Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNlf AUGL YSINGAR AKUREYRARBÆR Ágæti kennari! í Síðuskóla á Akureyri þurfum við að ráða nú þegar íþróttakennara í allt að hálfa stöðu. Um er að ræða kennslu í 2. og 3. bekk auk samstarfs við Erling Kristjánsson (sem varð í 3. sæti í kjöri íþróttamanns Akureyrar 1995) um kennslu í 8.-10. bekk. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við undirritaðan strax. Jón Baldvin Hannesson, vinnusími 462 2588, heimasími461 1699. Hjúkrunarfræðingar Þann 1. janúar sl. tók reynslusveitarfélagið Hornafjörður við allri heilbrigðis- og öldrunar- þjónustu í Austur-Skaftafellssýslu. Nú vantar okkur hjúkrunarfræðinga til starfa( hjá nýrri stofnun sem tók að sér málaflokk- inn. Um er að ræða eftirtalin störf: Deildarstjóra á nýtt hjúkrunarheimili sem tekið verður í notkun í vor. Deildarstjóra á heilsugæslustöð. Hjúkrunarfræðing á hjúkrunardeild. Leitað er að einstaklingum, sem áhuga hafa á að taka þátt í að móta framtíðarskipan heilbrigðis- og öldrunarmála í Austur Skafta- fellssýslu. Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Júlía Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri heilbrigðis- og öldrunarmála í AusturSkaftafellssýslu, ísíma 478 1221. Umsóknir skulu sendar til Guðrúnar J. Jóns- dóttur, hjúkrunarforstjóra, Skjólgarði, 780 Hornafirði, fyrir 22. janúar nk. Lausstörf 1. Sölumaður hjá hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Krefjandi og áhugavert framtíð- arstarf hjá traustu og öflugu fyrirtæki. Leitað er að áhugasömum og ábyrgum aðila með reynslu af töivunotkun. 2. Skrifstofustarf hjá innflutnings- og smá- sölufyrirtæki í Reykjavík. Viðskiptamanna- bókhald (opus-alt), útskrift reikninga, rit- vinnsla (word f. windows), innheimta. Vinnutími kl. 9-17. Framtíðarstarf. 3. Afgreiðslustarf hjá þekktri sérverslun með vandaðar vörur. Æskilegur aldur 25-34 ára. Leitað er að starfsmanni með þjónustulund og fágaða framkomu. Reyklaus vinnustaður. 4. Sölustarf í 2-3 mánuði. Símavarsla á áskriftum. Kvöldvinna. Um átaksverkefni er að ræða hjá spennandi fyrirtæki. 5. Skrifstofustarf hjá stofnun í Reykjavík. Bókhald, aðstoð við launavinnslu, tilfall- andi önnur skrifstofustörf. Æskilegt er að viðkomandi sé með stúdentspróf og hafi áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýssngar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. W Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Sölumenn Lítið útgáfufyrirtæki, sem sérhæfir sig í hand- bókum, óskar nú þegar eftir sölumönnum til sölu á auglýsingum og skráningum. Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl., merktum: „Sölumenn - 17647.“ Leikskólakennarar Sjúkrahús Reykjavíkur auglýsir eftir leikskóla- kennara eða öðru uppeldismenntuðu fólki í 80% starf á leikskólan Öldukot, Öldugötu 19. Upplýsingar gefur Edda Magnúsdóttir, leikskólastjóri, í síma 560 4359. Nemi óskast á góða hárgreiðslustofu miðsvæðis í Reykjavík. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 12. janúar, merktar: „Hár - 15929“. Verslunarstjóri Matvöruverslun á Vesturlandi óskar eftir verslunarstjóra. Reynsla æskileg. Fullum trúnaði heitið. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „V - 7650“, fyrir 11. jan. Verkstjóri - fiskvinnsla Soffanfas Cecilsson hf., Grundarfirði, óskar að ráða verkstjóra til starfa. Hjá fyrirtækinu starfa 50-80 manns. Starfsemin felst í fiskvinnslu og útgerð. Vinnslan saman stendur af flakafrystingu, rækjufrystingu, saltfiski og hörpudiski. Starfið felst íverkstjórn og tengdum störfum. Reynsla af öllum vinnslutegundunum er ekki skilyrði. Fiskvinnsluskólamenntun æskileg en ekki skilyrði. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar viðkomandi starfi fyrir 17. janúar nk. RÁÐGARÐURhf SIJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI5 108 REYKJAVÍK B* 533 1800 RAFEINDAVORUR HF Járniðnaðarmenn/ vélvirkjar Óskum að ráða nú þegar járniðnaðar- menn/vélvirkja til starfa: Störfin eru í stálframleiðslu fyrirtækisins og þarf umsækjandi að vera drífandi, geta sjálf- stætt og vanur smíði úr ryðfríu stáli. Hreinlega og góða vinnuaðstaða. Æskileg menntun: Vélvirki eða önnur sambærileg menntun, tengda stáliðnaði. Nánari upplýsingar veitir Arnar Guðmunds- son framleiðslustjóri, alla virka daga frá kl. 8.00-17.00 í síma 456 4400. Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 424 - 400 ísafjörður, fyrir 1. febrúar nk. ysy KÓPAVOGSBÆR Markaðsfulltrúi Laus er staða markaðsfulltrúa Kópavogsbæj- ar. Æskilegt er að umsækjendur hafi mennt- un og/eða reynslu á sviði markaðsmála. Umsóknarfrestur er til 22. janúar 1996. Upplýsingar um starfið gefur bæjarritari í síma 554 1570, milli kl. 11 og 12 alla virka daga. Starfsmannastjóri Bókhald - reikningsskil - skattframtöl - ráðgjöf SIGRÍÐUR JÓNA BÓKHALDSÞJÓNUSTA SMIÐJUVEGUR 14 (GRj€N GATA) - 200 KÖPAVOGI Bókhaldari óskast Lítil, en ört vaxandi 5 ára bókhaldsþjónusta óskar eftir góðum bókhaldara til starfa nú þegar. Viðkomandi þarf að hafa góða starfs- reynslu, vera jákvæður og þægilegur í um- gengni. Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Upplýsingar í síma 587-0790 í dag og næstu daga. STOFNAÐ 1882 REKSTRARSTJÓRNUN Óskum eftir að ráða rekstrarstjóra (forstöðumann afurðasviðs) hjá Kaupfélagi Þingeyinga Húsavík Starfssvið: * Stjórnun á daglegum rekstri sláturhúss, kjötiðnaðarstöðvar og tengdrar starfsemi. * Félagsleg samskipti m.a. við bændur og aðra félagsmenn. * Samskipti og samningagerð við viðskiptavini. * Gerð áætlana um rekstur, framleiðslu, innkaup, sölu- og markaðsaðgerðir. * Yfirumsjón með framleiðslu- og gæðamálum. * Vöruþróun. Við leitum að hæfum stjórnanda með menntun í verkfræði, tæknifræði eða aðra haldgóða menntun á sviði framleiðslu og stjórnunar. Reynsla í stjórnun matvælaframleiðslu æskileg. Starfið krefst hæfni í stjórnun og mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Rekstrarstjórnun 008” fyrir 13. janúar n.k. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.