Morgunblaðið - 07.01.1996, Page 33

Morgunblaðið - 07.01.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 33 MINNINGAR KRISTJANBENEDIKTSSON + Kristján Bene- diktsson fædd- ist í Reykjavík 29. janúar 1979. Hann lést 28. desember síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvog'skirkju 5. janúar. Eyjarnar lyftast undir þeim spegiil himinsins. Skuggarnir dýpka hægt eins og þeir leiti að himingeim, djúpum, eilífum. (Bo Carpelan - Þýð. Nj.P.N.) Fallegur drengur er horfinn frá okkur úr þessum heimi. Hann hefur kvatt og er farinn. Á allra síðustu árum var samband okkar minna en áður, vegna fjarlægðar og að- stæðna. Aður var hann góður gest- ur á heimili mínu - og gleðigjafi. Eftir lifir í huga mínum flekklaus, fögur minning um ungan pilt, lítinn glókoll, bros sem lýsti upp, augu full af von, full af spurn, angur- værð - stundum. Á huga minn leit- ar, á þessari óvæntu sorgarstundu, söknuður, þjáning og spurn um til- gang svo ótímabærs dáuða, um til- gang alls fáránleikans og sársauk- ans í lífinu. í innsta afkima sálarinnar blakt- ir samt lítið ljós. Það er ljósbjarmi þakklætis fyrir það að hafa átt Birting afmælis- ogminning- argreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðs- ins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarn- ar í símbréfí í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600- 4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkist við eitt til þtjú erindi Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Suðtirlandsbraut 10 108 Reykjavík * Sími 553 1099 Öpið öll kvöld Kristján Benediktsson að vini, þakklæti þrátt fyrir ískalda mótvinda heimsins. Af óviðráðanlegum ástæðum, sem ég harma, gat ég ekki fylgt vini mínum síð- ustu sporin, en sendi honum þessa hinstu kveðju. Blessuð sé minning hans. Hans nánustu sendi ég vinarkveðju, og megi Guð styrkja ykkur í raunum ykkar. Ellisif Tinna Víðisdóttir. Elsku Kristján. Nú kveðjum við þig, kæri vinur. Þó stundir okkar væru ekki margar á síðastliðnum árum þá höfðum við kynnst vei í gegnum ömmu okkar fyrstu árin. Svo lágu leiðir okkar í sitt hvora átt en alltaf fengum við að heyra fréttir af þér kæri vinur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (Sálm. 23:1-2.) Sigrún og fjölskylda. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, JÓRUNN KRISTINSDÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, andaðist á Grensásdeild Borgarspítalans föstudaginn 5. janúar. Jón Haukur Bjarnason, Elsa Jónsdóttir, Kristinn Bjarnason, Vilfríður Jónsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Erla Bjarnadóttir, Ingólfur Ólafsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARTIN JENSEN áður til heimilis í Fannborg 1, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. janúar kl. 15.00. Egill Marteinsson, Jórunn Jónsdóttir, Karl Marteinsson, Magnea Sigmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, BJARNEY HOLM SIGURGARÐSDÓTTIR, lést á vistheimilinu Kumbravogi 29. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 8. janúar kl. 13.30 Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Blindrafélagið. Sigrún Tiyggvadóttir, Magnús Orn Tryggvason, Lára Tryggvadóttir, Hrafnkelj Tryggvason. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGMARS ADAMS JÓHANNSSONAR, Álftamýri 18. Sérstakar þakkir eru færðar læknum og hjúkrunarfólki á deild 11E og 13D Landspítalans og Karitas heimahjúkrun krabbameinssjúklinga. Sigurlína Björnsdóttir, Þorsteinn Adamsson, Atli Adamsson, Ester Adamsdóttir, Guðmundur Hannesson, Sólveig Adamsdóttir, Hafsteinn Margeirsson, Jóhann Adamsson, Björg Sólheim og barnabörn. / Lokað vegna jarðarfarar Ríkarðar Sigmundssonar mánudaginn 8. janúar, frá kl. 13.00. o V. R.SIGMUNDSSONeht. SIGLINGA - OG FISKILEITARTÆKI t JÓN KRISTINN HÖSKULDSSON leigubifreiðastjóri, lést 1. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 9. janúar kl. 13.30. Kristrún Magnúsdóttir og synir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARI PÁLSSON, Grettisgötu 90, sem andaðist þann 29. desember, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 10. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Aradóttir, Haraldur Arason, Jenný B. Sigmundsdóttir, MillaH.Kay, Tryggvi Eiríksson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERTA SNÆDAL, Hvassaleiti 69, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. jánúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Gunnlaugur Snædal, Jón Snædal, Guðrún Karlsdóttir, Kristján Snædal, Sólrún Vilbergsdóttir, Gunnlaugur G. Snædal, Soffía Káradóttir og barnabörn. Útför ÓLAFS PÁLSSONAR fyrrv. mælingarfulltrúa, Hrafnistu í Reykjavík, áður tii heimilis í Drápuhlíð 24, Reykjavík, fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 9. janúar kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heilsugæslu- sjóð Hrafnistu. Jón Ólafsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Sigfús Thorarensen, Helga Ólafsdóttir, Hilmar Skarphéðinsson og afkomendur. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RÍKARÐAR SIGMUNDSSONAR, Sundlaugavegi 20, Reykjavfk, fer fram frá Laugarneskirkju mánudag- inn 8. janúar kl. 15.00. Karítas Karlsdóttir, Trausti Ríkarðsson, Þyri Laxdal, Margrét Ríkarðsdóttir, Úlfar Haraldsson, Sigmundur Karl Ríkarðsson, Hildur G. Jónsdóttir, Linda Sólbjörg Ríkarðsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð, hjálp og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Austurtúni 14, Hólmavfk. Guðmundur R. Jóhannsson, Ragnheiður Harpa Guðmundsdóttir, Atli Már Atlason, Ingimunda Maren Guðmundsdóttir, Örn Gunnarsson, Jóhanna Björg Guðmundsdóttir, Marfa Mjöll Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.