Morgunblaðið - 07.01.1996, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 07.01.1996, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 ÚTSALAN HEFST Á MORGUN 30-60% AFSLÁTTUR ’IÆXItíMS BORGARKRINGLUNNI AUKIN ÖKURETTINDI IS/I i r? r? Námskelð til aukinna ökuréttinda eru að hefjast. Enn er hœgt að skrá nemendur á námskelð sem hefst þann 8. janúar. Nœsta námskelð hefst þann 16. janúar. Ökuskóli íslands 7 ^TÍlTVtfö^ Hagstœtt verð og góð greiðslukjör. Hafðu samband og við sendum þér allar frekari upplýsingar um hœl. Aukin Ökuréttindi, Aukin Þekking, Örugg Umferð ÞEKKING ÖKURÉTTINDI ATVINNUTÆKIFÆRI ^ötublfre/jj (AUKIN ^e^ubWe''0 Ökuskóli íslands hf. - Dugguvogur 2 • 104 Reykjavík r 568 38 41 Frá Vogue búdunum Nú er t ækifærið til að skapa sinn eigin stíl ÓDÝRT! Nú er 15% afsJáttur af ölJum vörum og 5Ö% afsiattur af jóiaefnum óg vörum. Sparið og saumið sjálf. búðirnar BETRI HEILSA; BÆTT LÍF Á BREYTINGARSKEIÐÍNU „Vöxum inn í viskuna, tökum tímabilinu jákvætt" Námskeiöiö stendur dagana 15. t>g 16. jan. Skránínj' og upplýsingar í símum. j' ■ Sjálf- styrking Jákvæðni \ Slökun Fannýjónmundsdóttir, Kolbrón B]örnsdótdr, sími 552 7755. S«552TO Tilfininga- þátturinn Yoga Blóma- dropar Krístb)firg feistmundsdóttir, sfrui 47! 1747 CHOOL OF NATURAL MeDICINE Á ÍSLANDf IDAG Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu 1.277 krónum sem þær gáfu til styrkt- ar Hjálparsjóði Rauða kross íslands. Stúlkurnar heita Valdís Guðrún Vilhjálmsdóttir og Ester Aldís Friðriksdóttir. HLUTAVELTU héldu nýverið þessar þrjár duglegu stúlkur. Þær söfnuðu 4.000 krónum sem þær gáfu í söfnun fyrir Hafstein Hinriksson á Eskifirði. Stúlkurnar heita Unnur Guðmundsdótt- ir, Arna og Þórunn Ólafsdóttir. HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hanne leitar að Elíasi Dönsk kona að nafni Hanne hringdi í Velvak- anda og bað hann að aðstoða sig við að hafa uppi á manni að nafni Elías. Hún hitti hann í Kaupmannahöfn 30. des- ember sl. á milli kl. 4 og 5 að morgni á stað sem heitir Rosie McGee ná- lægt Tívolíinu í Kaup- mannahöfn. Elías var í Kaupmannahöfn { nokkra daga. Ef hann les þessar línur er hann beð- inn að skrifa henni á eft- irfarandi heimilisfang: Hanne Mielsen 0sterdalen 5260 Odense Danmark Tapað/fundið Reiðhjól í óskilum hjá Vara í tengslum við ókeypis skráningu Öryggisþjón- ustunnar VARA á reið- hjólum er fyrirtækinu stundum falið að hafa upp á eiganda reiðhjóls sem fundist hefur í reiðileysi. Svona er ástatt með vínrautt DBS Classic kvenreið- hjól með vírkörfu að framan sem fannst efst í Skógarhlíðinni í lok desember og var þá búið að vera þar í reiðileysi í heilan mánuð. VARA var falið að finna eig- andann í gegnum skrán- ingarnúmer reiðhjólsins en því miður finnst það hvorki á tölvuskrá VARA né í bókum inn- flytjanda. Eigandi hjóls- ins er nú beðinn að gefa sig fram við móttöku VARA í síma 552-9399 og sækja reiðhjól sitt eftir að hafa sannað eignarrétt sinn. Viðar Agústsson, framkvæmdastj óri VARA. Víkveiji skrifar... STEINN á fjölskyldu! Þessi var yfirskrift ávarps til íbúa í Graf- arvogi, sem Víkverji las í LOGA- FOLD, safnaðarblaði Grafarvogs- sóknar. Tilefni ávarpsins er söfnunarátak vegna klæðningar á kirkjuna. „Tak- markið er að hver fjölskylda gefí einn stein,“ segir þar, en kirkjan verður klædd að utan með hvítum granítsteinum. Það er ljúft að vita hvern veg sóknarprestur og safnaðarstjórn í þessu nýja borgarhverfi leitast við að virkja söfnuðinn til samátaks í þágu kirkjunnar. Grafarvogssókn er ung að árum, stofnuð 1989. Þar hafa mál þróast hratt til góðs. Þar er aldeilis ekki slegið á hendur þeirra, sem starfa vilja innan safnaðarkirkjunnar eða leggja henni lið. Þvert á móti. XXX ARSSKÝRSLA ríkisspítala [Landspítalaj 1994 rak á fjör- ur Víkveija. Þar er mikinn fróðleik að finna. Þar segir að legur þetta ár hafí verið tæplega 32 þúsund talsins og legudagar nálægt 320 þúsund. Komur á bráðamóttöku voru rúmlega 3.100. Sjúklingar koma hvarvetna af landinu. Hlutfallsleg skipting legu eftir kjördæmum er þessi: Reykja- vík 56,2%, Reykjanes 26,8%, Vest- urland 2,4%, Vestfirðir 2,2%, Norð- urland vestra 1,4%, Norðurland eystra 2%, Austurland 2,7%, Suður- land 5,1%, aðrir 1,1%. Fjöldi legu og legudaga pr. 1.000 íbúa er 192 í Reykjavík en 83 á Suðurlandi. Athyglisvert er að hlutfall sjúkl- inga utan höfuðborgarsvæðisins er mun hærra þegar erfiðari og dýrari tilfelli eiga í hlut. Það byggist trú- lega fyrst og fremst á því að Land- spítali er hátæknisjúkrahús með mjög sérhæft starfslið. Það þýðir hins vegar að hlutfallslegur kostn- aður á legu verður hærri en ella. Svo dæmi sé tekið var hlutfall legu sjúklinga úr einu landsbyggðarkjör- dæmi á almennri kvensjúkdóma- deild Landspítala 1,4% en 3,6% vegna illkynja kvensjúkdóma. XXX RJÁTÍU OG SEX milljarðar króna hverfa úr landi á ný- byijuðu ári í afborganir og vexti af erlendum skuldum, að því er fram kemur í áramótagrein Jóns Baldvins Hannibalssonar í Alþýðu- blaðinu. Slík er skuldasúpan! Ef þjóðin væri skuldlaus erlendis hefði hún, samkvæmt þessu, þrátíu til fjörutíu milljörðum króna meira til skiptanna á þessu ári. Það er ekki sízt þessi umframeyðslu- og skuldastefna sem veldur þröngum kosti landsmanna. Sjálfskaparvíti hét það í gamla daga. Erlend lán, nýtt til að skapa fleiri störf og meiri verðmæti, skila sér til baka - á mislöngum tíma að vísu. Svo er til dæmis um lán venga stór- iðjuframkvæmda. Eyðslulánin eru á hinn bóginn óráðsía! Það er og mikil- vægt að efla alla hvata til innlends peningaspamaðar, sem hefur verið verulega minni hérlendis en erlendis. xxx IBÚATALA landsins hefur ekki vaxið jafnt og þétt frá land- námi. Oft lækkaði hún feiknamikið á harðindaskeiðum fyrri alda. Það var raunar ekki fyrr en á 20. öld- inni, tækniöldinni, sem þjóðinni óx fiskur um hrygg að þessu leyti. í dag erum við nálægt 267 þús- und talsins. Fæst vorum við um 40 þúsund 1785. íslendingabók Ara fróða segir að Gissur biskup ísólfs- son hafí látið telja þingfararkaups- bændur um 1100. Taldir voru 4.560 skattbændur (Austfírðingafjórð- ungur 840, Sunnlendingafjórðung- ur 1.200, Vestfírðingafjórðungur 1.080 og Norðlendingafjórðungur 1.440). Fræðimenn hafa áætlað fjölda landsmanna, út frá skatt- bændatalningu biskups, á bilinu 50 til 70 þúsund. Allsheijarmanntal hér á landi, 1-703, telur 50.358 íslendinga. Þeir eru þá jafnmargir eða færri en í lok landnámsaldar. Enn lá leiðin niður, 40.623 einstaklingar 1785. 1890 eru þeir orðnir 70.972. En það er fyrst með nýrri öld og nýjum at- vinnuháttum að þjóðin réttir úr kútnum, hvað mannfjölda varðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.