Morgunblaðið - 07.01.1996, Side 39

Morgunblaðið - 07.01.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 39 SKULIHELGASON „ÁRIN líða og vér erum á flugi.“ Þessi orð Péturs Péturssonar biskups rifjuðust upp fyrir mér þegar ég komst að raun um að Skúli Helgason fræði- maður og rithöfundur frá Svínavatni væri að fylla áttunda tug ævinnar. Sameiginleg ást á „fræðum og sögnum sögulands" og fornum minjum leiddu okkur saman og Skúla á ég mikla skuld að gjalda fyrir trausta vináttu og „fjöld fræða“. Skúli er fæddur á Svínavatni í Grímsnesi hinn 6. janúar 1916, sonur Helga Guðmundssonar á Apavatni, fræði- manns í bóndastétt, og Helgu Jóns- dóttur bónda á Svínavatni, Jónsson- ar bónda í Látalæti (Múla) í Land- sveit. Kona Jóns á Svínavatni var Sigurleif Þorleifsdóttir bónda á Syðri-Brú í Grímsnesi. Skúli Árna- son héraðslæknir í Skálholti bjarg- aði Skúla, kornabami, frá dauðans dyrum. í skírn hlaut hann nafn líf- gjafans og fór vel á, báðir komnir frá Skúla Magnússyni landfógeta. Helga húsfreyja á Brekku í Bisk- upstungum, langamma Skúla Helgasonar, var dóttir sr. Jóns Bac- hmanns prests í Kiausturhólum en móðir hans var Halldóra Skúladótt- ir frá Viðey. Kona sr. Jóns Bac- hmanns var Ragnhildur Björnsdótt- ir prests á Setbergi, Þorgrímssonar, og konu hans Helgu Brynjólfsdóttur af ætt Þórðar Þorlákssonar biskups. Skúli ólst upp á Svínavatni hjá móður sinni og móðurfólki við góða heimilismenningu en stutt skóla- nám. Sjálfsnám varð mun drýgra og ungur varð Skúli listaskrifari. Á æskualdri gerðist hann handgeng- inn fornri verkmennt í sveit í hleðslu, húsagerð og smíðum á járn og tré er kom að góðu haldi síðar í lífinu. Ungur gaf hann og gaum að fróðleik eldri kynslóðar og byij- aði að skrásetja hann. Um tvítugs- aldur naut hann í ígripum leiðsagn- ar Kristjáns Kristjánssonar járn- smiðs á Lindargötu í Reykjavík í járnsmíði en tímanum jafnframt varið til rannsókna í Þjóðskjala- safni. Til upplags og þessarar stuttu námsdvalar er það að rekja að Skúli varð járnsmiður í fremstu röð. Árið 1936 tók Skúli bílpróf og varð þá um nokkur ár einkabílstjóri sóma- prestsins sr. Guðmundar Einarsson- ar á Mosfelli. Nám sótti hann í heimaskóla sr. Guðmundar tvo vet- ur, 1934-35. Árið 1945 flutti Skúli á Selfoss og hóf störf á járnsmíða- verkstæði Kaupfélags Árnesinga og byggði sér þar brátt íbúðarhús í Ártúni 13. Söfnun til byggðasafna hófst að marki hér á landi um 1950 og mátti ekki seinna vera í þjóðfélagi sem var að breytast líkt og frá miðöldum til nútímahátta. Árið 1954 samþykkti sýslunefnd Árnes- sýslu að frumkvæði Björns Sigur- bjarnarsonar bankagjaldkera í Fag- urgerði á Selfossi að efna til byggðasafns Árnesinga. Björn benti jafnframt á rétta manninn til að leiða starfið, Skúla Helgason. Skúli tók verkið að sér og á undra- stuttum tíma tókst honum að koma upp safni sem með réttu mátti nefna stolt héraðsins er það var sett upp af smekkvísi og opnað í nýju safn- húsi árið 1964. Á þessum sama tfma gegndi Skúli starfi héraðsbókavarð- ar Árnessýslu árin 1956-1961 og aflaði safninu margra merkra rita, m.a. með fulltingi eins merkasta björgunarmanns íslenskra bóka á þessari öld, Helga Tryggvasonar. Skúli átti sér ákveðna hugsjón um byggðasafn á Selfossi, hugsjón sem hefði getað leitt tii þess að þar væri nú eitt fjölsóttasta minjasafn landsins. Skúli sá þetta fyrir sér í tungunni norðan við Ölfusárbrú, safn gamalla húsa úr héraði ásamt nýju safnhúsi. Þar iá beint fyrir t.d. að endurgera gömlu útbrotakirkj- una frá Stóra-Núpi sem auðvelt var eftir líkani hennar í Þjóðminjasafninu og tréskurði Ámunda Jónssonar málara í sama safni. Það var ógæfa Árnesinga að Skúla var ekki gefið þetta tækifæri og að leið hans skyldi liggja brott úr héraði. Störf hans í Reykjavík allt til þessa dags hafa þó glöggt sýnt að ekki var höggvið á ræturnar í Árnesþingi. Nýr kafli hófst í ævi Skúla árið 1959 en þá réðst hann að nokkru í störf fyrir Árbæjarsafn. Um vorið fór hann norður að Silfrastöðum í Skagafirði og tók þar ofan gamalt hús sem byggt var af viðum síðustu torf- kirkju á Silfrastöðum. Um sumarið hlóð hann upp kirkjutóft og gerði kirkjuna fokhelda fyrir fyrsta vetr- ardag. Á Selfossi veturinn eftir smíðaði Skúli kirkjuskrá, lykil og skrautlamir kirkjunnar. Vindskeið- ar skar hann út eftir fyrirmynd í Þjóðminjasafni og lauk síðan við innsmíði kirkjunnar sem vígð var 1960. Hún lofar höfund sinn til komandi tíða. Skúli byggði svo skrúðhús yestur af kirkju 1962 og hafði þar til nokkurrar fyrirmyndar skrúðhús sem stóð við Arnarbælis- kirkju í Ölfusi á 19. öld. Skúli vann Árbæjarsafni af og til í sex ár en árið 1966 urðu enn kaflaskil í ævi hans. Hann lenti þá í bílslysi vestur í Dalasýslu og hefur síðan ekki að fullu stigið heilum fæti á jörð þótt farið hafi allra ferða. Undarlegt en satt, segja má að þetta hafi orðið íslenskum fræðum til góðs því allan tímann síðan hef- ur Skúli skrifað styrkum höndum fróðleik sem ella væri óskráður. Löngum stundum hefur hann setið í Þjóðskjalasafni og Landsbókasafni yfir skjölum og handritum og unnið úr þeim og minnissjó fyrri sam- ferðamanna stór fræðiverk með efni úr Árnesþingi. Þá fræðaiðju hafði hann raunar hafið löngu fyrr í stop- ulum tómstundum smiðsins og minjasafnarans. Segja má að Skúli hafi orðið þjóð- kunnur maður árið 1959 er út kom bók hans Kolviðarhóll, ýtarleg saga hins merka gististaðar á fjölfarn- asta fjallvegi landsins. Árin 1960 og 1972 komu út rit hans Þættir úr Árnesþingi. Höfuðverk hans í prentuðu máli til þessa er þó stór- virkið Þorlákshöfn, þriggja binda verk í stóru broti, alls 1.400 blaðsíð- ur, er út kom á forlagi Arnar og Örlygs árið 1988. Að baki því ligg- ur geysimikil upptaka efnis í skjala- söfnum og úr unnið á skýran og skipulegan hátt. Gildi ritsins liggur þó ekki síður í því að Skúli hafði um áratugi þaulspurt fróða menn um minni frá þessari sögufrægu verstöð, efni sem að öðrum kosti hefði glatast með öllu. Þetta er með mestu og merkustu staðfræðiritum þjóðarinnar. Þorlákshafnarbúar eiga þann heiður að hafa sýnt þessu mikla verki áhuga og stutt að því að það yrði svo veglega úr garði gert sem raun ber vitni. Nú síðustu árin hefur Skúli haft annað stórvirki með höndum, að gera grein fyrir byggð og mannlífi í æskusveit sinni, Grímsnesi, langt aftur í tíma. Kemur þar jöfnum höndum til víðtæk heimildasöfnun í Þjóðskjalasafni og víðar og sú mikla yfirsýn er Skúli hefur aflað sér með því að hafa allt frá barns- aldri lagt eyrun við sögnum gam- alla Grímsnesinga og skráð hvað eftir er numið var. Ég veit að Gríms- nesingar hafa ekki horft fram hjá þessu starfi og í því eiga þeir síðar aðgang að miklum fræðasjó um- fram aðrar byggðir. Störf Skúla í fræðasöfnun og minjavörslu skipa honum á bekk með þeim Árnesing- um er mest og best hafa unnið á þeim sviðum, þeim Brynjúlfi Jóns- syni frá Minna-Núpi og Guðna Jónssyni prófessor. Verður slíkt seint að fullum verðleikum metið. fí skoðunum er Skúli frjálshuga og víðsýnn, óbundinn af kreddum og kennisetningum er setja mörgu í mannlífi þröngar skorður. Ljóða- mál lætur honum vel engu síður en laust mál en fer dult með. Hann er í senn vinfastur og vinavandur. Gott er að sækja hann heim á fögru heimili hans þar sem sjaldfengnar bækur prýða veggi í bókastofu. Framar öllu er það maðurinn sjálfur er laðar gesti. Skúli er réttnefndur fræðasjór. Allt sem fram við hann hefur komið er líkt og greypt í hugann. Margir merkir menn hafa orðið á vegi hans í lífinu og lífs- reynslan er honum jafnan nærtæk í skilgóðri frásögn. Við sagnabrunn hans er gott að una. Kynni við menn af þessum toga er krydd lífs- ins. Mér hefur verið það mikils virði á ævigöngu að eignast vináttu Skúla Helgasonar. Ég þakka hon- um marga notalega samræðustund og óska honum heilla á merkum tímamótum. Árnesingar og þjóðin öll eiga honum mikla skuld að gjalda fyrir ævistarf unnið af elju er aldrei horfði til þess hvaða laun væru í vændum. Sú skuld verður best greidd með því að leggja góða rækt við menningararfinn sem við höfum þegið frá formæðrum og forfeðrum. Þórður Tómasson. í gær, 6. janúar, á þrettándanum, varð Skúli Helgason fræðimaður áttræður, góðvinur okkar margra safnmanna og styrk stoð íslenzkrar minjavörzlu og þjóðfræða. Við Skúli höfum átt samleið á margan hátt þótt við höfum ekki unnið saman nema fáeinar helgar fyrir rúmum 30 árum svo og er við fórum saman og björguðum fornum húsaviðum norður í landi fyrir aldarfjórðungi. En ég vil ekki láta hjá líða að færa Skúla á þessum merkisdegi hans kveðjur og þakkir fyrir það sem hann hefur unnið íslenzkri minja- vörzlu og fomfræðum. Skúii var mér ekki alveg ókunnur er ég hóf störf á Þjóðminjasafninu í upphafi árs 1964. Þá bað Kristján Eldjárn mig að gera Árnesingum þann greiða að eyða fáeinum helg- um austur á Selfossi með Skúla Helgasyni, sem hafði safnað til byggðasafns þar, og fara með hon- um gegnum fenginn og merkja safngripi eftir aðfangaskrám hans. Þá átti að fara að setja safnið upp í nýreistu safnahúsi þar á Selfossi, en Skúli var um þessar mundir safn- vörður í Árbæjarsafni. Við störfuð- um að þessu nokkrar helgar á út- mánuðum, fórum austur með rútu- bíl á laugardagsmorgni og komum heim á sunnudagskvöldi, höfðum gistingu og gott atlæti hjá vinafólki Skúla, Kristni Vigfússyni trésmíða- meistara og Aldísi konu hans. Dag- arnir fóru síðan í að kanna safngri- pina og merkja þá eftir söfnunar- skrám Skúla. - Þetta var lærdóms- ríkur tími og skemmtilegir dagar og kom mér oft síðan til góða að hafa notið af fróðleik Skúla. Hann var í hlutverki kennarans en ég nemandans og hér lærði ég margt um þjóðmenningu okkar af fulltrúa þeirrar kynslóðar, sem síðust lifði járnaldarmenningu á íslandi. Atvikin höguðu því svo, að Skúli fékk ekki helgað sig safnstörfum, sem ég hygg þó að hann hefði fýst mest af öllu. Hann varð nokkru síð- ar fyrir alvarlegu slysi og bjó lengi að afleiðingum þess og varð aldrei vinnufær á ný. Þótt hann kæmist smám saman til allgóðrar heilsu fékk hann aldrei starfsþrek sitt aft- ur. En Skúli hefur samt unnið og afkastað meiru en margir menn lík- amlega fullhraustir. Hann hefur unnið stórvirki í rannsóknum og fræðiskrifum. Einkum hefur hann skráð fjölmarga þætti um íbúa Ár- nessýslu á liðnum öldum og kannað í þeim tilgangi tiltæk skjöl og heim- ildir í söfnum, auk þess mikla fróð- leiks sem hann nam af gömlu fólki í ungdæmi sínu. Hann hefur skrifað og gefið út Sagnaþætti úr Ámes- þingi og Sögu Kolviðarhóls, en mesta stórvirki hans sem komið hefur fyrir augu almennings er Saga Þorlákshafnar í þremur bind- um, og nær þó aðeins til loka ára- skipaaldar. Þó munu óbirt skrif Skúla um byggð og búendur í hans gamla heimahéraði Grímsnesinu auk eigin endurminningaþátta langmest að vöxtum og minna þær syrpur á héraðssögur gömlu fræði- mannanna. Skúla er gott heim að sækja. Hann er ræðinn og fróður og kann vel að segja frá, einkum þá er tal snýst að fyrri tíðar háttum og fólki sem og samferðarmönnum frá fyrri árum. Hann þykir traustur fræði- maður. „Ég hef aldrei rekizt á rang- færslur hjá Skúla,“ sagði ættfræð- ingur einn við mig. Er þá mikið sagt um slík fræði þar sem hættara er við villum og refilstigum en víð- ast annars staðar. Eitt minnismerki um hagleik og kunnáttu Skúla þekkja margir en það er gamla Silfrastaðakirkjan sem hann endurreisti í Árbæjar- safni. Tók hann ofan gömlu kirkj- una sem hafði lengi staðið þar á bænum umbyggð í baðstofu og endurreisti í safninu sem allralíkast því sem verið hafði. Þurfti þó mikill- ar nýsmíði við. Hann hlóð sjálfur veggi og lagði torf á þak og að lokum smíðaði hann skrá með lykli og hurðarjárnin og skar einnig nýj- ar vindskeiðar á kirkjuna eftir hin- um fomu. Kirkjan er hinn merkasti minjagripur og ein örfárra sinnar gerðar sem nú em til, og em þær allar varðveittar sem þjóðminjar. Þessar línur sendi ég Skúla sem svolitla viðurkenningu þess sem ís- lenzk minjavernd og þjóðfræði á honum upp að inna. Hann lagði grundvöll að einu ágætasta minja- safni í okkar landi og hefði þó án efa margt skipazt á annan veg ef hann hefði fengið að fyigja því safni fastar úr hlaði. Við safnmenn kunnum að meta verk hans og störf. Því færi ég þessum eljumanni hlýjar afmælis- kveðjur og þakkir. Þór Magnússon. Ein glæsilegasta „penthouse“-íbúð borgarinnar við Bergstaðastræti 8 Til sýnis í dag kl. 13 til 15 Til sýnis í dag ein glæsilegasta „penthouse“-íb. borgarinnar. íb. er 100 fm og er á efstu hæð f nýbyggðu fjölbhúsi ásamt innbyggðum bílskúr. Allar innr. sérinnfluttar og óvenju glæsilegar. Massíft Merbau-parket. Innfelld Halogen-ljós. Glæsileg Gaggenau-tæki í eldhúsi. Suðursvalir. Ahv. Byggsj. rik. 5,3 millj. til 40 ára, 4,9% vextir. Afb. ca 24 þús. á mán. Verð 11,5 millj. Sjón er sögu ríkari! Valhöll, fasteignasala, sími 588-4477. David Waisglass and Gordon Coulthart „Bghefs'ebþetto.gerast áíiur — ein, nöngöh/Ör&un. oý fyrirtxJcú fer i íxunc/ana-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.