Morgunblaðið - 07.01.1996, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 07.01.1996, Qupperneq 50
50 SUNNUDÁGtíR‘7. JANÚAR18Í96' MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÚRSLIT KORFUKNATTLEIKUR San Antonio á hælunum San Antonio Spurs lék mjög illa ogtapaði 105:92 fyrir Indiana Pacers í NBA-deiidinni í körfu- knattleik aðfaranótt laugardags. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði David Robinson, miðheiji Spurs, sem gerði aðeins 14 stig og hitti úr fimm af 17 skotum. „Þetta var eitt af þessum kvöldum og ég held að ég hafi ekki leikið eins illa síðan í gagnfræðaskóla. Reggie Miller gerði öll 19 stigin sín fyrir Indiana í fyrsta leikhluta en Pacers var með 26 stiga forystu í hálfleik. Spurs gerði aðeins 12 stig í öðrum fjórðungi leiksins og alls 34 stig í fyrri hálfleik en það er lægsta skor liðsins í hálfleik á tímabilinu. „Við réðum ferðinni," sagði Mill- er. „Við vorum hungraðir í sigur og sýndum það frá byrjun.“ Eddie Johnson skoraði 26 stig fyrir Indi- ana en Sean Elliott var stigahæstur hjá Spurs með 28 stig. Avery John- son var með 18 stig og átti sex stoðsendingar. „Fyrri hálfleikur er sá besti sem við höfum leikið á tíma- bilinu," sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. „Eg hef fylgst með Spurs í langan tíma og þetta er lakasta frammistaða sem ég hef séð til liðs- ins en það sótti í sig veðrið þegar líða tók á leikinn." Nýliðamir í Vancouver sigruðu Philadelphiu 103:102 í framlengd- um leik. Þetta var annar sigur liðs- ins í röð og hefur liðið ekki unnið tvo leiki í röð í deildinni síðan það vann tvo fyrstu leiki tímabilsins. Greg Anthony var stigahæstur með 32 stig og Blue Edwards kom næst- ur með 19. Trever Ruffin var með 27 stig fyrir Philadelphiu og Clar- ence Weatherspoon 20 og tók auk þess 20 fráköst. Þetta var sjöundi tapleikur liðsins í síðustu átta leikj- um. Önnur framlenging Joe Smith setti niður tvö vítaskot fyrir Golden State þegar 7,2 sek- úndur voru eftir af framlengingu og tryggði sigur liðsins gegn Minne- sota, 122:119. Rony Seikaly gerði 31 stig og Smith 24 fyrir Golden State. Tom Gugliotta var með 36 stig og Christian Laettner 22 fyrir Minnesota. Pooh Richardson gerði 20 stig og þar af tvö síðustu stig leiksins úr vítaskotum er lið hans Los Ang- ele Clippers sigraði Phoenix 94:88. Brian Williams var með 18 stig og tók 14 fráköst og Loy Vaught gerði 17. Charles Barkley var með 26 stig og tók auk þess 12 fráköst fyrir Phoenix. Reuter DERRICK Alston hjá Phlladelphia nœr frákastinu en Chrls King hjá Vancouver er aðeins of selnn. NBA-deildin Leikir aðfaranótt laugardags: Boston - Cleveland...............93:77 New Jersey - Dallas.............107:99 Orlando - Seattle...............115:93 San Antonio - Indiana...........92:105 Milwaukee - Portland............113:96 Vancouver - Philadelphia.......103:102 ■Eftir framlengingu. Golden State - Minnesota.......122:119 ■Eftir framlengingu. LA Clippers - Phoenix............94:88 LA Lakers - Utah...............116:100 ÚRVALSDEILD A-RIÐILL Fj. leikja U T Stlg Stig UMFN 21 17 4 1913: 1654 34 HAUKAR 21 17 4 1858: 1625 34 UMFG 21 15 6 2012: 1732 30 KEFLAVÍK 21 14 7 1933: 1722 28 ÍR 21 9 12 1699: 1730 18 BREIÐABLIK 21 5 16 1666: 1971 10 B-RIÐIL L Fj. leikja u T Stig Stig UMFG 21 15 6 2012: 1732 30 SKALLAGR. 21 12 9 1642: 1646 24 KR 21 11 10 1779: 1785 22 ÞÓR 21 7 14 1775: 1761 14 ÍA 21 7 14 1823: 1978 14 VALUR 21 2 19 1594: 2043 4 KR - Haukar kl. 16.00 LEIKUR KR og Hauka í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag, sunnudag, hefst kl. 16.00 en ekki klukkan 20.00 eins og misrit- aðist í blaðinu í gær. Mynd speglaðist Myndin af íþróttamönnum ársins hjá sér- samböndum ÍSÍ, sem birtist ( blaðinu í gær, speglaðist í vinnslu og því eru nöfnin frá hægri en ekki vinstri eins og stendur í myndatexta. Sigur í fyrstu þremur leikjum íslands undir stjórn Jóns Kr. Gíslasonar landsliðsþjálfara Mikilvægt að komast áfram í Evrópukeppninni ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfuknattleik sigraði það eistneska í þremur vináttulandsleikjum á milli hátfðanna. Þetta voru fyrstu landsleikir íslands undir stjórn Jóns Kr. Gíslasonar nýráðins landsliðsþjálfara og er hann að vonum ánægður með niðurstöð- una úr frumraun sinni sem landsliðsþjálfari. Morgunblaðið/Björn Blöndai JÓN KR. Gíslason hefur lelklð 158 landsleiki en er nú tekinn vlð sem landsliðsþjálfari. Hér afhendir Guðmundur Bjarni Kristinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, honum mynd í tilefni 500. deildarleiks hans í meistaraflokki. etta voru tvímælalaust mikil- vægir leikir fyrir okkur og ég reyndi að dreifa leiktímanum á sem flesta leikmenn og til dæmis held ég að það hafi aldrei verið sama bytjun- arliðið í hálfleikjunum sex,“ sagði Jón Kr. í samtali við Morgunblaðið í gær. Margir fengu að reyna sig Jón valdi fjórtán manna hóp fyrir leikina og var ánægður með frammi- stöðu allra. „Ég ákvað að nota eins marga og hægt var. Bæði er að leik- menn eru á fullu með sínum liðum og því ekki réttlætanlegt að nota þá of mikið og eins hitt að það er mik- ill kostur að geta notað sem flesta. Ég tel mig vera með mjög jafna leik- menn þannig að það á ekki að breyta miklu hveijir spila hveiju sinni, enda kom það í ljós í þessum leikjum. Guðmundur Bragason og Teitur Ör- lygsson léku mest, eða um 30 mínút- ur hvor og svo komu átta til níu leik- menn sem léku í kringum 17 mínút- ur. Þrír leikmenn fengu ekki langan leiktíma að þessu sinni.“ Komu einhverjir leikmenn, eða samvinna einhverra, þér á óvart? „í rauninni kom frammistaða leik- manna mér ekki á óvart en samt var ánægjulegt að sjá hversu vel strákar stóðu sig sem hafa ekki fengið mörg tækifæri hingað til með landsliðinu. Þar má til dæmis nefna Albert Ósk- arsson og Sigfús Gizurarson, þeir léku báðir mjög vel og í raun var frammistaða þeirra eðlilegt framhald af því sem þeir hafa verið að gera í deildinni í vetur. Miðað við hvernig leikimir spiluðust virðist ekki skipta verulega miklu máli hveijir voru inná hveiju sinni. Falur Harðarson og Jón Amar Ingvarsson skiptu með sér hlutverki leikstjómanda og tókst báðum vel upp.“ Þú hafðir ekki langan tíma til undirbúnings. Gastu verið með mörg leikkerfi í sókninni og mismunandi varnarleik? „Það er rétt ég hafði aðeins sjö æfingar fyrir leikina og það er ekki nóg. Á fyrstu æfingunni fórum við bara í hraðaupphlaup og ég lét strák- ana hafa möppur með upplýsingum um leikkerfi sem ég ætlaði að nota. En eftir tvær til þrjár æfingar sá ég að við kæmumst aldrei yfir þetta allt þannig að ég skar niður. Ég held að það sé mesta furða hvað strákarnir komust yfir á svona stutt- um tíma. Við létum menn keyra dálít- ið inní vörnina og draga þannig að sér fleiri en einn vamarmann og senda síðan út á skytturnar. Þetta gekk vel í tveimur fyrstu leikjunum en í þeim þriðja fóru mótherjarnir að passa sig betur og þá losnaði um Guðmund Bragason.“ Notum pressuvörnina meira síðar „í vörninni lékum við langmest maður á mann en ég prófaði þó bæði svæðis- og pressuvöm. Það verður gaman að pressa meira síðar því þegar maður hefur svona marga stráka þá er gott að nota pressuna því menn eru óþreyttir. Ég er líka mjög ánægður með hvemig strák- arnir börðust í fráköstunum. Ég lagði áherslu á að stöðva miðheijana hjá þeim með því að fara fram fyrir þá undir körfunni og hafa síðan alltaf einhvern fyrir aftan til að hjálpa. Þetta gekk vel og stóru mennirnir hjá þeim skoruðu ekki mikið. í sókn- inni tókum við líka talsvert af frá- köstum og tókum til dæmis fleiri sóknarfráköst en Eistar í einum leiknum og það er nokkuð sem er nýtt hjá íslensku landsliði." Jón Kr. sagði mjög gott að vinna með strákunum. „Það er virkilega gaman að vera utan vallar og stjórna og ég fann það í Lúxemborg í vor að minn tími var kominn. Strákamir hafa tekið mér vel og það er gaman að vinna með þeim og þeir sem ég hef leikið með í gegnum tíðina skilja að nú er ég kominn hinum megin við borðið,“ sagði Jón. Aðalverkefni landsliðsins verður upp úr miðjum maí þegar Evrópu- keppnin verður hér á landi, keppni þar sem sex lið munu beijast um tvö laus sæti í aðalkeppni Evrópukeppn- innar. „Það er mikilvægt að komast áfram í þá keppni því þá gætum við lent í riðli með þjóðum þar sem ósk- að er eftir beinum sjónvarpsútsend- ingum, og þá erum við komnir með allt aðra vídd í körfuna hér heima. Mér sýnist að við höfum um það bil einn mánuð til að undirbúa okkur í vor og ég ætla að nýta þann tíma eins vel og ég get. Eg er að vona að við getum komið því þannig fyrir að leikmenn fái frí frá vinnu í svo sem eina viku þannig að hægt sé að undirbúa liðið betur en gert hefur verið. Þá væri hægt að æfa tvisvar á dag og það væri mikil framför. Við eigum góða möguleika á að kom- ast áfram og ég tel að við eigum að kosta einhveiju til,“ sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari. Karafe ® Karatedeild Allírflokkarerufyrirbasði kynin. Fylkis Yfírþjálfari 5ankudo er 5ensei Jean Frenette, 6. DAN, fimmfalriur heimsmeistari. Aðalþjálfari Fylkis: Vicente Carrasco 2. DAN, 17 ára reynslaj Innri-tun á staðnum Allar nánari upplýsingar má fá í eftirfarandi símum: Fylkishöllin: 567-6467 Vicente Carrasco: 567-3593 Garðar Þ. Guðgeirsson: 5Ö7-Ö217 Sankudo International Karate-do Organisation Karatenámskeið eru að hefjast í nýrrí 03 stórgiassilegri aðstöðu í Fylkishöllinni við Sundlaug Árbasjar: Flokkur mánud. miðvikud. föstud. laugard. 6-12 ára - Byrjendur 17:30-18:30 17:30-18.30 17:30-18:30 6-12 ára - Framhald 18:30-19:30 18:30-19:30 18:30-19:30 16:00-17:00 Fullorðnir - Framhald 19:30-21:00 19:30-21:00 19:30-21:00 17:00-19:00 Fullorðnir - Byrjendur 21:00-22:00 21:00-22:00 21:00-22:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.