Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LEIÐIR NAUÐSYNLEG BREYTING Á SKAÐABÓTALÖGUNUM TIL HÆKKAÐRAIÐGJALDA BIFREIÐ ATRY GGIN GA? Á UNDANFÖRNUM vikum hafa lesendur Morgunblaðsins átt kost á að fylgjast með deilum, sem orðið hafa um tillögur til breytinga á skaðabótalögum, sem nú eru til umfjöllunar hjá allsheijarnefnd Alþingis. Deilurnar hafa aðallega snúist um réttmæti þeirra fullyrð- inga forsvarsmanna Sambands ís- lenskra tryggingafélaga (SÍT) að tillögurnar muni leiða til 30% hækkunar á iðgjöldum bifreiða- trygginga, verði þær lögfestar. Minna hefur farið fyrir opinberri umræðu um þá grundvallarástæðu tillagnanna, að reglur gildandi laga leiði til þess að fólk, sem missir starfsorku sína við bótaskyld atvik, fái einungis bættan hluta fjártjóns síns úr hendi bótaskylds aðila. Sá ætti þó að vera kjarni umræðunnar þótt vissulega skipti miklu máli að iðgjöld bifreiðatrygginga séu jafn- hófleg og nokkur kostur er. Það er í mínum huga ekki rétt leið, til þess að halda iðgjöldum niðri, að bæta einungis að hluta fjártjón slasaðs fólks, sem hlýtur örorku í bílslysum. Ef sú léið þætti fær, mætti eins ná fram lækkun ið- gjalda með því að hætta að bæta eignatjón að fullu, t.d. með því að láta bíleiganda, sem verður fyrir tjóni í umferðinni, sjálfan greiða hluta af viðgerðarkostnaði bílsins, þótt tjónvaldurinn sé annar maður. Ég held að engum detti í alvöru í hug að slík lausn sé tæk. Efni skaðabótalaganna frá 1993 Reglur um bætur fyrir missi starfsorku mótuðust á löngum tíma samkvæmt fræðikenningum skaðabótaréttarins og með fjöl- mörgum dómafordæmum. Ekki voru allir á einu máli um að réttar- þróunin á þessu sviði stefndi í rétta átt. Sérstaklega var á það bent, af hálfu forsvarsmenna vátryggj- enda, að bætur fyrir líkamstjón, þar sem örorka hins slasaða var tiltölulega lítil, væru of háar. Var því haldið fram, að metin læknis- fræðileg örorka, allt að 15%, hefði sjaldnast í raun varanleg áhrif á tekjuöflunarhæfi hins slasaða. Þetta atriði skipti verulegu máli fyrir afkomu vátrygginganna vegna þess að um 75% tilvika, þar sem varanleg örorka var bætt, féllu í þennan flokk. í reynd sneri þessi gagnrýni að örorkumatinu sem slíku, en ekki bótareglunum að öðru leyti, þ.e. matsniðurstaðan var ekki talin nothæfur mælikvarði til þess að meta framtíðartekjutap hins slasaða. í skaðabótalögunum, sem tóku gildi 1. júlí 1993, var gerð grund- vallarbreyting á reglum um mat á varanlegri örorku. Lögleidd voru svokölluð fjárhagsleg örorkumöt í stað hinna stöðluðu læknisfræði- legu mata sem áður var stuðst við. Læknisfræðilegu mati er reyndar áfram beitt við mat á tjóni barna og tjónþola sem hafa engar eða takmarkaðar atvinnutekjur. Fjár- hagslega örorkumatið er skv. skil- greiningu mjög frábrugðið læknis- fræðilega örorkumatinu. Markmið með beitingu þess er að meta skerðingu á getu viðkomandi tjón- þola til þess að afla atvinnutekna. Vegna breyttra vinnubragða að þessu leyti mun stór hópur tjónþola, sem áður hefði fengið greiddar bætur fyrir varanlega örorku, ekki fá slíkar bætur, heldur einungis bætur fyrir miska, en þær eru miklu lægri. Þessi grundvallarbreyting, sem fólst í lögfestingu skaðabótalaganna, hefur án nokkurs vafa mjög dregið úr kostnaði vegna tjóna sem bæt- ast úr bifreiðatryggingum. Um þennan þátt skaðabótalaganna hefur lítill sem enginn ágreiningur verið. Það eru allir sammála því að nota þann mælikvarða sem besta vísbendingu gefur um fram- tíðarfjártjón slasaðs fólks og engan veit ég sem telur að rétt sé að of- bæta fjártjón hinna slösuðu. Ýmsar aðrar réttarbætur voru í skaðabótalögunum frá 1993. Sér- staklega má benda á bætta réttar- stöðu heimavinnandi einstaklinga og barna sem verða fyrir mikilli örorku. Reglur um miskabætur eru staðlaðar. Þá eru reglur laganna um bætur fyrir missi framfæranda réttarbót. Gagnrýni á skaðabótalögin í 6. grein skaðabótalaganna er reikniregla til útreiknings bóta fyr- ir varanlega örorku. Samkvæmt henni skulu bætur reiknast sem 7,5 föld árslaun tjónþola margföld- uð með örorkustigi. Sérstök regla er svo um skerðingu bótafjárhæð- arinnar með hækkandi aldri tjón- þolans. Sú gagnrýni kom fljótt fram frá hópi reyndra lögmanna, sem allir höfðu sérþekkingu á sviði skaðabótauppgjöra, að margföld- unarstuðullinn í reiknireglunni þyrfti að vera mun hærri til þess að slasað fólk fengi fullnægjandi bætur fyrir fjártjón. Vegna þessarar gagnrýni skip- aði dómsmálaráðherra, snemma árs 1994, Guðmund Skaftason, fyrrverandi hæstaréttardómara, Gunnlaug Claessen hæstaréttar- dómara og undirritaðan í nefnd til þess m.a. að leggja rökstutt mat á hvort margföldunarstuðull skaða- bótalaganna nægði til þess að full- ar bætur fengjust fyrir fjárhags- legt tjón. Nefndin skilaði áliti í tvennu lagi. Meirihlutinn komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki og gerði tillögu um að stuðullinn yrði hækkaður í 10. Minnihlutinn, Guðmundur Skaftason, taldi ekki efni til þess að breyta skaðabóta- lögunum að svo stöddu. Þann 7. júní á nýliðnu ári fól allsheijarnefnd Alþingis undir- rituðum og Gunnlaugi Claessen að taka á ný upp athugun á reglum skaðabótalaganna. Var þetta m.a. gert í tilefni af dómi Hæstaréttar 30. mars 1995, þar sem rétturinn markaði nýja stefnu um framtíðar- ávöxtun við útreikning bótafjárhæða. Áður var ávöxtunin miðuð við 6% ársvexti en var nú lækkuð í 4,5%. Þessi forsenda skiptir verulegu máli við út- reikning á framtíðar- tekjutjóni. Vegna breytingarinnar á vaxtaforsendunni þarf að hækka margfeld- isstuðulinn, ef fullar bætur fyrir fjártjón eiga að nást. í erind- inu til nefndarinnar var óskað eftir áliti á því, hvort bætur skv. skaðabótalögunum fyrir fjárhags- legt tjón væru samsvarandi bótum, sem fengist hefðu eftir gildaridi reglum fyrir setningu laganna. Var beðið um álit á því hver margföld- unarstuðull laganna þyrfti að vera til að slíkt samræmi fengist. í er- indi allsherjarnefndar var einnig óskað eftir endurskoðun og yfirferð á öðrum þáttum laganna. Álitsgerð til allsherjarnefndar í álitsgerð okkar Gunnlaugs Claessen til allsheijarnefndar frá 10. nóvember 1995 gerðum við til- lögu um að upp yrði tekinn sam- felldur margfeldisstuðull fyrir alla mannsævina, lækkandi með hækk- andi aldri. Umræddur margfeld- isstuðull fæst sem reikningsleg niðurstaða að gefnum forsendum þar sem þyngst vega aldur slas- aða, lífs- og örorkulíkur og afvöxt- unarprósenta. Kynbundnum for- sendum var sleppt. Að beiðni okkar reiknaði Bjarni Guðmundsson, cand. act., út margfeldisstuðulinn. Lagt var fyrir Bjarna að nota nýj- ustu íslenskar lífslíkur. Örorkulík- ur skyldu vera í samræmi við töfl- ur sem tryggingastærðfræðingar hafa notað í örorkumatsútreikn- ingum sínum á undanförnum árum, nema hvað ekki skyldi greint milli kynja. Afvöxtunarprósentan var ákveðin hin sama og í dómi Hæsta- réttar frá 30. mars 1995. í álits- gerð okkar Gunnlaugs Claessen var tryggingafræðilegi stuðullinn, sem svona var reiknaður, síðan skertur um 33,3% til þess að mæta áhrifum skattfrelsis og svokallaðs eingreiðsluhagræðis. Þessi skerð- ing er meiri en að jafnaði hefur mátt lesa úr dómum Hæstaréttar vegna sömu atriða. Breyting á margfeldisstuðli Niðurstöðu og forsendum fram- angreindra útreikninga á marg- feldisstuðlinum er ítarlega lýst í álitsgerðinni til allsheijarnefndar. í sérstöku skjali er gerður hlutfalls- legur samanburður á margfeldis- stuðli gildandi laga og tillagnanna. Þar kemur fram að margfeldisstuð- ull tillagnanna er alltaf mun hærri. Á aldursbilinu 30 til 60 ára er hækkunin minnst 39% (50 ára) en mest 68% (60 ára). Hækkunin er hlutfallslega enn meiri fyrir þá sem yngri og eldri eru. Áhrif breytts margfeldisstuðuls á bótafjárhæðir eru bein, þ.e. bætur myndu hækka Skaðabótalögin frá 1993 fólu í sér ýmsar réttarbætur, segir Gest- ur Jónsson, en alvar- legasti ágalli þeirra er sá að reikniregla lag- anna inniheldur marg- feldisstuðul, sem nægir „ekki til að slasað fólk fái fjártjón sitt að fullu bætt. frá gildandi lögum um sama hlut- fall, að öðrum atriðum óbreyttum. Með nokkurri einföldun má því segja að tillaga okkar um breyttan margfeldisstuðul sýni hvað á vanti til þess að gildandi lög færi slösuðu fólki fullar bætur fyrir fjártjón samanborið við eldri reglur. Er þá litið framhjá bótalækkun sem staf- ar af breyttum aðferðum við ör- orkumöt sem áður er lýst. Umsögn SÍT til allsherjarnefndar Allsheijarnefnd fékk álitsgerð okkar 10. nóv. sl. og sendi hana til umsagnar hjá ýmsum aðilum. Umsagnir SÍT voru tvær, dags. 22.11.95 og 8.12.95. í þeirri síðari var sérstakur kafli um fjárhagsleg áhrif tillagnanna þar sem segir: Niðurstaðan er í hnotskurn sú, að heildarskaðabætur vegna slysa muni hækka um tæp 50%, eða úr 2.600 milljónum króna í 3.800 milljónir króna, þ.e. hækkunin yrði hvorki meira né minna en 1.200 milljónir króna. Afleiðingar þess á iðgjöld í lögboðnum ökutækja- tryggingum einum og sér yrðu gíf- urleg, en slík iðgjöld eru á ári um 4 milljarðar króna. Má ætla að um 40% bóta fari til greiðslu muna- tjóna, en 60% séu vegna slysa á fólki. Að því gefnu að kostnaður félaganna við uppgjör hækkaði ekki, sem er þó hæpið, felst í tillög- unum a.m.k. 30% hækkun iðgjalda í lögboðnum ökutækjatrygging- um... Framangreindar niðurstöður SÍT voru byggðar á úttekt Bjarna Guðmundssonar, cand. act., sem dagsett er 08.12.95, en hún fylgdi umsögn SÍT'til allsheijarnefndar. í fjórða tölulið úttektarinnar, sem ber heitið „Mat á áhrifum á ið- gjald“, er að finna þá útreikninga sem SÍT vísar til. í ljós kemur að útreikningar Bjarna Guðmunds- sonar byggjast á forsendum um 921 slys sem urðu á síðari hluta árs 1993, þ.e. eftir gildistöku skaðabótalaganna. Slysin flokkar hann í þrennt. í fyrsta flokki eru uppgerð tjón sem eru 119. Meðal: tjónið nam einni milljón króna. í öðrum flokki eru 215 tjón þar sem fyrir liggja upplýsingar sem starfs- menn vátryggingafélaganna töldu nægja til þess að áætla mætti nið- urstöðuna. Meðaltjónið er metið 1,7 milljónir króna. í þriðja flokki voru 587 slys (meira en 63% tilvik- anna) þar sem ekki lágu fyrir upp- lýsingar til áætlunar tjóns. Með- altjón í þessum flokki áætlaði Bjarni eina milljón króna. Á þenn- an hátt metur hann kostnað vá- trygginganna af slysunum 921 kr. I. 071.500. Með því að gefa sér forsendu um að á fyrri hluta árs 1993 hafi orðið 20% hærri (fleiri?) tjón en á síðari helmingi ársins og með því að áætla tjónakostnað hjá vátryggjendum sem ekki lögðu fram gögn til mats (ca. 10%) fæst niðurstaða um að heildarbætur ársins 1993 vegna líkamstjóna hefðu numið 2.600 milljónum króna skv. gildandi lögum. Þá fjár- hæð hækkar Bjarni um 47% vegna áhrifa breytingatillagnanna. Með því að gefa sér að munatjón verði óbreytt og að þau séu um 40% bótakostnaðar, að gildandi rétti, fæst niðurstaða um 30% hækkun- arþörf iðgjalda til þess að tryggja óbreytta afkomu vátryggingafé- laganna. Er fullyrðing um 30% hækkunarþörf rétt? Framangreind aðferðafræði við útreikning á hækkunarþörf iðgjalda í bifreiðatryggingum er, svo ekki sé fastar að orði kveðið, ákaflega einkennileg. í opinberum gögnum frá samtökum vátryggjenda (sjá Mbl. 7. okt. 1995) kemur fram að VÍS hafi rúmlega 40% markaðshlut- deild í ökutækjatryggingum. Af töflum, sem birtust í Morgunblaðinu II. október 1995, má ráða að fjöldi þeirra sem fengið hafa metna var- anlega örorku hjá VÍS vegna um- ferðarslysa árin 1986-90, sem hlut- fall af fjölda bótaskyldra umferðar- slysa hjá íslenskum vátryggingafé- lögum, hafi verið á bilinu 10,6 til 15%. Samkvæmt því virðast 26 til 37% tilkynntra bótaskyldra slysa á umræddu tímabili hafa leitt til bóta- greiðslna^ fyrir metna varanlega örorku. í áætlunum sama félags fyrir árin 1992-94 er gert ráð fyrir því að þetta hlutfall verði nálægt 16% eða um 40% tilkynntra bóta- skyldra umferðarslysa. Rétt er að taka það fram að skaðabætur eru iðulega greiddar þótt slys hafí ekki leitt til varanlegrar örorku. Bætur eru hins vegar miklu hærri þegar slys leiðir til varanlegrar örorku og því eru þau mál afgerandi þegar litið er á tjónakostnaðinn í heild sinni. í framangreindum útreikningi Bjarna Guðmundssonar skiptir því meginmáli að gera grein fyrir þvi hvernig farið er með áætlaðan tjónakostnað vegna þess mikla meirihluta tilkynntra slysa sem ekki leiðir til varanlegrar örorku. Þegar litið er til þess að samantekt SÍT var gerð í nóvember og desember 1995, þegar liðnir voru 23 til 29 mánuður frá því umrædd slys urðu, er ósennilegt annað en að í lang- flestum tilvikum hafi legið fyrir ein- hver gögn til áætlunar tjóns vegna varanlegrar örorku, þar sem henni verður til að dreifa. Á sama hátt er ótrúlegt annað en að í þriðja flokknum séu að langmestu leyti mál sem ekki muni leiða til bóta- greiðslna eða a.m.k. óverulegra greiðslna. Ef þetta er rétt blasir við að útreikningar SÍT um hækkunar- þörf iðgjalda í bifreiðatryggingum eru ekki réttir. Að auki hlýtur SÍT að þurfa að skýra nánar þá for- sendu að bætur fyrir líkamstjón á fyrri hluta árs séu að jafnaði 20% hærri en bætur á síðari hluta árs. Þessi munur virðist ótrúlega mikill. SÍT hafnar beiðni um upplýsingar Það skiptir að sjálfsögðu afar miklu máli að upplýsingar sem veittar eru Alþingi um áhrif breyt- inga á skaðabótalögum séu réttar. Af þeirri ástæðu leitaði ég til SÍT með bréfí dags. 14. desember 1995 og óskaði eftir ýmsum upplýsingum sem varða forsendur útreikninga á hinni meintu hækkunarþörf ið- gjalda í bifreiðatryggingum sem haldið er fram að leiða muni af lög- festingu breyttra skaðabótalaga. Gestur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.