Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 B 27 ATVINNU Atvinnutækifæri Til sölu grímubúningaleiga, sú eina á Reykja- víkursvæðinu. Mikið úrval búninga. Besti leigutíminn framundan. Tilvalið fyrir hug- myndaríka konu sem vill skapa sér atvinnu. Gott verð. Áhugasamir sendi nafn, heimilis- fang og símanúmertil afgreiðslu Mbl. merkt: „B - 33“, fyrir föstudaginn 12. janúar. Skrifstofustarf Laust er til umsóknar skrifstofustarf við embætti Sýslumannsins á Húsavík. Viðkom- andi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Upplýsingar um starfið veitir skrifstofustjóri. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu óskast sendar undirrituðum fyrir 16. janúar nk. Sýslumaðurinn á Húsavík, Útgarði 1, 640 Húsavík. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Sífiumúla 39-108 Reykjavik - Simi: 588-8500 - Fax: 568-6270 Aukavinna Við leitum að fólki eldra en 18 ára til að taka að sér liðveislu fyrir fatlaða, börn og fullorðna. Liðveisla er persónulegur stuðningur og að- stoð sem miðar að því að rjúfa félagslega ein- angrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar- og félagslífs. Um er að ræða 8-30 klst. á mán- uði; sveigjanlegur vinnutími. Nánari upplýsingar gefur Dísa Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, og Árni Ragnar Stefánsson í síma 588 8500 milli kl. 9 og 12 næstu daga. Sjúkraliðar Starf sjúkraliða við dagdeild aldraðra að Dal- braut er laust til umsóknar. Vinnutími frá kl. 8-16 virka daga. Jafnframt er laust til umsóknar starf sjúkraliða við verkstjórn í þjónustuíbúðum aldraðra að Dalbraut 27. Vinnutími frá 8-16 virka daga. Nánari upplýsingar gefurforstöðumaður, Mar- grét Einarsdóttir, í síma 568 5377, frá kl. 10-12 virka daga. Verslunarstjóri tískuverslun í Kringlunni, sem sérhæfir sig f fatnaði fyrir unga menn, óskar að ráða verslunarstjóra til starfa sem fyrst. Starfið felst í daglegri stjórnun verslunarinn- ar, m.a. innkaupum, starfsmannastjórn og skyldum störfum. Leitað er að einstaklingi á aldrinum 20-30 ára, með reynslu í sölu á tískufatnaði. Hér er um að ræða sérstakt tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling sem vill skapa sér gott framtíðarstarf og taka þátt í uppbygg- ingu á glæsilegri tískuverslun í samráði við framsýna eigendur. Góð laun eru í boði fyr- ir réttan aðila. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar og skal umsóknum skilað þangað fyrir 13. jan- úar nk. frUÐNT TÓNSSON RÁDCIÖF & RÁDNINCARMÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Framkvæmdastjóri Lítið og framsækið fyrirtæki á sviði auglýs- ingagerðar og skyidra verkefna óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa sem fyrst, til að sjá um fjármál, áætlanagerð, bókhald, tengsl við viðskiptavini og almenna stefnu- mótun. Leitað er að viðskiptafræðingi eða aðila með sambærilega menntun. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. GuðniTónsson RAÐGIÖF & RAÐNINGARÞIONUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Aðalskoðun ökutækja Bifvélavirkjar Aðalskoðun hf. óskar eftir umsóknum frá tæknilega og þjónustulega hæfum bifvéla- virkjum vegna starfa við skoðun ökutækja. Umsóknir sendist í pósthólf 393, 222 Hafnar- firði, fyrir 16. janúar. Aðalskoðun hf. FRAMKVÆMDARSTJÓRI Hagfélagið ehf. Hagfélagið ehf. er atvinnuþróunarfélag Vestur- Húnavatnssýslu með aðsetur á Hvammstanga. Megintilgangur félagsins er að efla atvinnulíf í héraðinu, m.a. með því að gera undirbúningsathuganir fyrir atvinnustarfssemi í héraðinu, hafa frumkvæði um stofnun fyrirtækja um hagkvæm verkefni og efla menningastarfssemi í héraðinu í samvinnu við félög, stofnanir og einstaklinga. Hagfélagið ehf. óskar eftir að ráða framkvæmdarstjóra til starfa. Um er að ræða spennandi starf í góðu starfsumhverfi. Auk þess að sjá um daglegan rekstur annast framkvæmdarstjóri m.a.: 1. Aðstoð varðandi fjármögnun á nýfjárfestingum, nýsköpun og markaðssetningu fyrirtækja. 2. Ráðgjöf í tengslum við fjárfestingar, markaðsmál og annað sem tengist rekstri fyrirtækja. 3. Þjónustu varðandi ferðamál. 4. Vera fulltrúi félagsins út á við, annast samskipti við atvinnufulltrúa og hafa forgöngu um námskeiðahald á svæðinu. Við leitum að öflugum starfsmanni í þetta mikilvæga og spennandi starf á uppgangstímum í íslensku atvinnulífi. Þekking á sviði viðskipta, markaðsmála, rekstrar og/eða málefna er snúa að atvinnulífi almennt er æskileg. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Hagfélagið 011" fyrir 13. janúar nk. Veitingastjóri óskast til starfa á Hótel Húsavík. Starfið felur m.a. í sér umsjón með veitinga- sviði hótelsins, en einnig gengur veitinga- stjóri vaktir ef með þarf. Vinnutími er breytilegur. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af framreiðslu, sveinspróf eða sambærilega menntun. Umsóknir óskast sendar hótelstjóra, sem jafnframt gefur nánari upplýsingar. Hótel Húsavík hf., veitingahúsið Setberg ehf., Ketilsbraut 22,640 Húsavík. sími 464 1220, fax 464 2161, ímeil: Hoteihus@ismennt.is Afgreiðslustarf HANZ N G L U N N óskar að ráða röskan og áhugasaman ein- stakling til sölustarfa á fatnaði fyrir unga menn. Viðkomandi þarf að hafa líflega og góða framkomu og eiga gott með að um- gangast aðra. Um er að ræða áhugavert framtíðarstarf í ört vaxandi og vinsælli versl- un sem sérhæfir sig í sölu á vönduðum vör- um fyrir unga menn. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar og skal umsóknum skilað á sama stað fyrir 13. janúar. GUÐNIIÓNSS0N RÁÐG)C)F & RÁÐNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 íslensk forritaþróun hf., framleiðandi ópusallt viðskiptahugbúnaðar, augiýsir eftir tölvunar- eða kerfisfræðingum eða fólki með reynslu af forritun til starfa við þróun viðfanga, fyrirspurna og viðmóts í ópusallt fyrir Windows. Um er að ræða vinnu við spennandi verkefni í myndrænu, hlutbundnu þróunarumhverfi, fyrir mörg af stærri fyrirtækjum landsins. ópusallt fyrir Windows er al-íslenskur hugbúnaður og hefur stjórnendahluti hans, ópusallt Stjórn- andinn, hlotið frábærar viðtökur. Nú vantar okkur fleira fólk til að sinna þörfum viðskipta- vina fyrir hvers kyns stjórnunarupplýsingar með myndrænu viðmóti, unnar upp úr marg- víslegum gagnagrunnum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem langar að taka þátt í framsækinni íslenskri vöruþróun á sviði hug- búnaðargerðar. Einungis er tekið við skriflegum umsóknum. Umsóknarfrestur er til föstudags 12. janúar. Hjá íslenskri forritaþróun hf. starfa rúmlega 30 starfsmenn við fram- leiðslu, þjónustu og sölu ópusallt viðskiptahugbúnaðar sem notaður er í um 1.300 íslenskum fyritækjum. ÍF rekur systurfyritæki á Bretlandseyjum og er í samstarfi við Microsoft sem Microsoft Solution Provider. Hjá fyrirtækinu starfar harðsnúið lið vel menntaðra einstaklinga sem sam- an sjá til þess að ÍF er í fararbroddi á upplýsingatæknimarkaðnum. íslensk for ritaþróun hf. Suðurlandsbraut 4 • 108 Reykjavík • sími 688 1511 • bréfasimi 588 8728

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.