Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hver rðdd veróur að heyrast Margar kirknanna segja að þær hafi ekki þjálfaðar konur til að senda á svona þing. Og því erum við núna með í gangi þriggja ára prógram, sem þjálfar ungar konur frá hinum ýmsu kirkjum til þess að taka þátt í alþjóðlegu starfí. Byijuðum með því að hafa þær í þrjár vikur hjá okkur í Sviss. Svo eru þær boðnar á ráðstefnur á vegum Lúterska heimssambandsins, kirkjurnar þeirra hafa skipað þær í nefndir og þær hafa sérstakt þjálfunarverkefni hver um sig. Það er afar fróðlegt að sjá hve menningaráhrifín eru sterk. Asíukonurnar þurfa t.d. að brjótast í gegn um mjög marga veggi áður en þær geta tekist á við þetta á svipaðan hátt og Evrópukonurnar. Það hefur líka verið lögð mikil áhersla á að veita konum forgang í þróunarverkefnunum, vegna þess að konur í þróunarlöndum bera uppi þjóðlífið. Þær vinna akuryrkjustörf- in, annast fræðsluna og umönnun fjölskyldunnar. Eða eins og fram- kvæmdastjórinfi okkar segir: Ef við menntum konur þá höfum við menntað þjóðina. Þegar við veitum fé til einhverra verkefna er ævinlega spurt að hve miklu leyti konur hafí átt þátt í að skipuleggja þau og að hvaða gagni það komi konum. Menn hafa margbrennt sig á því að þegar ný tæki hafa komið í þróunarverk- efnum, hafi karlarnir tekið þau og konurnar sitja eftir með erfiðu störf- in. Á þessu hefur þó orðið mikil breyting, sérstaklega vegna þess að vatnsboranir hafa mjög víða auð- veldað aðgang að vatni og konurnar hafa fengið tíma til að mennta sig og bæta lífsskilyrði sín, sem ella var varið til vatnsburðar." Grenndarútvarpið lyftir Bernharður segir frá því að í fá- tækrahverfunum í Suður-Ameríku, þar sem örbirgðin er að kalla alger, hafi þeir sett upp grenndarútvörp. Þetta eru litlar FM-stöðvar, sem ná kannski 30 km radíus. Þar er fólki boðið að koma inn og segja sögu sína. Ólæsa fólkið segir svo vel frá. „Ég var í heimsókn í slíkri stöð í Brasilíu þegar inn kom þreytt og þrúguð gömul kona, sem alla tíð hafði fengið að heyra að hún væri annars flokks, allt hennar umhverfi hafði dregið hana niður. Hún fer að segja sögu sína og talar í rúman klukkutíma. Segir frá því hvernig hún tókst á við líf sitt, hvernig henni tókst að komst af, hvemig hún brást við óblíðum örlögum, hvemig trúin bar hana uppi. Næsta dag kom ég svo á markaðinn og sá þá þessa konu sitja flötum beinum við að selja appelsínur. Þama var allt í einu komin allt önnur kona, stolt og sterk. Hún hafði fengið slík viðbrögð frá umhverfinu. Ég heyrði til þín í út- varpinu í gær, var sagt við hana. Allt í einu var hún orðin fomstukona vegna þess að útvarpið hafði gefið henni þennan stuðning, nýja sjálfs- mynd. Þarna sér maður hvað útvarp getur haft gífurleg áhrif til að byggja upp fólk og efla það. Auk þess gaf þessi kona með vitnisburði sínum öðrum hlustendum dæmi um hvemig má takast á við lífíð. Þess er mikil þörf - til að viðhalda von- inni þar sem flest sýnist vonlaust. Það er svo gott að sjá fjölmiðla not- aða til að byggja upp samfélagið á litlum stöðum og hjálpa fólki til að skipuleggja sig og vinna sameigin- lega að bættum kjörurn." Talið berst aftur að því hvernig hver heimshluti hefur sína sérstöðu. „í Indónesíu er mikil hefð fyrir hreyfitjáningu við frásögnina, fyrir dansi og drama. Flestar frásagnir greina frá átökum góðs og ills. Þarna táknar vinstri höndin það illa og sú hægri það góða, eins og svo víða annars staðar. Þegar sagt er frá og það illa kemur inn er það tjáð með vinstri höndinni og svo kemur hægri höndin o.s.frv. Þeir sem þekkja þessa hreyfitjáningu fá miklu betri skiln- ing á sögunni. í þessum löndum eru margar mállýskur en táknmálið er meira og minna það sama. Þetta hefur svo áhrif á helgihaldið. Á ís- landi lyftir presturinn báðum hönd- um þegar hann lýsir blessun, en það getur ekki gengið þarna. Þar má bara lyfta hægri höndinni. Við leggj- um mikla áherslu á það við kirkjurn- ar að þær virði og nýti þessa þætti, því það eflir sjálfsmynd þessa fólks og virðingu fyrir eigin menningu. Ekki veitir af í þessu flæði af vest- rænni menningu." Líkamstjáning er t.d. mismun- andi eftir menningarheildum. „Þess- vegna skiptir svo miklu máli að átta sig á hver eru hin viðteknu tákn sem notuð eru í hverri menningarheild. Nei segjum við með því að hrista höfuðið, en Indveijar segja já með svipaðri hreyfingu. Það er svo auð- velt að misskilja fólk ef maður þekk- ir ekki boðorð líkamstjáningarinnar. Þetta er eitt af því sem gefa þarf forgang þegar starfsmenn kirkjunn- ar eru þjálfaðir, að þeir kunni að lesa þögul tjáningarform áheyrenda og finni leiðir til að koma á tjáskipt- um í fræðslu sinni og boðun. Það skapast oft grófur misskilningur þegar aðeins einn fær að hafa „orð- ið“.“ skylda. Sendiherrarnir eru duglegir við að halda henni saman. Ég vinn með fólki af 39 þjóðernum og það eitt er æfing í rnannlegum samskipt- um að sitja fundi með fólki með svo ólíkan bakgrunn. Til dæmis þarf að átta sig á að Filippseyingurinn getur ekki sagt nei í fyrstu atrennu og verður að spyija hann a.m.k. tvisv- ar. Það er ákafíega lærdómsríkt fyr- ir okkur vestræna menn, sem erum svo feykilega vinnusamir, að átta okkur á að það er hægt að gera hlutina með öðrum hætti en hér. Og stundum ógnar manni hvernig við vöðum yíjr í trausti þess að við vitum betur. Á okkar eigin mælistiku eru okkar aðferðir vissulega betri, en ef þeir nota sína mælistiku eru þeirra aðferðir betri. Hins vegar kemst maður ekki hjá því að oft og tíðum sækir á mann visst vonleysi vegna ástandsins í heiminum," segir Bernharður enn- fremur. „Gífurleg mannfjölgun og þessi skelfilegi aðbúnaður barna í mörgum löndum. Átakanleg er barnaþrælkunin víða um lönd og kjör götubama í Suður-Ameríku. Og hve lítill hluti mannkyns býr í rauninni við mannsæmandi kjör, sem reyndar byggjast á misskiptingu gæðanna, lögmáli frumskógarins. Svo er það spurning um hamingju- BERNHARÐUR og Pétur Pétursson prófessor ræðast við á hlað- inu í Skálholti, en hann var þar í sumar fyrirlesari á ráðstefnu norrænu kirknanna um upplýsingamiðlun árið 2001 með tilliti til nýrrar tækni og örra samfélagsbreytinga. Jólin á íslandi Bemharði hefur líkað ákaflega vel þetta starf og er búinn að fram- lengja ráðningarsamning sinn til 1999. Þá verður hann búinn með skammtinn sinn, því ekki má vinna þarna nema ákveðinn tíma, til þess að hreyfíng sé á starfsliðinu. Það verður þá orðin átta ára útivist, en á áttunda áratugnum var hann auk þess í starfi í fjögur ár í Addis Ababa. Þau hjónin halda íbúð sinni á íslandi. „Maður verður að eiga sér hreiður, áningarstað," segir hann. Börnin þijú eru öll búsett erlendis, strákarnir í námi í Bandaríkjunum, Sigurbjöm í fiðluleik í Oberlin og Magnús í Austurlandasögu í Yale. Svava er víóluleikari og býr með manni sínum í Ljúblíana í Slóveníu, þar sem hún er dósent við tónlistar- háskólann. Móðir þeirra, Rannveig Sigurbjömsdóttir, áður hjúkrunar- forstjóri á Heilsugæslu Kópavogs, hefur fylgt manni sínum og búið í Sviss. Vandinn er sá að makar fá ekki starfsleyfí í Sviss, svo að hún hefur unnið hér heima á köflum. „Það kemur ágætlega út,“ segir Bernharður. „Þegar ég er í þessum ferðum fer hún stundum heim að vinna eða ferðast með mér. Við höfum komið heim um jól. Jólin á íslandi eru engu iík,“ segir Bernharður. „Öll þjóðin er að halda jól og fjölskyldurnar koma saman, þessi feikilegi einhugur um að gera fallegt og gleðja. Svo var auðvitað stórkostlegt að vera heima um þessi jól, því veðrið var svo fallegt. í Genf er þriðjungur íbúa útlend- ingar og líka spennandi að búa á slíkum stað. Þar er þó nokkuð stór íslensk nýlenda, sem þjónar sem fjöl- leitina. Ef dæma má eftir andlitum fólks eru brosin óneitanlega tíðari og opnari meðal fátæks fólks víða en efnafólksins hér á Vesturlöndum. Þetta er allt afstætt. Þá er kannski spurningin um að eiga frið með sjálf- um sér og við sjálfan sig og Guð sinn við þær aðstæður sem við lifum við hveiju sinni.“ „Eitt er það sem ég hefi lært að sjá í öðru ljósi,“ segir Bernharður undir lok samtals okkar, „Það er veðurfarið á íslandi. Ég var í Perú þar sem er matarskortur og erfiðar aðstæður, en þar er verðurfar og jarðvegur svo góður að ef maður stingur niður plöntu þá er hún farin að blómgast eftir skamman tíma. Ég spurði innfæddan mann, sem búið hafði í Finnlandi, hvemig stæði á því að þeir hefðu ekki nóg í þessu gjöfula landi. Það er „mangana - á morgun," sagði hann. „Það er alltaf hægt að stinga þessu niður. í Finn- landi lærði ég að ef þið setjið ekki niður kartöflunar síðustu vikuna í maí og takið upp síðustu vikuna í september, þá hafið þig ekkert að borða síðustu vikuna í mars. Þess- vegna eruð þið alltaf að gera áætlan- ir og hugsa um framtíðina. Við ger- um það ekki, því við getum alltaf gert það á morgun en svo verður ekkert af því á morgun heldur. En,“ sagði hann, „fyrir bragðið lifið þið aldrei augnalikið. Þið eruð annað- hvort alltaf að rifja upp minningar eða leggja á ráðin um framtíðina, njótið sjaldnast stundarinnar. Við höfum það ekki nógu gott, enda ekki nógu forsjál, en við njótum augnabliksins. Kannski getum við kennt hvert öðru að njóta lífsins betur.“ Af gæðum heimsins... ALLIR eru að gera það gott nema ég! var viðlag- ið í gömlum slag- ara. Virðist um þessi áramót aftur hafa náð vin- sældum í ýmsu formi. Það mest krassandi: Þarf að fara aftur til 1887 til að finna aðra eins vinnu- þrælkun og landflótta. Textinn gjarnan með tilbrigðum af því að allir geri það gott sem fari. Fínt! Hvað er betra en hafa þann heimanmund að dyr heimsins standi alls staðar opnar þeim sem finnst að sér þrengt heima og vilja leita í aðra og betri haga? Um lönd og álfur hittir maður íslendinga sem hafa það gott eða að minnsta kosti lifa af í harðri samkeppni á nýjum slóðum. Hafa verið til þess nægilega vel búnir að heiman. í áramótaræðum nú er mikið talað um íslendinga, sem eru að hasla sér völl með fyrirtæki er- lendis og að mikil menntun sé sú heimanfylgja sem dugi. Auð- vitað satt og rétt. Enda hefur margt af þessu dugnaðarfólki fengið undirstöðumenntunina í skólum hér heima og síðan átt greiða leið til framhaldsmennt- unar á námslánum í öðrum lönd- um. Ég þykist líka hafa séð aðra „ófínni“ kosti, sem gjarnan duga íslendingum í keppninni um störf erlendis. Það er hve úr- ræðagóðir þeir eru, þjálfaðir að heiman í að bjarga sér. Til dæm- is eru íslenskir radíó- og véla- menn og bílstjórar víða í alþjóða- verkefnum sérlega eftirsóttir af því að þeir kunna að bjarga sér sjálfir ef eitthvað bilar og óbangnir við að taka þá til hendi. Þessu hefur fólk vanist í þessu óblíða landi á ferðum um land og sjó við íslenskar aðstæður og hugsunarhátt. Dæmi um þetta mátti nýlega heyra í viðtali við Regin Grímsson, smábátasmið í Kanada, sem m.a. er að setja í gang veiðar á smábátunum í Trinitat. Hann sagði eitthvað á þá leið að hann mundi útvega íslenska sjómenn á bátana þar, því þeir væru svo úrræðagóðir og kynnu til verka. Hitt er svo dulítið kúnstugt hve lítils metin þessháttar færni og verkkunn- átta er oft hér heima, þegar ungt fólk er að velja sér framtíð- arbraut. Á leið milli húsa nýlega lenti ég í þrígang held ég í útvarpinu á sama viðtali við íslenska stúlku og viðskiptafræðing. Hún hefur sem betur fer fundið sitt gósen- land Danmörku, enda fær maður þar víst hátt kaup fyrir litla vinnu og allt niðurgreitt. Sá sem heillast af Danmörku sér bara góðu hliðarnar og þeir sem sjá aðeins mistök á Islandi leita einskis annars. Er bara mann- legt og ekki laust við að þess gætti, t.d. virtust hvorki hún né spyijandinn vita að lofaðar húsa- leigubætur eru líka greiddar hér í Reykjavík og víðar. En lauk- rétt er að hér fá menn ekki skattafrádrátt vegna vaxta af húsnæðislánum, sem gæti hjálpað húsbyggjend- um til að halda í húsin sín. Um heilbrigðisþjónustuna sagði hún að í Danmörku sé öll læknishjálp og sjúkrahúslega fri, „því þú borgar þína þjónustu með skatt- peningum þínum“. Hér má kannski staldra ögn við ef svo margir íslendingar kjósa að búa annars staðar. Hvorki þeir sem reka starfsemi sína erlendis eða einstaklingarn- ir sem kjósa að búa þar starfsár sín borga skatta á Islandi. Það fólk er þá væntanlega búið að borga fyrir læknishjálpina sína og umönnun í ellinni með skött- um sínum þar sem þeir starfa. Eða greiða í tryggingar í löndum þar sem svo háttar að fólk trygg- ir sig sjálft. Úr þeim sjóðum hlýt- ur þá að eiga að fylgja þeim greiðsla fyrir læknishjálp og sjúkrahúslegu á íslandi, ef og þegar þeir kjósa að koma heim. Ekki geri ég því skóna að þessi viðmælandi muni nokkurn tíma vilja koma aftur, þó veik verði eða öldruð, en ef svo færi fylgir þá væntanlega greiðslan úr danska sjóðn- um sem hún borgaði i skött- um sínum. En margir brott- fluttir kjósa það síðar ellimóðir eða sjúkir og eiga auðvitað að hafa um það jafngreitt val og að fara. En þegar hópurinn sem fer er orð- inn umtalsverð- ur, neyðumst við þá ekki til að endurskoða og ganga betur frá leikreglun- um? Sjálfsagt að íslendingar fái þá læknishjálp og umönnun hér ef þeir vilja, en þeir sem unnu og greiddu í sköttum langa ævi og heima sátu hljóta þó að sitja fyrir þegar svo er komið að þetta litla samfélag stendur illa undir heilbrigðisþjónustunni, biðraðir myndast á spítölum, deildum lokað vegna skorts á rekstrarfé og sjúklingar þurfa jafnvel að greiða upp í það sem á vantar til að losa um stíflurnar, sem þessari konu fannst svo forkast- anlegt. Þarf ekki að laga regl- umar að hinum breytta veru- leika, a.m.k. áður en farið er að halda í heilbrigðisþjónustu við þá öldmðu í landinu, sem eiga innstæðu fyrir læknishjálp og umönnun af uppsöfnuðum skatt- greiðslum sínum? Að þeim sem fara sé ætlað að koma til baka með sinn uppsafnaða sjóð til þeirra hluta úr erlendum trygg- ingum, fijálsum eða bundnum, eða hvað? Fólk er jafnvelkomið fyrir það, þótt það sitji við sama borð og þeir sem kusu að þreyja þorrann og góuna heima, ekki rétt? í ljóðabókinni hans Kristjáns J. Gunnarssonar á borðinu hjá mér er viðeigandi ljóð um Heim- slystina: Af gæðum heimsins fæstir nægju fengu og flestir gátu varla skilið að úr því Drottinn gerði allt af engu öðrum fyrirmunað var að gera það. eftir Elínu Pálmadóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.