Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ TVEGGJA sæta Indigo sportbíllinn frá Ford er með tólf strokka V-vél og skiiar heilum 435 hestöflum. Óvíst er hvort hann verði framleiddur. LINCOLN Sentinel var meðal hugmyndabila sem Ford kynnti í Detroit. Billinn byggir á svonefndri „New Edge“ hönnun, þ.e. skörpum og hvössum línum. MEÐAL hugmyndabíla sem afhjápaðir voru á alþjóð- legu bílasýningunni í Detroit síðastiiðinn þriðjudag var Ford Indigo sportbíll og nýstárlegur Lincoln eðalvagn. Lincoin Sentinel heitir hann og er með greinilegu afturhvarfi í hönnun og grillið líkist því sem var á Lincoln Continental 1940 árgerð. Bíllinn er fernra dyra, afturhjóladrifinn og sögðu talsmenn Ford að hann væri með svokölluðu „New Edge“ hönnunarlagi, þar sem áberandi eru skarpar brúnir og hvöss horn. Ford sýndi einnig Synergy 2010 bíl- inn sem greint var frá fyrir skemmstu á þessum síðum. Suður-kóreski bílaframieiðandinn sýndi frumgerð sportbíisins KMS-U, Veetor Aeromotive sýndi einnig Hugmyndabílar og fjái'hagur sportbíi og Mercedes-Benz frumgerð nýs sportjeppa, AA Vision. Á blaðamannafundi sem haidinn var í tengslum við opnun sýningarinnar spáði Mustafa Mohatarem, yfir- maður hagfræðideildar General Motors, því að árið 1996 yrði þokkalegt ár fyrir bílaiðnaðinn. Hann spáði því að heildarbilasalan í Bandarikjunum á þessu ári yrði 15,3 milljónir bíla samanborið við 15,1 milljón bíla á síðasta ári. Mohatarem sagði að kaup á nýjum bílum I Bandaríkjunum myndi samsvara 4,3 til 4,4% af vergri þjóðarframleiðslu. Mohatarein spáir meiri bílasölu í Asíu, að Japan undanskildu, en í nokkrum öðrum heimshluta. Martin Zimmerman, hagfræðingur hjá Ford, segir að meira aðhald í ríkisfjármálum í flestum Vestur- Evrópuríkjum og almennur efnahagsbati muni skila sér í aukinni bílasölu á árinu. Efnahagslægð i Japan muni líklega veikja enn stöðu jensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum en Zimmerman sagði að til lengri tíma litið styrktist staða jensins. FRUMGERÐ KMS-II sportbílsins frá Huyndai er byggð á frumgerð annars VECTOR M12 sportbill frá Vector Aeromotive var sýndur í Detroit. Hann sportbíls, Lotus Elan. Hönnunarmiðstöð Kia í Bandaríkjunum teiknaði bíiinn. verður ekki alveg gefms því verðið verður nálægt 12 milljónum ÍSK. NEDCAR VERKSMIÐJAN í HOLLANDI OPNUD Volvo og MMC ó somo færibandi NEDCAR bílaverksmiðjan í Born í Hollandi var formlega opnuð að viðstaddri Beatrix Hoilandsdrottn- ingu 19. desember síðastliðinn. NedCar er samstarfsverkefni þriggja aðila, Volvo Car, Mitsubishi Motors og hollenska ríkisins. Það hefur áður gerst að tveir bílafram- leiðendur hafa smíðað bíla undir sama þaki og það hefur einnig gerst áður að ríkisstjórn eigi hlut í bíla- verksmiðju. En það heyrir til tíðinda að samkeppnisaðilar á bílamarkaði smíði bíla í sömu framleiðslulínunni og verður NedCar verksmiðjan í suðurhluta Hollands skráð í sögubækur bílaiðnaðarins fyrir þær sakir. í NedCar, þar sem DAF-vörubíl- ar voru áður framleiddir, hófst smíði á Volvo 343 strax árið 1976 og nökkru síðar á 400-línunni. í upphafi tíunda áratugarins, þegar ljóst varð að Mitsubishi kæmi inn í verksmiðjuna, var hún endurbætt og er nú uppbyggð með sænskri og japanskri tækni. Bílarnir sem framleiddir verða í NedCar eru Volvo S4 og F4 og Mitsubishi Carisma, en þessir bílar hafa áður verið kynntir á þessum síðum. Helstu kostir sameinaðir Gamalt kjörorð Mitsuhishi, Sköp- um saman, (Creating Together), á sér stoð í veruleikanum þegar litast er um í NedCar verksmiðjunni. Þar eru hollenskir, sænskir og japansk- ir starfsmenn hlið við hlið og eftir framleiðslulínunni renna allt að fjórar mismunandi gerðir bíla, þ.e. ýmis afbrigði af Volvo S4 og F4 og Mitsubishi Carisma. Helstu kost- ir í tæknihlið hvors móðurfyrirtæk- is um sig eru sameinaðir í NedCar, sem er ein tæknilega fullkomnasta bílaverksmiðja í heimi. Samkvæmt reglum Volvo eru allir bílar verk- smiðjunnar með vatnslakki en reynsla Mitsubishi af smíði undir- vagna er nýtt til fulls og vinna vél- menni 90% þeirrar vinnu. Mikill sveigjanleiki er í allri vinnslu í verksmiðjunni. 430 vél- menni vinna við bílana og stilla sig sjálf eftir því hvort það er Volvo eða Mitsubishi sem er í framleiðslu- línunni. Þegar bíllinn hefur farið í gegnum svokallaða „Fress Shop“, FREMST er Volvo langbakur og á eftir honum kemur Mitsubishi Carisma á sömu framleiðslulín- unni. Volvo 400-línan er einnig framleidd í Born en hún hefur sína eigin framleiðslulínu. þar sem undirvagninn er settur saman, fer hann að taka á sig mynd sem annað hvort Mitsubishi eða Volvo og svipurinn verður sterkari því lengra sem þeir færast eftir framleiðslulínunni. Fyrst þegar bílarnir yfirgefa verksmiðjuna og eru markaðssettir hættir samstarf Volvo og Mitsubishi og fyrirtækin taka upp sitt fyrra hlutverk sem keppinautar. Með báða fætur í ESB Sex ára rannsóknarvinna og samningaferli liggja til grundvallar samstarfí Volvo, Mitsubishi og hol- lenskra stjórnvalda. Markmiðið frá upphafi var að sameina helstu kosti þriggja menningarheilda, þ.e. hins japanska Mitsubishi, sænska Volvo og hoilenska ríkisins. Hver um sig á þriðjungshlut í verksmiðjunni og hún skapar 4.300 störf og yfir 8.600 störf í hliðargreinum. Birgjar verk- smiðjunnar í Born eru 170 talsins og þeir framleiða u.þ.b. 85% af þeim hlutum sem notaðir eru til bílafram- leiðslunnar. Framleiddir verða 530 bílar á dag eða nálægt 100 þúsund bílar á ári af báðum gerðum. Innan fárra ára er ráðgert'að auka fram- leiðsluna upp í 800 bíla á dag. Með samstarfinu gefst Volvo og Mitsubishi einstæður kostur á því að halda niðri framleiðslukostnaði og framleiðslutíma og aukinheldur fær Mitsubishi beinan aðgang að Evrópumarkaði. Mitsubishi verður þátttakandi í því sem hefur verið kallað Euro-klúbbur japanskra bíla- framleiðenda, þar sem fyrir eru Toyota sem framleiðir Carina í Englandi, Nissan sem framleiðir Primera og Micra í Englandi og Honda sem framleiðir Accord og Civic, einnig í Englandi. Nissan starfrækir að auki sendibílaverk- smiðju og Suzuki starfrækir verk- smiðju í Ungverjalandi. Ávinningur japanskra bílafram- leiðenda með rekstri verksmiðja í Evrópu er sá að litið er á bílana sem evrópska framleiðsluvöru og telja þeir því ekki með í innflutn- ingskvóta sem' ESB og japönsk stjórnvöld semja um árlega. Ekki þarf að greiða tolla af bílunum og neikvæð áhrif mikils flutnings- kostnaðar og hás gengis japanska jensins hverfi. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.