Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 1
 B L A Ð M A N N A *iO0miH*frifr 1996 MIÐVIKUDAGUR 10.JANÚAR BLAÐ B SKIÐI / HEIMSMEISTARAMOTIÐI ALPAGREINUM Þrír Is- lendingar til Spánar SKÍÐASAMBAND íslands hefur ákveðið að senda þrjá keppendur á heimsmeistara- mótið í alpagreinum sem fram fer í Sierra Nevada á Spáni í byrjun febrúar. Þetta eru þeir Kristinn Björnsson frá Olaf s- firði, Arnór Gunnarsson frá ísaf irði og Haukur Arnórsson úr Ármanni, en þeir hafa allir verið við æfingar undir stjórn landsliðsþjálfarans Kaminski í Schladming í Austurríki í vetur. Heimsmeistaramótið í Si- erra Nevada átti að fara fram síðasta vetur en var frestað um eitt ár vegna snjóleysis. Nú hefur verið ákveðið, að ef ekki verður nægur snjór í Sierra Nevada verður heims- meistaramótið flutt til St. Anton í Austurríki. ÍSLENSKU landsliðsmennirnír Kristinn BJörnsson, Arnór Gunnarsson og Haukur Arnórsson verða fulltrúar íslands á heimsmeistaramótinu í Sierra Nevada á Spáni í næsta mánuði. KNATTSPYRNA Theodór og Kjart- an í Breiðablik THEODÓR Hervarsson og Kjartan Einarsson hafa báðir gengið til liðs við 1. deildarlið Breiða- bliks. Theodór hefur leikið með Skagamönnum undanl'arin ár og á 42 leiki í 1. deild og hefur gert tvö mörk í deildinni. Hann lék ekki mikið með í A í fyrra, var einu sinni í byrjunarliði í bikar kcppniiini og kom fimm sinnum inn á sem varamaður í deildínni. Hann kemur væntanlega til landsins í maí, en hann er við nám í veður- fræði í Noregi. Theodór leikur vinstra megin, annað hvort sem bak vör ður eða miðjumaður og Kjartan lék með Kefl víkiug um i fyrra. Örebrosvarar Eyjamönnum ekki JÓH ANNES Ólafsson, formaður knattspyrnu- ráðs f BV, segir greiniíegt að sænska liðið Örebro ætli sér að fá einhverja greiðslu fyrir Hlyn Stef- ánsson sem lék með félaginu í fjögur ár en er nú kominn heim til Eyja á nýjan leik. „Forráða- menn Örebro hafa ekki haft fyrir því að svara símbréfum sem við liöí'um sent þeim og ég er búinn að gefast upp á að reyna að komast í sam- band við þá og hef beðið KSÍ að hafa m illigöngu í raálinu," sagði Jóhannes í samtali við Morgun- blaðið í gær. _ Hann sagði ljóst að samningur Hlyns og Orebro væri útrunninn og því ætti félagið enga kröfn um greiðsiu fyrir leikmanninn. „Forráða- menn félagsins hafa hins vegar sagt Hlyni að þeir ætli sér að fá einhverja greiðslu fyrir harin," sagði Jóhannes, sem vonast eftir þvf að eitthvað fari að skýrast í málinu. De Mos rekinn frá Werder Bremen HOLLENDINGURINN Aad de Mos var í gær rekinn frá Werder Bremen og mun aðstoðarmað- ur hans, Karl-Heinz Kamp, taka við stjórninni fyrst um sinn. Bremen, sem varð í öðru sæti undir stjórn Otto Rehbagel sl. keppnistímabil, er nú í fimmtánda sæti. „Þessi ákvör ðim var erfið, en við urðum að taka hana," sagði Franz Boehmert, forseti Werder Bremen. Liðið hefur ekki náð sér á strik undir s^jórn De Mos og hann hefur ekki náð að feta i fótspor Rehhag- el, sem f6r til Bayern Miinehen eftir sl. keppnis- tímabil, eftir fjórtán ára frábært starf hjá Werd- er. Undir stjórn Rehhagei varð Werder sigurveg- ari í Evrópnkeppni bikarhafa 1992 og varð tvisv- ar þýskur meistari og einnig tvisvar bikarmeist- ari. De Mos er fyrrum þjálfari PSV Eindhoven í Hollandi, Mechelen og Anderlecht í Belgiu. Weah gaf Weng- er verðlaun sín KNATTSPYRNUKAPPINN George Weah frá Líberíu, sem var krýndur knattspyrnumaður heims í Mílanó á mánudagskvöldio, kom skemmtilega á óvart við krýning- arathöfnina. Qeorge „kóngur" eins og hann er kallaður, kallaði Arsene Wenger, fyrrum þjálfara sinn hjá Mónakó, upp á svið og færði honum öskjuna með verðlaunagrip sínum að gjöf og sagði við það tækifæri: „Ég vil að þið vitið öll að mér hefur þótt vænt um vináttu margra manna, en það er einn maður sem mér þykir vænst um. Það er þessi ARSEIME Wenger, fyrsti þjálfarl Weah í Evrópu. maður," sagði Weah þegar hann færði Wenger gripinn. „Þegar ég kom til Evrópu, reyndist þú mér sem faðir. Þú sagðir við mig: „George, legðu hart að þér^ þá verður þú góður leikmaður." Eg fór eftir ráðleggingum Wengers og hann lagði grunninn að því að ég hef orðið gæfusamur," sagði Weah. „Ég fékk þennan verðlaunagrip, en ég vil að þú eigir hann. Þú verðskuldar hann meira en ég," sagði Weah þegar hann ávarpaði Wenger, sinn fyrsta þjálf- ara í Evrópu eftir að Mónakó keypti hann frá Tonnerre Yaounde í Kamerún 1988. Frá Mónakó fór Weah til París St." Germain og þaðan fyrir þetta keppn- istímabil til AC Milan. Þjálfari Noregs valdi konu EGIL Olsen, landsliðsþjálfari Norðmanna, hefur heldur betur komið á óvart í vali á besta knattspyrnumanni heims, en 100 landsliðsþjálfarar tóku þátt í kjörinu sem lauk með útnefn- ingu George Weah í fyrrakvöld. Hver landsliðsþjálfari tilnefndi þrjá leikmenn á atkvæðaseðli sínum og hefur það komið á óvart að Olsen var með konu á lista sínum. Norska stúlkan Hege Riise, sem varð heims- meistari með Norðmönnum í Svíþjóð, varð í þriðja sæti á lista Olsens á eftir rússneska varnar- leikmanninum Ilia Tsimbalar hjá Spartak Moskvu og sóknar- leikmanninum Ivan Zamorano hjá Real Madrid. Kona hefur aldrei áður verið á lista yfir bestu leikmenn heims. MIKIL ANDSTAÐA VIÐ HUGMYND UM STÆKKUN KN ATTSPYRNUM ARKA / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.