Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR UIMIMIÐISALTFISKIIMUM , Morgunblaðið/Sigurgeir IVINNSLUSTOÐINNI hf. vinna 50 til 60 manns í sérpökkunardeildinni. Þar er unnið jafnhliða að neytendapakkningum á innlendan og erlendan markað. „Með ódýrasta saltfiskinn á markaðnum hér heimau VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum hefur auk- ið margvíslega vinnslu í neytendapakkningar að undanförnu. það þar hvort tveggja um að ræða pakk- ingar fyrir innlendan og er- lendan markað og ýmsar fisktegundir. „um Þessar mundir erum við að vinna neýtendapakkningar á íjórum tegundum af skötusel sem eru krydd- aðar á Ijóra mismunandi vegu,“ segir Þorbergur Aðalsteinsson, markaðs- stjóri innanlands hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum, í samtali við Verið. Vinnslustöðin hf. eykur framleiðslu í neytendapakkningar Ráðstefna í Pétursborg BOÐAÐ hefur verið til annarrar ráðstefnu um sjávarútveg í Péturs- borg í Rússlandi í vor. Fjallað verð- ur um möguleg samskipti austurs og vesturs á sviði sjávarútvegs, framboð af físki frá Rússlandi, fjár- festingar þar, samvinnuverkefni, mögulegan innflutning sjávaraf- urða og fleira. 300 þátttakendur Ráðstefna af sama toga var hald- in þar árið 1993 og voru þátttak- endur yfir 300 frá meira en 40 lönd- um. Það eru tvær stofnanir FAO, Landbúnaðar- og matvælastofnun- ar sameinuðu þjóðanna, sem standa að ráðstefnunni, Globefis og Infof- ish og rússnesku stofnanimar, Fisk- veiðistofnun Rússlands og Gipr- orybflot. Ráðstefnan verður haldin á 17. til 19. apríl og í tengslum við hana verður boðið upp á skoðunarferðir um pétursborg op nágrenni og heimsóknir í rússnesk fiskvinnslu- fyrirtæki víðar í Rússlandi. Ráð- stefnan verður haldin á Grand Hot- el Europe, sem er gæsilegt hótel upphaflegt byggt á síðustu öld fyr- ir rússneska aðalinn. Samstarfíð gottvið útgerðina FLUGLEIÐIR hafa nú um nokkurra mánaða skeið flogið með áhafnir íslenzkra rækjuskipa á Flæmska hattinum, milli Keflavíkur og St. Johns á Nýfundnalandi. Flogið hef- ur verið á fimm vikna fresti að meðaltali, en fleiri ferðir voru þó í kringum jól og áramót, meðal ann- ars vegna jólafría. „Fyrsta leiguflugið af þessu tagi hjá okkur var í ágúst í fyrra, en útgerðarmenn höfðu þá verið með minni vélar til að flytja áhafnir sín- ar fram og til baka,“ segir Sigfús Erlingsson, forstöðumaður erlendra sérverkefna hjá Flugleiðum, í sam- tali við Verið. Boeing 737 „Upphaflega vorum við fyrst spurðir hvort hægt væri að leigja Fokker í þetta flug, en við nánari athugun reyndist sáralitlu minni kostnaður við mun stærri flugvél, Boeing 737. Með Fokkernum hefði til dæmis þurft að millilenda á leið-. inni en ekki með stærri vélinni. Ákveöið verð fyrir hverja ferð Upp úr því hófst samvinna Flug- leiða og útgerðarmanna rækjuskipa á Flæmska hattinum fyrir tilstilli Snorra Snorrasonar, útgerðar- manns á Dalvík. Fyrirkomulagið er með þeim hætti, að útgerðin greiðir ákveðið verð fyrir hveija ferð fram og til baka og sér hún svo að auki um að greiða opinbera skatta og skyldur af hverjum farþega. Þegar pláss er í vélunum hefur fólk, sem tengist útgerðunum svo fengið að fljóta með. Við höfum átt mjög góða samvinnu með útgerðunum, enda eru þær mjög áreiðanlegir við- skiptavinir. Flogið á fimm vikna fresti Frá því í ágúst höfum við flogið að jafnaði á fimm vikna fresti með áhafnir fram og til baka. Síðan var ein ferð rétt fyrir jólin, önnur milli jóla og nýárs og svo loks ein nú í upphafi árs. Það er komið visst form á þetta leiguflug, en við reiknum frekar með því að þessir farþegar færist síðan yfir í áætlunarflug okkar til Halifax á Nova Scotia, þegar það hefst í maí í vor. Þá verður flogið milli Keflavíkur og Halifax tvisvar í viku og ætti það að vera góður kostur, þegar þar að kemur,“ segir Sigfús. Þorbergur segir að margt fleira sé á döfinni. Verið sé að vinna salt- físk sem eigi að vera tilbúinn í pott- inn. „Við erum einnig að setja á markað saltfisk sem er tilbúinn til steikingar," segir hann. „Hann er matreiddur á sama hátt og gert er á Spáni, Ítalíu, Frakklandi og Port- úgal. Þessar sérpakkningar eru þegar komnar á markað erlendis enverða markaðsettar hérlendis um mánaðamótin og við munum fylgja því eftir með mikilli kynnipgu." Ýsuflök og grillréttir Þetta er ekki allt sem verið er að vinna að í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. „Við erum líka að vinna ýsuflök í pakkningar á markað hérlendis. Þau eru lausfryst í neytendaumbúðum. Síðan má nefna grillrétti sem koma á markað snemma í vor. Það verður fiskur í grillbakka, fullkryddaður og tilbú- inn í ofninn eða á grillið. Loks höf- um við verið að prófa okkur áfram með reyksoðinn háf og blálöngu- bollur. Það eru réttir fyrir sælkera." Frekari kynning fyrirhuguð Þorbergur segir að viðbrögð hafi verið mjög góð: „Að vísu höfum við ekki fylgt þessu eftir með auglýs- ingum ennþá, en við ætlum okkur að kynna þessa rétti enn frekar.“ Hann segir að þessar neytenda- pakkningar séu ekki dýrar: „Við erum til dæmis með ódýrasta salt- fiskinn á markaðinum." Flóknar veiðireglur BRESKIR sjómenn eru mjög óánægðir með nýjar reglur um veið- ar við írland og virðist sem ný deila milli þeirra og breskra stjórnvalda sé í uppsiglingu. Hóta þeir að hunsa nýju reglurnar vegna þess, að þær séu svo flóknar, að enginn skilji þær. Taismenn sjómanna segja, að nýju 28 blaðsíðna reglugerðinni um veiðar við írland eigi að vísa aftur heim til föðurhúsanna vegna þess, að hún sé svo ótrúlega ruglingsleg, að menn geti ekki skilið hvenær, hvar eða hvernig þeir eigi að fara eftir henni. Breska ríkisstjórnin ætlar að vísu að bregðast við gagnrýninni með því að senda embættismenn til fundar við sjómenn en Barrie Deas, framkvæmdastjóri sjómannasam- takanna, segir ólíklegt, að sjómenn muni sætta sig við annað en nýjar og einfaldari reglur um það hvernig þeir eigi að stunda vinnu sína. írska boxið opnað Nýja reglugerðin tekur meðal annars til hins umdeilda „írska box“ en í þessum mánuði mega spænsk og portúgölsk skip, allt að 40 í einu, stunda þar veiðar í fyrsta sinn. Hefur það valdið mikilli óánægju meðal breskra sjómanna. Breska stjórnin fékk því fram- gengt í Brussel, að hætt var við upphaflegu reglugerðina um veiðar við írland og bar því við, að um væri að ræða óþarflega flókið „skriffinnskuplagg". Breskir sjó- menn segja hins vegar, að með reglugerð stjórnarinnar, sem segist vera að beijast fyrir auknu frelsi og einföldun, hafi þó fyrst keyrt um þverbak hvað varðar rugling og flókna framsetningu. Fyrirlestur um kryddsfld GUÐNÝ Guðmundsdóttir matvæla- fræðingur mun flytja fyrirlestur um lokaverkefni sitt í meistaranámi við efnafræði- og matvælaskor. Fyrir- lesturinn fer fram í VR II, stofu 158 kl. 16.15 í dag og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. í fréttatilkynningu segir að markmið verkefnisins hafi verið að kanna hvaða áhrif mismunandi hröð saltupptaka og mismunandi magn innyfla hefði á verkun kryddsíldar. Einnig var markmiðið að samræma áferðarmælingar með Instrontæki (kraftmæli) við áferðarmat skyn- matshóps. Umsjónarmenn verkefn- isins eru dr. Guðmundur Stefánsson og dr. Kristberg Kristbergsson. Erfitt að tryggja jöfn gæði Verkun kallast breytingar sem eiga sér stað í saltaðri síld og valda mjúkri áferð og einkennandi bragði. Verkun á sér stað við langvarandi kæligeymslu saltaðrar síldar, og er talin stafa af efna- og lífefnafræði- legum ferlum. Breytingamar sem eiga sér stað við söltunina eru lítt þekktar sem gerir það að verkum að erfitt er að tryggja í framleiðsiu jöfn gæði afurða. Þar er hins vegar mikilvægt að geta tryggt gæði af- urða því neytendur vilja að söltuð síld hafi ávkeðið verkunarbragð og mjúka áferð. Því er nauðsynlegt að þekkja sem best söltunar- og verk- unarferlið og þær efna-, skynmats- og eðlisbreytingar sem ráða gæðum afurða. Margar kenningar hafa verið settar fram um að ensím, bæði vöðva- og meltingarensím, séu þess valdandi að síld verkist. Niðurstöður þessa rannsóknarverkefnis gefa til kynna að hraði saltupptökunnar hafi mikil áhrif á hvort síld verkist eða ekki. Hins vegar benda niður- stöður til að heilsíld án innyfla verk- ist á sama hátt og heilsíld með innyflum. Það sem eftir er af kvótanum í byrjun janúar 1996 (65% eftir af kvótaárinu) Þorskur, veiðiheimild, 101,2 þús. t, Ný staða, 69,3 þús Ysa, veiðiheimild, 52,0 þús. t, Ný staða, 42,4 þúSvt. Ufsi, veiðiheimild, 65,4 þús. t, Ný staða, 56,0 þú Karfi, veiðiheimild, 70,9 þús. t, Ný staða, 40,3 þús. t, Grálúða, veiðiheimild, 23,4 þús. t, Ný staða, 19,1 þús. Skarkoli, veiðiheimild, 14,0 þús. t, Ný staða, 11,8 þús. t. Uthafsrækja, veiðiheimild, 67,2 þús. t, Ný staða, 41,7 þús. t. Innfjarðarækja, veiðiheimild, 8.6 þús. t, Ný staða, 5.7 þús. t. Humar, veiðiheimild, 594 tonn Ný staða, 594 tonn Skel, veiðiheimild, 9,3 þús. t, Ný staða, 3,6 þús. t. Síld, veiðiheimild, 128,7 þús. t, Ný staða, 24,1 þús. t. Loðna, veiðiheimild, 536 þús. t, Ný staða, 361 þús. t.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.