Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 4
HANDKNATTLEIKUR Átta liða úrslit bikarkeppninnar í karla- og kvennaflokki verða háð í kvöld Eini alvöruúrslitaleikur bikar- keppninnar á Akureyri í kvöld í KVÖLD verður leikið í 8-liða úrslitum í bikarkeppni karla og kvenna í handknattleik. Mest spennandi leikur kvöldsins er án efa viðureign bikarmeistara KA og íslandsmeistara Vals á Akureyri. Þessi lið háðu harða rimmu ffyrra bæði um íslands- og bikarmeistaratitilinn. Bikar- úrslitaleikurinn í fyrra var tví- framlengdur og er einn mest spennandi leikur sem fram hefur farið hér á landi. „Það má segja að þetta sé úrslita- leikur keppninnar. Það lið sem vinnur verður bikarmeistari,11 sagði Þorbjöm Jensson lands liðsþjálfari. Allir leikir kvöldsins í karlaflokki hefjast klukkan 20 nema leik- ur KA og Vals sem hefst í KA-hús- inu hálftíma siðar. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari spáir í leiki kvölds- ins fyrir Morgunblaðið, og segir að leikurinn á Akureyri verði „stóri“ leikur kvöldsins. „Það er rosalega erfitt að spá um úrslit leiksins á Akureyri. Sem Valsmaður verð ég þó að spá Val sigri en það verður mjótt á munun- um og það kæmi mér ekki á óvart þótt leikurinn yrði framlengdur. Valsmenn eru með örlítið betur spilandi lið — betri vörn og eins betri markvörð, enda hafa þeir fengið á sig fæst mörk í deildinni," sagði þjálfarinn. „KA-menn eru hins vegar með öflugar skyttur; Patrek og Duran- ona. Sóknarleikur þeirra hefur verið góður og ef skytturnar verða í stuði verður þetta erfíður leikur fyrir Val. Svo má ekki gleyma því að KA er á heimavelli og það eitt get- ur vegið eins og aukaleikmaður. Þessi tvö lið eru þau bestu í dag og því er hægt að segja að þetta verði eini alvöru úrslitaleikur bikar- keppninnar,“ sagði Þorbjöm. Völsungur - Selfoss „Það yrði stórslys ef Selfoss myndi tapa á Húsavík. Selfyssingar eru með miklu betra lið og því spái ég öruggum sigri þeirra." Breiðablik - Fram „Eg tippa á Framara í þessum leik því þeir eru með mun betra lið en Breiðablik. Heimavöllurinn dug- ar Blikum ekki.“ ÍBV - Víkingur „Þessi lið eru mjög áþekk að i styrkleika, en ég held að heimavöll- urinn ráði úrslitum og ég spái því sigri Eyjamanna.“ Stórleikur í Garðabæ í bikarkeppni kvenna byrja allir leikimir kl. 20.00 nema leikur Fram og FH sem hefst í Framhúsinu kl. I 18.15. Leikur Stjömunnar og Hauka í Garðabæ er stórleikurinn í 8-liða úrslitum enda em liðin í tveimur efstu sætunum í 1. deild. Þorbjörn segist hallast að sigri Stjömunnar. „Heimavöllurinn veg- ur þungt og ræður úrslitum," sagði Þorbjöm. Morgunblaðið/Bjarni Bikarslagur ALFREÐ Gíslason og Patrekur Jóhannes- son úr KA hafa und- anfarna daga stund- að sund í flotvestum tll að liðka slg elns og sjá má á mynd Kristjáns Kristjáns- sonar hér tll hliðar, en þelr hafa báðfr átt við hnémeiðsli að stríða. Á myndinni hér að ofan má sjá Ólaf Stefánsson, stórskyttu úr Val, en hann verður í sviðs- IJósinu í kvöld í lelk sem margir telja hlnn raunverulega úrsllta- leik blkarkeppnlnnar. Svíar burstuðu Tékka Fram - FH „Framarar em með betra lið en FH-ingar og hafa titil að verja. Framstúlkur vita hvað þarf til í bik- arkeppninni. Það verður því Fram sem kemst áfram.“ Víkingur - ÍBV „Þessi lið em áþekk að styrk- leika. Víkingur hefur ekki leikið vel það sem af er mótinu en ég held að þessi leikur verði vendipunktur- inn og ég veðja því á Víking. Heima- völlurinn er einnig mikilvægur í svona leikjum.“ Fylkir - KR „Ég held að KR-ingar vinni Fylki nokkuð örugglega. Það er meiri reynsla og breidd í KR-liðinu,“ sagði Þorbjörn. FJÓRIR fyrstu leikirnir f heims- bikarmótinu í handknattleik, sem haldið er í Svíþjóð, fóru fram í gær en þar keppa þær þjóðir sem urðu í ótta efstu sæt- unum á Heimsmeistaramótinu hér á landi í maí. Heimamenn áttu ekki í nokkrum erfiðleikum með Tékka, voru 15:9 yfir í leik- hléi og sigruðu með nfu marka mun, 31:20. Egyptar sigurðu Króata 26:22. Heimsmeistararnir frá Frakk- landi sigruðu Svisslendinga 26:23 eftir að hafa 13:12 yhr f leikhléi og Rússar fóm illa með Þjóðverjar. Rússar höfðu 16:7 yfir f leikhléi og hélst sá munur lengi fram eftir en undir lokin slökuðu Rússar á klónni og sigr- uðu 29:22. Þess má geta að þeir sem hafa aðgang að Eurosport geta séð flesta leikina í beinni útsendingu og í dag leika Þjóðveijar og Egyptar klukkan 17.30 að ís- lenskum tíma og Svíar og Sviss- lendingar kl. 19. Frakkar og Tékkar leika einnig í dag og Króatar mæta Rússum. Oldham þarf að borga 18,2 millj. kr. fyrir Þorvald FÉLAGSSKIPTADÓM- STÓLL í Englandi úrskurðaði í gærkvöldi, að Oldham yrði að greiða Stoke 180 þús. sterl- mgspund fyrir Þorvald Örlygsson, eða um 18,2 miljj. íslenskra króna. FOLX ■ ALLT bendir nú til að svissneski leikmaðurinn Marc Hottiger, sem leikur með Newcastle í Englandi, gangi til liðs við Everton. Hann lék 51 leik með Newcastle á síðustu leiktíð en hefur ekki komist í liðið í vetur eftir að Warren Barton var keyptur. Hottinger lék í úrslita- keppni HM 1994 og hann vill endi- lega fá að spila í deildinni enda þarf hann að halda sér í góðri æfingu fyrir EM í sumar. Everton hefur boðið rúmar 70 milljónir í kappann en hann getur ekki leikið með Evér- ton fyrr en hann fær nýtt atvinnu- leyfi. ■ ENSKT dagblað skýrði frá því í gær að Chelsea sé í samningavið- ræðum við Gianluca Vialli, hinn 31 árs gamla krúnurakaða senter hjá Juventus á Italíu. Samningur hans rennur út í vor og segir sagan að Vialli langi að leika með Chelsea en þar er Ruud Gullit fyrir og Glen Hoddle við stjórnvölinn. ■ ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri hjá Manchester United, var í Mílanó á sunnudaginn til að skoða miðjumanninn Zvonimir Boban hjá AC Milan en hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá félaginu. Þangað var hann keyptur 1991 en var síðan lán- aður til Bari og kallaður aftur þegar Frank Rijkaard yfirgaf AC Milan. Vikulaun hans eru sögð rétt rúmlega ein milljón. ■ LEEDS hefur fengið gamla brýn- ið Lee Chapman að láni hjá Ipswich til þess að fylla skarð það Sem þeir Jeboah og Brian Deane skilja eftir sig á næstunni, en Dean tekur út bann á meðan Jeboha þarf að fara í landsleik. ■ WEST Ham vill kaupa Don Hutchison frá Sheffield United fyrir um 80 mil|jónir króna, en þegar hann var seldur frá Li- verpool fyrir nokkru kostaði kapp- inn rúmlega 150 milljónir króna. ■ SUNDERLAND fékk um 20 milljónir króna í tekjur af jafnteflis- leiknum við Manchester United um helgina og vonast menn þar á bæ til að fá ríflega 100 milljónir fyrir síðari leikinn en hann verður sýndur á SKY 30. janúar. ■ TVEIR rússneskir landsliðsmenn hafa gengið til liðs við Millwall, þeir Sergei Yuran og Vassili Kulkov, og fyrir vikið hefur þýski sóknarmaðurinn Uwe Fuchs snúið heim og verið lánaður til Fortuna Diisseldorf, en hann kom til Milw- all frá Kaiserslautern eftir að hafa hjálpað Middlesbrough upp í úr- valsdeildina. ■ ROGER Stanislaus, 27 ára gam- all varnarmaður hjá Leyton Orient, á yfir höfði sér langt bann eftir að í ljós kom í lyfjaprófi að hann hefur neytt kókaíns. ■ BOLTON keypti í gær miðju- manninn Wayne Burnett frá Plymouth og greiddi um 10 millj- ónir króna fyrir hann, en áður var kappinn hjá Blackburn. ■ TONY Coton, markvörður hjá Man. City, gekk í gær til liðs við Sunderland.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.