Morgunblaðið - 07.01.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 07.01.1996, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vínsýning og franskur stj örnukokkur VÍNSÝNING Perlunnar verður haldin öðru sinni dagana 12.-14. janúar. Þann 14. hefst einnig frönsk vika í Perlunni, sem stendur til sunnudagsins 21. janúar, og kemur franskur gestakokkur, Philippe Girardon til landsins af því tilefni. Vínsýningin verður opnuð klukkan sex á föstudag og er opin til tíu um kvöldið. Á laugardag er opið frá 16-20 og á sunnudag klukkan 14-18. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður á fímmtu hæð Perlunnar og skemmtiatriði. Sýningin er opin öllum eldri en tuttugu ára og er aðgöngugjald fímmtán hundruð krónur. Að- göngumiðinn gildir alla sýningar- dagana. Fimm sendiráð verða með bása á sýningunni, sendiráð Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Svíþjóðar. Þá munu fyrirtækin Moltó, Vínlist, Ölföng, Eldhaka, heildverslun Alberts Guð- mundssonar, Globus, Vínland, Austurbakki, heildverslun Júlíusar P. Guðjónssonar og heildverslun Skúla Ingimundarsonar kynna vörur sínar. Erlendur áhugi Stefán Magnússon, markaðs- stjóri Perlunnar, segir að sökum þess hversu vel tókst til með sýn- inguna í janúar á síðasta ári hafi verið ákveðið að halda hana á ný nú. „Þeir útlendu gestir sem komu hingað á síðasta ári höfðu orð á því að ótrúlegt væri að sýning af þessum gæðum skyldi vera sett upp í þessu litla landi, hvað þá að um frumraun hafí verið að ræða. Til dæmis lofaði ástralska fyrir- tækið Mildara-Blass sýninguna í hástert í fréttabréfi sínu, sem sent er um allan heim. Það er mikill og greinilegur áhugi útlendinga á þessari sýningu þó svo að ísland sé ekki stór markaður á alþjóðleg- um mælikvarða," sagði Stefán. Um tugur erlendra gesta verður á sýningunni að þessu sinni. Munu þeir svara spurningum gesta og margir halda fyrirlestra og smakk- anir. Meðal þeirra sem koma eru Helmut Jung frá þýsku vínstofnun- inni, Hugh Cochrane MW, aðstoð- arforstjóri Evrópudeildar ástralska vínrisans Soutchorp (Penfold’s, Lindemans, Seppelts, Wynns o.fl.), Richard McAleese frá United Dist- illers, Philippe Mayer-Gillet frá Camus Cognac, Bemard Repolt frá Bouchard Ainé & Fils, Fréderic Dhevenard frá Chateau de Corton- André, René Lambert frá Dourthe, John Scott forstjóri Mildara-Blass í Evrópu og fulltrúar frá sænska fyrirtækinu Wárnelius. Fimm rétta franskur seðill Gestakokkurinn Philippe Girar- don rekur veitingastaðinn Hostell- erie Domaine de Clairefontaine skammt frá Vienne, fyrir sunnan Lyon. I næsta nágrenni eru ein- hverjar frægustu vínekrur Rhone- héraðsins, Cote Rotie og Condrieu. Veitingastaðurinn er til húsa í fyrr- um sveitasetri biskupa Lyon í glæsilegum stórum garði. Girardon er mjög virtur i Frakklandi þrátt fyrir ungan aldur og hefur Michel- in veitt veitingastaðnum eina stjömu. Hann hefur sett saman fimm rétta matseðil, sem boðið verður upp á í Perlunni. Verð seðilsins hefur ekki enn verið endanlega ákveðið en gera má ráð fyrir að það verði á bilinu 3.500 krónur til 4.000 krónur. Á seðlinum verður að finna andalifur, grillaða hörpuskel, lax, Iambahrygg m'eð rósmarínsósu, og svart súkkulaði með Chartreux- mousse matreitt að hætti Girar- don, en matreiðsla hans þykir sam- eina hefðir héraðsins og sköpunar- gleði og hugmynda á einstaklega vel heppnaðan hátt. Einnig verður í boði úrval vína frá Rhone-hérað- inu. PHILIPPE Girardon ræður ríkj- um á sveitasetrinu Domaine de Clairefontaine, sem er Michelin- stjörnu veitingastaður. Beint af frísvæði Kaliforníubændur ánægðir með vínuppskeruna NYR möguleiki opnast fyrir vín- áhugafólk þann 1. febrúar er hægt verður fyrir einstaklinga að panta vín af frísvæði beint í útibúum ÁTVR. Mikinn fjölda spennandi vín- tegunda er þar að frtina en til þessa hafa þær fyrst og fremst verið seld- ar til veitingahúsa. Hafí einstakling- ar viljað nálgast þær hafa þeir orð- ið að gera pantanir sínar í gegnum ÁTVR á Stuðlahálsi og þar að auki ekki geta keypt vínið í minna magni en heilum kössum. Það hafa því fáir nýtt sér þennan möguleika. Að sögn Höskuldar Jónssonar, for- stjóra ÁTVR, stendur hins vegar til að breyta þessu þann 1. febrúar. Hann segir að ekki sé hægt að gera það fyrr því breyting af þessu tagi krefjist talsverðrar breytingar á forritum auk sérstakrar verð- skrárgerðar. „Viðskiptavinurinn verður um leið og hann pantar að geta séð hvað hann er að borga. Það verður því að bjóða þessi vín á föstu verði í tiltekinn tíma,“ segir Höskuldur. VÍNBÆNDUR í Kaliforníu eru bjartsýnir þrátt fyrir litla uppskeru í haust og líkur á að 1995 verði einn eitt topp- árið í Kalifomíu að mati sér- fræðinga. Vorið var frc-mur óhag- stætt fyrir vínrækt í Kalifor- níu og margir vínræktendur beijast við rótarlúsina Phylloxera. Eru það helstu skýringarnar á því að upp- skeran varð fremur lítil í magni talið. í Napá og Sonoma, þekktustu vínhéruð- um Kaliforníu, vár uppsker- an 10-15% undir meðalári. Vínþrúgurnar náðu hins vegar mjög góðum þroska og stefnir í að árið 1995 verði sjötta árið í röð þar sem gæði vínanna eru langt yfir meðallagi. Uppskeran fór fram í síðara lagi og síðustu þrúgurnar vom ekki teknar í hús fyrr en um miðjan nóv- ember. Það á þó fyrst og fremst við um vín betri framleiðenda þar sem margir framleiðend- ur ódýrra magnvína hafa neyðst til að kaupa þrúgur, sem ekki alltaf uppfylla gæðakröfur, til að vega upp á móti uppskerubrestinum. Þeir sem vilja bragða á vínum ársins 1995 verða einnig að sýna þolinmæði þar sem gæðavínin koma ekki í sölu fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Flest eru þau enn í stál- tönkum eða þegar komin í eikartunnur og munu bíða þar um þó nokkurt skeið áður en þau verða sett á flöskur. Vínin gætu einnig hæg- lega orðið dýrari en þau sem nú eru í sölu. Verð á góðum þrúgum hefur hækkað um 20-30% vegna þess hve upp- skeran var lítil á sama tíma og eftirspurnin eftir Kalifor- níuvínum eykst. Verð á að mati flestra sér- fræðinga eftir að hækka áfram vegna phylloxeru- plágunnar. Ófögnuður þessi, sem lagði vínrækt í Evrópu í rúst á síðari hluta nítjándu aldar eftir að hafa borist þangað frá Bandaríkjunum, greindist fyrst í Kaliforníu árið 1986. Er talið að Iúsar- plágan muni ná hámarki á næsta ári í Napa og því verð- ur framboðið skert í nokkur ár til viðbótar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.