Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 31
GKÍAjevraOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 B 31 RAÐAUG/. YSINGAR Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemend- ur í hóp. Námskeiðin eru fyrir byrjendur og lengra komna. Ókeypis Burda-sníðablöð. Upplýsingar gefur Sigríður Pétursdóttir, saumakennari, í sfma 551 7356. Stýrimannaskólinn í Reykjavík 30 rúmlesta réttindanám Innritun alla virka daga frá kl. 08.00-14.00. Sími 551-3149, bréfsími: 562-2750. Kennt þrjú kvöld í viku, mánud., miðvikud. og fimmtud. frá kl. 18.00-21.45. Námskeið- ið hefst mánudaginn 15. jan. nk. kl. 18.00. Kennslugreinar: Siglingafræði, stöðugleiki og sjóhæfni skipa, siglingareglur og siglinga- tæki (GPS, radar o.fl.), fjarskipti, skyndihjálp, veðurfræði, vélfræði og umhirða véla í smá- bátum. Nemendur fá 10 klst. leiðbeiningar í slysavörnum og meðferð björgunartækja, einnig verklegar æfingar í eldvörnum og slökkvistörfum í Slysavarnaskóla sjómanna. Kennslumagn 125-130 kennslustundir. Allar nánari upplýsingar í síma 551-3194. Stýrimannaskólinn í Reykjavík. Matreiðslumenn Almennur félagsfundur verður haldinn í Þara- bakka 3 mánudaginn 8. janúar kl. 15.00. Dagskrá: Urskurður launanefndar. Sameining lífeyrissjóða. Sambandsstofnun. Félagar fjölmennið. Stjórnin. (ipj| Athugið! HEVRNARHJÁLP Félagið Heyrnarhjálp hefur flutt þjónustu- skrifstofu sína á Snorrabraut 29, jarðhæð. Húsið stendur á horni Snorrabrautar og Laugavegs. Opið er frá þriðjudegi til föstu- dags frá kl. 11-14, lokað á mánudögum. Verið velkomin! BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK Reykvíkingar! Hirðing jólatrjáa hefst sunnudaginn 7. janúar næstkomandi. Setjið jólatrén út fyrir lóða- mörk og verða þau þá fjarlægð. Þá vil ég hvetja ykkur til að hirða upp leifar af skoteldum og blysum í nágrenni ykkar. Höldum borginni okkar hreinni. Með nýárskveðju, Borgarstjórinn í Reykjavík. „Cobb Family Fellowship“ Fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Charles E. Cobb jr., hefur stofnað námsstyrk fyrir íslenskan námsmann til að stunda fram- haldsnám á háskólastigi við Miami-háskóla í Flórída. Styrkurinn fyrir skólaárið 1996-97 (um 7.000 USD) er nú laus til umsóknar. Tekið er við umsóknum um nám á flestum sviðum. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1996. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar liggja frammi hjá Fulbright-stofnuninni, Laugavegi 26, sími 551 0860. 1 SP0EX Samtök psoriasis og exemsjúklinga Psoriasissjúklingar Farin verður lækningaferð fyrir psoriasis- sjúklinga 13. mars nk. til eyjarinnar Gran Canaria á heilsustöðina Valle Marina. Þeir, sem telja sig hafa brýna þörf fyrir slíka meðferð, snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið vottorðin, merkt nafni, heimilisfangi og síma, til Trygginga- stofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 150 Reykjavík. Umsóknir verða að hafa borist fyrir 1. febrúar 1996. Tryggingastofnun ríkisins. Styrkir til háskólanáms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða styrk handa íslend- ingi til háskólanáms í Hollandi námsárið 1996-97. Styrkurinn mun einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis í há- skólanámi eða kandídat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskóla- nám. Styrkfjárhæðin er 1.275 gyllini á mán- uði í tíu mánuði. Umsóknum um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskfrteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar nk. Menntamálaráðuneytið, 4. janúar 1996. Háskólinn á Akureyri Arkitektasamkeppni Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd starfs- hóps um framkvæmdir Háskólans á Akur- eyri, auglýsir samkeppni um hönnun nýbygg- inga(r) og aðlögun eldri húsa á Sólborg að starfsemi háskólans, ásamt skipulagi há- skólasvæðisins. Samkeppnisgögn eru afhent hjá trúnaðar- manni dómnefndar, Baldri Dýrfjörð, á skrif- stofum Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri, og hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík. Samkeppnislýs- ing er afhent án endurgjalds, en önnur sam- keppnisgögn verða seld á kr. 1.500. Tillögum skal skila í síðasta lagi 22. mars 1996. Sérstök athygli er vakin á því, að þátttak- endum gefst kostur á að skoða byggingar á Sólborg undir leiðsögn dagana 13. janúar og 3. febrúar milli kl. 10.00-15.00. Fyrirspurnir til dómnefndar þurfa að hafa borist trúnaðarmanni fyrir kl. 16.00 þann 19. janúar 1996. Auglýsing um aðalskipulag Eyja- fjarðarsveitar 1994-2014 Samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar. Skipulagstillaga þessi nær til Eyjafjarðar- sveitar allrar. Aðalskipulagstillagan liggur frammi fyrir al- menningi til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðar- sveitar, Syðra-Laugalandi, og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166 í Reykjavík, frá 9. janúar 1996 til 20. febrúar 1996. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar fyrir 5. mars 1996 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilis frests, teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar. Skipulagsstjóri ríkisins. W' Félag járniðnaðarmanna AMsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allherjarat- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tilhögun um skipan stjórnar og trúnaðar- mannaráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrifstofu þess á Suðurlands- braut 30, 4. hæð, Reykjavík ásamt meðmæl- um a.m.k. 88 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 21 til við- bótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórn- ar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 17.00 fimmtudaginn 25. janúar 1996. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Breytingar á lögum um fjöleignarhús Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994, sbr. lög nr. 136/1995. Um er að ræða breytingar á 16.-18. grein, um eignaskiptayfiriýsingar o.fl. og 22.-23. gr. um bílskúra í eigu utanað- komandi. Sérstök athygli er vakin á breytingum á ákvæði í 16. gr. laganna, um að þinglýst eignaskiptayfirlýsing sé skilyrði fyrir þinglýs- ingu á eignayfirfærslum (þ.e. kaupsamning- um og afsölum) í fjöleignarhúsum. Breytingin felur í sér, að þetta skilyrði kemur ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1997. íbúðareigendur eru hvattir til að nota þennan tíma vel og kanna hvort fyrir liggi fullnægj- andi eignaskiptayfirlýsing eða undirbúa gerð hennar, ef hún er ekki fyrir hendi. Sérprentun laganna og frekari upplýsing- ar fást hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Suð- urlandsbraut 24, sími 569 6900, símbréf 568 9422. Reykjavík, 4. janúar 1996. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.