmörgum öðrum sviðum í opinberum rekstri. Það hefur áreiðanlega tekizt að ná töluverðum árangri á undanförnum árum með mark- vissum niðurskurði útgjalda. Þótt hins vegar fjárlagahallinn fari minnkandi og tekjur ríkissjóðs vaxandi með batnandi efnahag má ekki láta staðar numið, heldur mun batnandi hagur þvert á móti gefa betra svigrúm til uppskurðar og endur- skipulagningar í opinberum rekstri. Uppskurður í orkugeir- anum Í ÞESSU SAM- bandi er ástæða til að vekja athygli á fróðlegum umræð- um, sem nú eru hafnar um skipulag orkumála. Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, hefur boðað skipun nefndar til þess að endurskoða orkulögin m.a. í því skyni að kanna hvort hægt sé að tryggja aukna samkeppni í orkusölu. Sú hugsun, sem í því felst, er til fyrirmyndar. Þá hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, ítrekað varpað fram spum- ingum um eignarhlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Fyrir nokkrum mánuðum nefndi borgarstjóri þann möguleika, að borgin seldi hlut sinn í Landsvirkjun. Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær, föstu- dag, lagði Ingibjörg Sólrún fram formlega tillögu um, að Reykjavíkurborg óski eftir viðræðum við aðra eignaraðila Landsvirkj- unar um framtíðarskipulag, rekstrarform og eignaraðild að fyrirtækinu. í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, segir borgarstjóri m.a.: „Það er ljóst, að það er verið að endurskoða orkumálin í löndunum í kringum okkur og það er ekki nema eðlilegt, að við tökum þetta til skoðunar hér á landi. Landsvirkjun er 30 ára gam- alt fyrirtæki og það hefur margt breytzt bæði í atvinnumálum og markaðsmálum síðan það var stofnað. Meðal þess, sem ræða þarf eru kröfur um aukna sam- keppni í orkumálum." I Morgunblaðinu í dag, laugardag, birt- ist einnig grein eftir einn af borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Gunnar Jóhann Birgisson, þar sem hann íjallar um hagsmuni Reykvíkinga í þessu HÖGGMYND Einars Jónssonar, Úr álögum, við Reykjavíkurtjörn. Morgunblaðið/Einar Falur sambandi og segir m.a.: „Margir hafa lát- ið í ljósi þá skoðun sína á undanfömum árum, að Reykjavíkurborg eigi sjálf að virkja Nesjavelli og selja raforkuna beint til Rafmagnsveitu Reykjavíkur en ekki til Landsvirkjunar og lækka þannig raforku- verð til Reykvíkinga. Síðast skrifaði Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur, ágæta grein um þetta efni í Morgunblaðið hinn 1. desember sl. Þar rakti hann m.a., að líklega væri hægt að lækka raforkukostn- að Reykvíkinga um 700 til 1.000 milljónir á ári með framleiðslu raforku á Nesjavöll- um... Af þessu má ljóst vera, að hér er um gríðarlegt hagsmunamál fyrir Reyk- víkinga að ræða og eins gott að rétt verði staðið að málum þannig að þetta tækifæri gangi ekki okkur úr greipum, sérstaklega þar sem iðnaðarráðherra hefur nú þegar lýst yfír vilja sínum til þess að opna fyrir möguleika á samkeppni í orkuvinnslu." En jafnframt bendir Gunnar Jóhann Birgisson á eftirfarandi: „Rétt er að hafa í huga að Reykvíkingar hefja ekki orku- vinnslu á Nesjavöllum til eigin nota án þess að lögum verði breytt. I lögum um raforkuver o.fl. er iðnaðarráðherra veitt heimild til þess að veita Hitaveitu Reykja- víkur leyfí til raforkuvinnslu á Nesjavöllum með því skilyrði að fyrir liggi samningur um rekstur virkjunarinnar sem hluta af raforkukerfí landsins eins og það er orðað í lögunum." Eitt af því, sem rætt hefur verið um á undanförnum misserum, er hugsanleg einkavæðing Landsvirkjunar. Vandinn í því sambandi er hins vegar sá, að við núverandi aðstæður ríkir einokun á þessu sviði. Þegar Ruth Richardson, fyrrum fjár- málaráðherra Nýja-Sjálands kom í heim- sókn hingað til lands fyrir nokkrum vikum, varaði hún sérstaklega við því að einka- væða fyrirtæki í slíkri stöðu fyrr en tryggt væri að samkeppni ríkti á umræddu sviði. Kannski er sá uppskurður í orkugeiranum, sem Finnur Ingólfsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virðast mæla með, forsenda þess, að slík einkavæðing geti orðið. Það er svo önnur hlið á þessu máli, sem hafa verður í huga. Landsvirkjun hefur staðið fyrir gífurlegum virkjunarfram- kvæmdum á síðustu þremur áratugum. Þar hefur verið byggt upp fjárhagslega öflugt fyrirtæki, sem hefur getað tekizt á við slík verkefni og þar hefur verið byggð upp mikil þekking á þessu sviði. Það má ekki halda þannig á málum við endurskipu- lagningu orkugeirans, að fjárhagslegt bol- magn til mikilla framkvæmda og þessi þekking verði ekki til staðar. „Hvort sem um er að ræða ríkis- rekstur eða einkarekstur er hægt að ná fram sparnaði með tvennum hætti. Það er hægt að spara með niður- skurði útgjalda en það er líka hægt að ná fram sparn- aði með upp- skurði á þeim kerfum, sem við er fengizt hverju sinni.“ -r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.