Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ merkir hið góða og hið illa í sjálfu sér? Algengasta skil- greiningin er líklega eftirfarandi: Óháð hlutveruleikanum - þ.e. í hlutfirrtu formi - er hið góða fyrst og fremst samheldnin, fórnfýsin og Jöfnuður- inn. Hið góða er hið Eina sem er Allt og því ætíð samt og jafnt við sjálft sig. Hið illa, hins vegar, er sundr- ungin, eigingirnin og Ójöfnuðurinn. Hið illa er hið Eina sem er Ekkert og þvi aldrei samt og jafnt við sjálft sig. Hið góða og hið illa eru hins vegar ekki bara hlutfirrt hugtök, ' heldur raunverulegar eðlisverur, og hljóta því að koma fyrir í hlut- lægu formi. Í samfélagslegu sam- hengi er hlutlægt form þessara eðlisvera annars vegar ríkið; hins vegar ríkidæmið. Auðsætt er - | samkvæmt hinni hlutfirrtu hugsun ! a.m.k. - að hér hlýtur ríkið ætíð að vera af hinu góða; ríkidæmið af hinu illa. Ríkisvaldið er þannig ætíð samt og jafnt við sjálft sig gagnvart þegnum þjóðfélagsins; ber fyrst og fremst almannaheill fyrir brjósti; tjáir það viðhorf sem miðlar af fórnfúsum hug. Ríki- dæmið, á hinn bóginn, er aldrei * samt og jafnt við sjálft sig gagn- ; vart þegnum þjóðfélagsins; ber ' fyrst og fremst hag einstaklingsins fyrir bijósti; tjáir það viðhorf eigin- . girndarinnar sem. krefst af öðrum en miðlar ekki. Þjóðarlíkaminn skiptist þannig í | tvö meginöfl, ríkisvald og ríki- : dæmi. Þessi meginöfl hafa hins vegar ekki bara hlutlægt gildi. ! Ríkisvald og ríkidæmi eru líka huglægar eðlisverur og sem slíkar fyrst og fremst fyrir vitundina. í reynd er það því í verkahring sér- hvers og eins að dæma um gott og illt eðli þessara meginafla. Inn- tak og merking eðlisveranna, það eðli þeirra að vera birtingarform góðs og ills, verður fyrst ljóst í vangaveltum og íhugunum ein- staklinganna. Við vitum raunar þegar að samkvæmt hinni hlut- fírrtu hugsun er ríkisvaldið hið góða; ríkidæmið hið illa. Það eru hins vegar ávallt tvær hliðar á hveiju máli. Það er, sem sagt, tvennt ólíkt annars vegar hvað þessar eðlisverur tákna í sjálfum sér og hins vegar hvað þær tákna fyrir vitundina. Samkvæmt vanga- veltum og íhugunum einstakling- anna er málið því ekki svona ein- falt. Þegar einstaklingurinn dæmir í raun og sannleika um eðli góðs og ills gengur hann að sjálfsögðu fyrst og fremst út frá sjálfum sér, en hefur auk þess mælistikuna góðu um jöfnuð og ójöfnuð að leið- arljósi. Hið góða er því núna ein- faldlega • sérhver sá hlutur sem samræmist eigin hagsmunum ein- staklingsins; hið illa það sem ekki gerir það, Eða með öðrum orðum: hið góða er jöfnuður hlutveruleik- ans við einstaklinginn; hið illa ójöfnuðurinn. Hið góða er enn- fremur allt það sem er gott fyrir einstaklinginn; hið illa, hins vegar, allt það sem kemur sér illa fyrir hann. Staðreyndin er sú að vitundinni er í rauninni í sjálfsvald sett hvernig dóm hún fellir í þessu sam- bandi. í reynd hvílir dómsuppkvaðningin því ætíð á eftirfarandi staðhæfingu (eða for- dómum): j,Hið góða, það er Eg.“ Þetta breytir þó engu um það meginatriði að í huglægum dómum vitundarinnar birtist hinn sanni andi eðlisveranna og inntak þeirra verður ljóst. Valið stendur því á milli tveggja megin-heimspeki- kerfa sem hvort um sig virðist hafa nokkuð til síns máls. Samkvæmt öðru kerfinu er ríkisvaldið hið góða; ríkidæmið hið illa. Ríkisvaldið er annars vegar löggjafarvald og hins vegar fram- kvæmdavald og sameinar mismun- andi stofnanir þjóðarlíkamans - sem og aðgerðir einstaklinganna - undir einni stjórn. Ríkisvaldið er því í reynd jafnt við hagsmuni ein- staklinganna; er eitt og allt í öllu; sameinar hina almennu og hina einstöku gerð í nafni heildarinnar. Ríkidæmið og munaðurinn, á hinn bóginn, tryggir á engan hátt að almennt eðli einstaklinganna fái notið sín. Lífsgæðakapphlaupið gefur ekki nema aðgang að því nautnalífi sem í reynd er ekki neitt í neinu og því í rauninni hið illa eðli mannsins. í hinu kerfinu er þessu þveröf- ugt farið. Nú er ríkisvaldið fyrst og fremst það afl sem boðar afneit- un á einstakri gerð einstaklingsins og beygir hann til hlýðni. Sam- kvæmt þessu kerfí ber því að draga úr umsvifum þessa framandi ægi- valds sem er ójafnt við hagsmuni einstaklingsins og því í reynd hið illa. Hér er ríkidæmið, hins vegar, augljóslega af hinu góða. Ríki- dæmið gerir einstaklingunum kleift að þroska persónu sína og einstaklingseðli. í réttu ljósi skilin sameinar þessi einstaklingshyggja frekar en að aðskilja. Eðli sínu samkvæmt felur hún í sér loforð um almenna velsæld: Einstakling- urinn auðgast - auðurinn dreifist - og því auðgast heildin líka. Munaður einstaklingsins leiðir af sér munað heildarinnar; munaður heildarinnar leiðir af sér munað einstaklingsins. Hvor þessara dóma - eða öllu heldur heimspekikerfa - skyldi nú vera í samræmi við veruleikann? Það er hér sem okkur sjálfum ber að grípa inn í - okkur sem þekkj- um hina hlutstæðu framvindu sög- unnar - og fella okkar dóm með mælistikuna góðu að vopni. Jöfn- uðurinn er, sem sagt, hið góða; ójöfnuðurinn hið illa. Eða öllu held- ur: Það vitundarform sem hefur jöfnuðinn að leiðarljósi er hið góða - og öfugt. Að vel athuguðu máli komumst við að því að í rauninni þekkjum við þessi tvö vitundar- form. Því er unnt að segja að hér líkamnist hið góða og hið illa í í heilbrigðum þjóðarlík- ama erú báðar eðlisver- umar sterkar, skrifar Þór Rögnvaldsson; bæði heildar- og ein- staklingsviðhorfið. tveimur manngerðum; tveimur manngerðum sem fyrir miðju standa í sögu samtímans. Fyrst er það hin jákvæða - eða íhaldssama - manngerð sem finn- ur jöfnuð á milli sjálfrar sín og eðlisveranna tveggja; þ.e. ríkis og ríkidæmis. Þessi manngerð virðir stofnanir ríksisvaldsins sem þjóna þeim tilgangi að halda uppi röð og reglu og tryggja réttarstöðu hennar. Ennfremur virðir hún leik- reglur atvinnu- og efnahagslifsins og finnur hér raunverulegan starfsvettvang. Frá sjónarmiði hinnar íhaldssömu manngerðar er ríkidæmið því ekki nema réttmæt- ur afrakstur dugnaðar hennar og ötulleika í starfí; afrakstur sem hún hefur fullan rétt til að vera stolt af og njóta kinnroðalaust. - Á hinn bóginn er það hin neikvæða - eða róttæka - manngerð sem aldrei finnur nema ójöfnuð á milli sjálfrar sín og eðlisvera þjóðarlíka- mans. í orði kveðnu beygir þessi manngerð sig þó undir stofnanir ríkisvaldsins; ætlast m.a. til að réttarstaða hennar sé tryggð. í hjarta sínu, á hinn bóginn, lítur hún á ríkisvaldið sem kúgunartæki í þjónustu íhaldsseminnar. Eins hvað ríkidæmið varðar. Vissulega grípur þessi manngerð hvert tæki- færi til þess að auðgast og nýtur auðæfanna þegar hún hefur aflað þeirra - en þó ekki kinnroðalaust. Frá sjónarhóli róttækninnar, nefni- lega, er ríkidæmi þessa heims alls ekki ríkidæmi hennar heldur fyrst og fremst arðrán og stuldur. Eftirfarandi ber þó að undir- strika rækilega. Hér er aðeins um dóm okkar að ræða; okkar sem þekkjum framvindu hinnar hlut- stæðu sögu. Frá eigin bæjardyrum séð er hins vegar hvor manngerðin um sig ennþá fulltrúi hins góða; telur sig eiga einskorðaðan rétt á hinu sanna siðgæði og ásakar hina um siðleysi. Sá heimur sem hýsir þessar tvær manngerðir, íhalds- semina og róttæknina, er því sjálf- um sér sundurþykkur í hugmynda- fræðilegum skilningi og því bæði firrtur og ósannur. Næst gerist eftirfarandi: í blóð- ugum stéttaátökum hins sterkara og hins veikara - á milli þeirra sem völdin hafa annars vegar og hinna mörgu og lítilsmegnugu hins vegar - líkamnast hugsjónir hinna stríðandi fylkinga. Þessi raunvæð- ing hugsjónanna leiðir svo til skipt- ingar heimsins í áhrifasvæði. Vestrið er heimur auðmagns og einstaklingshyggju; Austrið heim- ur sameignar og félagshyggju. Að tveimur heimsstyijöldum yfir- stöðnum erurti við loks í heimi kalda stríðsins. í reynd verður svo allt með öfug- um formerkjum. Hinn íhaldssami borgari Vestursins brejrtir raun- verulega yfirborði og ásýnd samfé- lagsins með starfi sínu og atorku- semi. í hinu iðnvædda neyslu- samfélagi, sem er auðugasta sam- félag allra tíma, dreifist auðurinn til allra stétta og stéttaátökum linnir. Borgarinn, fulltrúi íhalds- seminnar, reynist því, þegar á hólminn er komið, sannur bylting- armaður. Byltingin er því ekki lengur á dagskrá. Róttæklingurinn - sem nú er fyrst og fremst mennt- aður millistéttarmaður og þjóðfé- lagsgagnrýnandi - grípur því til eina vopnsins sem tiltækt er; þ.e. tungumálsins og pennans. í ræðu og riti leggur hann til atlögu: gagn- rýnir valdastofnanir ríkisins fyrir fylgispekt við þá sem meira mega sín; gagnrýnir, ekki síst, auðsköp- unina sem slíka: gerviþarfir neyslusamfélagsins sem og, al- mennt talað, þá velmegun sem slævt hefur stéttarvitund lágstétt- armannsins og leitt hann á villigöt- ur. Samfélag Austursins, á hinn bóginn, sem í orði kveðnu er sam- félag sameignar og jafnaðar, skap- ar í reynd ákaflega takmörkuð verðmæti. Þar er því ákaflega tak- mörkuðum auði til að dreifa sem táknar m.a. að stéttaandstæðurnar skerpast; þ.e. andstæðurnar á milli þeirra fáu sem völdin hafa annars vegar (skriffinnanna) og hinna mörgu og lítilsmegnugu hins vegar (launþeganna). Enn um síðir bíða menn þó átektar í von um að Ey- jólfur hressist. í hugmyndafræðilegum átökum kalda stríðsins gerist svo þetta næst. Heimsveldi Austursins hryn- ur til grunna; múrarnir falla. Ástæðan er ekki sú að hugsjónin - sem slík - hafi ekki verið nógu fögur og góð; öðru nær. Ef nokkuð er var hugsjónin einfaldlega allt of góð; allt of góð með sig. Sú hugsjón, nefnilega, sem ekki hefur þennan heim að markmiði - sem er of góð fyrir þessa heims viðhorf - er ekki sönn. Byltingin var því, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki nema veruleikaflótti á vit þeirra viðhorfa þar sem endaskipti voru höfð á öllum hlutum. í nafni hugsjóna um samheldni og fórn- fýsi - hugsjóna sem byltingin skildi fullkomlega einhliða og hlut- firrtum skilningi - var hag- stjórnarkerfi þjóðarlíkamans ein- faldlega lagt í rúst en hugsjónin látin í askana. Hrun sameignar- stefnunnar er unnt að rekja beint til þessa einhliða og hlutfírrta skilnings stéttabaráttunnar og byltingarinnar á eðli mannsins. Vissulega grundvallast varanlegt almennt eðli mannsins fyrst og síð- ast í fögrum hugsjónum um sam- ábyrgð og samheldni. Á hitt ber að líta að heildin er aldrei sterk nema einstaklingurinn sé líka sterkur. í heilbrigðum þjóðarlík- ama eru báðar eðlisverumar sterk- ar; bæði heildar- og einstakling- sviðhorfíð. Ríkidæmið er þannig aldeilis ekki neitt óeðli; ójöfnuður og ósamræmi mannsins við sig sjálfan. Sú jafnaðarstefna sem ekki skapar auð er að sjálfsögðu ekki nema jafnaðarstefna örbirgð- arinnar og hlýtur að farast fyrr eða síðar. Hin neikvæða manngerð - rót- tæklingúrinn - kemst því ekki lengur hjá því að horfast í augu við einhæfni viðhorfa sinna og endurskoða afstöðu sína. Þetta táknar þó ekki að þessi manngerð snúi alfarið baki við sínum fyrri hugsjónum. Þetta táknar einfald- lega að hún nú hefur farið meira inn á þá braut nútíma jafnaðar- stefnu sem tíðkast á meginlandi Evrópu og Norðurlöndum. Nútíma jafnaðarstefna er það viðhorf sem styðst við blandað hagkerfi og finnur hið góða í báðum eðlisverum þjóðarlíkamans, bæði ríkinu og ríkidæminu; hvílir annars végar á stoðum velferðarkerfísins og hins vegar á auðsköpun og lögmálum markaðsins. Hin svokallaða nei- HIÐ GOÐA OGIIIÐ ILLA - EÐA RÍKIÐ OG RÍKIDÆMIÐ Þór Rögnvaldsson kvæða manngerð finnur því nú óhjákvæmilega jöfnuð á milli sjálfrar sín og hinnar jákvæðu manngerðar; opnar hjarta sitt og gerir eftirfarandi játningu: „Það er Ég; ég er hinn seki“ - og býst að sjálfsögðu við að hin jákvæða manngerð - í öllu sínu eðallyndi - taki í útrétta sáttarhöndina. Þannig gerist það bara ekki í reynd. Sigurvegarinn - hinn sið- ferðislegi sigurvegari kalda stríðs- ins - umgengst ekki hinn sigraða á jafnréttisgrundvelli og vísar því vinarþelinu á bug. Hér verða því hvörf í samskiptum þessara vitund- arforma. Nú er það hin svokallaða neikvæða vitund sem sættast vili við heiminn og starfa með honum. Hin jákvæða vitund, á hinn bóg- inn, reynist of stór upp á sig til þess að þekkjast gott boð; taka heiminn í sátt og hefja samstarf með honum. Neikvæðið tekur stöðu jákvæðisins - og öfugt. Hin fyrrum jákvæða manngerð er því nú hið raunsanna neikvæði sem engu hefur gleymt og ekkert lært. í fyrsta lagi getur þessi manngerð ekki gleymt þeim góðu gömlu dög- um þegar valdastofnanir ríkisins voru bara fáar og þjónuðu fyrst og fremst eigin hagsmunum henn- ar. Nú finnur hún ekki lengur jöfn- uð á milli sjálfrar sín og ríkisvalds- ins. Einkum er henni í nöp við stofnanir velferðarkerfísins og krefst þess að fjárframlög til þeirra verði skert. Eins hvað auðinn - ríkidæmið - varðar. Hér áður fyrr, í þá góðu gömlu daga, þjónaði ríki- dæmið einfaldlega henni sjálfri; enda var það hún sem auðinn skap- aði. Nú, hins vegar, er ríkidæmið orðið almenningseign og er því ekki lengur bara fyrir hana, heldur þjónar það öðrum og almennari tilgangi. Ríkidæmið er, þegar öllu er á botninn hvolft, sjálfstæð eðlis- vera sem losnað hefur undan áhrifavaldi hennar. Hún finnur því ekki lengur einstaklingseðli sitt - stolt sitt og virðingu - í ríkidæm- inu heldur einfaldlega ranghverfu síns eðlis og firringu. Hin fyrrum jákvæða manngerð hefur í fyrsta lagi ekki lært þá lexíu að einstaklingshyggjan í sinni tærustu mynd - er ekki nema veruleikafirring. Einstaklingurinn er aldrei sterkur nema heildin sé líka sterk. Vissulega grundvallast einstaklingseðlið í fögrum hugsjón- um um frelsi og framkvæmdavilja; vilja hvers og eins til að bera ábyrgð á sjálfum sér. Á hinn bóg- inn gagnar lítið að tala digurbarka- lega um að bera ábyrgð á sjálfum sér - og gera það ekki. Þú ert ekki bara þú sjálfur. Þú ert líka bróðir þinn og systir. - í annan stað hefur þessi manngerð ekki ennþá lært þá lexíu að ekki er unnt að sigra í hugmyndafræðileg- um átökum kalda stríðsins nema að hefja hinn sigraða líka til sigur- vegara. Það eru örlög mannsins að eiga engan óvin - nema sig sjálfan. Sá maður - sú manngerð - sem gerir sjálfan sig öðrum betri hittir því engan fyrir nema sig sjálfan. Öll erum við manneskjur. Nú hefur verið samið um frið í ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Auð- sætt er þó að friður verður aldrei tryggður - hvorki í ríkjum fyrrum Júgóslavíu né annars staðar í heim- inum - nema með nánu samstarfi Atlantshafsbandalagsins og Rúss- lands. Því kemur það vægast sagt spánskt fyrir sjónir að bandalagið skuli hafa áætlanir á pijónunum um að færa út kvíarnar í austur - en einangra Rússa. Rússum er boðið upp á eins konar málamynda- samvinnu; eins konar aukaaðild að samstarfi um frið; auk þess sem þeim . er gert að lúta yfirstjórn bandalagsins við friðargæsluna í ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Reynsl- an mun svo skera úr um hvort Atlantshafsbandalaginu tekst að feta það einstigi að standa vörð um frið í heiminum en hafna jafn- framt öllu raunverulegu samstarfí við risann í austri. Höfundur er heimspekingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.