Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Jesús grætur heimur hlær VISIMATORG Víða er leitað fanga á Vísnatorgi að þessu sinni. Meðal annars er komið við í Langholtskirkju og fylgst með fengitíma á Gunnarsstöðum. Ekki má gleyma vísnagátunni. Pétur Blöndal er umsjónarmaður torgsins. „MEGI ljós og gæfa glæðast,“ segir í botni Guðmundar Árnasonar. Morgunblaðið/RAX Dagar jólasveina, sauða- falls og flugelda eru á enda - allavega í biii. Nýtt ár er gengið í garð sem vonandi verður vísnavinum gott. Þeir eiga góðu að venjast. Nýr þróttur hefur verið að færast í ferskeytluna og er nú svo komið að vart er haldið mannamót án þess að hagyrðingar séu kallaðir til. Dverghenda Jóns Eiríkssonar skýrir það: Saman fjöldans stillir strengi stuðlað mál. Rimuð hugsun hefur lengi heillað sál. Á liðnu ári tróðu hagyrðingar upp á samkomum víða um land sem áttu það sammerkt að vera vel sóttar og hin besta skemmtun. Líklega hafa hagyrðingamót sjald- an eða aldrei notið meiri vinsælda meðal þjóðarinnar. Það má meðal annars merkja af þeirri miklu umfjöllun sem þau hafa fengið i fjölmiðlum. Á Vísnatorgi eru haldin hagyrð- ingamót á hálfs mánaðar fresti. Vonandi er stemmningin eitthvað í líkingu við það sem segir í hring- hendu Kristjáns Stefánssonar frá Gilhaga: Hér í næði mætast menn, minni ræða dagsins og í hæðir helja senn háttinn kvæðalagsins. Sigfús Jónsson í Skrúð í Reyk- holtsdalshreppi yrkir um þjóð- kunna sveitunga sína, séra Geir Waage og Flosa Ólafsson: Sagður fróður séra Geir, síst ég slíku hnekki, Flosi veit samt miklu meir en man það bara ekki. Séra Geir á fleiri hagmælta sveit- unga. Einhveiju sinni barmaði hann sér yfir bágum kjörum presta. Þá varð Vigfúsi Péturssyni á Hægindi visa á munni: Syrtir að hjá séra Geir, sáralítið kaupið; enginn giftist, enginn deyr, ekkert til í staupið. Sigfús bætir svo við: Þó sáran kveini séra Geir um sultarlauna valdið fitnar karlinn miklu meir en maður gæti haldið. I bréfi frá Jakobi Jónssyni bónda á Varmalæk segir frá fjölmennum prestafundi í Borgarnesi. Ekki þarf meira til að lyfta Jakobi á flug: Góðar stundir gefast enn, það gleður sérhvert auga að líta hundrað helga menn og hundrað geislabauga. Ekki eru allar stundir í kirkjunni jafngóðar ef marka má þær deilur sem risið hafa í Langholtskirkju. Þegar Geir Haarde stríddi séra Hjálmari Jónssyni samþingmanni sínum á þessu brosti Hjálmar og svaraði: „Ég var mátulega farinn þaðan.“ Á leið sinni á Sauðárkrók síðar um daginn kom andinn yfir Hjálmar í Húnavatnssýslunni: Kirkjunni ekki mikið miðar messur þó að fagrar syngi. Nú er gott að njóta friðar og nudda bara inni á þingi. Hjálmar er þeirrar skoðunar að deilan sé eins og stormur í vatns- glasi og skipti ekki miklu um fagn- aðarerindið: Baráttu fróma á frelsunarlínum fagnaðarerindið heyr þó býsnist enn Geir yfir biskupi sínum og biskup sé leiður á Geir. Halldór Blöndal sér hlutina úr meiri fjarlægð, enda óprestlærður: Hvort sem verður sæst eða sæst svona undir vorið, Langholtskirkja er guðshús glæst, - það get ég vel um borið. Hákon Aðalsteinsson leggur leið sína á Vísnatorg úr Jökuldalnum og er heldur ómyrkur í máli: í Satans beði syndin grær sál mín er á vegi hálum. Jesús grætur, heimur hlær, hér er allt í vondum málum. Skoðanimar velta á víxl virðist jafnan einhver reiður. Drottins þjónar bera brigsl og biskupinn er orðinn leiður. Nú er hlutverk lands og lýðs að lepja upp af beiskum dreggjum úr kaleik okkar klerkastríðs en kristur læðist einn með veggjum. Pálmi Jónsson úr Skagafirði vill halda í gamlar hefðir. Hans skoðun er sú að kirkjustarfið eigi að snú- ast um trúna og drottinsorð: Drottinn segir: „Dæmið ei“. Drottinn fyrirgefur. Drottinn valdi Maríu mey, máttinn drottinn hefur. Þá er komið að vísnagátunni sem er á sínum stað, en iausnarorðið má finna aftast í þættinum: í sól og regni á sinni braut, sér til hjálpar gamall bar hann. Börnum er hann erfið þraut, ómissandi munkum var hann. Nýlega voru fluttar fréttir af því að hópur þýskra fjölmiðlamanna hefði heimsótt Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum í Þistilfirði og fylgst með því þegar hleypt var til. Þetta barst Erlu Guðjónsdóttur til eyrna og hún kastaði fram vísu: Á Gunnarsstöðum gaman er, gestir í fjörið rýna, er kátur Jói um krærnar fer með kumrandi hrúta sína. Sannlega fríður var hann Langt er síðan sá ég hann. Sannlega fríður var hann. Allt, sem prýða má einn mann, mest af lýðum bar hann. „ÉG RAKST á þessa vísu þegar ég gluggaði í æviþætti Tómasar Guð- mundssonar," segir Ólöf Benedikts- dóttir sem er gestur Vísnatorgs að þessu sinni. „Ég sá um leið fyrir mér mann sem lýsing Vatnsenda-Rósu gat átt við um. Það var þó ekki Páll Mel- steð heldur maður sem er löngu dáinn og mér þótti afskaplega vænt um.“ Ólöf segir að sér finnist vísan af- bragðs vel samin: „Hún sýnir að þótt Páll Melsteð reyndist Vatnsenda-Rósu illa hafi hún aldrei getað gleymt hon- um. Sá maður sem kemur upp í hugann á mér reyndist mér hins vegar alltaf vel. Hann er sá maður sem mér hefur þótt einna vænst um.“ Hún brosir tví- ræðu brosi og segir svo: „Líklega er nú samt erfitt að mæla slíka hluti." Við svo búið heldur Ólöf áfram: „Ég er svolítið rómantísk í mér og hef gam- an af því að lesa allar þessar fallegu vísur sem Vatnsenda-Rósa orti til Páls. Sjálf vildi ég þó hafa flest en ekki allt í þriðja vísuorði. Ég hef þann varnagla á að hvorki Páll né sá maður sem mér verður hugsað til hafi verið gallalaus." Þegar Jóhannes frétti af vísu Erlu fannst honum tilhlýðandi að senda henni kveðju: Þótti mér að þessu sómi og þakka eins og vera ber. Átján hrútar einum rómi allir biðja að heilsa þér. í síðasta þætti var svohljóðandi fyrripartur: Við áramótin fjölmörg fæðast fyrirheit um betra líf S.H.S. verður hugsað til hörmunga síðasta árs og allra þeirra sem eiga um sárt að binda: Okkar sárin gömlu græðast Guð, hann veitir styrk og hlíf. Guðmundur Árnason frá Stóra- Hrauni lætur ekki sitt eftir liggja þótt kominn sé á níræðisaldur: Megi ijós og gæfa glæðast ganga á mis við sorg og kíf. Björn Magnússon frá Bíldudal botnar: Efasemdir að mér læðast efndin verður mörpm stíf. Loks Pálmi: Aflakvótinn er að glæðast ársæld veitir þepum hlíf. Hagyrðingamót verður haldið aft- ur á Vísnatorgi að hálfum mánuði liðnum. Umsjónarmaður þakkar öllum sem lögðu leið sína á Vísnat- org og kveður með fyrriparti (skammhenda): Sáttarorð á milli manna margur klerkur ber •jnjBjs ja jBuunjnS pjojnusnnq • Póstfang þáttaríns er: Vísnatorg/Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík DÖNSKUSKÓLINN STÓRHÖFÐA 17 Dönskuskólinn er nú að hefja 3. starfsár sitt og haldin verða námskeið bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta við sig kunnáttu og þjálfun. Hagnýt dönsk málnotkun kennd í samtalshópum, þar sem hámarksfjöldi nemenda er 8 og fer kennsla fram 12 tíma, tvisvar sinnum fviku. Einnig verða haldin stutt námskeið fyrir unglinga, sem vilja bæta sig í málfræði og framburði. Jafnframt er boðið upp á einkatíma eða annars konar sérhæfða kennslu í munnlegri og skriflegri dönsku sem og sérstaka bókmenntahópa fyrir fullorðna. Á laugardögum er kennsla fyrir börn sem hafa búið í Danmörku. Innritun er þegar hafin í síma 567 7770 eftir kl. 13.00 og einnig eru veittar upplýsingar í síma 567 6794. Kennsla hefst mánudaginn 15. janúar. Opið hús í dag, sunnudag, millí kl. 14 og 17. Auður Leifsdóttir, cand. mag., hefur margra ára reynslu í dönskukennslu við Námsflokka Reykjavíkur, Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands. MYNO-MÁL Myndlistarðkóli Rúnu G\ð\adóUur er nú að hefj a 12. starfsárið: Teiknun. Myndbygging. Málun með vatnslitum og olíulitum. Undirstöðuatríði og tækni. Byrjendahópur, framhaldshópur. Upplýsingar oq innritun eftir kl. 13 alla daqa í síma 561-1525. Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu — JlwpnUnbib kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.