Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 8
SKIÐI / HEIMSBIKARINN Tólf ára bið Krist- inu á enda KRISTINA Andersson frá Sví- þjóð, sem heimsótti ísland fyr- ir nokkrum árum ásamt vin- konu sinni Pernillu Wiberg, náði loks að sigra í heimsbikar- móti eftir 12 ára bið. Stóra stundin rann upp í Maribor í Slóveníu á sunnudaginn er hún sigraði í svigi. Katja Seizinger frá Þýskalandi sigraði í stór- svigi á sama stað á laugardag. Andersson, sem er þrítug, hefur ávallt staðið í skugganum af Pernillu Wiberg. Hún var því mjög ánægð þegar hún loks náði á efsta þrepið á verðlaunapallinum í heims- bikamum. Hún hefur nokkrum sinnum orðið í öðru sæti, en hafði aldrei áður unnið. Pemilla var að vísu með langbesta tímann í fyrri umferð og alit leit út fyrir að hún myndi vinna þriðja svigmót vetrar- ins en hún keyrði út úr í síðari umferð og var úr leik. Andersson var aðeins 0,06 sek- úndum á undan Elfi Eder frá Aust- urríki sem varð önnur. Austurríska stúlkan Claudia Riegler, sem keppir fyrir Nýja-Sjáland, varð þriðja. Andersson sagði eftir sigurinn að hún hefði alltaf haft þá trú að það kæmi að því einhvem daginn að hún mjmdi sigra. „En ég bjóst ekki við að það væri þessi dagur. Eg hugsaði ekki um sigur þegar ég fór niður í síðari umferðinni, heldur keyrði eins og ég gat. Þetta var minn dagur,“ sagði Andersson. Seizinger stöAvaði sigurgöngu Martinu Ertl í stórsvigi Ólympíumeistarinn Katja Seizin- ger frá Þýskalandi stöðvaði sigur- göngu löndu sinnar, Martinu Ertl, í stórsvigi í Maribor á laugardag- inn. Sonja Nef frá Sviss varð önnur og Ertl varð að gera sér þriðja sætið að góðu eftir að hafa unnið þijú fyrstu stórsvigsmótin. Þetta var fyrsti sigur Seizingers í stór- svigi síðan 1993. „Ég er mjög hreykin af sjálfum mér. Eftir að hafa unnið fyrsta bmnmótið og nú stórsvig get ég ekki annað en verið ánægð,“ sagði Seizinger. Tvöfalt hjá KR KR-ingar sigruðu bæði í meistaraflokki karla og kvenna á Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu innanhúss sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. KR sigraði ífylki í karlaflokki 2:1. Kristinn Tómasson skoraði fyrst fyrir Fylki, en Kristján Finnbogason, markvörður, jafnaði fyrir KR. Það var síðan Ásmundur Haraldsson sem tryggði KR-ingum Reykjavíkur- meistaratitilinn með sigurmarkinu undir lokin. í meistaraflokki kvenna voru tvö lið skráð til leiks, KR og Valur. Mættust þau tvívegis, fyrst sigraði KR 4:2 og í síðari leiknum var Valur yfir 4:2 að loknum venjulegum leiktíma og því samanlögð markatala jöfn. I framlengingunni hafði KR betur, gerði tvö niörk gegn engu. Hið árlega Bautamót í innanhússknattspyrnu karla fór fram á Akur- Reuter ALBERTO Tomba sigraði í 47. sinn í heimsbikarmóti á sunnudag. Það er aðeins einn skíðamað- ur sem hefur unnið fleiri mót, Svíinn Ingemar Stenmark, sem vann 86 heimsbikarmót á sjö- unda áratugnum. Hér er Tomba í síðarl umferðlnni í sviglnu í Flachau á sunnudaglnn. Tomba engum líkur ÍTALSKA sprengjan Alberto Tomba sýndi enn einu sinni ísviginu í Flachau á sunnudag að hann er besti svigmaður heims. Hann var í fjórða sæti eftir fyrri umferð, en setti í fjórða gír f þeirri síðari og sigraði örugglega. „Hann virðist alltaf eiga meira inni en við,“ sagði Juri Kosirfrá Slóveníu sem varð þriðji. Urs Kaelin frá Sviss sigraði í stórsvigi á sama stað á laugardaginn, en þá var Tomba í öðru sæti. Eins og svo oft áður var það síð- ari umferðin sem færði Tomba sigurinn á sunnudaginn. Þetta var þriðji sigur hans í svigi í röð og jafnframt 47. sigur hans í heimsbik- armóti. Það er aðeins Ingemar Stenmark sem getur státað af fleiri sigrum. Það var Mario Reiter, eða „Super Mario“ eins og hann er kall- aður, sem náði besta tímanum í fyrri umferð og varð annar, 0,20 sek. á eftir Tomba. Eftir frekar slaka byijun hjá Tomba í vetur virðist hann nú vera kominn í toppæfingu og til alls lík- legur á heimsmeistaramótinu sem framundan er. „Það miðast allt við að ég verði í toppæfingu í febrúar, en ég er þó að sigra í janúar. Núna er ég á undan áætlun, allt gengur eins og í sögu og vonandi verð ég ekki orðinn of þreyttur á HM í febr- úar,“ sagði Tomba sem keppir í svigi í Kitzbuhel um næstu helgi. Norðmaðurinn Lasse Kjus heldur enn öruggri forystu í stigakeppn- inni, hefur 956 stig, en Michael Von Griinigen er annar með 590 stig og síðan kemur Tomba með 536 stig. Annar sigur Kaelins á feriinum URS Kaelin frá Sviss sigraði í stórsvigi á sama stað á laugardag- inn. Tomba, sem var með sjötta besta tímann eftir fyrri ferð, varð annar og Michael Von Griinigen þriðji. Þetta var fyrsti sigur Kaelins í heimsbikarnum frá því hann vann fyrsta heimsbikarmót sitt 1989. „Þegar ég fór niður vissi ég að Tomba var með forystu og því varð ég að taka áhættu ef ég ætlaði að sigra. Síðustu sex árin hefur mark- miðið verið að sigra í heimsbikar- móti. Nú hefur mér loksins tekist það og því er ég í sjöunda himni,“ sagði Kaelin. KNATTSPYRNA Reuter KRISTINA Andersson frá Svíþjóð vann fyrsta helmsbikarmót- ið á 12 ára keppnisferli sínum ( heimsbikarnum á svigmóti í Maribor í Slóveníu um helglna. eyri um helgina og KA-menn sigruðu. Þeir höfðu betur gegn erkifjendun- um í Þór, 3:2, í úrslitaleik. Bjarni Jónsson skoraði tvívegis fyrir KA og Örvar Eiríksson einu sinni en Páll Pálsson og Árni Þór Árnason fyrir Þór. Þá sigruðu Völsungar lið Tindastóls í leik um þriðja sætið, 4:2. Fyrsti sig- ur Dallas í Boston lim Jackson og Jason Kidd fóru á ^ kostum hjá Dallas Mavericks, sem vann langþráðan sigur í Boston á sunnudaginn — sinn fyrsta þar í borg, eftir fimmtán tapleiki, 96:117. Jackson skoraði 30 stig Jason Kidd 29, en svo mörg stig hefur hann ekki skorað í leik í NBA-deildinni í vetur. George McCloud lék einnig vel og skoraði 28 stig fyrir Ma- vericks, sem fagnaði loksins sigri á útivelli, eftir nítu tapleiki í röð að heiman. „Það er löng leið framundan hjá okkur, en leikurinn hér í Boston er einn sá besti sem við höfum leikið í vetur," sagði Kidd. Dino Radja skoraði 28 stig og tók 13 fráköst fyrir Celtics, sem hefur tapað átta af síðustu tiu leikjum sín- um. Malik Sealy skoraði 25 stig og Lamond Murray 20 fyrir Los Angel- es Clippers, sem vann Vancouver Grizzlies 101:93 — var það aðeins sjötti sigur liðsins í 21 leik. Greg Ánthony skoraði 25 stig fyrir heima- menn og átti 15 stoðsendingar. Hann hefur skorað að meðaltali 23,8 stig og átt 9,5 stoðsendingar í síð- ustu fjórum leikjum liðsins. Los Angeles Lakers mátti þola enn eitt tapið á heimavelli, nú 93:96 fyrir Denver Nuggets. Mahmoud Ábdul-Rauf skoraði 33 stig fyrir Denver. Clifford Robinson skoraði 41 stig og tók átta fráköst þegar Portland Trail Blazers vann Minnesota Tim- berwolves 113:97. James Robinson skoraði 17 stig og Rod Strickland 13 fyrir Blazers, sem hefur fagnað sigri í 24 leikjum af þeim 26 sem liðin hafa leikið. Hakeem Olajuwon gerði 22 stig og tók 15 fráköst þegar meistararn- ir í Houston sigruðu Indiana Pacers 99:87 á laugardag. Mario Elie lék einnig vel, setti niður 11 af 16 stig- um sínum í upphafí íjórða leikhluta. Reggie Miller og Rik Smits voru með 14 stig hvor fyrir Pacers. Allan Houston gerði 10 af 25 stig- um sínum í þriðja leikhluta ef Detro- it vann Washington 90:82. Grant Hill var með 25 stig og tók 12 frá- köst og átti sjö stoðsendingar. Otis Thorpe gerði 22 stig og tók 13 frá- köst. Dell Curry gerði 21 stig fyrir Charlotte Hornets í 96:90-sigri á Atlanta Hawks. Glen Rice var einnig með 21 stig og Kendall Gill 17. Mookie Blaylock var stigahæstur í liði Atlanta með 22 stig og þeir Grant Long og Andrew Lang komu næstir með 16 stig hvor. Sigurganga Chicago heldur áfram. Michael Jordan gerði 32 stig í 24. sigurleik liðsins á þessu tíma- bili gegn Milwaukee í 113:84-sigri á heimavelli. Pippen tók 12 fráköst og átti sex stoðsendingar og Dennis Rodman tók 16 fráköst. Chicago hefur unnið 18 leiki af síðustu 19. Glenn Robinson gerði 23 stig fyrir gestina og Vin Baker 18. Chris Mills gerði átta af 23 stigum sínum í síðari hálfleik er lið hans, Cleveland, sigraði Orlando 105:94. Cleveland hefur verið á mikilli sigl- ingu að undanförnu og hefur unnið 17 af síðustu 23 leikjum sínum eftir að hafa tapað fyrstu sjö leikjunum í upphafi timabilsins. Dennis Scott var stigahæstur í Iiði Orlando með 27 stig, en Penny Hardaway kom næstur með 23. Miami Heat sigraði Denver á úti- velli 88:86. Alonzo Mourning, sem lék fyrsta leik sinn í tæpan mánuð, lék mjög vel og gerði fimm af 30 stigum sínum á síðustu tveimur mín- útum leiksins. Billy Owens stóð sig einnig vel og gerði 20 stig. Dale Ellis og Byant Stith voru með 16 stig hvor fyrir Denver.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.