Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 B 18 AFI með barnabörnin á tröppum fyrir utan bænahús í íran. Ljósmyndir/Pétur Valgeirsson HUGSJÓNAMAÐURINN Pétur Valgeirsson og ferðamáti í Andesfjöllum í Suður-Ameríku, PAKISTANI baðar sig í heilögu vatni sér til andlegrar og líkam- legrar hreinsunar. Hann gerir þetta tvisvar á dag og lýsir því best hversu sterk andleg arfleifð býr í trú Austurlandabúa. SAHARA í Norður-Afríku er stærsta eyðimörk veraldar. Pétur segir þar dulda fegurð, sem opnast í skuggadansi sólar og tungls. MATARMARKAÐUR í Paraguay í Suður-Ameríku. Útimarkaðir eru stór hluti af menningu vanþróaðra Ianda veraldar. HELGUR maður á götu í Kathmandu. Hann hefur ferðast víða um Asíu og dval- ist á hverjum stað fimm til tíu ár. AIRS ROCK er í miðri áströlsku eyðimörkinni og er talinn heilagur af innfæddum Ástraliumönnum. í kvöldsólinni verður kletturinn sterkrauður að lit. SÓLARLAG eins og algengt er á eyjum Indónesíu þar sem Pétur bjó á meðal fiskimanna. Heimshornaflakkari og hugsjónamadur Pétur Valgeirsson hefur meira og minna veríð á ferðalögum um heiminn undanfarin níu ár. Auk ómetanlegrar lífsreynslu segir Pétur ferðalögin hafa dýpkað skilning sinn á lífinu. Jóhanna Ingvarsdóttir hitti Pétur að máli. HANN er með óslökkvandi ferðaþrá, situr ekki bara heima og hugsar heldur lætur drauma sína og væntingar ræt- ast. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann án efa ferðast meira en margur annar á sama aldri, enda sannkallaður heims- hornaflakkari. Reyndar segir hann út- þrána nú orðið ekki sprottna af ævin- týramennsku einni saman. Hjá sér sé það einskonar hugsjón að ferðast einn um ókunnar slóðir til þess að dýpka skilninginn á lífinu og tilverunni og ekki síður til þess að komast út í frels- ið, sem er honum svo mikilvægt. „Á ferðalögunum er ég engum háður og öryggið er sömuleiðis á bak og burt. Ég vil geta skynjað heiminn á minn hátt og á því læri ég að þroska sjálfan mig sem einstakling. Ég vil ekki þessa sjálfkrafa mötun, sem er svo algeng í okkar nútímasamfélagi." Neistinn kviknaði í skíðaferð Pétur Valgeirsson segir að tíu ára gamall hafi hann byijað á því að fara á skíði í austurrísku Alpana og það hafi svo verið árviss viðburður hjá sér allt til unglingsára. Líklega hafi ferða- neistinn kviknað þar. í einni skíðaferð- inni kynntist hann Svisslendingi, sem ferðast hafði víða og heillaðist Pétur af frásögn hans. Nítján ára gamall fór Pétur í sitt fyrsta langferðalag til Afr- íku, en yfirleitt hefur hvert ferðalag tekið um eða yfir ár, það lengsta varði í um fimmtán mánuði. Á milli ferðalaga hefur Pétur unnið fyrir sér sem dag- skrárgerðarmaður á útvarpsstöðvum, sem skíðakennari í Kerlingafjöllum og m.a. skrifað tímaritsgreinar um upplif- anir sínar á erlendri grundu enda er sköpunarþráin, að hans mati, upp- spretta sem getur göfgað hvers manns sál í leit að lífsh^mingju. Pétur segist hafa verið byrjaður að læra rafeindavirkjun að afloknu skyldu- náminu, en hætt þar sem hann hafi lent í kennaraverkföllum tvisvar sama veturinn. „Á þeim árum var ég þannig skapi farinn að ég tók dálítið afdráttar- lausar ákvarðanir og var mér ekkert bifað. Ég fór til Bandaríkjanna og fékk vinnu á verkstæði á Long Island í nokkrar vikur á meðan ég var að finna handa mér draumabílinn, sem ég svo keypti og flutti svo heim til íslands,- Ég var helseldur þessari fínu veraldlegu græju og lagði allt í hann.' Skemmst er frá að segja að þessum fína sportbíl týndi ég í þriggja bíla árekstri í Ártúnsbrekkunni, en labbaði sjálfur úr flakinu heill heilsu. Ég stóð eftir með tryggingaféð í höndunum, nýbúinn að syrgja jafnómerkilegan og veraldlegan hlut og bíltík. Þá er það sem þessi sterka ferðaköllun kemur yfír mig. Ég ákveð að fylgja henni ósmeykur og skoða hvert hjarta mitt myndi leiða mig. Eftir á að hyggja var þetta eins og kippt hefði verið í spotta og mér sagt að snúa af villu vegar míns.“ Of langt mál væri að telja upp alla þá staði sem heimshornaflakkarinn hefur heimsótt á síðustu níu árum, en um er að ræða flakk um allar heimsálf- ur og mörg ævintýri, bæði misgóð og vafasöm. Hann segist gera sér ferða-. lögin eins ódýr og kostur sé, ferðist um með bakpokann sinn og sofí jafn- vel úti undir berum himni ef svo ber við enda líði honum aldrei betur en þegar hann er algjörlega umkringdur náttúrunni. En ástæðan fyrir því að hann kýs að vera einn á flakki, er sú að hann er aldrei einn. „Annaðhvort er ég að kynnast fólki, sem er að ferð- ast á svipaðan hátt og ég og stundum slæst ég í för með því, og hinsvegar r"T er ég í miklu nánara sambandi við þá innfæddu en ef ég væri með ákveðnum ferðafélaga.“ Þrátt fyrir að hafa farið víða, er Pétur þeirrar skoðunar að ísland sé eitt fallegasta land veraldar og algjör paradís náttúruunnandans. Hann kveð- ur hinsvegar fast að orði þegar hann talar um Islendinga sem fordómafulla þjóð. „Fordómar er nafn, -sem hinir fávísu gefa fávisku sinni. Éf íslending- ar myndu vilja kynna sér lifnaðarhætti og menningu annarra þjóða, þá myndu þeir sjá að það er engin ástæða til að vera með fordóma í garð vanþróaðri ríkja veraldar. Að mínu mati eiga for- dómar rætur að rekja í gegndarlausan heilaþvott hins veraldlega þjóðfélags. En sökum þess að við búum í þessu einstaka landi, höfum hreinan sjó, hreint vatn, ómengað súrefni og dá- samlega náttúru, þá eru Islendingar miklu tengdari náttúrunni en þeir gera sér grein fyrir sem aftur gerir þá að mjög sterkum og fallegum einstakling- um yfir höfuð. Þennan hreinleika skynja ég svo vel þegar ég er kominn í burtu og inn í mengaðri samfélög. Við ættum að geta haft göfgandi áhrif á mannkynið allt með því að sýna því að hægt er að búa í jafnvægi við náttúr- una án þess að menga eða skemma. Það er til háborinnar skammar hve mannkynið hefur lagst á kné og dýrkað sína eigin vitsmuni og gengið að sama skapi svo hræðilega á náttúruauðlindir jarðarinnar að það stórsér á þeim. Til- gangurinn með þessari gegndarlausu níðslu er enginn. Það þarf mikla hug- arfarsbreytingu til ef börnin okkar eiga að fá notið hreinieika jarðarinnar í framtíðinni.“ Snýst um hamingjuna Ferðalögin urðu til þess að Pétur fór að spá í jóga, þá aldagömlu heims- speki, sem á rætur að rekja til Ind- lands enda segir hann að ferðalögin hafi alltaf verið sér dálítið heilög, að komast út í allt þetta frelsi, engum háður, á bólakafi í öryggisleysi og ekki undir stöðugum áhrifum frá þjóðfélag- inu og fólkinu, sem það byggir, pínulít- ið eins og að draga andann í fýrsta skipti, eins og hann orðar það. Eftir I HIMALAJA-fjöllunum. Tindurinn til hægri á myndinni heitir Ama Dablam og þykir sérstakur að lögun. Fremst má sjá bænagjörð andans manna i fjöllunum, en þeir rita sinn boðskap á tau á sanskrít. INNFÆDDIR Gurani-indíánar í Suður-Ameríku. Þetta er flökkufólk, sem eyðir stærstum hluta lífs síns undir berum himni og hallar höfði að móður náttúru. sitt síðasta langferðalag til Asíu, dvaldi hann í sex mánuði í höfuð- stöðvum Kripalujóga í skóglendi í Massachussets í Bandaríkjunum sem hann segir að hafi haft afger- andi áhrif á hugsanagang sinn og lífsskoðanir, en þar býr 300 mannt. „fjölskylda“ í sátt og samlyndi, lifir á jurtafæði og jógakenningum. Þangað hyggst hann hverfa að nýju eftir fáeinar vikur til að nema jóga- fræði. „Nútímamaðurinn er nefni- lega svo langt kominn frá uppruna sínum og í raun orðinn ónáttúruleg- ur í lifnaðarháttum. Ef maðurinn snýr baki við náttúrunni, þá snýr móðir náttúra baki við honum og þar með týnir mannkynið lífsgjöf sinni.“ Pétur segir að erfitt sé að koma orðum að því út á hvað jóga geng- ur, það sé líkt og að þurfa að út- skýra ljósið fyrir blindum. „Sérhver einstaklingur nálgast sannleikann á sinn einstaka hátt og þar af leið- andi er jóga lífsljós hvers og eins. Við erum raunverulega öll að leita að því sama, burtséð frá því hvar við erum stödd í lífinu. Allt, sem við tökum okkur fyrir hendur, er tilkomið sökum þess að það er okk- ar dýpsta hjartans mál að fá að gefa og þiggja ást. Þegar öllu er á botninn hvolft, snýst lífið ekki um annað. Jóga nálgast þetta á allt annan hátt en við gerum í hinni vestrænu menningu, þar sem við erum afskaplega upptekin af því veraldlega og leitum gjaman að hamingjunni fyrir utan okkar eigið sjálf í stað þess að leita inn á við. Hamingjan býr nefnilega í okkur sjálfum.“ Pétur segist að vissu leyti hafa tekið þessa aldagömlu heimspeki inn í sitt líf, en er langt frá því að hafa fullnumið fræðin. „Sem ein- staklingur er ég aðeins að takast á við margt í mínu lífi og persónulega hefur þetta opnað mér allt aðra lífs- sýn en þá, sem hefur tíðkast hér heima hingað til. Við erum alltaf í eltingaleik við einhveijar gerviþarf- ir og gefum okkur aldrei tíma til að takast á við okkur sjálf. Það er svo margt sem mengar huga okkar og við getum endalaust haft eitt- hvað fyrir stafni til þess að þurfa ekki að takast á við sjálf okkur enda getur það oft verið sársauka- fullt og erfítt. Einstaklingur er sam- ansafn af því, sem hann gengur í gegnum í lífinu. Mín reynsla hefur kennt mér að fegurð lífsins er svo stór og svo mikil að það er engin ástæða til að taka á móti henni á neinn annan hátt en með gleði í hjarta og af ást. Hið sanna ljós gaf okkur lífið. Hvernig við lifum því, er okkar gjöf til ljóssins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.