Morgunblaðið - 10.01.1996, Side 1

Morgunblaðið - 10.01.1996, Side 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 BLAD Botnfiskvinnslan rekin með 11-12% lialla SAMKVÆMT útreikningum Sam- taka fiskvinnslustöðva á afkomu í frystingu og saltfiski miðað við hefur lækkað mikið rekstrarskilyrði í byijun janúar er rekstrarhalli í fyrstingu og söltun að meðaltali í 11-12% af tekjum botnfiskvinnslunnar. Afkomumatið er byggt á afurðaverði og hráefniskostnaði botnfiskvinnslunnar í desember sl., breytingum á launakostnaði og þróun annarra kostnaðarliða vinnslunnar miðað við janúar á þessu ári. Verð á saltifiski „Skýringin á þessari breytingu frá því í nóvember þegar hallinn var rúm 7% er sú að verð á saltfiski á erlendum mörkuðum hefur farið lækkandi eftir að hafa verið mjög hátt síðastlið haust,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður SF. Lakasta afkoman í langan tíma „Einnig eru að koma til fram- kvæmda launakostnaðarhækkanir í ársbyijun og til viðbótar því er búið að leggja á hækkað tryggingagjald. Þetta samanlagt leiðir til þess að hall- inn í botnfískvinnslunni hækkar úr tæpum 8% í 11-12%. Arnar segir þetta lakasta afkomu- mat sem hann hafi séð frá því hann fór að hafa bein afskipti af afkomu fiskvinnslunnar fyrir átta árum. „Það sem skiptir meginmáli í þessari breyt- ingu i afkomu fiskvinnslunnar er hækkað hráefnisverð og óhagstæð gengisþróun þeirra gjaldmiðla sem skipta mestu máli fyrir frystinguna," segir hann. Staðan kynnt sjávarútvegsráðherra „Sjálfsagt munu fyrirtækin hvert í sínu lagi bregðast við þessum tölum. í fyrrahaust þegar halli var mun meiri í frystingu en saltfiski fóru nokkur fyrirtæki í auknum mæli út í saltfisk- vinnslu. Núna er hallinn hins vegar svipaður í báðum þessum vinnslugrein- um. Hann segist hafa rætt við sjávarút- vegsráðherra um þessi mál og reikna með því að óskað verði eftir því af Þjóðhagsstofnun að hún framkvæmi afkomumat á stöðu vinnslunnar. „Jafnframt hlýtur það að gerast að hráefnisverð taki mið af lækkandi af- urðaverði,“ segir hann. „Ég reikna með að það komi fram á innlendu fiskmörkuðunum á næst- unni. En það breytir ekki þeirri stað- reynd að fiskvinnslan yrði áfram rek- in með verulegum halla. Þegar Seðla- bankinn ákvað síðasta haust að auka vikmörk í gengisskráningu hér á landi var það m.a. gert til þess að mæta hræringum á erlendum gjaldeyris- mörkuðum og til að bankinn ætti möguleika á að bregðast við þeim. Nú liggur það fyrir að gengi Banda- ríkjadollars, japansks jens og bresks punds hefur lækkað um 5 til 6% á síð- asta ári og hefur þetta haft veruleg áhrif á afkomu fiskvinnslunnar til hins verra. Stjórnvöld komast ekki hjá því að horfa á þessa staðreynd i þeirri umfjöllun sem nauðsynleg er þegar rætt er um afkomu fiskvinnslunnar hér á landi.“ Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Markaðsmál Q Vaxandi markað- ur er fyrir fisk og sjávarafurðir í Kína Viðtal 7 José Solernou, sölustjóri hjá Co- pesco SÍF á Spáni Morgunblaðið/Birgir Pórbjarnarson • ÞÝZKI ísfisktogarinn Cux- jólin. Aflabrögð voru fremur haven, sem nú er að hluta til léleg, enda hafa ESB-skipin í eigu Samherja hf. var á karfa- ekki aðgang að beztu karfa- veiðum í Rósagarðinum um slóðinni. Fréttir Meira unnið í sérpakkningar • VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum hefur auk- ið margvíslega vinnslu í neytendapakkningar að undanförnu. það þar hvort tveggja um að ræða pakk- ingar fyrir innlendan og erlendan markað og ýmsar fisktegundir. „Um Þessar mundir erum við að vinna neytendapakkningar á fjór- um tegundum af skötusel sem eru kryddaðar á fjóra mismunandi vegu,“ segir Þorbergur Aðalsteinsson, markaðsstjóri innanlands hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum, í samtali við Verið./2 Meira selt af fiski til Spánar • SÖLUMIÐSTÖÐIN selur árlega um þrjú þúsund tonn af fiskafurðum til Spánar og Portúgals eða tæp 3% af heildarframleiðslu fyrir- tækisins. Heildarverðmætið nemur hins vegar um 5% af útflutningsveltu SH að sögn Hjörleifs Ásgeirssonar, nýr- áðins skrifstofusljóra SH á Spáni./5 Danir ætla í Síldarsmuguna • DANSKIR sjómenn eru afar óánægðir með nýgerð- an fiskveiðisamning milli Evrópusambandsins, ESB, og Noregs og Bent Rulle, formaður i samtökum danskra sjómanna, segir, að ljóst sé, að enn einu sinni hafi Norðmenn fengið sínu framgengt. Samkvæmt samningnum var síldveiði- kvótinn í Norðursjó skorinn niður um 30%, makrílkvót- inn um 33% og skarkola- kvótinn um 37%./6 Ottógekk vel á rækjunni • OTTÓ Wathne frá Seyðis- firði náði beztum árangri allra íslenzkra skipa á Flæmska hattinum á síðasta ári, aflinn varð rúmlega þúsund tonn og aflaverð- mæti um 215 milljónir króna. Utgerðin varð þó fyr- ir töluverðu áfalli, er frysti- pressa eyðilagðist. Fyrir ut- an viðgerðarkostnað, var skipið frá veiðum á bezta tíma um sumarið og áætlar Trausti Magnússon, útgerð- armaður, að veiðitap hafi numið 50 til 60 milljónum króna./8 Markaðir Aukning hjá Nýsjálendingum • NÝSJÁLENDINGAR auka útflutning sjávaraf- urða stöðugt. Eftir fyrstu níu mánuði síðasta árs höfðu þeir flutt út rúmlega 250.000 tonn, sem er 13% aukning frá árinu áður. Hlutfallslega er aukningin mest í útflutningi á ferskum og frystum skelfiski, þar sem um tvöföldun er að ræða. Mikil aukning er einnig í útflutningi á unnum afurðum úr botnfiski, sem nam nú í haust 31.000 tonn- um á móti 24.000 tonnum í fyrra. Samdráttur er þó í sölu á ferskum og frystum botnfiski. Útflutningur sjávar- afurða frá Nýja Sjálandi 300 Magn útfkitnings Botnfiskurinn skilar mestu Útflutningursjávar- afurða frá Nýja Sjálandi Verðmæti útflutnings / • Verðmæti útflutnings sjávarafurða frá Nýja Sjá- landi hefur ekki aukizt jafnmikið og magnið eða aðeins um 8,8%. Mestu mun- ar þar um samdrátt á verði á ferskum botnfiski, sem nemur 6,5%. Alls fluttu Nýsjálendingar út fisk og fiskafurðir fyrir 39 millj- arða umrætt tímabil, en 36 á sama tíma í fyrra. Botn- fiskurinn skilar meira en helmingi heildarverðmætis- ins eða um 24 milljörðum króna./6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.