Morgunblaðið - 07.01.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 07.01.1996, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LA UFEY STEFÁNSDÓTTIR hennar og þakka henni fyrir alla þá birtu og yl sem hún færði inn í líf okkar og guði fyrir þann tíma sem hann leyfði okkur að njóta kærleiks hennar og ástar. Móðir okkar var hvorki há né mikil kona + Laufey Stefáns- dóttir fæddist 15. febrúar 1924 að Framtíð í Vest- mannaeyjum. Hún lést á Borgarspíta- lanum 30. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Rósa Árnadóttir frá Hnaukum á Álfta- firði, f. 1894, d. 1972, og Stefán Finnbogason, f. 1891, d. 1968. Rósa og Stefán eignuðust átta börn og var Laufey sú fimmta í röðinni. Systkini Laufeyjar eru Rósa, f. 1915, d. 1976, Garðar, f. 1917, d. 1945, Sigríður, f. 1918, d. ; IMÍWMIIHl AIN" ^ ^ - Abyrg þjónusta í áratugi. . ■Snni: 5}{}{ «>(>«>(( Síónniiíla 21 Símatími í dag sunnudag 1984, Björn, f. 1922, d. 1984, Ásta, f. 1925, Stefanía, f. 1927, og Ema, f. 1932. Laufey giftist árið 1956 Ingi- mundi Þorsteins- syni flugstjóra, f. 1924. Þau eignuð- ust þrjú böm, Omar Öm, f. 1958, í sam- búð með Mai Irene Austgulen, f. 1962, og eiga þau eina dóttur, Mariu, f. 1990; Unni, f. 1960, og Agnesi, f. 1965. Laufey átti einn son fyrir, Garðar Pétursson, f. 1948, gift- ur Ragnheiði Víglundsdóttur, f. 1957. Eiga þau tvö, böra, Laufeyju Dögg, f. 1979, og Daða, f. 1982. Útför Laufeyjar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. janúar og hefst athöfnin klukk- an 13.30. kl. 12-14. í DAG þegar móðir okkar er lögð til hinstu hvílu viljum við minnast að vexti en umhyggja hennar, um- burðarlyndi og væntumþykja gerði það að verkum að hún virtist risi í okkar augum. Móðir okkar tileink- aði líf sitt fjölskyldu sinni og gaf alla tíð meir af sér en hún þáði. Umhyggja hennar snéri ekki aðeins að okkur bömunum og bamaböm- unum heldur einnig að öðmm nán- um ættingjum. Við minnumst varla þess dags sem hún spurði ekki hvað hún gæti gert fyrir okkur, bama- bömin eða aðra. Það eina sem skyggði á í lífi hennar var það að bamabömin bjuggu fjarri henni. En fjarlægðina bætti hún upp með því að heimsækja þau til Vestmanna- eyja og Noregs eins oft sem hún mátti. Þessar heimsóknir og heim- sóknir bamabamanna til Reykjavík- ur vom hennar mesta tilhlökkunar- efni. Við minnumst þín, móðir, fyrir jákvætt lífsviðhorf sem fleytti þér yfir sérhveija raunastund þannig að þú reist alltaf þráðbein upp aftur sterkari en nokkm sinni fyrr. Við minnumst félagslyndis þíns, lífsgleði og ástúðar sem þú bjóst yfír í svo óþijótandi mæli og leyfðir öðmm óhindrað að njóta af og deila með Atvinnuhúsnæði óskast. Höfum traustan kaupanda aö 400-600 fm atvlnnuhúsnaaöl með um 150-250 skrifstofuaöstööu. Húsnæöið parf að vera laust I Júnf n.k. Góöar greiðslur I boði. Hótel, gistiheimili eða einb. (tví-, þrí-fjórbýli) óskast. Traustur kaupandi (getur staðgreltt) óskar eftir húseign með 15- 30 herbergjum. Svæöi: þingholt, vest- urbær, gamli bærinn. Hér er um aö ræöa traustan, ðruggan og ákveöinn kaupanda. Allar nánari uppl. veitir Sverrlr Knstinsson. Þingholt - einb./tvíb. Gott og fallegt einb. sem er hæð og ris um 100 fm auk 36 fm íbúðar I kjallara. Gott ástand. Endurnýjað að utan o.fl. V. 11,9 m. 2717 Básendi - einb./tvíb. Falleg hús- eign sem er hæð, rishæð og kj. með sér íb. samtals um 230 fm auk 32 fm bílskúrs. Á hæðinni eru m.a. 3 saml. stofur (mögul. á herb.), stórt eldh., Htið herb. og snyrting. Á rishæðinni eru m.a. 3 herb., baðh. o.fl. Á jarðh. er samþ. 3ja herb. ib. með sór inng. Skipti á 2ja-5 herb. íb. koma vel til greina. V. 14,6 m. 2066 Raðhús Foldasmári - Kóp. 190 fm endaraöh. með innb. bllsk. Húsið er m.a. 5 svefnherb., tvær stofur o.fl. Innb. bílsk. Sunnan við húsið er óbyggt svæði. Áhv. 6,3 m. húsbr. V. 13,0 m. 4478 Úthlíð. 120 fm 5 herb. ib. á 1. hæð. íb. skiptist m.a. í 2 saml. stofur, 3 herb. o.fl. Sér inng. og hiti. Eftirsóttur staður skammt frá Miklatúni. Laus fljótl. V. 9,0 m. 4649 Digranesvegur. Mjög rúmgóö 140 fm efri sórhæð í 3-býli ásamt 26,6 fm bíl- skúr. Glæsil. útsýni. Góðar suðursv. Laus strax. Áhv. 3,2 m. V. 8,7 m. 4994 Stóragerði. Nýkomin í sölu 3ja-4ra herb. 96 fm falleg og björt íb. á 1. hæð. Tvennar svalir. Endurnýjaö baðh. Nýl. parket. Bílsk. Áhv. byggsj. 2,4 m. og 2.5 I húsbr. V. 7,9 m. 4995 Hraunbær - góð kaup. góö 80,5 fm íb. á 3. hæð. Áhv. 3,4 m. byggsj. V. aðeins 5,4 m. 4998 Kaplaskjólsvegur - einstak- lingsíb. Elnstaklingsherbergi með snyrtingu á T. hæö i blokk samtals um 21 fm. Afh. fljótlega. V. 1,6 m. 3916 rabakki. 2ja herb. falleg og góð íb. á 3. hæö. Tvennar svalir. Massíft parket á gólfum. Nýlega standsett baðh. Nýl. standsett blokk. Skipti á eign koma til greina. V. 5,3 m. 4979 Rofabær. Góö 56 Jm ib. á 2. hæö I góðu húsi. Góðar suðursv. Lau strax. V. 4,5 m. 4997 Atvinnuhúsnæði ♦ Einstakt tækifæri. Rétt sunnan I Hafnarfjarðar á 15.000 fm lóð um 1900 fm < ► lóttbyggð stálgrindarskemma (refahús)< þ ásamt aöstööuhúsi o.fl. Áhv. ca. 4,9 rh. ( byggsj. Nánari uppl. á skrifstofu. V. 6,9 m.' * 4999 .— SÖNCSMIÐJAIU J) □ Söngleikjadeild: yrjendur og framhald. Byrjendur og framhald. Aldursskipt námskeið fyrir unglinga og fullorðna. Söngur, dans og leikræn tjáning. Nemendur fá tækifæri til að læra einsöngslög, sem þau flytja á „húskonsert" í Smiðjunni. □ Gospelkór Söngsmiðjunnar Æ „KAROKEE" Langar þig að syngja í hljómsveit? Námskeiö í söng- og míkrófóntækni meö „Karokee" undirleik. Einsöngvaradeild: Fagleg og traust kennsla hjá vel menntuðum kennurum. Láttii draiimiiuA rætaói Ur sturtunni í Smiðjuna! Hópnámskeið u □ Byrjendanámskeið: Nú geta allir lært að syngja, laglausir sem lagvísir. Raddbeiting, öndun, tónneyrn, samsöngur. □ Framhaldsnámskeið I og II: Nú geta allir haldið áfram að læra að syngja. Raddbeiting, öndun, tónheyrn, samsöngur. □ Söngsmiðja fyrir hressa krakka: Aldursskipt námskeið frá fimm ára aldri. Söngur, tónlist, hreyfing, leikræn tjáning. Upplysingar og innritun í sima: 561 2455 Fax: 561 2456 eða á skrifstofu skólans, Hverfisgötu 76, Reykjavík, alla virka daga frá kl. 10 - 18. sönicsnniojAni ehf. Söngskóli og söngsmiöja, lí» Hverfisgötu 76 þér. Jafnvel í veikindum þínum síð- ustu vikur lífs þíns brostir þú og gantaðist við okkur þegar þú af veikum mætti reyndir að segja okk- ur hvemig þú viidir að við undir- byggjum jólahátíðina fyrir þig. Þá jólahátíð áttum við eftir að halda með þér er við vöktum yfir þér á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Við minnumst ævarandi umburðarlyndis þíns, skilnings og þess hversu auð- velt þú áttir með að fyrirgefa. Við minnumst jákvæðni þinnar og þess hversu þakklát þú varst alltaf jafn- vel fyrir hin minnstu viðvik. Við minnumst þín móðir kær fyr- ir það að þú varst ljósið og vonin í tilveru okkar sem við gátum alltaf leitað til eftir stuðningi og trausti. Þú varst kletturinn sem við treystum á og aldrei brást. En nú, móðir kær, ertu komin i faðm guðs og laus við þær kvalir sem hijáðu þig í veikindum þínum. Í sorg okkar og söknuði eftir þér er minningin um þína fögru sál okkar huggun og stoð. Minning þín mun alla tíð lifa í hjörtum okkar og huga. í gegnum þá minningu verður þú alla tíð ná- lægt okkur. Lýs milda ljós, í gepum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég fegin verð, ef áfram miðar samt. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar ljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, unz fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyrr. (M. Joch.) Garðar, Ómar, Unnur og Agnes. Ég vil með fáum orðum minnast elskulegrar tengdamóður minnar, Laufeyjar Stefánsdóttur, sem lést á Borgarspítalanum 30. des. sl. Þegar ég fékk þær fréttir að Laufey væri látin var eins og þungt ský hvolfd- ist yfir mig, nei, ekki hún Laufey, hugsaði ég með mér, hún sem alltaf var svo lífsglöð og átti eftir að gera svo margt að hennar sögn. Ég kynntist tengdamóður minni fyrst sumarið 1976, þá úti í Vestmanna- eyjum þar sem hún og systur henn- ar voru að flytja búslóð út úr æsku- heimili sínu sem er Framtíð í Vest- mannaeyjum og var þá búið að selja það hús. Það fyrsta sem ég tók eft- ir hjá Laufeyju var blikið í augum hennar, þetta góðlega glettnisblik sem fylgdi henni alla tíð, ekki hafði ég þekkt hana nema í nokkrar mín- útur þegar ég sá að þarna var góð kona og fékk ég að kynnast því síð- ar þegar ég og Garðar sonur hennar stofnuðum heimili. Þær voru ófáar sendingamar sem Laufey sendi okk- ur af ýmsum fallegum munum og eflaust hefur Ingi tengdafaðir minn átt einhvern þátt í því. Nokkrum sinnum heimsótti Laufey okkur norður til Akureyrar þegar við bjuggum þar og hélt hún meðal annars nöfnu sinni undir skím og vildi hún allt fyrir hana gera og eins var það líka þegar sonur okkar Daði fæddist, þá var hún þeim alveg yndisleg amma. Ég hefði ekki getað eignast betri tengdamóður, oft átt- um við mjög góðar stundir saman, þá var oft stutt í hlátur því Laufey var þeim eiginleikum gædd að þar sem hún var, var alltaf líf og fjör í kringum hana, aldrei heyrði ég Laufeyju hallmæla neinum manni, hún mátti ekkert aumt sjá og var sígefandi af sjálfri sér. Kæri Ingi, Ómar, Unnur, Agnes, Mai Irene og María, ég veit að þetta er sárt fyrir okkur öll en ég vona að með tímanum eigi eftir að koma birta og ylur í okkar hjörtu. Elsku Laufey, þú munt seint fara úr huga mér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín tengdadóttir, Ragnheiður Víglundsdóttir. Til minningar um ömmu okkar. Elsku amma, okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum, það er svo sárt að vita af því að þú ert ekki lengur hjá okkur. Þú sem alltaf varst svo góð við mig og Daða þegar við komum til þín, alltaf varstu að finna eitthvað til handa okkur og þegar ég og Daði vorum í fótboltaferðalagi þá mættir þú eins oft og þú gast til að sjá okkur og alltaf varstu með eitthvað í poka sem þú lést okkur fá. Þegar við heimsóttum þig á sjúkrahúsið rétt fyrir jólin þá varstu svo ánægð að sjá okkur og þú sagðir að þér færi að batna en þó svo þú værir öll af vilja gerð, elsku amma, þá gast þú ekki ráðið við þennan sjúk- dóm þó svo að þú hafir alltaf verið svo kjarkmikil og dugleg. Okkur langar til að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og minn- ingin lifír um þig, elsku amma. Hart er mannsins hjarta að hugsa mest um sig. Kveldið er svo koldimmt, ég kenndi í bijósti um þig. Dýrlega þig dreymi og drottinn blessi þig. Laufey og Daði. FITUBR EN NS LUNÁMSKEIÐ! 8 vikna fitubrennslunámskeið hefst 8. janúar. Skráning er hafin. Ný stundaskrá tekur gildi 8. janúar. í boði er meðal annars: Fitubrennsla, vaxtarmótun, magi, rass og læri, þrekhringur, „rythmic", pallaro.fi. — staður með markmið — Smiðjuvegi 1, sími 554-2323.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.