Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 5
4 B ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 B 5 BANDARISKI FOTBOLTINN Reuter STEVE Young, leikstjórnandl San Franclsco, tll vinstri og Jerry Rlce, sem er þekktur fyrir að taka við sendingum frá Young og gera snertimark í kjölfarið, fylgjast súrir á svip með varnarleik sinna manna undir lokin gegn Green Bay. Meistaramir óvænt úr leik Green Bay Packers kom á óvart í úrslitakeppni NFL-deildar- innar í bandaríska fótboltanum þegar liðið vann meistara San Francisco 27:17 í úrslitakeppni Landsdeildar- innar. Packers hefur ekki náð svo langt í úrslitakeppni síðan 1967 en San Francisco hefur ekki tapað á þessu stigi síðan 1988. „Ég hafði áhyggjur þar til á síð- ustu mínútu því aldrei er hægt að segja fyrir um hvað gerist," sagði Mike Holmgren, þjálfari Packers. „Við sigruðum frábært lið meistar- anna.“ Green Bay byijaði vel, var 14:0 yfír eftir fyrsta leikhluta og komst í 21:0 í öðrum leikhluta. „Þetta var allt Brett Favre að þakka og Keith Jaekson stóð undir væntingum," sagði Holmgren, en Favre sendi bolt- ann samtals 299 stikur. „Þetta er frábært,“ sagði Favre leikstjómandi. „Við erum einum leik frá úrslitaleiknum. Ég lék vel og við sigrum venjulega þegar ég geri það sem ég á að gera.“ Steve Young, leikstjómandi San Francisco, reyndi 65 sendingar sem er met í úrslitakeppninni en 32 heppnuðust og skiluðu þær samtals 328 stikum. „Þeir náðu forystunni fljótt með þremur snertimörkum og við urðum að víkja frá fyrirhuguðu leikskipulagi. Þeir vissu hvað við vorum að gera en þeir eiga hrós skilið fyrir að stöðva okkur. Við höfð- um tíma til að komast inn í leikinn en okkur tókst það ekki.“ Fjóröa árið í röð Dallas vann Philadelphia 30:11 og er komið í undanúrslit fjórða árið í röð en fyrir tímabilið var Dallas spáð meistaratitlinum. Liðið tekur á móti Green Bay um helgina og þá verður ljóst hvort þeirra leikur til úrslita í NFL-deildinni. „Þetta er mikill léttir,“ sagði Barry Switzer, þjálfari Dallas, en sigurinn var ekki í hættu eftir að liðið náði forystu þegar liðlega 10 mínútur voru eftir af öðrum leikhluta. Hæsta skorið í 20 ár Pittsburgh vann Buffalo 40:21 og leikur til úrslita í Amerísku deildinni annað árið í röð. Bam Morris hljóp 106 stikur með boltann og var með tvö snertimörk en Norm Johnson gerði fjögur vallarmörk. Steelers hefur ekki náð svo háu skori í úrslita- keppni í 20 ár. Bruce Smith, varnar- maðurinn sterki hjá Bills, lék ekki með vegna flensu. „Þetta er stórkostlegur sigur hjá okkur,“ sagði Bill Cowher, þjálfari Pittsburgh, og bætti við að liðið hefði opnað Ieikinn með því að hleypa Bills inn í hann eftir að Pittsburgh hafði verið 23:7 yfir í hálfleik. í fyrra tap- aði Pittsburgh fyrir San Diego í úr- slitaleik Amerísku deildarinnar „en ég held að það sem gerðist í fyrra komi ekki fyrir aftur. Þetta lið bregst rétt við aðstæðum hveiju sinni. Þeg- ar staðan var 26:21 í fjórða leikhluta fórum við ekki á taugum heldur lét- um boltann ganga eins og nauðsyn- legt var. Við erum með betra lið en í fyrra, við þekkjum það að leika til úrslita og erum reyndari." Kansas lá Kansas var með besta árangur í deildinni en ekkert gekk gegn Indi- anapolis. Þijár tilraunir til að gera vallarmark mistókust og fjórum sinn- um missti liðið boltann til mótheij- anna sem nýttu sér það og unnu 10:7 en Indianapolis sækir Pitts- burgh heim á sunnudag. „Eg held að fáir utan hópsins hafí haldið að við gætum þetta," sagði Jim Harbaugh, leikstjómandi Indjanapolis, sem hefur ekki náð svona langt síðan 1971. „En vörn okkar gerði gæfumuninn." Ted Marchibroda, þjálfari Colts, sagði þetta mikinn sigur fyrir félagið og hrósaði varnarmönnum sínum. „Við sigruðum frábært lið, liðið með besta árangurinn í deildinni. AHt getur gerst og allt gerðist." Marty Schottenheimer hefur stýrt Kansas til úrslita í Amerísku deild- inni undanfarin sex ár en þetta er í fjórða sinn sem liðið fellur út í fyrstu umferð. „Allir eru vonsviknir," sagði þjálfarinn. „Það er aldrei auðvelt að taka tapi í úrslitakeppninni. Við fengum tækifæri en okkur tókst ekki að nýta þau.“ HANDKNATTLEIKUR Guðmundur bjargaði Val HAUKAR voru ekki nema hársbreidd frá sigri á Val á laugardaginn og með sigri hefðu þeir færst upp í efsta sæti deildarinnar ásamt Hliðarendapiltum. En þessi hársbreidd sem munaði var Guðmund- ur Hrafnkelsson markvörður Vals. Hann varði vítakast Gústafs Bjarnasonar þegartíu sekúndur voru eftir og staðan var jöfn, 27:27. Það sem eftir lifði dugði Valsmönnum ekki til að knýja fram sigur og niðurstaðan varð því skiptur hlutur ífjörugum en nokkuð kaflaskiptum leik. Það blés ekki byrlega fyrir Hauk- um á upphafsmínútum leiksins. Valsvörnin var fírnasterk og sóknar- menn Hauka áttu eng- in ráð og Valsmenn léku við hvurn sinn fingur í sókninni. Það var ekki fyrr en hálf sjötta mínúta var liðin af leiknum að Gústaf Bjarnason kom Haukum á blað. „Byijunin var brösótt hjá okkur l'var Benediktsson skrífar og við lékum eins og alls ekki má leika gegn Val, stuttar og agalitlar sóknir, en okkur tókst að laga þetta atriði og um leið að saxa á forskot þeirra,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka. Leikmönnum Hauka tókst með bættum varnar- og sóknarleik að komast inn í leikinn og jafna 11:11 er fimm mínútur voru til hálfleiks, en gestirnir komust aftur framúr og í leikhléi stóð 15:13 fyrir Val. Haukar komu vígreifir til síðari hálfleiks og fullir sjálfstrausts. Þeir jöfnuðu fljótlega og komust í fram- haldinu yfir. Vörnin og sóknin var góð og Bjarni Frostason varði tvö hraðaupphlaup Valsmanna á skömm- um tíma. En Valsmenn voru ekki af baki dottnir og gáfust ekki upp við svo búið. Þeir hresstu upp á sex núll vörn sína að nýju og komu fumi í sóknarleik Hauka. Þar með tókst þeim að jafna 23:23 og aftur 25:25. Haukar bitu frá sér með tveimur fal- legum mörkum í röð, þrumufleyg frá Halldóri Ingólfssyni og marki af línu frá Gústafi. Staðan 27:25 og hálf fjórða mínúta eftir. En Valsmenn vita allra best að enginn leikur er búinn fyrr en flautað er af og með sterkri vörn og tveimur mörkum Davíðs Ól- afssonar úr hraðaupphlaupum jöfn- uðu þeir leikinn. Haukar héldu boltan- um síðustu mínútu leiksins og léku skynsamlega og allt gekk upp þar til Gústaf lét Guðmund veija frá sér vítið í lokin. Bæði lið léku vel og illa í leiknum. Oft og tíðum náðu bæði lið að sýna framúrskarandi varnar- og sóknar- leik, en á milli réð meðal- mennskan ríkjum enda kannski erfitt að halda dampi allan leiktímann. En þetta var góð skemmtun og úrslitin sanngjörn þegar öllu er botnin hvolft. „Við vor- um komnir með góða stöðu og getum kannski verið örlítið svekktir eftir á en leikurinn er ekki búinn fyrr en flautað hefur verið af,“ sagði Gunanr Gunnarsson, þjálfari Hauka. Hörður Magnússon skrifar Stjömu- menn unnu án Filipovs Stjörnumenn unnu sætan sigur á Selfyssingum á sunnudags- kvöldið, 31:27. „Ég er mjög ánægður með sigurinn, við vor- um hræddir fyrir þennan leik enda hef- ur Selfoss verið á upp- leið að undanförnu. Við spiluðum ekki vel en lukkan og kannski úthaldið gerði útslagið,“ sagði Viggó Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Leikurinn var alls ekki vel leikinn en var þó lengst af í járnum. Mikill hamagangur og óagaður handknatt- leikur lengst af. Lítill munur var á liðunum og jafnt á flestum tölum. Vendipunkturinn kom í stöðunni 23:24, Stjörnumenn sögðu þá hingað og ekki lengra, lokuðu vörninni og Axel Stefánsson varamarkvörður sem hafði komið inn á fyrir annars ágæt- an markvörð, Ingvar H. Ragnarsson, lokaði markinu og heimamenn skor- uðu sex mörk í röð og gerðu út um leikinn. Stjarnan hefur oft leikið betur en hún gerði í þessum leik og greinilegt var að liðið saknaði Dimitri Filippovs sem meiddist á ökkla um áramótin í leik á æfingamóti með rússneska landsliðinu. Hann verður frá í a.m.k. tvær vikur. Jón Þórðarsson var besti leikmaður Stjörnunnar ásamt Magn- úsi Sigurðssyni. Þá lék Konráð Olav- son ágætlega og markverðirnir unnu hvor annan vel upp. Selfyssingar fóru illa að ráði sínu í þessum leik. Mjög óagaður sóknar- leikur í lokin og slök vörn varð þeim að falli. Baráttan var ekki til staðar og leikmenn virtust hræddir við að taka almennilega á andstæðingunum í vörninni. Lykilmenn brugðust, það voru einna helst Hallgrímur Jónasson markvörður, Hjörtur Leví Pétursson og Björgvin Rúnarsson sem gáfu sig í leikinn. Leikmenn eins og Valdimar Grímsson og Einar Gunnar Sigurðs- son hafa oftast leikið miklu betur. Eitt að lokum, endalaust tuð leik- manna í dómurum er orðið óþolandi í handknattleik í dag. Það var nánast hver einasti kjaftur sem reifst við bestu dómara landsins og það hlýtur að hafa verið þreytandi fyrir þá Rögn- vald Erlingsson og Stefán Arnaldsson að sitja undir því en þeir voru bestu menn leiksins. Handknattleiksmenn, lítið ykkur nær. Urslit / B6 Staðan / B6 Morgunblaðið/Bjami JÓN Þórðarson, hornamaður Stjörnunnar, sem áttl afbragðsleik í sigri gegn Selfyssingunum á sunnu- dag, brýst í gegnum vörn gestanna. Sigurjón Bjarnason reynir að stöðva hann. KA skreiddist á toppinn Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyrí Það var enginn glæsibragur á leik bikarmeistara KA þegar liðið sigraði botnlið KR á heimavelli og komst þannig á toppinn við hlið Valsmanna og með leik til góða. KA mætir einmitt Val í bik- arkeppninni annað kvöld og þurfa norðanpiltar að sýna allt annan leik gegn sterku liði Vals ef þeir ætla sér áfram í keppninni. Leikurinn gegn KR vannst 36:30 og eins og tölurnar sýna var fátt um varn- ir. Miðað við stöðu liðanna og mann- skap mátti búast við stórsigri KA en það var ekkert stórt við þennan leik nema lokatölurnar. Heimamenn byrj- uðu ágætlega og komust í 4:1 en KR-ingar skoruðu fjögur mörk í röð og fögnuðu því að vera yfír einu sinni í leiknum. KA-mönnum gekk bölvan- lega að hrista gestina af sér sem beittu því bragði að taka Patrek og Duranona úr umferð og Siguijón markvörður tók þá úr umferð á vítalínunni og varði frá þeim. Annars var markvarslan engin og varnir lélegar, sóknir hraðar og mikið um mistök. Staðan í leikhléi var 19:16 fyrir KA og hafði Hilmar Þór- lindsson þá skorað 8 þrumumörk fyrir KR úr Iitlu fleiri skotum. í seinni hálfleik lögðu KA-menn áherslu á að gera Hilmar óvirkan og náðu fljótt 4-6 marka forskoti en lengra komust þeir ekki. Skothríðin hélt áfram á báða bóga og þetta var aðeins tilbrigði við slakan fyrri hálf- leik, kryddað með rauðum spjöldum og mistökum flestra sem nálægt leikn- um komu. Duranona var léttur eftir jólaleyfið Valur B. Jónatansson skrifar og skoraði 11 mörk. Þá vakti hinn ungi Heiðmar Felixson athygli en hann skor- aði 6 mörk eftir gegnumbrot. Jóhann G. var einnig með 6 mörk, öll eftir hrað- aupphlaup. Markvarslan var í molum hjá KA og vörnin óvenju léleg. Hjá KR var Hilmar illviðráðanlegur og hann endaði í 10 mörkum. Markverðir KR vörðu fátt annað en vítaskot og tóku fjögur slik. Hálfgerður skrípaleikur Grótta sigraði ÍR 23:17 í einum slak- asta handboltaleik sem undirrit- aður hefur séð í vetur og nánast hálf- gerður skrípaleikur á köflum. Þó svo að Grótta hafi unnið nokk- uð sannfærandi var það ekki fyrir það að liðið væri að leika vel heldur hversu slakir ÍR-ingar voru. Eftir að jafnt hafði verið upp í 4:4 datt allur botninn úr leik ÍR-inga. Þeir gerðu aðeins eitt mark úr ellefu næstu sóknum og staðan orðin 12:5 þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálf- leik. Þeir náðu aðeins að laga stöðuna með því að gera tvö síðustu mörkin fyrir hlé. ÍR-ingar breyttu varnarleik sínum í síðari hálfleik og gerðu þrjú fyrstu mörkin og minnkuðu muninn í tvö mörk, 12:10. Þá tóku Gróttumenn leik- hlé og endurskipulögðu sóknarleikinn sem varð agaðri og það fleytti þeim alla leið þó svo að handboltinn væri ekki í háum gæðaflokki. Það var ekki hægt að sjá á þessum leik að liðin hafi notað tímann vel yfir jólin til að undirbúið sig fyrir átökin i- l'var Benediktsson skrifar sem framundan eru. Það var haust- bragur á leiknum og Grótta þarf að taka sig verulega á ef hún ætlar að komast í úrslitakeppnina og ÍR sömu- leiðis ætli það sér að hanga í deildinni. Sigtryggur Albertsson, markvörður Gróttu, var besti leikmaður vallarins. Metnaöariaust í Mosfellsbæ Það var dauft'yfir leik UMFA og Víkings í Mosfellsbæ á sunnu- dagskvöldið og meðalmennskan var ríkjandi lengst af. Leik- menn UMFA þurftu ekki á neinum stórleik að halda til að sigra dapra gesti sína með tíu marka mun, 28:18, eftir að hafa haft fimm marka forystu í hálfleik, 14:9. Það var einkum þokkalegur varnar- leikur UMFA sem skóp sigurinn. Reyndar var sóknarlína Víkingsliðsins ekki ógnandi og því lengst af auðvelt að verjast henni. Upp úr því fengu Mosfellingar hraðaupphlaup og náðu þar með öruggri forystu fljótlega í leiknum sem þeir voru smátt og smátt að bæta við allt þar til yfir lauk. Sókn- arleikur Víkings var fábreyttur og á köflum í leiknum má segja sömu sög- una um sóknarleik UMFA, hann gekk á milli brösótt. Ljóst er að bæði lið verða að herða upp hugann ætli þau sér að ná hærra upp stigatöfluna en nú er raunin. Metn- aðarleysi, flatneskja og skortur á leik- gleði einkenndu þennan leik öðru frem- ur og ef undan er skilið glæsilegt „sirk- usmark" Bjarka Sigurðssonar í lokin var fátt sem gladdi auga daufra áhorf- enda í Mosfellsbæ að þessu sinni. KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristinn JÓN Arnar Ingvarsson fær hér frítt skot en Ingvar Ormarrsson reynir aö klóra örlítiö í hann. Skemmtilegur nágrannaslagur Þetta var góður sigur í góðum leik. Það sem réð helst úrslit- um var góð hittni hjá okkur utan ■■■■■■ af velli og eins inná- Björn skiptingarnar þar Blöndal sem við náðum að Gríndavil vera með óþreytta menn mna nanast allan leikinn, sagði Friðrik Rúnars- son þjálfari Grindvíkinga eftir að þeir höfðu sigrað nágranna sína frá Keflavík í tvísýnum og skemmtilegum leik í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik á sunnudags- kvöldið. Þegar minna en hálf mín- úta var til leiksloka var staðan 82:81 fýrir Keflvíkinga, en þeim tókst ekki að verjast án þess að bijóta af sér og Grindvíkingar inn- sigluðu sigurinn með því að skora úr 4 vítaskotum á lokasekúndun- um. Úrslitin urðu 85:82, en í hálf- leik var staðan 42:39. Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga gat hvorki leikið með né stjórnað liði sínu vegna veik- inda. Leikur nágrannanna var bráð- fjörugur allan tímann, þar fór sam- an hraði, spenna, góð tilþrif og mistök. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en kaflaskipti urðu þó í síðari hálfleik. Fyrst náðu Keflvíkingar 12 stiga forystu, 64:52, en þá hrökk allt í baklás hjá þeim og Grindvíkingar settu 18 stig í röð og breyttu stöðunni í 70:64. Keflvíkingar gáfust þó ekki upp og með góðri baráttu tókst þeim að komast inn í leikinn að nýju og hefðu með smáheppni allt eins getað hrósað sigri, en það voru heimamenn sem höfðu betur og þeir voru vel að sigrinum komnir. Langskyttur Grindvíkinga, þeir Marel Guðlaugsson og Helgi Jónas Guðfinnsson, voru mjög góðir og þeir ásamt Hirti Harðarsyni voru bestu menn liðsins. Saman settu þeir félagar 73 stig af 85 stigum. Þá vógu 3ja stiga körfur Grindvík- inga þungt en þeir voru með 12 3ja stiga körfur á móti 8 frá Kefl- víkingum. Keflvíkingum gekk afar illa að ná sóknarfráköstum og þar höfðu Grindvíkingar betur, 17:7, og munar um minna. Lenear Bums og Guðjón Skúlason voru bestu menn Keflvíkinga að þessu sinni en greinilega mátti sjá að liðið saknaði illilega þjálfara síns og leikstjórnanda, Jóns Kr. Gíslason- ar. Barátta í Borgamesi Njarðvíkingar unnu nauman sigur á Skallagrími, 88:92, í jöfnum og spennandi baráttuleik í Borgarnesi. Jafnt Theodór var á flestum tölum Þórðarson og heimamenn Borgarnesi höfðu yfiri 51;46i j leikhléi. „Þetta var mjög jafn og skemmtilegur leikur," sagði Hrannar Hólm, þjálfari Njarðvík- inga. „Það er alltaf mjög erfitt að leika hérna og Borgnesingar eiga hrós skilið. Þeir leika mjög skyn- samlega og gefast aldrei upp. Við vorum kannski aðeins sterkari í sóknarleiknum þegar leið á leikinn og svo kom Teitur með nokkrar góðar körfur í lokin, þegar mest þurfti á að halda.“ „Okkur skorti ekki sjálfstraust til að vinna Njarðvíkinga en hittum ekki nógu ve! gegn svæðisvörn þeirra í seinni hálfleik og þá misst- um við forystuna og lentum nokkr- um stigum undir. Við vorum óheppnir að jafna ekki í restina,“ sagði Tómas Holton, þjálfari og leikmaður Skallagríms. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Nokkru fyrir leikhlé var Ari Gunnarsson rekinn út af fyrir að spyrna fæti í leik- mann Njarðvíkinga. Hárréttur dómur, en það sama verður því miður ekki sagt um fjölmarga aðra dóma í þessum leik. Njarðvíkingar settu á fulla ferð eftir leikhlé og söxuðu á forskot heimamanna og voru búnir að jafna eftir 5 mínútna leik, 59:59. Síðan var jafnt á flestum tölum þar til undir lok leiksins að Njarð- víkingum tókst að komast nokkr- um stigum yfir. Þegar 30 sekúndur voru eftir skoraði Tómas Holton þriggja stiga körfu og náði síðan boltanum og hefði getað jafnað, en hann brenndi af. Liðsmenn Skallagríms fengu annað tækifæri til að jafna þegar 15 sekúndur voru eftir en þá var dæmt skref á Braga Magnússon við litla hrifn- 'ingu heimamanna. Leikurinn leyst- ist síðan upp í „villur og vítaskot“ og endaði 88:92. Bestu menn hjá Skallagrími voru Tómas Holton, Grétar Guð- laugsson og Bragi Magnússon, þá stóð Alexander einnig fyrir sínu. Hjá Njarðvíkingum voru þeir Teit- ur, Rondey og Jóhannes bestir. ÍR-sigur á Hlíöarenda IR-ingar sigruðu Valsmenn með 20 stiga mun, 77:97, á sunnu- dagskvöld í kaflaskiptum leik. Það voru Valsmenn sem komu ákveðn- ari til leiks og skor- uðu fyrstu tvær körfurnar. Mestan hluta fyrri hálfleiks voru Valsmenn tveimur til sex stigum yfir. Þeir létu boltann ganga og liðsheildin virtist sterk. Þegar um 5 mínútur voru til leiksloka tóku IR-ingar Sindri Bergmann Eiðsson skrifar leikinn í sínar hendur og yfirspil- uðu Valsara og komust tíu stig yfir áður en hálfleiksflautan gall. Líkt og í fyrri hálfleik byrjuðu Valsmenn betur en í þetta skipti gekk leikur þeirra meira út á ein- staklingsframtakið. Ronald Bay- less var þar frepstur í flokki. Vals- menn drógu á ÍR-inga og um miðj- an seinni hálfleik var staðan orðin 55:58 og allt leit út fyrir spenn- andi leik. Þá var Ronald Bayless, besti leikmaður Vals, rekinn af velli með 5 villur; strangur dómur. Eftir það var ekki að sökum að spyija, ÍR-ingar völtuðu yfír væng- brotið Valsliðið sem átti engin svör. „Þetta var ágætt í dag. Við ákváðum að leggja okkur alla í leikinn. Vömin var góð og við náð- un spila okkar leik. Það hjálpaði okkur líka að Bayless var rekinn útaf. Það var líka kominn tími á sigur eftjr sex tapleiki,“ sagði besti maður IR, Eiríkur Önundarson, eftir leikinn. Auk Eiríks var John Rhodes góður og hirti mörg mikilvæg frá- köst. í Valsliðinu var Bayless best- ur en eftir að hann var farinn útaf var það einna helst fyrirliðinn, Ragnar Þór Jónsson, sem sýndi klærnar. Valsmenn verða að taka sig saman í andlitinu það sem eft- ir lifir veturs ef þeir ætla að hala inn einhver stig. Það veit ekki á gott að treysta of mikið á einn leikmann. Leikir vinnast á liðs heild. Stefán Stefánsson skrifar Gunnlaugur Jónsson skrifar frá Akranesi Létthjá Haukum Haukar áttu ekki í teljandi vand- ræðum með að innbyrða stig- in tvö með 73:90 sigri á KR-ingum á Seltjarnarnesi á sunnudaginn. Hafn- firðingarnar spiluðu góða vörn og áttu Vesturbæingarnir í mestu vandræðum með að finna leiðina að körfunni en ekki bætti úr skák að Jonathan Bow lék ekki með þeim vegna meiðsla. Ósvaldur Knudsen var með góða nýtingu á skotum en þriggja stiga skotin brugðust því liðið tók 26 slík og aðeins 6 rötuðu ofan í. ; Jason Williford tók 14 fráköst | og nýtti 8 af 6 skotum innan teigs i og þrjú af 5 þriggja stiga skotum - og ívar Ásgrímsson var dijúgur. . Liðið tók 10 þriggja stiga skot og { rötuðu fjögur rétta leið. Lárus Dagur fór á kostum Tindastóll sigraði ÍA, 89:77, í leik þar sem úrslitin réðust í fyrri hálfleik. Lárus Dagur Pálsson var fremstur í flokki gestanna og var óstöðvandi allan fyrri hálfleik, gerði 23 stig og þar af fimm þriggja stiga körfur. Þegar flautað var til leikhlés var munurinn 18 stig, 55:37. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að stöðva stórleik „Stólanna" í síðari hálfleik en þeir áttu ekkert svar og bilið breikkaði. Skagamenn vilja gleyma þessum leik sem fýrst, en liðið saknaði Bjarna Magnússon- ar, sem er meiddur. Liðsheild Tinda- stóls stóð sig vel. Lárus Dagur frá- bær í fyrri hálfleik, en hans var vel gætt í þeim síðari. Torrey John átti einnig góðan leik, gerði 25 stig og spilaði frábæra vörn gegn Milton Bell, sem gerði aðeins 18 stig fyrir ÍA. Spennandi lokamínútur Leikur Þórs og Breiðabliks var mjög spennandi á lokamínút- unum og höfðu heimamenn góða möguleika á að ReynirB. hirða sti&in sem Eiríksson boði voru en þeii skrifarfrá áttu síðustu sóki Akureyri leiksins Og voru eini stigi undir, en náðu ekki að kom; knettirium rétta leið og Breiðablil vann 88:89. Á lokamínútum leiksins gerðv Þórsarar allt sem þeir gátu til að minnka forskot Blika og náðu að minnka það í 1 stig þegar rúm ein mínúta lifði af leiknum, en nær komust þeir ekki. Þórsarar léku ekki vel í þessum leik og virtust sakna Fred William? sem var í leikbanni. Konráð átt góðan leik eftir hlé en hann gerð öll stig sín í síðari hálfeik. Hj; Breiðabliki var Halldór Kristmanns son atkvæðamikill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.