Morgunblaðið - 10.01.1996, Side 2

Morgunblaðið - 10.01.1996, Side 2
 Stækkuð mörk yrðu: Milli stanga: 7,82 m Uppíslána: 2,69 m Núverandi mörk: Innanmál milli marksúlna: 7,32 m Hæð frá jörðu og uppíslana: 2,44 m Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfararnótt þriðjudags: Cleveland - Washington........ Utah - Miami....... Philadelphia - Orlando........ Skíði Heimsbikarinn Strbske Pleso, Slóvakíu: 50 km ganga karla: 1. Vladimir Smirn (Kasakstan)... 2. Björn Dæhlie (Noregi)...... 3. Niklas Jonsson (Svíþjóð)... 4. Torgny Mogren (Svíþjóð).... 5. Johann Miihlegg (Þýskal.)... 6. Silvio Fauner (Italíu)..... 7. Gandenzio Godioz (ftalíu).. 8. Mikhail Botvinov (Rússl.).. 9. Alois Staedlober (Austurr.). 10. Alexei Prokurorov (Rússl.). Staðan í heimsbikarnum eftir 1. Dæhlie.................... 2. Smirnov.................... 3. Fauner..................... 4. Thomas Alsgaard (Noregi).... 5. Prokurovov.................. 6. Jari Isometsa (Finnl.)..... 7. Mogren...................... 8. Botvinov.................... 9. Mika Myllyla (Finnl.)....... 10. Múhlegg.................... 30 km ganga kvenna: 1. Manuéla Di Centa (Ítalíu). 2. Elena Vaelbe (Rússl.)....... 3. Stefania Belmondo (Italíu).. 4. Ljubov Wgorova (Rússl.)... 5. Marit Mikkelplass (Noregi).. 6. Maria Theurlov (Austurr.)... 7. Olga Korneyev (Rússl.)...... 8. Irina Taranenko (Úkraínu)... 9. Svetlana Nageykinov (Rússl.), 10. Sophie Villeneuve (Frakkl.).... Staðan eftir sjö mót: 1. Ljubov Egorova (Rússl.)... 1. Yelena Vialbe (Rússl.).... 3. Nina Gavrilyukov (Rússl.)... 4. Stefania Belmondo (ftaliu).. 5. Larissa Lazutina (Rússl.)... 6. Manuela Di Centa (Ítalíu)... 7. Katerina Neumannova (Tékkl, 8. Marit Mikkelplass (Noregi).. 9. Olga Korneyev (Rússl.)...... 10. Irena Taranenko (Úkraínu).... Knattspyrna Skotland Úrvalsdeildin Partick - Falkirk............ Raith - Celtic............... Staðan: Rangers...........22 16 Celtic............21 14 ...109:91 ....94:92 ...frestað klst. .1:56:14.9 .1:56:57.1 .1:57:15.4 .1:57:45.4 .1:57:56.9 .1:58:21.8 ,1:58:45.9 .1:58:49.5 .1:58:53.0 .1:58:59.6 sjö mót: ......660 ......506 ......356 ......250 ......233 .......221 ......216 ......180 .......153 ......148 ...1:15:1.4 .1:16:00.8 „1:16:01.6 „1:17:09.0 „1:17:23.8 „1:17:52.8 „1:18:05.8 „1:18:08.8 „1:18:10.4 „1:18:22.0 .......540 ......540 ......329 ......321 ......317 ......295 ,)....260 ......213 ......187 ......163 Hibernian..........21 9 Aberdeen...........19 9 Raith..............20 7 Hearts............20 7 Kilmarnock.........20 5 Falkirk ..........20 5 Partick ..........20 4 Motherwell.........19 2 Portúgal Bikarkeppnin - 5. umferð: Academica - Maritimo......... Sporting - Boavista.......... England 3. deild: Gillingham - Chester......... Scarborough -Barnet.......... Staða efstu liða: Gillingham........23 13 7 3 Chester...........24 12 7 5 Preston...........23 10 11 2 Plymouth..........23 10 7 6 Colchester........23 9 9 5 I kvöld Handknattleikur Bikarkeppni karla - 8-liða úrslit: KA-hús: KA-Valur........ki. 20.30 Smárinn: Breiðablik - Fram.kl. 20 Húsavík: Völsungur - Selfoss ...kl. 20 Vestm’eyjar: ÍBV - Víkingur....kl. 20 Bikarkeppni kvenna - 8-Iiða úrslit: Framhús: Fram-FH......,....18.15 Víkin: Víkingur-ÍBV.......kl. 20 Garðabær: Stjarnan - Haukar „kl. 20 Fylkishús: Fylkir-KR......kl. 20 FELAGSLIF Frjálsíþróttadeild Ármanns Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Ár- manns verður haldinn í Ármannsheim- ilinu við Sigtún, á morgun fimmtudag- inn 18. janúar kl. 20.30. Á dagskrá er kosning stjórnar, venjuleg aðal- fundarstörf og umræður. 2 B MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ URSLIT IÞROTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR10. JANÚAR1996 B 3 KNATTSPYRNA Mikil andstaða við hugmynd FIFA um stækkun knattspyrnumarka „Nær vonlaust að halda hreinu“ - segir Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður. Diego Maradona segir að knattspyrnumenn fari í verkfall verði markið stækkað Fjögur af sex Reykjavíkur- félögum saman í riðli Islandsmótið í innanhússknattspyrnu verður haldið um næstu helgi og verður keppt í þremur íþróttahúsum, Laugardals- höllinni, Iþróttahúsinu við Austurberg og Framhúsinu. Sem fyrr er það keppnin í fyrstu deild sem vekur mesta athygli en í 1. deild karla leika 16 lið í fjórum riðlum en hjá konun- um eru tíu lið í tveimur riðlum. Riðlakeppn- in í 1. deild karla fer fram í Laugardals- höll á laugardaginn og hefst kl. 10 árdeg- is og stendur til klukkan 19. Átta liða úrslit heijast síðan kl. 14 á sunnudaginn og úrslitaleikurinn verður kl. 17.27. Riðla- keppni í 1. deild kvenna verður í Fram- heimilinu á laugardaginn og í Höllinni á sunnudag milli kl. 10 og 13.50. Úrslitaleik- urinn verður síðan kl. 17.04 á sunnudag í Höllinni. 2. deild karla hefst í Austur- bergi kl. 10 á sunnudag og lýkur laust eftir kl. 19 en 3. deild karla verður á sama tíma í Austurbergi á laugardaginn. 4. deild karla verður Ieikin á föstudaginn frá 16 til 23.40 í Höllinni og frá 17 til 23.31 í Austurbergi. Úrslitin verða síðan í Höllinni á laugardag og hefjast upp ur klukkan 19. Sex lið frá Reykjavík eru í 1. deild karla og þar af eru fjögur saman í einum riðlin- um, B-riðli, KR, Fram, Fylkir og Víking- ur. f A-riðli leika Grindavík, Breiðablik, ÍBV og Leiftur, í C-riðli eru ÍA, FH, Stjarn- an og Þór og í D-riðli Þróttur, Valur, HSÞ-b og KS. B-riðillinn er spennandi en þar eru liðin sem léku til úrslita í Reykja- víkurmótinu um síðustu helgi, KR og Fylk- ir, auk Fram og Víkings. í 1. deild kvenna eru ÍBA, Breiðablik, ÍBV, Stjarnan og Höttur í A-riðli en Val- ur, KR, Afturelding, í A og Haukar í B-riðli. Erffitt líf framundan hjá markvörðum? BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður, Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðsins, og Friðrik Friðriksson, landsliðsmarkvörður, sjást hér færa til mark í Laugardalnum. Ef hugmynd FIFA um að stækkun marka nær fram að ganga, eru erfiðir tímar framundan hjá Birki og Friðrik á milli stanganna — bæði að verja og bera mörkin, sem verða þyngri. PÁLL Guðlaugsson. Páll þjálfar hjá Götu PÁLL Guðlaugsson, fyrrum landsliðsþjálfari Færeyinga, hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðsins Götu í Færeyj- um, sem heldur upp á 70 ára afmæli sitt í ár. Páll, sem er jafnframt þjálfari kvenna- landsliðs Færeyinga, fer til Englands á næstu dögum til að fylgjast með þjálfun hjá Manchester United. Stockton sökkti Heat JOHIM Stockton var hetja Utah Jazz sem sigraði Miami Heat, 94:92, í NBA-deildinni í körfuknattleik ifyrrakvöld. Stockton jafn- aði leikinn 92:92 með þriggja stiga körfu þegar 16 sekúndur voru eftir. Alonzo Mourning hitti ekki í næstu sókn fyrir Miami og Utah baðum leikhlé þegar 1,9 sekúndur voru eftir. Greg Ostertag tók innkastið og sendi á Stockton, sem slapp framhjá Bimbo Coles og skoraði með skoti frá vinstri á lokasekúndunni og tryggði sigur Utah. Við vorum heppnir að sigra í þess- um leik,“ sagði Stockton, sem gerði 27 stig. „Það er ekki hægt að stóla á að vinna leiki með svona körfu, en í þetta sinn datt boltinn ofan í og það er ailtaf skemmtilegt að vinna leiki á lokasekúndinni.“ „Ég tapaði þessum leik og það er mjög sárt. Félagar mínir í liðinu reyndu allt sem þeir gátu, en ég var ekki með á nótunum," sagði Mourn- ing, sem gerði 22 stig. Karl Malone var stigahæstur í liði Utah með 32 stig. Vítahittni beggja liða var mjög slök í leiknum. Utah hitti úr 33 af 53 og Miami aðeins úr 13 af 32 vítaskotum. Samtals klúðruðu liðin því 39 vítaskotum, og sem dæmi má nefna að Alonzo Mo- urning skoraði aðeins úr fjórum af 17. Cleveland hefur verið á mikilli uppleið að undanförnu, sigraði Was- hington á heimavelli 109:91. Þetta var 10. sigur liðsins í röð á Washing- ton á heimavelli. Bobby Phills gerði 25 stig og Chris Mills og Terrell Brandon 23 hvor fyrir heimaliðið. Þetta var 18. sigur liðsins í síðustu 24 leikjum eftir slaka byijun í mót- inu. Juwan Howard var með 23 stig og stigahæstur í liði gestanna, sem var aðeins með átta leikmen'n á skýrslu og var m.a. án Roberts Packs og Chris Webbers, sem eru meiddir. Morgunblaðið/Einar Falur JOHNN Stockton var sterkur á lokakaflanum er Utah Jazz sigraði Miami Heat, 94:92. Hann jafnaöl og geröl svo sigur- körfu liðsins á síðustu sekúndu leiksins. mörkin og gerir markvörðum erfið- ara fyrir. Það er alltaf gaman að sjá fallega skoruð mörk, en það má ekki vera of mikið af mörkum í leiknum og þá sérstaklega fyrir markverði. Það verður nær vonlaust fyrir okkur að halda markinu hreinu, sem maður er alltaf að keppa að,“ sagði Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður er Morgun- blaðið spurði hann um þessar hug- myndir FIFA. „Knattspyrnumönnum er yfirleitt alltaf illa við breytingar, enda hefur verið lítið um þær. Það var þó ágæt- is breyting þegar markverðir hættu að mega taka knöttinn með hönd- um, eftir að meðspilari sendi hann aftur til markvarðar. Það gerði leik- inn meiri spennandi og markverðir þurftu að hafa útispilarakunnáttu, þegar þeir áttu við knöttinn. Þessi breytingartillaga, að stækka mörkin, gæti orðið erfiðari viðureignar fyrir markverði - og þá að aðlaga sig og venjast þessu. Það verður ekki möguleiki fyrir markverði að verja vítaspyrnur þeg- ar knettinum er spyrnt út við stöng, eða upp í markhornin. Mér líst ekk- ert á þessa breytingu við fyrstu sýn, því að þetta kemur fyrst og fremst niður á markvörðunum. Þeg- ar markverðir vakna upp við það að þeir eru að fá á sig fullt af mörkum í leik, verða þeir frekar pirraðir og leiðir í markinu. Að þurfa að hirða knöttinn oft úr net- inu, verður til þess að markverðir verða fúlir í skapinu og fara að skamma varnarmenn. Það er ekki góð breyting, þegar reynt verður að gera sóknarleikmönnum léttara fyrir á kostnað varnarmanna og markvarða," sagði Birkir, sem er alfarið á móti þessari breytingu. „Hefði ekki viljað skora í stærri mörk“ Einn mesti markvarðahrellir allra tíma í Evrópu, Þjóðveijinn Gerd Múller, er ekki ánægður með þessar hugmyndir. Múller, sem skoraði 365 deildarmörk í 427 deildarleikj- um — 40 mörk árið 1969-70 — og 68 mörk í 62 landsleikjum fyrir Þýskaland, sagðist ekki vilja hafa skorað neitt af sínum mörkum í stærra mark. „Með því að stækka markið er verið að gera markvörð- um erfítt fyrir, mörkin eins og þau eru í dag eru nægilega stór til að skora í þau. Það fer allt eftir því hvernig leikaðferð lið leika, hvort mörk eru skoruð eða ekki.“ Sepp Maier, markvörður og fyrr- um félagi Gerd Múllers hjá Bayern Múnchen og þýska landsliðiriu, var á sama máli og sagði að með breyt- ingunum væri verið að refsa mark- vörðum, sem hafa lagt hart að sér og staðið sig í leikjum. „Ef menn eru óánægðir með knattspyrnuna, er við annað að sakast en að mörk- in séu of lítil,“ sagði Maier, sem hefði varla haldið marki Þjöðveija hreinu í HM í 475 mín., ef markið hefði verið stærra. Eftir að hafa lesið ummæli márgra af bestu knattspyrnumönn- um heims um hugmyndir þess efnis að stækka mörkin, er ljóst að það er búið að skjóta þær hugmyndir niður. KRISTINN R. Jónsson. Kristinn R. með Fram á ný KRISTINN R. Jónsson, sem lék með Fram allt þar til fyr- ir tveimur árum, hefur tekið fram skóna á nýjan leik og lék með Fram í Reykjavíkurmót- inu í innanhússknattspyrnu um síðustu helgi. Hann mun þjálfa 2. og 3. flokk Fram í sumar líkt og hann gerði síðastliðið sumar auk þess sem hann verður Ásgeiri El- íassyni, þjálfara meistara- flokks, til aðstoðar. „Kristinn er í félaginu og það er aldrei að vita nema hann leiki eitt- hvað með næsta sumar. Hann þjálfar tvo flokka og er mér til aðstoðar með meistara- flokkinn þannig að það verður nóg að gera hjá honum. Ég held samt að ef ég þarf að nota hann í meistaraflokki þá sé hann tílbúinn í það,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgun- blaðið í gær. „ÞETTA er spaug. Fólk vill sjá fleiri mörk skoruð í ieikjum, en ekki með þessum hætti - að mörkin séu stækkuð, til að auðveld- ara sé að koma knettinum í netið,“ sagði Ray Clemence, fyrrum markvörður enska landsliðsins, Liverpool og Tottenham um þær hugmyndir aiþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, að stækka knattspyrnumörkin, lengja þau um 50 sm og hækka um 25 sm. „Ef lið leika vel skipulagða leikaðferð, þá eiga þau að skora mörk,“ sagði Clemence og annar fyrrum landsliðsmarkvörður Engiands, Peter Bonetti, Chelsea, sagði: „Þessi hugmynd er ekkert annað en hlægileg." Sepp Blatter, framkvæmdastjóri FIFA, sagði í sl. viku að sam- bandið væri tilbúið að samþykkja ■■■■■■I stærri knattspyrnu- SigmundurÓ. mörk til að gera Steinarsson leikinn enn áhuga- skrifar verðari og ákvörðun verði tekin í mars. „Verði þessi breyting ákveðin verð- ur látið á hana reyna í tilraunamót- um. Það verða ekki stærri mörk í heimsmeistarakeppninni í Frakk- landi,“ sagði Blatter. Mikil mótspyrna hefur komið fram um allan heim við þessari hugmynd - og hafa margir knatt- spyrnukappar mótmælt henni. Eins og oft áður tekur Argentínumaður- inn Diego Maradona, formaður sambands átvinnuknattspyrnu- manna, dýpst í árinni, en hann sagði að knattspyrnumenn færu hrein- lega í verkfall í heimsmeistara- keppninni í Frakklandi 1998, gengi FIFA lengra með hugmyndir sínar um að stækka mörkin. „Ef FIFA ætlar að gera það sem sambandið vill, fara knattspyrnumenn í verk- fall. Það gerir knattspyrnuna ekki betri að stækka mörkin, aftur á móti þýðir það að áhuginn fyrir knattspymunni minnkar," sagði Maradona. Það er vægast sagt nokkuð ein- kennilegt að FIFA komi fram með þessar húgmyndir á sama tíma að aukning hefur verið í markaskorun í leikjum í alþjóðlegum mótum. í undankeppni Evrópukeppni lands- liða voru skoruð að meðaltali 2,95 mörk í leik og var það aukning frá þremur fyrri keppnum og upp- sveifla var í HM í Bandaríkjunum 1994, þar sem skoruð voru 2,71 mark í leik. Michel Platini, einn besti knattspyrnumaður Evrópu, sem nú er formaður framkvæmda- nefndar HM í Frakklandi 1998, segir að það verði ekki skoruð fleiri mörk, þó að mörkin verði stækkuð. „Leikmenn verða einfaldlega að verða betri til að skora. Það er ekki hægt að bæta leikmenn með því að stækka mörkin.“ „Gerir markvörðum erfitt fyrir“ „Það munar um hvern sentimetra sem er í markrammanum. Það yrði mikil breyting ef ætti að stækka Birkir Kristinsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, var ánægður eftir að hann kom af fyrstu æfingu sinni hjá Brann á mánudaginn. „Aðstæðurnar hefðu mátt vera betri - það var boðið upp á gömlu mölina, klaka og snjó. Maður er ekki óvanur þessum að- stæðum, þannig að ég lét þær ekki á mig fá,“ sagði Birkir. Leikmenn Brann eru byijaðir að búa sig undir næsta keppnistíma- bil, sem hefst 14. apríl í Noregi. Ágúst Gylfason, sem lék með liðinu sl. keppnistímabil, sagði að hópur- inn hjá Brann væri nú bæði stærri og sterkari og væru menn bjartsýn- ir eftir óviðunandi gengi sl. keppnis- tímabil. „Það eru sjö nýir leikmenn í hópnum, þar af eru þrír leikmenn sem hafa leikið með norska landslið- inu. Það verður hart barist til að tryggja sér sæti í liðinu, þar sem tveir til þrír leikmenn koma til með að beijast um hveija stöðu,“ sagði Ágúst, sem var ánægður með að annar íslendingur væri kominn í herbúðir Brann. Fyrir utan að leika í mótum í yfirbyggðum höllum í Noregi í vet- ur, fer Brann í þijár æfingaferðir út fyrir landsteinana - t.d. til Kýp- ur í lok febrúar og Möltu í mars. Þess má geta að þrír aðrir íslend- ingar hafa leikið með Brann á und- anförnum árum — Bjarni Sigurðs- gon, markvörður, Sævar Jónsson og Olafur Þórðarson. Teitur Þórðar- son var þjálfari liðsins. Aðalfundur tennisdeildar Þróttar verður í félagsheimili Þróttar 17. janúar kl. 20.30 Dagkrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Tennisráð Þróttar. breikkuð um boltaþvermál (25 sm) til hvorrar hliðar Mörk skoruð í undankeppni og hækkuð um þvermál eins bolta (25 sm) Evrópukeppni landsliða Birkir Kristmsson landsliðsmarkvörOur er 1.86 metrar á hæð ' ) m « 0 0 ÁT0 sa • 0 m Ánægður að Birkir sé kominn segirÁgúst Gylfason hjá Brann, sem hefurfengið sjö nýja leikmenn KORFUKNATTLEIKUR / NBA Blikarnir sigruðu á Gróttumótinu BREIÐABLIK sigraði á hinu árlega Gróttumóti í innanhússknatt- spyrnu sem fram fór um helgina. A mótinu taka flest sterkustu lið landsins þátt, nema þau sem taka þátt í Reykjavíkurmótínu sem fram fer á sama tíma. Blikar sigruðu lið IBV 7:1 í úrslitaleik en höfðu áður lagt Stjörnuna 6:1 í undanúrslitum. Eyjamenn lögðu Leiftur 4:2 eftir framlengingu í undanúrslitum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.