Morgunblaðið - 07.01.1996, Síða 32

Morgunblaðið - 07.01.1996, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginkona mín, móðir okkar og amma, ÁSTA ÞÓRHILDUR SÆMUNDSDÓTTIR, Sandprýði, Vestmannaeyjum, lést 4. janúar. Guðmann Adolf Guðmundsson, börn og barnabörn. t Eiginmaður minn, ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON, fyrrum bóndi á Skálpastöðum, Lundarreykjadal, lést í Sjúkrahúsi Akraness að morgni 5. janúar. Þórunn Vigfúsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORBERGUR GUÐLAUGSSON veggfóðrarameistari, Frakkastíg 5, Reykjavfk, sem andaðist 2. janúar, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 9. janúar kl. 10.30. Ólöf Guðmundsdóttir, Guðlaugur Þorbergsson, Helgi Þorbergsson, Ebba Þóra Hvannberg, Guðmundur Ingi Þorbergsson, Jutta Thorbergsson, Ágústa Þorbergsdóttir, Rúnar Halldórsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SVANHILDUR GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Stífluseli 6, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. janúar og hefst athöfnin kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vin- samlegast bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Helga Hákonardóttir, Þór Garðarsson, Hildur Hákonardóttir, Þorgeir Guðmundsson, Magnús Hákonarson, barnabörn og systkini. Útför eiginmanns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SIGURÐAR M. ÞORSTEINSSONAR, fyrrv. aðstoðaryfirlögregluþjóns, Aflagranda 40, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudag- inn 10. janúar kl. 13:30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Flugbjörgunarsveitina. Ásta Jónsdóttir, Óskar Sigurðsson, Brynja Kristjánsson, Hörður Sigurðsson, Sif Ingólfsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Anne-Marie Frederiksen, Marta Sigurðardóttir, Magnús Sigsteinsson, Jón Sigurðsson, Margrét Einarsdóttir, Sigurður R. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, GÍSLI M. KRISTINSSON, dvalarheimilinu Hli'ð, Akureyri, áður til heimilis á Eyrarvegi 14, sem lést 25. desember sl., verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudag- inn 9. janúar kl. 13.30. Elínóra Hólm Samúelsdóttir, Hörður Gíslason, Edda Óskarsdóttir, Hallgrfmur Gíslason, Halla Svavarsdóttir, Jón Gfslason, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Bjarnhéðinn Gfslason, Heiðdís Haraldsdóttir, AAalheiður Gfsladóttir, Haukur Þorsteinsson og fjölskyldur. RÍKARÐUR SIGMUNDSSON + Ríkarður Sig- mundsson, raf- virkjameistari, fæddist í Vest- mannaeyjum 7. jan- úar 1914. Hann Iést á Landspítalanum 28. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigmund- ur Jónsson, véla- maður og trésmið- ur, f. 14.5. 1875, d. 4.10. 1930, og Sól- björg Jónsdóttir, f. 23.11. 1887, d. 7.10. 1965. Ríkarður átti íjögur hálfsystkin samfeðra: Olaf Emil, Adolf, Guðmund og Onnu, og sjö alsystkin: Úndínu, Fjólu, Svanhvíti Ingibjörgu, Oddnýju Friðrikku, Hrefnu, Guðjón og Hörð. Eru þau öll látin nema systurnar Oddný og Hrefna. Hinn 5. október 1935 kvæntist Ríkarður eftirlifandi konu sinni, Karítas Karlsdóttur, f. 12.03. 1914 á Stokkseyri. Þau bjuggu í Reylqavik og eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Trausti, f. 2.9. 1935, rafmagnsverkfræð- ingur, maki Þyri Laxdal, f. 25.3. 1940, börn þeirra eru: Bernharð Laxdal, Inga Hildur og Tinna. 2) Margrét, f. 8.3.1937, húsmóð- ir, maki Úlfar Haraldsson, f. 26.11. 1935, börn þeirra eru: Haraldur, Ríkarður og Asdís. 3) Sigmundur Karl, f. 29.6.1943, rafvélavirki, maki Hildur Gréta Jónsdóttir, f. 22.4. 1948. Börn þeirra eru Ríkarður og Jón Teitur. 4) Linda Sól- björg, f. 20.10. 1947, flugfreyja og fjár- málasljóri. Barna- barnabörnin eru orðin sjö talsins. Ríkarður nam raf- vélavirkjun og starfaði hjá Bræðr- unum Ormsson 1931-1941. Hann stofnaði Ekko hf. - raftækjaverslun, ásamt öðrum 1942, en 1947 gekk hann til sam- starfs við Guðmund bróður sinn um sölu og þjónustu á siglinga- og fiskileitartækjum og rak síð- an fyrirtækið í eigin nafni eftir fráfall Guðmundar 1955. Hann stofnaði 1971 hlutafélagið R. Sigmundsson hf. ásamt fjöl- skyldu sinni og var fram- kvæmdastjóri þess til 1985. Rík- arður var í sljóm Rafvirkjafé- lags Reykjavíkur á ámnum 1936-1939 og formaður 1939, í stjórn Félags löggiltra raf- verktaka Reykjavík, í próf- nefnd rafvélavirkja, meðdóm- andi í siglingadómi og í rit- nefnd Tímarits rafvirkja um tíu ára skeið. Útför Rikarðs fer fram frá Laugarneskirkju á morgun, mánudaginn 8. janúar, og hefst athöfnin kl. 15. ÞEGAR fólk hverfur á braut er svo ótalmargt sem maður hefði viljað vera búinn að segja. Mig langar til að þakka þér fyrir þær stundir sem ég hef þekkt þig. Það eru bráðum liðin þijátíu ár síðan ég kom í fjölskylduna ykkar. Eitt af því fyrsta sem ég tók þátt í með fólkinu þínu var hið árlega jólaboð þar sem böm, tengdabörn og barnaböm sameinuðust á Sund- laugaveginum og héldu jóladaginn hátíðlegan. Það var líka tekið vel á móti mér á Stokkseyri í sumarbú- staðnum ykkar, Marbakka, sem þið byggðuð upp af mikilli umhyggju og samheldni. Það var líka alltaf tekið vel á móti öllum sem til þín þurftu að leita vegna vandamála eða til að þiggja góð ráð. Þú hafðir ekki mörg orð um hlutina en þeim mun meira var að marka þau orð sem þú sagðir. Stundum held ég að ég hafi gengið fram af þér með ákafa mínum og óþolinmæði, en ég held samt að þú hafír brosað í laumi ef óþreyjan var ekki þeim mun al- varlegri. Mörg hef ég séð ljóðin sem þú hefur ort við ýmis tækifæri og mörg eru þau til hvatningarorðin í bundnu máli sem þú hefur sent inn á okkar heimili. En best man ég og varðveiti þann virðingarsess sem þú hefur alltaf átt í huga mínum, kæri tengdafaðir. Þar munt þú sitja og minna mig á að hugsa áður en ég framkvæmi. Það held ég að þú hafír alltaf gert, það vil ég hafa til fyrirmyndar. Hvíl þú í friði, Ríkarður minn. Þín tengdadóttir, Hildur Jónsdóttir. 2 I § 1 2 1 8 8 I 8 1 8 m 8 Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafem 11, sími 568 9120 <MO*#IOI#IOÍO „Vinur er eins og viti á háu bjargi" - það er ljóðið hans Sigurð- ar í Holti sem sífellt hljómar í hug mér þessa dagana, þegar Ríkarður vinur minn er kvaddur. Vitinn er eins og vinur - hann markar ei strikið, hver voð á sinn byr, - hvert stefni sævarins breiður. Vitinn er kyrr, - en lætur þá blossa blikið, er brýtur í myrkri hvem sjó og kári er reiður. Þannig fannst mér Ríkarður ávallt vera. Hann var ekki með ótímabæra afskiptasemi í amstri daganna, en þegar á reyndi birtist hann á sinn fágaða og hljóðláta hátt til að hjálpa og gleðja. Það eru nú nokkuð yfír sextíu ár síðan ég sá hann fyrst. Karitas systir mín kemur með þennan unn- usta sinn heim til Stokkseyrar. Við syndum með þeim í lónunum fyrir neðan Hafstein, sandurinn er heitur og það sindrar sólskin í broti. - Það var alltaf sólskin. Seinna fóru þau að koma með börnin. Fyrstur var Trausti, síðan Margrét, Sigmundur Karl og Linda Sólbjörg. Þetta voru góð og mann- vænleg börn, enda reynst einstak- lega vel gerð, hvert um sig. Ríkarður virðist strax hafa kunnað við sig á Stokkseyri og seinna gerðu þau hjónin sér bústað á bökkunum fyrir austan þorpið. Hann var mikill Vestmannaeyingur í sér og þama frá bústaðnum Mar- bakka sá hann út til Eyja yfir skín- andi veg hafsins. Ríkarður var rafvirkjameistari, lærði hjá Ormsson og kom sér til- tölulega snemma upp eigin fyrir- tæki sem hefur blómstrað með góðu starfsfólki. Synirnir tveir eru þar, einnig Linda Sól og þar má einnig líta starfsmann frá upphafí vega - Guðmund Björgvinsson. Fyrir mörgum árum vann ég kafla úr vetri hjá Ríkarði. Eitt af því sem einkenndi hann var þessi notalega, græskulausa kímni og skemmtileg tilsvör hinna og þess- ara sem hann kom til skila umbúða- laust á réttu augnabliki. Ekki man ég hjá öðrum aðra eins hýru í brosi og geislandi glit í auga. Eitt sinn höfðum við tveir skrið- ið langan veg um botntanka í einum af gömlu Fossunum þar sem við vorum að dytta að botnstykki fyrir dýptarmæli. Ekki fór nú beint vel um okkur, þrengslin yfírþyrmandi og sífellt rennsli af sjó eftir botnin- um. Ekki man ég hvort það var vísa, sem hann kom með, eða eitt- hvað annað sem hugurinn greip, en það slaknaði á vöðvunum og ástandið varð strax bærilegra. Hann kunni mikið af smellnum vísum, var prýðilega hagmæltur sjálfur og gat verið ótrúlega fljótur að kasta fram vísu ef tilefnið greip hann. Ríkarður hafði mikla ánægju af tónlist, söng mikið á yngri árum og var einkar vel heima í óperu- söng, og átti nokkurt safn af slíku. Það var stundum mikið sungið í veislunum hjá þeim Karítas. Það voru svo góðar veislur hér áður fyrr og stundum var dansað ... þá var sungið og gítarinn klipinn ... Einu sinni fórum við á bátskænu út á Skeijafjörð að renna fyrir þyrskling. Einhvers konar stemmn- ing - kannski lognið og blíðan og fegurðin olli því að við fórum að syngja. Allt annað er gleymt. Nú máttu hægt um heiminn líða - og enski hermaðurinn sem fékk að fljóta með - ég held að hann hafí skilið þetta mæta vel. Já, það er margs að minnast og margir sólskinsdagarnir. - En það sem ég er raunverulega að segja og reyna að koma á framfæri er þakklæti til þín, Ríkarður, og til þín, Karítas, systir mín. Hjá ykkur stóð mér alltaf opið hús, hjá ykkur átti ég löngum annað heimili. Ekki síst þegar ég þurfti sárast með. Elsku systir mín og frændfólk allt, ég bið guð að styðja okkur og styrkja. Svanur Karlsson. Alltaf kemur dauðsfall mönnum í opna skjöldu, jafnvel þó að Ijóst hafi verið í langan tíma hvert stefndi. Minningum og minningarbrotum bregður fyrir hugskotssjónir. Minn- ingar mínar um Ríkarð á Sund- laugaveginum ná aftur til ársins 1960 er ég kom fyrst á heimili þeirra Ríkarðs og Karítasar. Við Linda yngsta barn þeirra höfðum kynnst í Laugarnesskólanum og orðið vin- konur. Á öllum tímum dags stakk ég mér inn á Sundlaugaveginum með Lindu og er ekki að orðlengja það að mér var ætíð tekið opnum örmum af Karítas, sem tiplaði létt- fætt um íbúðina með spaugsyrði á vör og setti mig umsvifalaust niður við eldhúsborðið og bauð veitingar, og af Ríkarði, sem spurði fullur áhuga tíðinda af bralli okkar stelpnanna. Ekki fór á milli mála að heimilisfaðirinn lék stórt hlut- verk í lífí þeirra og var elskaður og virtur af þeim öllum, enda sinnti hann þeim af alúð. Fyrirtæki sínu sinnti hann einnig af sömu ár- vekni. Allir hlutir voru í röð og reglu, enda hefur fyrirtækið notið virðingar og var því meðal annars veitt erlend viðurkenning á stórum afmælisdegi þess. Ríkarður hafði rólega og yfírveg- aða framkomu og einhvern veginn var það svo, að beðið var með eftir- væntingu eftir því hvað hann segði næst. Það hlyti að vera eitthvað merkilegt eða í það minnsta fynd- ið, því honum var lagið að gera spaugilegar athugasemdir um menn og málefni, en þó án þess að særa neinn. Ekki sakaði heldur að Ríkarður var hagmæltur, þótt ekki hefði hann hátt um það. Ég minnist með gleði ferðar okk- ar Lindu á unglingsárunum um Bretland, sem einmitt Ríkarður gerði okkur mögulega. Hann vildi að við nytum reynslunnar, sem varð okkur ógleymanleg. Ég minn- ist einnig ýmissa atburða í fjöl- skyldunni og ferða í sumarbústað- inn. Þarna var Ríkarður í essinu sínu og naut þess að vera þátttak- andi í þessu öllu og veita af gest- risni sinni og elsku. Ríkarðs verður sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Ég kveð hann með söknuði. Sólveig Hannam.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.